Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 87 Á FÖRNUIV VEGI «3 Éi í Forseti í fríi + Þessi mynd var tekin í maí- mánuöi sl. á Marbella á Spáni, þar sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var í sumarfríi. Með á myndinni eru Rudolf von Schönburg, greifi, sem var í heimsókn hjá Vigdísi, Vigdís Bjarnadóttir ritari forseta og Kjartan Gunnar Kjartansson. Hjá Vigdísi stendur dóttir henn- ar Ástríöur Magnúsdóttir og lengst til vinstri er Bjarni Karl Guömundsson. Ljósm. Guölaugur Tryggvi Karlsson. Ljósm. Horst MUIIer. wEigi fekk ek viðbundizk“ + Útúr svip Böövars hljóömanns hjá sjón- varpinu má lesa þar sem hann stendur yfir félaga sínum eitthvaö svipaö því sem hetja Þorgeir Hávardson í Fóstbræörasögu sagöi eftir aö hafa gert smaladrenginn höföinu styttri og var spuröur um ástæð- una. „Eigi fekk ek viö- bundizk“ „Fótbolti og aftur fótbolti" Fótboltakappanum Atla Eö- valdssyni og konu hans Steinunni fæddist sonur þann 12. maí síöast- liöinn er hlaut nafniö Egill. Af fjölskyldunni mun vera allt gott að frétta samkvæmt því sem móöir Atla, Sigríður Bjarnadóttir, tjáöi okkur. Hún sagði að lífiö hjá Atla væri „fotbolti og aftur fótbolti“, Atli heföi farið til Sikileyjar á fimmtudags- morguninn til að spila meö íslenzka landsliöinu viö Möltubúa. Hann færi síðan aftur til Þýskalands til aö ná í konu sína og soninn. Atli kemur til Islands í sumar meö liði sínu Dusseldorf í boöi Fram og mun liöiö leika aö minnsta kosti tvo leiki hér, annan viö Fram og hinn við Vestmanneyinga i Eyjum. Til stóð aö liðið léki viö Þór á Akur- eyri, en ekki reyndist unnt aö koma þeim leik viö, vegna þess að völlur- inn á Akureyri er ekki nothæfur sem stendur. Atli og fjölskylda munu dvelja hér í 5 vikur. Sallý Magnússon útnefnd Greinar- höfundur ársins í Skotlandi SALLY Magnússon blaðamaður, dóttir Magnúsar Magnússonar, hins velþekkta íslenska rithöf- undar og sjónvarpsmanns í Bret- landi, hefur veriö útnefnd „Grein- arhöfundur ársins“ í Skotlandi. Sally, sem er 26 ára, er blaöa- maöur á Sunday Standard, en þaö blað hóf göngu sina fyrir aö- eins einu ári. Verölaun hennar, sem hún deildi meö blaöamanni á ööru blaöi, Glasgow Herald, eru ein af nokkrum slíkum sem veitt eru skoskum blaöa- mönnum, sem skara fram úr á hinum ýmsu sviöum. Þessi verð- laun eru þekkt undir nafninu Fraser-blaöamannaverölaunin og eru þau virtustu sinnar teg- undar í Skotlandi. Áöur en hún hóf vinnu á Sunday Standard siöastliöiö ár, var Sally blaöamaöur á The Scotsman, stærsta þjóölega dagblaöi Skotlands. Hún las enskar bókmenntir viö Edinborg- arháskóla og útskrifaöist þaðan meö fyrstu einkunn. Lokaritgerö Sally Magnússon hennar var um „Norsk áhrif á viktoríanskar bókmenntir“. Sally hefur skrifaö eina met- sölubók, „The Flying Scotsman", sem var útgefin á síöasta ári. Hún er ævisaga hins mikla skoska íþróttamanns og trúboöa Eric Liddells, sem vann verölaun- in í fjögur hundruð metra og tvö hundruö metra hlaupunum á Ólympíuleikunum í París 1924. Liddell er ein aöalhetjan í Óskarsveröiaunakvikmyndinni „Eldvagninum“. Sally hefur líka lagt út á sjón- varpsbrautina. I vetur sá hún um trúarlega þætti fyrir BBC-sjón- varpsstööina á sunnudags- morgnum. Þessir þættir voru kallaðir „Fyrsti dagurinn“. Sally Magnússon, eöa Magn- úsdóttir, eins og hún kallar sig á íslandi, mun koma til íslands síö- ar á þessu ári til aö safna efni í bók um island. Yngri systir Sally, Margaret, sem útskrifaöist í sögu frá Som- erville College í Oxford og er nú útvarpsmaöur hjá BBC í Skot- landi, safnaði hluta af efninu í bók Sally „The Flying Scots- man“. Margur mundi segja aö þetta gengi í ættir. „Ja, ég þekkti nú bara ekki sjálfa mig“ + Af Karólínu Gunnarsdóttur í Grindavík birtist nú fyrir skömmu mynd i blaöinu þar sem hún kom út eins og svört klessa. Viö hringdum í Karólínu og spuröum hana aö því hvernig henni heföi oröiö viö þegar hún sá myndina af sér. Karólína svaraöi eldhress aö bragöi. „Já, ég þekkti nú bara ekki sjálfa mig.“ Annars sagöi Karólína að lítiö væri aö frétta, hún væri búin aö liggja í flensu á hálfan mánuö, en vonaöi aö sér færi nú aö batna því henni dauöleiddist aö vera ein í kotinu, í því góöa veðri sem nú væri í Grindavík. Aö lokum sagöi Karól- ína aö fiskirí væri gott og hún biöi spennt eftir aö geta hafiö vinnu sína aftur í frystihúsinu. + Magnús Guðmundsson á Pat- reksfirði sendi Morgunblaöinu þetta skjal, sem hann gefur út fyrir þá sem leggja leið sína á Látrabjarg. Hann og kona hans eíga hús og jörð á Hvallátrum og dvelja þar oft á sumrin, og hafa ferðamenn oft spurt þau að því hvort ekki væri hægt að fá eitthvað því til staðfestingar aö þeir hefðu komið á vestasta odda Evrópu, því lót Magnús veröa af því að gefa þetta skjal út. Ferðamönnum gefst nú tæki- færi á aö eignast slíkt skjal með dagstimpli sem Magnús lét einnig gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.