Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 LAWN-BOY QARDSLÁTTUVÉLIN Þaö er leikur einn að slá meö LAWN-BOY garösláttuvélinni, enda hefur allt verið gert til aö auövelda þér verkið. Rafeindakveikja. sem tryggir örugga gang- setningu. Grassafnari, svo ekki þarf að^raka. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum. Auðveld hæðarstilling. Ryðfri. Fyrirferðalitil, létt og meðfærileg. VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. Leiðtogafundurinn í Versölum: Ákveðið að sýna varkárni í viðskiptum við Sovétríkin Versölum, 7. júní. AP. LEIÐTOGAR helztu iðnaðarríkja hins vestræna heims urðu sammála um það á fundi sínum í Versölum að sýna meiri varkárni í viðskiptum sínum við Sovétríkin og semja um lánsviðskipti af mikilli varúð. Ákveðið var að endurskoöa viðskipti við Sovétríkin og leppríki þeirra á nokkurra mánaöa fresti. Fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum sögðu þetta hafa í för með sér að dregið yrði úr láns- viðskiptum við Sovétríkin, en fyrir fundinn lögðu Bandraíkjamenn á það áherzlu að taka þyrfti á þessu máli af alvöru á fundinum þrátt fyrir að það væri ekki á formlegri dagskrá fundarins. Var um tíma búist við hávaðasömum fundi af þessum sökum, þar sem talið var að Bandaríkjamenn vildu minnk- un viðskipta við Sovétríkin af póli- tískum ástæðum, en ekki við- skiptalegum. Héldu Bandaríkjamenn því fram að lánsviðskipti við Sovét- ríkin auðvelduðu Sovétmönnum hernaðaruppbyggingu sína. Hel- mut Schmidt kanzlari V-Þýzka- lands sagði á blaðamannafundi eftir Versalafundinn, að það væru Bandaríkin — ekki V-Þýzkaland eða Frakkland — sem aukið hefðu viðskipti sín við Sovétríkin fjögur síðastliðin ár. í lokaályktun leið- toganna er ekkert sem skyldar iðnríkin til að draga úr viðskipt- um sínum við Sovétríkin. Klaus Bölling, talsmaður stjórnarinnar í Bonn, sagði Bandaríkjamenn leggja annan skilning í ákvæðin um viðskipti við Austantjaldsríkin en evrópskir leiðtogar gerðu, en hins vegar vildi hann ekki útfæra þá fullyrðingu nánar. Embættismaður sagði Reagan Bandaríkjaforseta og Mitterrand Frakklandsforseta hafa hnakkrifist um þessi mál yfir kvöldverði á Iaugardagskvöld og hefðu óskynsamleg og ódiplómat- ísk orð fallið. Á Versalafundinum hétu leið- togarnir áframhaldandi aðstoð við þróunarlöndin, að stuðla að því að ekki yrði hægt að misnota geng- isbreytingar , að tryggja að geng- isbreytingar yrðu ekki til að skapa óréttláta samkeppnisaðstöðu, og að vinna saman að þróun nýrra orkugjafa. Jafnframt voru vaxta- mál til umræðu, og sagði Pierre Trudeau forsætisrðherra Kanada, að leiðtogafundurinn hefði verið „erfiður", því örðugt hefði reynst að komast að málamiðlun í ýms- um atriðum. Enn leita Svíar að óþekktum kafbát Stokkhólmi, 7. júní. AP. DEILDIR INNAN sænska hersins héldu um helgina áfram leit sinni, að óþekktum kafbáti innan landhelgi Svíþjóðar. Um leið var leit að öðrum kafbáti innan skerjagarðsins fyrir utan Stokkhólm hætt. Leitardeildir voru sendar á stað Að sögn sænska varnarmála- um leið og fregnir bárust af því að ráðuneytisins kann það engar sést hefði til kafbáts rétt fyrir utan Umea, sem er norðarlega á strönd landsins. Bárust margar upphringingar þess efnis, að fólk hefði séð til kafbáts um þessar slóðir. skýringar á þessum kafbátaferð- um við strönd landsins og hefur upplýst að engar æfingar á vegum sænska sjóhersins standi yfir. Því séu þessar ferðir freklegt brot á sjóferðalögum. Flokkur Schmidts tapar í Hamborg Hamborg, 7. júní. AP. Jafnaðarmannaflokkur Helmuts Schmidt kanzlara (SPD) beið ósigur í fylkis- kosningum í heimabæ kanzl- Reagan þakkar lögreglu- mönnum björgun Doziers Kómaborg, 7. júní. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, átti óvæntan fund með víkingasveitum ítölsku lögreglunnar sem björguðu James Dozier, hershöfðingja, úr klóm mannræningja í janúar og þakkaði forsetinn þeim persónulega frammistöðu þeirra. „Með vinnubrögðum eins og ykkar, mun okkur takast að útrýma hryðjuverkum," sagði Keagan. Reagan kom í dag í opinbera heimsókn til Ítalíu, og virtist hann þreytulegur þegar hann kom til Vatikansins til fundar við Jóhann- es Pál páfa. Stóð fundur þeirra yf- ir í 50 mínútur, og að honum lokn- um var efnt til blaðamannafund- ar, þar sem páfi lagði áherzlu á þá ábyrgð sem Bandaríkin, sem stór- veldi, hefðu í sambandi við varð- veizlu friðar á jörðunni. Sagði páfi heimsfrið undir því komin, að leið- togar stórveldanna sýndu ávallt framsýni og hyggni. í ávarpi réð- ist Reagan að herstjórninni í Pól- landi. Einnig átti Reagan viðræður við ítalska ráðamenn, Sandro Pertini forseta og Giovanni Spadolini for- sætisráðherra, en síðdegis hélt hann til Lundúna í opinbera heim- sókn. Reagan er áttundi Banda- ríkjaforsetinn sem kemur til Vati- kansins. arans, Hamborg, og hefur út- koma flokksins ekki verið jafn slök frá því 1957. Hlutu jafnaðarmenn 42,9 pró- sent atkvæða miðað við 51,5 prósent 978, en Kristilegir demókratar(CDU) unnu hins vegar stórsigur, og samtals 43,2 prósent atkvæða. Hefur flokkn- um aldrei vegnað jafn vel í Hamborg. í kosningunum 1978 hlaut CDU 37,6 prósent at- kvæða. „Tap Helmut Schmidt er stórt og ósigur hans mikill," sagði Helmut Kohl, leiðtogi CDU og helzti andstæðingur kanzlarans á þingi, þegar úrslit voru ljós. Jafnframt beið Frjálslyndi flokkurinn mikinn hnekki, náði ekki þeim atkvæðafjölda sem tilskilinn er til að hljóta sæti á þingi, eða 5%. Flokkur um- hverfissinna, hlaut í fyrsta sinn sæti á fylkisþinginu, hlaut 7,6% atkvæða í kosningunum. Eftirmaður Brezhnevs mun ekki fá eins mikil völd Washinglon, 7. júní. AP. EFTIRMAÐUR Leonid Brezhnev kemur ekki til með að hafa eins mikil völd og hann, að því er sovéski flóttamað- urinn Arkadi N. Shevchenko, sem nú er búsettur í Banda- ríkjunum, segir. Shevchenko er hæst settur þeirra, sem flúið hafa frá Sovétríkjunum. Kom þetta fram í viðtali við Washington Post um helgina. Er þetta fyrsta ítarlega við- talið við hann frá því hann bað um hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum. Starfaði hann sem vara- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „í Sovétríkjunum gerist allt étríkjunum fara sér að engu ákaflega hægt,“ segir Shevch- enko í viðtalinu. Benti hann á þá staðreynd, að Brezhnev, Krúséff og Stalín hefðu allir þurft 4—5 ár til að ná fullum völdum eftir útnefningu sem aðalritarar kommúnistaflokksins. Brezhnev, sem nú er 75 ára gamall, á við hrakandi heilsufar að stríða. Núverandi valdamenn í Sov- óðslega og taka ekki neina áhættu á valdsviðinu. Hætta ekki á að tapa þeim völdum, sem þeir hafa sjálfir. Þar af leiðandi er víst að vandað verður til vals- ins á eftirmanni Brezhnevs. „Þessir menn eru pólitískir dvergar," sagði Shevchenko. Sagði hann ennfremur að öruggt væri, að hver svo sem tæki við völdum, myndi leggja sig í líma við að bæta sambúðina á milli austurs og vesturs, en myndi jafnframt hvika eins lítið og auðið væri frá utanrikisstefnu Sovétríkjanna í þeim tilraunum sínum. „Þetta er nauðsynlegt af tveimur orsökum. Sovétríkin þurfa nú nauðsynlega á hjálp Bandaríkjanna að halda, t.d. hvað varðar tækniupplýsingar og kaup á korni. Þá er þetta heldur ekki rétta augnablikið til að veikja sambandið við Banda- ríkin enn frekar því Sovétmenn eiga í nógum vandræðum fyrir." Shevchenko tók undir þær spár fréttaskýrenda, að Yuri Andropov væri líklegasti arftaki Brezhnevs. Þá væru þeir Konst- antin Chernenko og Ándrei Kir- elenko einnig inni í myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.