Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 Landssamband iðnaðarmanna: Hátíðarfund- ur á hálfrar aldar afmæli Hátíðarfundur Landssam- bands iðnaðarmanna í tilefni 50 ára afmælis sambandsins var haldinn i Gamla Bíói síðastliðinn laugardag. Meðal gesta voru for- seti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, og iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson. Að lokinni fundarsetningu flutti Sigurður Kristinsson há- tíðarræðu, ávörp voru flutt og kveðjur og Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran léku á píanó og selló. Meðfylgjandi mynd var tekin á hátíðarfundinum á laugar- dag. (Ljósm. Kmilía.) Ljóon. Eiríkur Eiríksson. Ómar og Jón á nýjum Renault 5 ösla einn af mörgum pyttum rallsins. Ljósm. Mbl.: Gunnlaugur Kögnvaldsson. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Skipt um dekk á bíl Óskars Ólafssonar og Arna Friðrikssonar, sem náðu þriðja sæti. Borgarfjarðarrall: Ómar og Jón Ragnars- synir öruggir sigurvegarar ÓMAR og Jón Ragnarssynir sigruðu í Borgarfjarðarrallinu, sem fram fór sl. laugardag. Óku þeir nýsmíðuðum Renault 5 Alpine. I öðru sæti urðu Birgir Bragason og Óskar Gunn- laugsson á Skoda 130 RS eftir harða keppni við þá Jón Hlöðversson og Jóhannes Helgason á Escort 2000. Þriðja sæti náðu Óskar Gunnlaugs- son og Árni Óli Friðriksson á Escort 2000 og kom sá árangur skemmti- lega á óvart, en þeir félagar eru til- tölulega nýbyrjaðir að keppa í rall- akstri. Ómar og Jón Ragnarssynir náðu strax forystu í rallinu á laugar- dagsmorgunn, en þá var Ómar enn að læra á nýja bílinn. Reyndist fjöðrunin allt önnur en á gamla bílnum og tók nokkurn tíma að venjast henni. Það varð aldrei virkileg keppni um fyrsta sætið, en Birgir Bragason á Skoda 130 RS átti í mikilli keppni við Jóhann Hlöðversson á Escort 2000 um annað sætið, eins og fyrr segir. Jó- hann ók hinsvegar útaf á næst- síðustu leiðinni og tapaði þar með dýrmætum tíma. Taldi Birgir Bragason í samtali við Morgunblaðið að Jóhann hefði náð honum á seinustu leiðinni, en sú leið var hinsvegar felld úr, sök- um þess að nokkrir öftustu keppn- isbílarnir festust þar. Endaði Jó- hann því að lokum í fimmta sæti, en hann mun örugglega verða i toppbaráttunni í sumar. Bragi Guðmundsson og Salberg Jóhannesson á Lancer 1600 nældu í fjórða sætið, eftir skemmtilegan akstur. Óku þeir þá með brotið fjaðrablað undir lokin. í sjötta sæti urðu Hafsteinn Hauksson og Eiríkur Eiríksson á Escort 1600. Rallinu lauk á laugardagskvöld og luku 17 bílar af 21 keppni. Hafa aldrei jafnmargir bílar komist í mark í ralli hérlendis. í samtali við Morgunblaðið sagði Ómar Ragnarsson að sjaldan hefði hann ekið jafn vandræðalaust og í þessu ralli. Bíllinn hefði verið góð- ur og engar bilanir. Að vísu kvikn- aði í mælaborði bílsins á ferjuleið, en viðgerðarmenn hefðu verið fljótir að kippa því í lag. Jafnframt þótti Ómari ekkert tiltökumál að hafa ekið rúma þrjá kílómetra á sprungnu framdekki. Felgan gjör- eyðilagðist og töpuðu þeir bræður tæpri mínútu á þessu ævintýri. „Á fyrstu leiðinni öskraði Jón bróðir eitthvað gegnum talkerfið, en ég hafði aldrei heyrt ámóta leiðbein- ingar frá honum og og hváði því,“ sagði Ómar. „Jón hrópaði þá: „Passaðu brettabólgurnar, bretta- bólgurnar, þær eru meira að segja nýjar." Var ég þá byrjaður að kasta bílnum utan í börð eins og ég gerði á gamla bílnum til að rétta hann af,“ sagði Ómar að lokum hlæjandi. Borgarfjarðarrallið bauð upp á nokkuð skemmtilegar leiðir, en nokkuð vantaði á að skipulag væri fulikomið. Tafðist keppnin því töluvert fram á kvöld. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja: Sigurgeir Ólafsson forseti bæjarstjórnar KYRSTI fundur nýkjörinnar bæjar- stjórnar í Vestmannaeyjum var hald- inn í gærkveldi, en Sjálfstæðisflokk- urinn hefur hreinan meirihluta i bæj- arstjórninni, 6 menn af 9. Á fundinum var Sigurgeir Ólafsson kosinn forseti bæjar- stjórnar, en fyrsti varaforseti var kosinn Georg Þór Kristdánsson. Þá var samþykkt að ráða Ólaf Elísson í sterf bæjarstjóra. í bæjarráð voru kjörnir Sigurður Jónsson og Arnar Sigmundsson af hálfu sjálfstæðismanna, en Sveinn Tómasson var kosinn af hálfu minnihlutans. Kosið var í ráð og nefndir bæjar- ins á fundinum og urðu ýmsar breytingar á nefndaskipan. Meðal þeirra sem létu af störfum var Jón I- Sigurðsson, en hann hætti sem formaður hafnarstjórnar, en því starfi hefur hann gegnt í 20 ár, átt sæti í hafnarstjórn í tæp 30 ár og verið starfsmaður hafnarinnar í tæpa hálfa öld. Voru horium á fundinum færðar þakkir fyrir far- sæl störf um áratugaskeið í þágu hafnarinnar. ÞUMALINA Rymingarsala 60% afsláttur af fallegum tækifærisfatnaöi Sumartískufatnaður barna í miklu og Tjölbreyttu úrvali frá 0—7 á mjög hagstæöu veröi. Sokkar, kjólar, blússur, pils, anorakkar, skyrtur, bolir, buxur og matrósaföt í klassísku litunum og sumarlitum, aö ógleymdum aðmírálsjakkanum. Sjón er sögu ríkari. ÞUMALÍNA Sími: 12136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.