Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 3 Í2 SJálfskiptur CHARADE liiltiá 102.908 kr. (með öllu) Viö vorum aö fá til landsins nýja sendingu af sjálfskiptum DAIHATSU CHARADE og getum nú loksins annaö eftirspurn þótt ekki veröi nema smátíma. Þessi frábæri hagnýti verölaunabíll nýtur gífurlegra vinsælda hérlendis og á annaö þúsund bílar seldir. Charadeinn er einnig viöurkenndur sem einn langbesti endursölubíllinn á markaönum. Flýttu þér aö tryggja þér Charade áður en hækkunar aldan Arsreikningur lagður fram ÁRSREIKNINGUR borgarsjóðs og stofnana han.s var til fyrri umrærtu á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag. Samkvæmt reikningnum voru tekjur 633 milljónir, rekstrargjöld 483,2 milljónir og afgangur til eignabreyt- inga var 149,8 milljónir. Gunnlaugur Pétursson borgar- ritari kynnti ársreikr.inginn og var reikningnum síðan vísað til annarar umræðu. Davíð Oddsson borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að við aðra umræðu í borgarstjórn yrði reikningurinn tekinn til efnislegar meðferðar. Úr aldaannál á Listahátíð í kvöld UTLI leikklúbburinn á ísafirði sýnir leikritið Úr aldaannál í Gamla bíói í kvöld, þriðjudagskvöld, og er sýningin liður í Listahátíð í Reykjavík. Hefst sýningin kl. 20.00. Úr aldaannál er eftir Böðvar Guðmundsson, leik- stjóri er Kári Halldór. Leikarar Litla leikklúbbsins gengu síðdegis í gær um miðbæ Reykjavíkur og kynntu vegfarendum leiksýninguna og tók Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. þessa mynd af hópnum á Austurvelli. DAIHATSU-UMBOÐIÐ ÁRMULA 23-SIMI 85870 0G 39179 Öll hótel eru full- bókuð um helgina Meðlimir hljómsveitarinnar Human League gista í Valhöll á Þingvöllum „VIÐ höfum fengið mikið af bókun- um í sumar, fleiri en í fyrra en hins vegar ber talsvert á því, aö „stopp- over“ farþegar hafi afpantað. Þeir vilja ekki eiga á hættu, að lokast inni í landinu vegna verkfalla,“ sagöi Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Esju í samtali við Mbl. „Júní-mánuður er þó mjög góð- ur og öll hótel eru full um helgina vegna norræns þings röntgen- lækna. Þá eru júlí og ágúst góðir. Hitt er svo, að verkföllin hafa mjög skaðleg áhrif á ferðamanna- straum til landsins. Málarinn málar síðar þó verk falli niður vegna vinnustöðvunar, en ferða- maðurinn hættir alfarið við ferð Fræst ofan af Reykjanes- braut í sumar AUGLÝST hefur verið útboð vegna fræsunar Reykjanesbraut- ar, en það felst í því að tekið verður um 2,5 cm. lag ofan af akbrautinni. Reykjanesbraut er orðin talsvert slitin og hefur vatn safnast í hjólfór og valdið slysa- hættu, og því hefur verið ákveðið að lagfæra veginn, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Jóni Birgi Jónssyni, yfir- verkfræðingi hjá Vegagerð ríkis- ins. Jón Birgir sagði verkið yrði unnið í tveimur aföngum, í sumar og næsta sumar. Fræst yrði ofan af veginum með þar til gerðum tækjum og yrði þá vegurinn með sléttu og jöfnu yfirborði. Ekki sagði Jón Birgir að loka þyrfti veginum á meðan fræsunin færi fram. Frestur til að skila inn til- boðum rennur út í lok þessa mán- aðar. og skaðinn verður ekki bættur,“ sagði Einar. „Fjöldi bókana er svipaður og í fyrra, sem var gott ár og útlitið er þokkalega gott. Helgin núna er fullbókuð og þá vegna komu nor- rænna röntgenlækna. Hins vegar er farið að bera á afpöntunum vegna boðaðra verkfalla, sem geta haft ófyrirsjánlegar afleiðingar fyrir afkomu hótelsins," sagði Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Sögu. „Mikið hefur verið bókað hjá okkur í sumar og er útlitið mjög gott,“ sagði Ómar Hallsson, hótel- stjóri á Hótel Valhöll á Þingvöll- um í samtali við Mbl. Popp- hljómsveitin Human League mun gista á Valhöll en hún kemur hingað til lands í vikunni. „Með- limir Human League gista á Þing- völlum vegna þess, að hótelið þar gefur bestu hótelum í Reykjavík ekkert eftir,“ sagði Þorsteinn Viggósson, en hann hefur haft veg og vanda af komu hljómsveitar- innar fyrir Listahátíð. Borgarsjóður: Viðurkennd gæði, við- urkennd þjónusta og valið er auðvelt og öruggt. □AIHATSU Charade Garðyrkju- þjónusta Morgunblaðsins MORGUNBLAÐIÐ minnir les- endur sína á, að garðyrkjuþjón- usta blaðsins verður starfrækt áfram um sinn. Getur fólk hringt á ritstjórn blaðsins á milli kl. 11 og 12 mánudaga til föstudaga í síma 10100 og lagt fram spurningar um garðyrkju. Mun blaðið siðan koma þeim áleiðis til Hafliða Jóns- sonar, garðyrkjustjóra, og verða svörin síðan birt hér á síðum blaðsins í þeirri röð sem þau berast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.