Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 122. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ísraelsmenn ná Tyros og fleiri mikilvægum stöðum Brezkir hermenn sækja fram á Vestur-Faiklandi Tel Aviv, 7. júní. AP. ÍSRAELSMENN sögðu frá fleiri sigrum í Líbanon í dag, mánudag, og Menachem Begin forsætisráðherra fór í þyrlu til Beaufort-kastala, áður helztu miðstöðvar Palestínumanna til stórskotaárása á ísrael. Þar fékk hann skýrslu hjá Ariel Sharon landvarnaráðherra um vígstöðuna. ísraelsmenn virðast ætla að króa Palestínumenn inni með tangarsókn eftir blóðuga bardaga í návígi. ísra- elskur herforingi sagði að ísra- elsmenn ættu í höggi við skipulagð- an palestínskan her sem væri þægi- legra að eiga við en skæruliða. Israelsmenn segjast hafa um- kringt Sidon og tekið þrjú palestínsk vígi: Tyros á ströndinni, Nabatiyeh á miðvígstöðvunum og Hasbaya í „Fatahlandi" í austri, í rótum Herm- onfjalls. Raphael Eytan herráðsfor- seti sagði að innrásin gengi vel og væri á undan áætlun. Haim Herzog fv. hershöfðingi sagði að aðgerðunum lyki e.t.v. á miðvikudag ef Sýrlendingar skærust ekki í leikinn. ísraelsmenn hefðu reynt að króa Palestínumenn inni með landgöngu norðan við Sidon og sóknaraðgerðum á austursvæðunum. Palestínumenn yrðu að ákveða fljótt hvort þeir ættu að hætta á mikið mannfall eða hörfa norður á bóginn. Herstjórnin sagði að herskip, brynsveitir, fallhlífahermenn og fótgöngulið hefðu tekið ósasvæði AI-Awali 3 km norðan við Sidon án Reagan í Windsor Windsor, 7. júni. AP. RONALD REAGAN forseta var tekið með viðhöfn þegar hann kom til Windsor-kastala i dag mánu- dag, og hann verður fyrsti forseti Bandaríkjanna sem þar gistir. Strangar öryggisráðstafanir höfðu verið gerðar þegar forset- inn og kona hans komu til Heathrow-flugvallar. í London var 41 fallbyssuskoti skotið Reagan til heiðurs og um 2.000 háværir andófsmenn mótmæltu stefnu hans í kjarnorkumálum fyrir utan Downing-stræti 10. Ellefu voru handteknir síðar. Reagan ávarpar báðar deildir brezka þingsins á morgun, mið- vikudag. Alexander Haig utan- ríkisráðherra mun ræða við Francis Pym embættisbróður sinn um Falklandseyjadeiluna, sem varpar skugga á heimsókn- ina, og umrótið í Miðausturlönd- um. Sjá frétt á bls. 18. mannfalls og skotið á veginn til að koma í veg fyrir undanhald skæru- liða til Beirút. Fátt var um varnir í fjallabænum Hasbayah í austri, 16 km norðaustur af landamærunum, en landslagið er erfitt. ísraelsmenn kalla aðgerðina „Frið fyrir Galíleu" og segja eina tilgang- inn þann að hrekja skæruliða frá svæðinu hjá landamærunum. Þeir segjast ekki vilja berjast við Sýr- lendinga, sem hafa heitið að verja Palestínumenn, en hafa greinilega nánar gætur á þeim. Israelskir stjórnmálaleiðtogar hvetja til að ísrael krefjist brottflutnings Sýr- lendinga frá Líbanon gegn því að ísraelsmenn hörfi frá svæðinu sem þeir hafa tekið. Aðalstöðvar öryggisþjónustu PLO urðu fyrir ísraelskum loftárásum í dag, en herstjórnarbyrgi Yasser Arafats slapp. Sýrlendingar segja að þeir hafi skotið niður tvær ísraelsk- ar flugvélar í loftbardögum yfir Beirút og fimm sýrlenzkir hermenn hafi fallið og 10 særzt í bardögum í dag. (ísraelsmenn segjast liafa skot- ið niður eina sýrlenzka MIG-þotu.) Sýrlendingar hafa sent brynvarið herfyiki til Líbanons. PLO segir að ísraelskir fallhlífa- hermenn og ísraelskt landöngulið hafi sameinazt til árásar á Sidon, sem sé í „ísraelskri snöru“. Fallhlífa- hermenn hefðu tekið allar hæðir umhverfis borgina og fjörurnar norðan og sunnan við Sidon væru morandi af skriðdrekum og víkinga- hermönnum, Útvarpsstöð falangista segir að ísraelskir skriðdrekar og fallhlífa- hermenn hafi ráðizt inn í Sidon skömmu eftir sólsetur og séu að upp- ræta einangraða hópa skæruliða í borginni. Sidon yrði mesta herfang innrásarliðsins. Bandarískir hernaðarsérfræð- ingar efast um að innrásin leiði til stórstríðs og telja að Sýrlendingar muni ekki hætta á algert stríð. George Bush boðaði til fundar í Hvita húsinu til að kanna leiðir til að binda enda á átökin. Þótt samúð með ísrael sé töluverð munu ýmsir embættismenn vilja refsiaðgerðir. Sagt er að ísraelsmenn fái 48 tíma frest til að hörfa, ella fái þeir ekki afhent bandarísk vopn. Sharon land- varnaráðherra hafði varað Alexand- er Haig utanríkisráðherra við inn- rásinni í maí. Setuliðið í Stanley hvatt til uppgiafar litnHnn 7 mní AP l/ondon, 7. júní. AP. YFIRMAÐUR brezka herliðsins á Falklandseyjum, Jeremy Moore hershöfð- ingi, hefur í talstöð skorað á argentínska yfirmanninn, Mario Menendez hershöfðingja, að gefast upp að sögn fréttastofunnar Press Association (PA). Ekkert er vitað um viðbrögð Menendez í London. Brezka landvarnaráðuneytið segir að brezka herliðið treysti stöðvar sínar og sendi varðflokka fram fyrir víglínuna. Argentínsk- ar flugvélar réðust á brezka her- menn í gær, mánudag, en engan sakaði. PA segir að allt að 60 arg- entínskir hermenn hafi fallið síð- ustu fimm daga, en enginn Breti. Tilkynnt var að brezka Gazelle- njósnaþyrlan hefði farizt á Austur-Falklandi á laugardag og Diplómat veginn 1 Lissabon Líssabon, 7. júní. AP. VERND tyrknesks sendiráðsfólks í Lissabon var aukin i dag þegar samtök armenskra hryðjuverkamanna höfðu lýst því yfir að þau bæru ábyrgðina á dauða tyrkneska sendiráðsfulltrúans Erkut Akbay. Kona hans, Naidede, særðist í árásinni og liggur meðvitundar- laus í sjúkrahúsi. Tilraunin til þess að ráða þau af dögum var gerð fyrir utan íbúð þeirra í einu úthverfi Lissabon þegar þau voru að koma heim til hádegisverðar. Sjónarvottum ber ekki saman, en þeir eru sammála um að Akbay hafi látizt samstundis eftir snögga árás. Lík Akbays lá enn í bíl- stjórasæti Peugeot-bifreiðar hans tveimur tímum eftir tilræðið með- an sérfræðingar lögreglunnar leit- uðu að vísbendingum um morð- ingjann eða morðingjana. Onefndur sjónarvottur sagði að einn árásarmaður hefði sézt, grímubúinn, en yfirvöld vilja ekk- ert um það segja. „Við höfum drepið tvo tyrkn- eska diplómata," sagði maður nokkur, sem hringdi í fréttastof- una AFP og virtist halda, rang- lega, að kona Akbays hefði einnig unnið í tyrkneska sendiráðinu. Maðurinn sagðist fulltrúi samtaka sem vilji koma fram hefndum fyrir þjóðarmorð á Armenum. Akbay hafði starfað í Lissabon í tvö og hálft ár. Erlendir fulltrúar voru síðast vegnir í Lissabon fyrir sex árum þegar tveir kúbanskir sendiráðsmenn létust í sprengingu í sendiráði Kúbu. Misheppnuð til- raun var gerð 1979 til að myrða sendiherra ísraels, sem særðist lítillega, en lögreglumaður beið bana. Síðan 1973 hafa Armenar vegið 22 tyrkneska diplómata. fjórir beðið bana. Þar með hafa Bretar misst 142 menn. Michael Nicholson, fréttamaður ITN, sagði að landgönguliðar hefðu komið sér fyrir í traustum stöðvum í fjöllunum fyrir norðan Port Stanley og komið Argentínu- mönnum í opna skjöldu. Hann sagði að rofað hefði til í dag eftir þoku, hvassviðri, rigningu og slyddu í eina viku og argentínskar flugvélar hefðu notað tækifærið til að ráðast á San Carlos, en ekki komizt nógu nálægt. Ein þeirra var skotin niður með eldflaug frá brezku herskipi. Brian Hanrahan, fréttamaður BBC, sagði að sveit Gurkhaher- manna færi daglega í leiðangra í þyrlum til að leita uppi einangr- aða hópa argentínskra hermanna að baki brezku víglínunnar, en fyndu yfirleitt ekkert nema yfir- gefin hergögn og skotfæri. Nicholson sagði að brezkir her- menn yrðu að „þola afleit veður- skilyrði, stundum snjókomu, stundum ísingu, alltaf leðju. Þeir hafast við í skotgröfum, sem hafa verið grafnar niður í blautar mómýrar og lág ský umlykja þá allan sólarhringinn. Allan tímann er þess vænzt að þeir séu reiðu- búnir til orrustu." Tilkynnt var að fimm argent- ínskir fangar hefðu beðið bana og sjö særzt þegar skotfæri hefðu sprungið fyrir slysni í Goose Green 1. júní. Talsmaður vildi ekki ræða þá frétt BBC að Argen- tínumenn hefðu verið að hreinsa skotfærageymslu þegar slysið varð. Útför 250 Argentínumanna, sem féllu við Darwin og Goose Green, hefur verið gerð. Mikil fagnaðarlæti urðu þegar 133 menn, sem björguðust af gámaskipinu „Atlantic Conveyor", komu með DC-10 flugvél brezka flughersins til flugstöðvarinnar Brize Noreton nálægt Oxford. Sjá grein á bls. 34. Þýzk hjón handtekin Austur--Berlín, 7. júní. AP. VESTUR-ÞÝZK hjón hafa verid handtekin, gninuð um njósnir í þágu vestur-þýzku njósnaþjónustunnar BND, ad sögn austur-þýzku frétta- stofunnar ADN. Talsmaður BND í Munchen vill ekkert um málið segja. ADN kallar hjónin „Wolfgang og Heike B.“ og segir að þau hafi stundað njósnir árum saman. Rannsókn sé hafin í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.