Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 19 Þannig er umhorfs í írönsku hafnarborginni Khorramshahr eftir uppgjöf íraska herliðsins þar. Á myndinni sjást einnig leifar víggirðinga íraka. Stjórnarbylting í Chad Vilja fækka þeldökkum hermönnum New York, 7. júní. Al\ SUM ríki Atlantshafsbanda- lagsins hafa lagt hart að Bandaríkjastjórn að fækka blökkumönnum í bandaríska hernum, og að takmarka fjölda þeldökkra manna, sem sendir eru til bandarískra herstöðva í Evrópu, að sögn New York Times. Háttsettur embættismaður í Pentagon lét svo um mælt á lok- uðum fundi í Wisconsin, að stjórn Ronald Reagans hefði vís- að þessum kröfum á bug, að sögn blaðsins. Embættismaðurinn sagði eink- um V-Þjóðverja hafa barist fyrir hlutfallslegri fækkun blakkra í Bandaríkjaher. Teldu Þjóðverjar ýmsa örðugleika því fylgjandi að taka á móti stórum hópi blakkra inn á meðal hvítra manna með ólíka menningu. Jafnframt væru ýmsir af yfirmönnum Atlants- hafsbandalagsins efins um hæfni bandalagsherjanna, ef stuðst yrði um of við blakka hermenn. París, 7. júní. AP. BYLTINGARSINNAR marséruðu inn í höfuðborg Afríkuríkisins Chad í dag, eftir fall stjórarinnar, sem set- ið hefur að völdum undanfarin 3 ár. Hvorki hinir 3800 friðargæsluher- menn Samtaka Afríkuríkja né þeir Líbýumenn, sem studdu stjórnina, Pcshawar, Pakistan, 7. júní. AP. HUNDRUÐ vel vopnaðra skæruliða eru nú á leið inn í Afganistan til þess að aðstoða félaga sína við að reyna að halda l’anjshir-dalnum, sem til þessa hefur verið helsta bækistöð skæruliða í landinu. „Við eigum von á árás Sovét- manna á hverri stundu," sagði helsti forvígismaður skæruliðanna í Paki- stan. Hann upplýsti einnig, að næðu Sovétmenn yfirhöndinni í dalnum gæti það markað þáttaskil í tveggja og hálfs árs gömlu stríði á milli þessara aðila í landinu. „Ef við töp- um dalnum höfum við misst tökin á varnarkerfi okkar,“ sagði hann ennfremur. Daglegar skærur hafa átt sér stað á milli deiluaðila í dalsmynninu óg hafa óljósar fregnir borist af sigri skæruliðanna í síðustu orrustunni. Dalurinn er því enn á þeirra valdi. Litlar fregnir hafa borist af mann- Manntjón í óveðri Ncw York og l-ondon, 7. júní. AP. FELLIBYLUR, sem gekk yfir norð- austurhluta Bandaríkjanna olli, gíf- urlegu tjóni þar um helgina. Létu a.m.k. 18 manns lifið er allt að þriggja og hálfs metra háar (lóð- bylgjur skullu á mannvirkjum og ruddu niður öllu er á vegi þeirra varð. Verst varð ástandið í Ivorytown í Connecticut. Þar varð úrkoman svo mikil, að tvær stíflur brustu og flóðbylgjan, sem fylgdi í kjöl- farið, ruddi niður fjórum húsum og hreif með sér fjölda bifreiða. Alls létust 9 manns i Connecticut. Talið er víst, að tjónið nemi millj- ónum Bandaríkjadala. í Englandi létust 9 manns í miklu þrumuveðri og rigningum sem þar gengu yfir. Sex manns drukknuðu og þrír létust er þeir urðu fyrir eldingum. Mjög heitt var í Englandi um helgina þar sem hitabylgja gekk yfir landið. gerðu nokkra tilraun til að stöðva fall stjórnarinnar. Talið er að byltingarsinnarnir undir stjórn Hissine Habre, sem eitt sinn gegndi starfi varnar- málaráðherra landsins, hafi náð falli, en skæruliðarnir eiga við mikið ofurefli að etja. Eru aðeins um 4.000 talsins gegn 40.000 hermönnum Sov- étmanna að því er talið er. Forvígismaður skæruliðanna, Burhanudein Rabani, gaf frétta- mönnum greinargóða lýsingu á því ástandi, sem ríkt hefur í Panjshir- dalnum undanfarið. Sagði hann stjórnarherinn hafa sótt að skæru- liðum úr öllum áttum, en það hefði bjargað þeim hversu kunnugir þeir eru í dalnum. „Þeir hreyfa sig ekkert á nóttunni. Nóttin er okkar tími. Þá getum við ferðast um að vild óáreitt- ir,“ sagði Rabani. höfuðborginni á sitt vald, en heim- ildir frá París herma að ekki hafi fengist sönnur fyrir því ennþá. „Við höfum ekki neinar ná- kvæmar upplýsingar ennþá", sagði fulltrúi Habre í París. „Bylting- unni er þó lokið og nú er aðeins eftir að koma öllu í samt lag á ný. Fólkið hefur flykkst út á göturnar til þess að láta stuðning sinn í ljósi við okkur". Að sögn heimildarmannsins hefur verið sett bráðabirgðastjórn í landinu og verður reynt að kom- ast að samkomulagi við forseta landsins, Goukoni Oueddei. Borg- arastyrjöld hefur ríkt í Chad meira og minna sl. 18 ár. Hefur aldrei tekist að ná sættum á milli deiluaðila í landinu þrátt fyrir margar tilraunir. Talsmaður sendiráðs Chad í París sagði, að ekki hefði tekist að ná sambandi við höfuðborgina í meira en sólarhring, en þær fregn- ir sem borist hefðu bentu allar til þess að stjórnin hefði fallið. Fjölmenni á friðarfundi London, 7. júní. AP. RIIMLEGA eitthundrað þúsund and- stæðingar kjarnorkuvopna komu sam- an til fundar í Hyde l’ark garðinum í London, á sunnudag, daginn fyrir opinbera heimsókn Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta til Bretlands. A fundinum í Hyde Park voru bæði Reagan og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands úthróp- uð sem „stríðsæsingamenn". Forseti borgarráðs Lundúnaborgar, sem er vinstri maður, lýsti yfir því á fund- inum að ákveðið hefði verið að gera London að kjarnorkuvopnalausu svæði. Hins vegar sagði hann að borgar- ráð hefði ekkert vald til að fram- fylgja þessari ákvörðun. Talið er að engin kjarnorkuvopn séu innan borgarmarkanna, en fyrirhugað er að koma nýjum kjarnorkuflaugum Atlantshafsbandalagsins fyrir á Greenham Common, sem er 100 km vestur af London. Tæki, sem skilar fullunninni skreið Osló, 7. júní, frá Jan Krik Laurc, frcttaritara Mbl. NORBKT fyrirtæki vinnur nú að gerð tækis, sem skilar frá sér fullunninni skreið. Fer öll verkunin fram í sjálfvirkri vél, sem staðsett er innanhúss. Fram til þessa hefur skreiðin Meiri gæði og betri nýting eru verið þurrkuð í hjöllum utandyra. einkunnarorð fyrirtækisins, sem vinnur að gerð tækisins. Hefur eitt Sú áhætta hefur fylgt þeirri slíkt þegar verið sett upp til vinnslu, að slæmt veður getur eyði- reynslu í sænska smábænum legt verkunina með öllu. Strömstad. Skipholti 7 símar 20080 — 26800 Skæruliðar í Panjshir-dalnum í Pakistan fá liðsauka: Berjast til síðasta manns en eiga við ofurefli að etja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.