Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 7 Plasteinangrun ARMAPLAST Glerull — Steinull 'Armúla 16 sími 38640 £3 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Hótelherbergi á bflpalli Þessu ameríska Camperhúsi fylgja tjakkar þannig aö hægt er að setja húsiö á eöa taka af á 10 mínútum. Vigt 480 kg. í húsinu eru fjögur svefnpláss og fuli- komiö eldhús meö eldavél, ísskáp, vask, vatnsdælu, bekkir, borö, skápar, Ijós o.fl. Húsin eru á afar hagstæöu veröi og eru fyrirliggj- andi. Gísli Jónsson & Co h.f. Sundaborg, sími 86644. Cetec Benmar skipa- og báta sjálfstýringar Bjóöum þessar frábæru amerísku sjálfstýringar fyrir allar stæröir skipa og fiskibáta á mjög hagstæöu veröi. Sjálfstýringarnar eru bæöi fyrir vökva- og barkastýri. Fjöldi Benmar sjálfstýringar þegar í notkun viö góöa reynslu. Býöur möguleika á tengingu viö Loran C. Gengi 1/6 1982. Verð frá kr. 13.862. Góðir greiðsluskilmálar Benco. Bolholti 4, sími 91-21945 Tveir kjaramálaaérfrasAingar Alþýðubandalagsina — OuAmundur J. Guðmundsaon og Þröatur Ólafaaon. Losnar um flokksbönd í Alþýöubandalaginu Alþýöubandalagiö hefur auk takmarkaös flokksfylgis sótt fylgi til ýmis konar óánægjuhópa í þjóöfélaginu, sem eiga fátt sameiginlegt annaö en þjóðfélagslegt fúllyndi. Stjórn- araöild Alþýöubandalagsins og meöferö ráöherra þess á viðkomandi málaflokkum hefur ýtt ýmsum þessum laus- beizluöu óánægjuhópum út úr flokksrammanum. Þetta á m.a. við ýmsa sérsöfnuöi á vinstri kanti flokksins. Þar er nú talað um „þingræðismakk" og „ráðherrasósíalisma" og þess krafizt, að „hafna forræöi Alþýöubandalagsins" á vinstri væng íslenzkra stjórnmála. „Óhæfur for- ystuflokkur“ í VerkalýðsbUðinu (5. tbl. 11. árgangs), sem gefið er út af Kommúnistasam- tökunum, segir m.a. svo í forsíðusfétt: „Nú eru sveitarstjórn- arkosningar afstaðnar, svo sem aðlþjóð hefur ekki far- ið varhluta af. Tölulega séð þýddu þær talsverða fylgis- aukningu íhaldsmanna en fylgishrun A-flokkanna, sér í lagi þó Alþýðubandalags- ins. Eftir kosningar er fróð- legt að fylgjast með skýr- ingum forystu AB á fylgis- tapinu. Ölhi er kennt um nema stefnu flokksins og starfi á undanförnum árum og fylgi fiokksins frá því 1978 er afskrifað á frekari umsvifa. Þeir eigna sér hlut í Kvennaframboðinu, sér til sárabóta, þótt Ijóst megi vera af fylgissveifhim að það höfðaði einkum til vinstri krata og fyrrum fylgismanna Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Sveitarstjórnarkosn- ingarnar nu eru þrátt fyrir mannalæti forystumanna Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans enn ein vís- bending til vinstri manna um að Alþýðubandalagið er óhæfur forystufiokkur í hreyfingu islenskra sósíal- Lsta. Allir einlægir sósíalistar og kommúnistar verða að hafna forræði Alþýðu- bandalagsins í hreyfingu sinni. Verkefni okkar eru Ijós: Að byggja upp rót- fasta, lýðræðislega komm- únistahreyfingu, sem hafn- ar þingræðismakkinu og ráðherrasósíalismanum og fer leið fjöldastefnu að markinu. I*ess væri óskandi að úrslit nýafstað- inna kosninga færðu mönnum heim sanninn um þessa nauðsyn." „Kosningar innan árs“ l'röstur Olafsson, sérleg- ur kjarasérfræðingur fjár- málaráðherra og Alþýðu- bandalagsins, segir m.a. í viðtali við Helgarpóstinn: „Er ekki allt komið í bál og brand? Verðbólgan geysist áfram, launþega- hreyfingin á í innbyrðis borgarastyrjöld — ég sé ekki að það sé úr háum söðli að detta ...“ Eftir að hafa þannig tí- undað ástandið eftir stjórn- araöild Alþýðubandalags- ins síðan 1978, segir Þröst- ur ennfremur: „Ég held að það verði búið að boða til kosninga innan árs, já. Ég er þó ekk- ert að boða að við Alþýðu- bandalagsmenn ætlum að koma þeim af stað. Við er- um alltaf reiðubúnir til kosninga, tilbúnir í slaginn — ef mönnum sýnist svo. En hvað stjórnina varðar held ég að hún muni ekki sitja fram í desember 1983, þegar hennar kjörtimabili lýkur. Það er m.a. af hrein- um hagkvæmnisástæðum — þó ekki væri nema vegna erfiðra samganga á vetnim. Pólitíkin hér er mikið á hverfanda hveli, svo óskynsamlegt er að kveða upp úr um lífdaga ríkisstjórnarinnar.4* Hér er að vísu kveöið úr og í um ríkisstjórnina, en engu að síður er Ijóst að Alþýðubandalagiö býr sig nú undir það að ganga til þingkosninga fyrr en síðar. „Glundroði og öngþveiti í efnahags- lífinu“ l>að tala fieiri um inn- byrðis borgarstyrjöld i verkalýðshreyfingu en kjaramálasérfræðingur Al- þýöubandalagsins. l>órar- inn TimariLstjóri segir m.a. i forystugrein sl. fostudag: „Stéttabarátlan er samt ekki úr sögunni. Það er komin til sögunnar ný stéttabarátta, sem heik brigðu efnahagslífi og sænjilegum vinnufriði staf- ar af engu minni hætta en hinni gömlu stéttabaráttu, sem var háð milli vinnu- þega og vinnuveitenda. Stéttabaráttan er nú háð innan launþegasamtak- anna milli hinna ýmsu stéttahópa, sem telja sig eiga þar samstöðu, en gera það ekki í reynd. Hver hóp- urinn reynir að ota sínum tota eftir bestu getu og komast upp fyrir aðra I launastiganum. Takist ein- um hópnum að brjótast þannig áfram með verkföll- um eða uppsögnum, reyna svo allir hinir að fylgja á eftir. þannig fer af stað al- menn launahækkunar- skriða, sem er jafnt óbæri- leg atvinnuvegunum og ríkinu. Ef svo heldur áfram í þessum efnum, eins og nú horfir, er ekki annaö sjá- anlegt en að þessi nýja stéttabarátta eigi ekki að- eins eftir að valda fullum glundroða og öngþveiti í efnahagslífinu, heldur muni hún valda stórfelldri kjaraskerðingu, sem óneitanlega kemur til sögu, ef atvinnuvegirnir stöðvast meira og minna vegna þess, að þeir eru ekki leng- ur samkeppnishæfir við erlenda keppinauta. Um stund getur ef til vill verið hægt að afstýra þessu með sífelldu gengissigi eða stórfelldum gengisfelling- um á þriggja mánaða fresti, en til lengri tíma mun sú leið ekki reynast fær." Don Kíkoti eftir Cervantes II bindi í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar. % Don Kíkoti — hrakfallariddarinn sjónumhryggi — einhver dýröleg- asta persóna heimsbókmenntanna. Annað bindi sögu hans komiö út hjá AB í bókaflokknum Úrvalsrit heims- bókmenntanna. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544. Skemmuvegi 36, sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.