Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 Afkoma utgerðar og flskvinnslu verður ekki lengur aðskilin Eftir Guðmund H. Garðarsson Síðastliöinn föstudag samþykkti Verðlagsráð sjávarútvegsins 10,5% fiskverðshækkun. Verðið var ákveðið af oddamanni nefnd- arinnar og tveim fulltrúum kaup- enda. F’ulltrúar seljenda, útgerðar og sjómanna, mótmæltu þessari ákvörðun harðlega. Formaður LIÚ segir m.a. í bókun vegna þessarar fiskverðsákvörðunar: „að með þessari fiskverðsákvörðun se ekk- ert tillit tekið til minni þorskafla og rýrnandi aflaandvirðis. Togar- arnir séu reknir með 30% halla. „Ennfremur segir í umræddri bók- un: „Fiskverðsákvörðun þessi er með öllu óviðunandi og bætir í engu rekstrarskilyrðin því fram eru komnar og yfirvofandi kostn- aðarhækkanir, sem eyða henni með öllu.“ Enn ein kollsteypan Þrátt fyrir samþykki kaupenda á umræddri fiskverðshækkun, er ljóst af yfirlýsingu annars full- trúans, Arna Benediktssonar í Mbl. 5. júní sl., að fiskverkunin getur raunverulega ekki tekið á sig þessar hækkanir. Orðrétt segir Árni: „Það er ljóst að kostnaðaraukn- ingin vegna þessarar fiskverðs- hækkunar nemur um 5,5% og vegna launahækkunarinnar 1. júní um 2,5 til 3% eða samtals um 8%. Ásamt öðrum hækkunum verður kostnaðarhækkunin 10 til 11% og kallar á sömu gengisfellingu í pró- sentum. Ég held að það hljóti að vera hverjum manni ljóst að þess- ar þriggja mánaða kollsteypur kosta gengislækkun, sem sam- svarar kollsteypunni." Inn í þetta dæmi vantaði auk þess m.a. eftirfarandi atriði: 1. Eftir því sem næst verður kom- izt var halli á frystingunni það sem af er þessa árs um 3%, er þá ekki búið að taka fjár- magnskostnað inn í dæmið éins og hann raunverulega er hjá fjölda fyrirtækja. Svo þessi halli er raunverulega mun meiri. 2. Árið 1980 var halli frystingar 5,6% og árið 1981 5-8%. Raunveruleg eigna- og rekstr- arstaða hraðfrystiiðnaðarins hefur versnað sem þessu nem- ur. Þótt betri afkoma í söltun og skreið hafi eitthvað lagað stöðu sumra hraðfyrstihúsa, hefur staða frystingar sem heildar, rýrnað sem þessu nem- ur. 3 Frysting sjávarafurða er grundvallarstarfsemi fyrir heildarafkomu þjóðarbúsins. Afkomugrundvöll hraðfrysti- húsanna má þess vegna ekki skekkja með meðalútreikning- um sem byggjast á tilfærslum vegna timabundins ávinnings í Guðmundur H. Garðarsson öðrum vinnslugreinum s.s. sölt- un og skreið. Hraðfyrstiiðnað- urinn er eina atvinnugrein landsmanna sem skapar mögu- leika á varanlegri samræmingu vinnslu og veiða með þar af leiðandi tryggri öflun gjaldeyr- istekna og jafnri atvinnu fyrir tugþúsundir manna allt árið um kring. Að tefla afkomu hraðfrystiiðnaðarins í hættu er jafngildi þess að taka brauðið frá fólkinu. Enn vantar mikið En er ekki raunverulega verið að gera það þessa dagana? Er framangreind fiskverðshækkun nokkuð annað en gálgafrestur? Hvað gerist nú ef genginu er hald- ið óbreyttu? Og hvað gerist þótt það verði látið falla eða síga um 10-15%? Samkvæmt ummælum bæði for- ráðamanna fiskvinnslu og útgerð- ar- og sjómanna vantar mikið á báða enda. Fiskvinnslan þarf minnst 15% og útgerðin minnst 30% til viðbót- ar. Gengisfelling til að mæta þess- um þörfum kallar á viðbótarráð- stafanir til þess að aukin greiðslu- byrði þessara aðila vegna erlends kostnaðar, rýri ekki heildarnið- urstöðuna. Hin heimatilbúnu sjálfvirku kerfi verðlags og kaupgjalds, munu enn magna verðbólguna, sem er meginundirrót þess mikla vanda, sem grundvallaratvinnu- greinar íslendinga, fiskveiðar og fiskiðnaður, standa nú frammi fyrir. Sjávarútvegur grundvallaforsenda íslendingar komast ekki undan því öllu lengur að verða að viður- kenna á ný, að sjávarútvegurinn er grundvallarforsenda íslenzks efnahagslífs. Sjávarútvegurinn tryggir nýt- ingu mestu auðlindar Islendinga, fiskimiðin umhverfis landið. Ár- „Ávísun á gengislækk- un nú sem eykur verðbólg- una, en leysir ekki vanda aðila, hvorki útgerðar né fiskvinnslu, gerir vanda- málið enn stærra og verra viðureignar, eftir því sem því er frestað lengur að gera róttækar og harðar ráðstafanir til að tryggja afkomu þessarar undir- stöðuatvinnugreinar.“ legur afli allt að 1,5 milljónir smá- lesta, færir þjóðinni 3 af hverjum fjórum krónum í gjaldeyrisöflun vegna vöruútflutnings. Engin önn- ur atvinnugrein á Islandi getur í nánustu framtíð fyllt þetta skarð, ef ekki er rétt að málum staðið vegna málefna sjávarútvegsins. Dreifð byggð á íslandi byggist á sem hagkvæmastri nýtingu fiski- miðanna allt í kringum landið. Frá hreinu þjóðernislegu sjón- armiði eru fiskveiðar og fisk- vinnsla í hinni dreifðu byggð grundvallaratriði. Við þetta bæt- ist að hundruðir fyrirtækja byggj- ast á þjónustu við þessar grund- vallaratvinnugreinar. Hrynji þær, hrynur allt hitt um leið og þar með íslenzkt atvinnu- og efna- hagslíf. Þetta sem að framan er sagt, er raunverulega skólabókardæmi, sem allir Islendingar ættu að kunna, en því miður virðast marg- ir ekki hafa fengið þennan lærdóm og aðrir hafa gleymt honum. Bjargað í bili Svarið við framangreindum spurningum er því í einföldu máli þetta: Oddamaður og fulltrúar kaup- enda voru með samþykki sínu að reyna að bjarga þessum málum fyrir horn í bili, en undirstrika um leið að forsenda þess að slíkt sé unnt byggist á því að gengið lækki í samræmi við áhrif fiskverðs og launahækkanna á afkomu fisk- iðnaðarins. Verði það ekki gert, hvað gerist þá? Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfyrstihúsanna, sem var hald- inn 27. maí sl., þ.e. viku áður en umrædd fiskverðshækkun var samþykt kom fram eftirfarandi álit um ástand og horfur í rekstri hraðfrystihúsanna: „í dag er afkoma hraðfrystihús- anna með þeim hætti, að útilokað er að halda áfram rekstri við óbreyttar aðstæður." Ennfremur segir: „Enn sem fyrr ógnar mikil verð- bólga afkomu helstu atvinnu- greina og bendir allt til þess, að framundan sé hömlulaus óðaverð- bólga, verði ekki gripið til raun- hæfra ráðstafana. Staða hraðfrystiiðnaðarisn hef- ur verið mjög erfið á undanförn- um árum. Stafar það í fyrsta lagi af því, að verðbólga hefur verið miklu meiri hér á landi en í nokkru viðskiptalanda okkar. Hef- ur þetta m.a. lamað samkeppnis- hæfni hraðfrystiiðnaðarins svo, að okkar mikilvægustu markaðir eru í hættu af þeim sökum. Þar við bætist, að á síðustu mánuðum hef- ur þorskafli dregist verulega sam- an og hefur það leitt til enn lakari afkomu frystihúsanna. Enn frem- ur veldur hinn geigvænlegi rekstr- arhalli útgerðarinnar hraðfrysti- húsunum miklum rekstrarfjár- skorti." Þá segir að lokum: „Það er grundvallaratriði, að af hálfu stjórnvalda og kröfugerðar- aðila sé viðurkennd sú staðgreynd að vegna breyttra rekstraraðstæð- na heima fyrir og erlendis, verði allir aðilar að sameinast um að tryggja rekstrarskilyrði og af- komu grundvallaratvinnuvega þjóðarinnar, fiskveiða og fisk- iðnaðar. Með því móti einu tekst að halda uppi fullri atvinnu." Þýðing skuttogara Er þá komið að því atriði, sem óhjákvæmilega er, að allir Islend- ingar geri sér ljósa og fulla grein fyrir: Án skuttogara er útilokað að ná þeim árangri í fiskveiðum, sem lífskjarakröfur þjóðarinnar út- heimta. Örugglega er það rétt ályktað hjá kunnáttumönnum, út- gerðarmönnum, sjómönnum og fiskifræðingum, að skuttorgara- fjöldi Islendinga, sem var 92 skip hinn 1. des. 1981 og mun líklegast verða 94—95 núna, sé of mikill. Hugsanlega væru 60—70 skip hæfilegur fjöldi. En hvað sem því atriði líður er ákveðinn fjöldi skuttogara frum- forsenda nútíma fiskiðnaðar, æskilegs atvinnustigs og nauðsyn- legrar árvissrar gjaldeyrisöflunar. Samræmd vinnsla og veiðar og stöðug atvinna starfsfólks í fisk- iðnaði byggist á togaraflanum. Minni fiskiskip geta ekki tryggt það magn á land, sem togararnir koma með. Þau ná ekki til fisksins þar sem hann er helzt að fá á mið- unum. Til þess þarf stór, kraft- mikil og velútbúin skip. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að horfast í augu við og við- urkenna. Árið 1981 var heildarmagn botnlægra fisktegunda í fiskafla landsmanna um 731 þúsund smá- lestir. Þar af veiddu togararnir um 400 þúsund smálestir, en minni fiskiskip um 330.100 smá- lestir. Hlutdeild togaranna í þess- um afla var 54,8% en minni fiski- skipa 45,2%. Fyrir 10 árum, þ.e. árið 1972 var bátafiskurinn 330.200 smálestir, eða nákvæm- lega jafnmikill og á sl. ári. Þá var togarafiskurinn 56.900 smálestir. Hlutdeild bátafisks var þá 85,3%, en togaranna 14,7%. Hættuleg biðstaða Af þessu má ráða mikilvægi togaranna fyrir íslenzkan fisk- iðnað. Þeir hafa afgerandi þýð- ingu. Afkoma togaraútgerðar og fiskvinnslu verður ekki sundur- skilin. Það að skilja togaraútgerð- ina eftir með stórfelldan halla og óleysta niðurstöðu um framtíðina varðandi rekstrarafkomu, við breyttar og versnandi aðstæður i veiðum jafngildir því að setja fiskiðnaðinn í óþolandi og hættu- lega biðstöðu. Biðstöðu, sem getur leitt til allsherjar hruns, bæði út- gerðar og fiskvinnslu, innan fárra mánaða, verði ekkert að gert, sem felur í sér samræmda lausn á vandamálum þessara aðila. Ávísun á gengislækkun nú sem eykur verðbólguna, en leysir ekki vanda aðila, hvorki útgerðar né fiskvinnslu, gerir vandamálið enn stærra og verra viðureignar, eftir því sem því er frestað lengur að gera róttækar og harðar ráð- stafanir til að tryggja afkomu þessarar undirstöðuatvinnugrein- ar. Breyttar aðstæður krefjast endurmats á afstöðu þjóðarinnar til þess, hvernig eigi að tryggja afkomu sjávarútvegsins. Víða erlendis tíðkast það, að grundvallaratvinnugreinar búi við ákveðin kjör, sem gerir þeim kleift að standa í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. I slíkum til- vikum verður að víkja frá almenn- um reglum og grípa til sérráðstaf- ana. Aðgerðir tafarlaust Greinilegt er af fenginni reynslu, að þær ráðstafanir, sem gripið hefur verið til hérlendis á undanförnum árum duga ekki. Viljann hefur skort hjá valda- miklum aðilum. Því er nú komið sem komið er, 70—80% verðbólga. Vandamál atvinnuveganna, sér- staklega útflutningsatvinnuveg- anna aukast en minnka ekki. Þetta þýðir í stuttu máli: Að viðurkenna verður grund- vallarþýðingu sjávarútvegs í ís- lenzkum þjóðarbúskap. Með hliðsjón af því verður m.a. að grípa til ráðstafana, sem taka mið af því að jafn fjármagnskrefj- andi atvinnuvegur og sjávarútveg- ur er, getur ekki risið undir verð- tryggðum vöxtum á fjárfest- ingarlánum í 70—80% verðbólgu- þróun. Þá er óhjákvæmilegt vegna þess aflabrests sem orðið hefur á þessu ári, að gerðar séu nú þegar sér- stakar ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur togararútgerðar- innar án þess að þær aðgerðir hafi verðbólguhvetjandi áhrif. Allur dráttur á því að mæta vandamálum togaraútgerðarinnar mun koma með tvöföldum þunga á þjóðina. Það er þes's vegna ekki eftir neinu að bíða. Aðgerðir taf- arlaust. Norræn félags- ráðstefna heyrnarlausra NORRÆN félagsráðstefna heyrnarlausra var haldin í Reykjavík dagana 24.-28. maí. Fuíltrúar mættu frá öllum Norð- urlöndunum, frá einum upp í fimm frá hverju landi. Ráð- stefnustjóri var Hervör Guð- jónsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra á íslandi. Táknmálstúlkur var frá Danmörku og kom það ekki að sök þó að táknmálið sé ekki al- veg samræmt milli landa því að íslenska og danska táknmál- ið er mjög líkt. Látbragð er auk þess alltaf alþjóðlegt og stuðlar þannig að auknum skilningi. Ráðstefnan, sem fjallaði að mestu um félög heyrnarlausra og samfélagið, var gagnleg fyrir íslendinga þar sem Norð- urlandasamstarf er mikið á þessu sviði. Þótttakendur í Norrænni félagsráðstefnu heyrnnrlnuara í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.