Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 Flying Tigers: Leyfi til vöruflugs milli íslands og Bandaríkjanna FLUGLEIÐIR hafa nú fengið mikla samkeppni í vöruflutningum á leið- inni milli íslands og Randaríkjanna, þar sem handaríska vöruflugfélagið Flying Tigers hefur fengið leyfi til vöruflugs milli landanna, en það er stærsta vöruflugfélag veraldar. Flying Tigers var fengið til að fljúga nokkrar ferðir í vetur með ferskan fisk á Bandaríkjamarkað fyrir sölusamtök útflytjenda og óskaði í framhaldi af því eftir leyfi bandarískra flugmálayfirvalda til að stunda vöruflug milli landanna í a.m.k. eitt ár, en síðan var lögð inn beiðni um áframhaldandi reglubundið flug, en félagið hyggst nota flugvélar af gerðinni Boeing 747 og DC-8-63, sem eru í ferðum milli Bandaríkjanna og Evrópu til þessa flugs eftir þörfum. Samgönguráðuneytinu barst orðsending bandaríska sendiráðs- ins, þar sem Flyging Tigers var til- nefnt til að fljúga reglulega með vörur og póst milli Bandaríkjanna og Keflavíkur, í samræmi við 2. grein loftferðasamnings landanna frá 1945. Ráðuneytið féllst fyrir sitt leyti á þetta flug Flying Tig- ers, og sagði Birgir Guðjónsson, deildarstjóri, að það væri í fullu samræmi við loftferðasamninga landanna, en skilyrði fyrir leyfinu væri, að flugmálastjórn verði sendar allar nauðsynlegar upplýs- ingar um reksturinn, svo sem um áætlun, flugvélar til flugsins og farmgjöld. Birgir Guðjónsson sagði enn- fremur, að loftferðasamningurinn við Bandaríkin væri sérstakur að því leyti, að í honum væri ekkert fjallað um fargjöld, eins og t.d. í loftferðasamningum við Evrópu- lönd, þar sem fargjöld eru öll inn- an sama rammans, þ.e. ramma IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga. Ágúst Flygenring formaður stjórnar SH: Stöðvun ef ekki verð- ur gripið til aðgerða „ÞAÐ ER Ijóst að ef ekki koma fljótlega til aðrar ráð- stafanir stöðvast rekstur frystihúsanna og útgerðar mjög fljótlega,“ sagði Ágúst Flygenring, formaður stjórn- ar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, er Mbl. spuröi hann hver áhrif 10,5% fisk- verðshækkun kæmi til með að hafa á rekstur hraðfrysti- húsanna. Ágúst Flygenring Ragnar son hrl. RAGNAK Olafsson, hæstaréttarlög- maöur og löggiltur endurskoðandi, er látinn, 77 ára að aldri. Ragnar fæddist í Lindarbæ í Holtum þann 2. maí 1906. Hann Ragnar Ólafsson Ólafs- látinn var sonur Ólafs Ólafssonar hrepp- stjóra og Margrétar Þórðardóttur. Ragnar varð stúdent frá Reykja- vík árið 1926, cand. juris frá Há- skóla íslands 1931. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og Eng- landi um tveggja ára skeið, 1932—33 og við endurskoðun í Bandaríkjunum árin 1938—39. Hann vann að lögfræðistörfum og endurskoðun hjá Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga í Reykja- vík á árunum 1931—42, en hefur rekið málaflutnings- og endur- skoðunarskrifstofu í Reykjavík síðan 1940. Ragnar gegndi margs konar trúnaðarstörfum, átti sæti í yfirskattanefnd, sat um langt ára- bil í landskjörstjórn og var for- maður Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis og stjórnarformaður Seölabanka íslands. Eftirlifandi kona hans er Krist- ín Ólafsson og áttu þau tvenna tví- bura, Ólaf og Oddnýju, f. 1941, og Kristínu og Ragnar, f. 1944. Ágúst sagði einnig: „Fiskverð var ákveðið að þessu sinni með atkvæði fiskkaupenda, sem sjald- an gerist." Aðspurður um ástæðu þess að fiskkaupendur sam- þykktu sagði hann: „Þetta hefur verið talinn skásti kosturinn. 10,5% hækkun þýðir 5% hækkun á framleiðsluverðmæti. Það er þó sjáanlegt að eitthvað frekara þarf til að koma. Kaupendur sam- þykktu í trausti þess, að slíkt kæmi til, enda lögðu þeir fram bókun um að frekari ráðstafanir yrðu til að koma.“ Ágúst sagði aðspurður í lokin, að ekkert vil- yrði lægi þó fyrir um aðrar ráðstafanir sér vitanlega. Þá sagði hann einnig, að gengisfell- ing væri ekki endilega eina lausnin, aðrar efnahagsráðstaf- anir kæmu einnig til greina. Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri, skýrði blaða- mönnum frá þvi, að þjófnaðurinn í Gull & Silfur væri upplýstur. Myndir Mbl. Kristján Þjófnaðurinn í Gull & Silfur upplýstur: Voru að freista þess að koma þýfinu úr landi Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst þjófnaðinn í skart- gripaverzlunina Gull & Silfur þann 8. apríl síðastliðinn og voru þrír menn handteknir um helgina vegna þjófnaðarins. Á laugardag- inn var maður um tvítugt handtek- inn á Keflavíkurflugvelli þegar hann ætlaði til Kaupmannahafnar. Við leit fannst hluti þýfisins í fór- um hans. Hann hugðist fara úr landi og koma hluta þýfisins í verð ytra. I kjölfarið var maður sá, sem sat á sínum tíma í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls, handtekinn og um í borginni. hefur hann viðurkennt að hafa brotizt inn í Gull & Silfur og stolið skartgripum að andvirði um 800 þúsund krónur. Hann var einn að verki. Þriðji maðurinn var svo handtekinn vegna máls þessa og þá fyrir að hafa gætt hluta þýfisins. Rannsóknarlögreglumenn undir stjórn Þóris Oddssonar, vararannsóknarlögreglustjóra, unnu alla helgina að því að upp- lýsa þjófnaðinn og hefur megin- hluti þýfisins komið í leitirnar. Það var geymt á nokkrum stöð- WKSmXSSSm RLR hefur tekist að ná aftur stærstum hhita þýfisins. Búið að framleiða upp 1 alla karfasamninga Aðalfundur Heimdallar: Árni Sigfússon end- urkjörinn formaður AÐALFUNDUR Heimdallar, SUS í Reykjavík, var haldinn í Valhöll sunnudaginn 6. júní sl. Árni Sigfússon var einróma endur- kjörinn formaður Heimdallar. Aðrir í stjórn voru kosnir: Árni Sigurðsson, nemi, Ásdís Loftsdótt- ir, verslunarmaður, Baldvin Ein- arsson, laganemi, Edda Magnús- dóttir, menntaskólanemi, Haukur Þ. Hauksson, verslunarmaður, Jó- hannes Sigurðsson, laganemi, Ólaf- ur Jóhannsson, blaðamaður, Sig- urður Ólafsson, læknanemi, Svanbjörn Thoroddsen, mennta- skólanemi, Þorsteinn Haraldsson, iðnnemi, Örn Þ. Þorvarðarson, menntaskólanemi. Á fundinum var skýrsla stjórnar lögð fram og samþykktir voru reikningar félagsins. AFSKIPANIR á karfa ganga nú mjög hægt, þar sem búið er að fylla upp í þá sölusamn- inga, sem gerðir voru við Rússa um áramót, en þá var gengiö frá 17.000 tonna samningi við þá. I maí síðast- liðnum var gengið frá 500 tonna viðbótarsamningi við Rússa og er löngu búið að framleiða upp í þann samn- ing. Fyrirhugaðar eru samningavið- ræður við Rússa á næstunni um viðskiptamál og verður fundurinn haldinn í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður þá reynt að fá Rússa til að auka fiskkaup sín frá íslandi, sér- staklega á karfa. Sem dæmi um aukna karfa- framleiðslu frystihúsa, þá má benda á að nú nemur karfafram- leiðsla Sambandsfrystihúsanna á karfaflökum 2.533 tonnum, en á sama tíma í fyrra var framleiðsl- an 1853 tonn. Á meðan ekki hefur tekist að ná frekari samningum um sölu á karfaflökum munu frystihúsin að líkindum safna birgðum á svipað- an hátt og gert var á síðastliðnu ári. Þá söfnuðu húsin birgðum, sem síðan voru afgreiddar upp í þá samninga, sem gerðir voru við Rússa um áramót. Aftur á móti hefur gengið vel að selja grálúðuflök, þrátt fyrir að lúðan sé enn mjög mögur og virð- ist nægur markaður fyrir grálúðu- flök, bæði austan hafs og vestan. Halldór Arinbjarn- ar læknir er látinn IIALLDÓK Arinbjarnar læknir varð bráðkvaddur laust fyrir helgi, þar sem hann var staddur í sumarleyfi erlendis. Halldór var fæddur á Gunnfríðarstöðum Ásum 4. sept- ember 1926, og var því 55 ára er hann lézt. Halldór lauk stúdentsprófi frá Reykjavík 1946, læknaprófi frá Háskóla íslands 1953. Þá var hann við nám og störf erlendis um tíma. Hann varð sérfræðingur í hand- lækningum, kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Við Landspítalann starfaði Halldór bæði við fæð- ingar- og handlækningar. Síðustu árin var hann heimilislæknir í Reykjavík. Eftirlifandi kona Halldórs er Gerður Guðnadóttir prófessors Jónssonar í Reykjavík. Halldór Arinbjarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.