Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 Listahátíð í Reykjavík Tónlist Jón Ásgeirsson Listahátíð í Reykjavík 1982 er að því leyti athyglisverð að með tveimur undantekningum er ís- lensk tónlist utan dagskrár. Að vísu er frumflutningur nýrrar óperu stór tíðindi og gleðileg og ávallt spennandi að heyra tónverk ungra tónskálda. Óperan Silki- tromman, eftir Atla Heimi Sveinsson, og Ad Astra, eftir Þorstein Hauksson, eru einu verkin sem raunverulega eru kynnt af Listahátíð í Reykjavík 1982. Á kápu efnisskrár er mynd eftir Jón Reykdal, sem á að vera tákn- ræn fyrir listahátíðina. I páfugls- hári fjallkonunnar, lengst til vinstri, er vorboðinn okkar, lóan, sem sungið hefur í þúsund ár með sínum lækjartæra tóni, til mann- fólks í þessu kalda landi boð um „betri tíð og blóm í haga“. Á mynd- inni ríður henni saxafónleikari og má til sanns vegar færa, að þar fari manneskja ofan af Miðnesheiði með boðskap nýs tíma og einkar virðulegum hætti. Við hinn vanga páfuglsfjallkonunnar er svo lista- hátíðin. Álfkonan er þar komin með fluguvængi og frá stalli Jónas- ar Hallgrímssonar er veifað marg- litum flugdrekum. Málarinn setur sjálfan sig inn í þessa mynd og til hægri er trúður og dreymandi eng- ill, en yfir þessu öllu svo tildrað með konsert upp á þak hljómskál- ans. Þannig skopast Listahátíðin af sjálfri sér, sér sjálfa sig sem skrumskælda innfellda mynd í landslagi, sem næstum því er að verða óþekkjanlegt. Innihald efn- isskrár skiptist í frásagnir af því sem til skipta kemur og er þar fyrst að nefna átta listsýningar. Á bls. 14 eru svo dagskrárþættir hátíðarinnar. Á bls. 44 og þar eftir eru svo viðbótaratriði eins og t.d. Vorvaka á Akureyri, tónleikar á Kjarvalsstöðum, barnadagskrá, sirkusskóli og föndurvinnustofa fyrir börn. Þegar rýnt er í bls. 45, kemúr í ljós að þarna er boðið upp á íslenska tónlist, stutta tónleika sem fara eiga fram í Kjarvalssal, skipulagðir af stjórn hússins og sem nokkurs konar „viðbótarhapp- ening“ fyrir gesti á myndlistarsýn- ingunum. Þessum tónleikum er svo skemmtilega skáskotiö á listahátíð- i ardagana, að gagnrýnendur, sem auðvitað fengu alla miða og efn- isskrá næstum jafn snemma og há- tíðin hófst, misstu af fyrstu tón- leikunum, er Snorri Sigfús Birgis- son var látinn þjófstarta hátíðinni með flutningi píanóverka sinna. f hverjum veislufagnaði var það til siðs að leggja sérstaklega á borð fyrir sveitarómaga og förulýð og talið gæfumerki þeim er veitti aumingjum vel, þá er fyrirfólki var boðið til fagnaðar, og voru þiggj- endur ósparir á þakklætisræður, kveðjukossa og frásagnir af örlæti og góðmennsku gestgjafa sinna. Hvort sem þessi ræða á hér við eða ekki er það samt til íhugunar hversu mjög íslensk tónlist skipar óvirðulegan sess í því tilstandi er heitir Listahátíð í Reykjavík, að vísu með einni undantekningu, sem þegar öllu bramboltinu lýkur, mun að líkindum verða það eina sem vert er að muna sérstaklega eftir og er hér átt við Silkitrommuna eftir Atla Heimi Sveinsson. Á öðr- um „ómagatónleikum" Listahátíðar í Reykjavík 1982 voru flutt verk eftir Pál P. Pálsson og voru flytj- endur Rut Magnússon og Kamm- ersveit Reykjavíkur. Flutt voru tvö verk eftir Pál, það fyrra Lantao fyrir óbó, hörpu og slagverk, er Páll samdi í Kína, þá hann var þar á hljómleikaferð með Karlakór Reykjavíkur. Flytjendur voru Mon- ika Abendroth, Kristján Stephen- sen og Reynir Sigurðsson sem fluttu verkið mjög fallega, þó sér- staklega megi nefna Ieik Kristjáns. Hann er sá hljóðfæraleikari ís- lenskur sem ávallt hefur glatt hlustendur með góðum og á stund- um frábærum leik sínum. Seinna verkið, Morgen, var flutt af Rut Magnússon og Kammersveitinni undir stjórn höfundar. Þrátt fyrir ýmiss konar ónæði og að tónleik- arnir yrðu fyrir vikið eins truflandi fyrir þá gesti er komu að sjá myndlistarsýninguna, og þá er sér- staklega áttu erindi við tónlistina, var flutningurinn áhrifamikill og rétt að það komi fram, að gerð sé gangskör að því að þessi verk verði flutt á sérstökum og eiginlegum tónleikum. Tónverkin, flytjendur og hlustendur eiga betra skilið en að þurfa að þiggja pláss á gangvegi þeirra er ekki vilja staldra við eða hlusta á tóniist af þessu taginu. Braga Ásgeirssyni listmálara afhent Bjartsýnisverftlaun Bröstes. Vift hlift hans stendur Kolbrún kona hans. Bragi Ásgeirsson veitir Bjartsýn- isverðlaunum Bröstes móttöku BRAGI Ásgeirsson listmálari tók við Bjartsýnisverðlaunum Bröstes 2. júní síðastliðinn í Kaupmannahöfn. Bjart- sýnisverðlaun Bröstes eru að upphæð 25 þúsund danskar krónur og eru veitt islenskum listamanni einu sinni á ári fyrir að túlka bjartsýni í verkum sín- um. Margir merkir menn héldu ræðu við verðlaunaafhendinguna. Var þar fyrstur K.B. Andersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur. Þá tók Peter Bröste til máls og bauð hina mörgu gesti velkomna, á meðal þeirra sendiherra íslands í Danmörku, Ein- ar Ágústsson. Síðan las hann heilla- óskaskeyti frá forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Þá talaði Erik Sönderholm lektor, fyrrverandi forstjóri Norræna húss- ins í Reykjavík, og loks Bragi Ás- geirsson og þakkaði fyrir verðlaunin. Bragi Ásgeirsson listmálari og K.B. Andersen, utanríkisráðherra Dana. League á íslandi 11. og 12. júní nk. Forsala aðgöngumiða á tónleikana í Laugardalshöll er í Gimli við Lækjargötu, kl. 14—19.30, daglega. Huraan Með HUMAN LEAGUE koma fram hinir landsþekktu EGÓ Tryggið ykkur miða tímanlega. Listahátíð í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.