Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 5 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri sem leikstýrir Silkitrommunni og Gilbert Levine hljómsveitarstjóri. Silkitromman hlaut frábærar viðtökur Síðasta sýningin verður í kvöld FAGNAÐARLÁTUM ætlaði seint að linna í Þjóðleikhúsinu sl. laug- ardagskvöld þegar lokið var frum- sýningu á nýju íslenzku óperunni, Silkitrommunni, eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónskáldið, leikstjóri, hljómsveitarstjóri, söngvarar og aðrir sem áttu hlut að uppfærsl- unni voru kallaðir fram hvað eftir annað og að lokum risu leikhús- gestir úr sætum til að hylla lista- fólkið. Á Listahátíð eru aðeins áætl- aðar þrjár sýningar á Silki- trommunni. Önnur sýning var í gærkvöldi, en í kvöld, þriðjudag, eru síðustu forvöð að sjá óper- una að þessu sinni. Eftir frumsýningu var sam- koma að tjaldabaki og voru með- fylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Guðmundur Jónsson fer með erfiðasta hlutverk óperunnar. Hér ræðir hann við Gylfa Þ. Gíslason sem sæti á í Þjóðleikhúsráði. Húsavík: Samstarf Framsókn- ar og sjálfstæðismanna llúsavík, 5. júní, 1982. HIN nýkjörna bæjarstjórn Húsavíkur kom saman í gær til fyrsta fundar eftir kosningar. Þar var því lýst yfir að meirihlutaflokkar síðasta kjörtímabils, ætluðu að halda áfram samvinnu, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn. Forseti bæjarstjórnar var kosin Katrín Eymundsdóttir, og varafor- seti Sigurður Kr. Sigurðsson. Bjarni Aðalgeirsson var endurkjörinn bæj- arstjóri, og hlaut hann stuðning allra flokka nema Alþýðubandalags, sem sátu hjá. Samkomulag náðist um nefnd- arskipanir, milli minnihlutaflokk- anna, svo aðeins var lagður fram einn listi til nefndakjörs. Annars hefði hlutkesti ráðið til kjörs í flest- ar nefndir milli Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags. — Fréttaritari. Dr. Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jóhannesson á leiðtogafund NATO DR. GUNNAR Thoroddsen, forsætis- ráðherra, og Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, munu sækja leið- togafund Atlantshafsbandalagsins i Bonn i V-Þýzkalandi dagana 9. og 10. júní. f (oruneyti dr. Gunnars verða Gunnar Schram, prófessor, og Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. í föruneyti utanrík- isráðherra verða Henrik Sv. Björnsson, sendiherra, Hannes Hafstein, skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu, og Pétur Eggerz, sendiherra. Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, og frú Edda Guð- mundsdóttir hafa þegið boð V.M. Kamantzev, sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, um að koma í opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna dagana 8.—15. júní. í för með ráð- herra verða Jón L. Arnalds, ráðu- neytisstjóri, og kona hans, Sigríður Eyþórsdóttir. Svavar Gestsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, var í opinberri heimsókn í Færeyjum í siðustu viku. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, situr nú ráðherrafund EFTA, Fríverzlunarbandalags Evrópu, í Helsinki í Finnlandi. Fundurinn hófst á miðvikudag og lýkur þann 12. júní. Hentu nú sainla burstanum og láttLi Philips le^aþigaf! Það eru ófáir klukkutímamir, sem eytt er í uppvask á meðalheimili í viku hverri. Þar að auki eru jafnt rauðsokkur sem húslegustu heimilisfeður sammála um að uppvask sé með leiðinlegri húsverkum til lengdar. Uppþvottavélar eru svo sem engin nýjung, en fram til þessa hafa þær af flestum verið taldar „lúxustæki”, ef ekki hreinn og beinn óþarfi og bruðl. Nýja Philips uppþvottavélin veldur þáttaskilum í þessu efni. Hún er ekki bara tæknilega fullkomin, hljóðlát og vandvirk heldur líka ódýr! Verð frá 7.850.- krónum. Hafðu samband, við erum sveigjanlegir í samningum. & PHILIPS fullkomin og ódýr heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.