Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 29 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Flugstöð í ljósi Helguvíkur- og álstefnu Alþýðubandalagið galt mikið afhroð í Reykjaneskjör- dæmi í bæjar- og sveitarstjórnakosningunum. Það tapaði samtals 5 fulltrúum og datt út úr bæjarstjórn í Grindavík og Njarðvík. Alþýðubandalagið tapaði 4% í Kópavogi, rúmlega 6% í Garðabæ, 2,4% í Hafnarfirði, rúmlega 5% í Keflavík, 4% í Njarðvík og hátt í 60% í Grindavík. Hvað veldur þessu mikla tapi? Hvers vegna benda úrslitin í Reykjaneskjördæmi til þess, að Geir Gunn- arsson, þingmaður Alþýðubandalagsins þar, nái ekki kjöri í næstu þingkosningum? Tvö af helstu baráttumálum Alþýðubandalagsins snerta Reykjaneskjördæmi mjög mikið. Annars vegar hefur flokkurinn gert áform um nýja olíustöð varnarliðsins í Helguvík að stórmáli og hins vegar hefur hann beint at- hyglinni að álverinu í Straumsvík og eigendum þess, Alu- suisse. Ef þessi tvö stefnumál flokksins nytu almennra vinsælda, hefði það helst átt að koma fram í Reykjanes- kjördæmi — þar hrynur hins vegar fylgið af Alþýðubanda- laginu. Þriðja málið mætti einnig nefna í þessu samhengi, en það eru áform um smíði nýrrar flugstöðvar fyrir farþegaflug á Keflavíkurflugvelli. Þar stendur Alþýðu- bandalagið þvert fyrir innan ríkisstjórnarinnar og hafa framsóknarmenn og aðrir ráðherrar beygt sig undir neit- unarvald kommúnista um flugstöðina. Helguvíkur- og álstefnu Alþýðubandalagsins var ótví- rætt hafnað af kjósendum í bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingunum. Öll rök mæla með því, að smíði nýrrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli sé íslendingum meira kappsmál en að ný olíustöð rísi fyrir varnarliðið í Helguvík. Staðan í flugstöðvarmálinu er nú þannig, að 20 milljóna dollara fjárveiting bandaríska þingsins til byggingarinnar fellur niður 1. október næstkomandi, verði ekki stigin fyrstu framkvæmdaskref fyrir þann tíma. Framsóknarmenn í ríkisstjórninni hafa látið kommún- ista kúga sig með mörgum hætti, meðal annars í flugstöðv- armálinu. Kjósendur fá tækifæri til að fella dóm um fram- göngu ríkisstjórnarinnar í því máli í næstu þingkosning- um. Framsóknarflokkurinn bætti stöðu sína aðeins í Reykjaneskjördæmi í bæjar- og sveitarstjórnakosningun- um, en ætli Jóhann Einvarðsson, þingmaður Framsóknar þar, verði ekki í sömu fallhættu og Geir Gunnarsson, ef svo fer fram sem horfir í flugstöðvarmálinu, en að því „vinnur" ríkisstjórnarnefnd undir formennsku Jóhanns Einvarðs- sonar. Innrás í Líbanon Israelsher réðst inn í Líbanon um helgina til að hrekja PLO-hermenn um 40 km norðar en þeir eru nú, svo að þeir geti ekki skotið eTdflaugum suður yfir landamæri ísra- els. Þegar þetta er ritað, er ísraelsher kominn norðar en 1978, þegar hann réðst síðast inn í Líbanon. Hermenn PLO eru á milli herja ísraels og Sýrlands. Rétti Sýrlendingar eða aðrir Arabar PLO ekki hjálparhönd, verður liðsafla þeirra í Líbanon si.ndrað. Á milli PLO og ísraelshers eru friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna, sem geta ekkert aðhafst, þegar átökin verða jafn harkaleg og nú. Hins vegar munu ísrael smenn vafalaust krefjast þess, að gæslu- svæði SÞ verði fært norðar, annars er innrás þeirra til- gangslaus, nema þeir ætli sjálfir að leggja undir sig suður- hluta Líbanon. Svæðin fyrir botni Miðjarðarhafs og fyrir botni Persa- flóa hafa bæði verið nefnd púðurtunnur, þegar rætt er um heimsfriðinn og þær hættur, sem að honum steðja. Nú er barist á báðum þessum stöðum og á öðrum eru friðar- gæslu-hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna aðeins áhorfendur. Er það ekki dæmigert? Fjölmenni tók þátt í hátíðahöldum sjó- mannadagsins í einstakri veðurblíðu 4—5000 manns við hátíðahöld sjómannadagsins í Nauthólsvík „ÞÁTTTAKA almennings var mjög góð og hátíðahöldin í Nauthólsvík fóru vel fram. Ég giska á að 4—5 þús. manns hafi verið þar enda vorum við sérlega heppin með veður,“ sagði Garðar Þorsteinsson ritari Sjómanna- dagsráðs. Avörp fluttu Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsmálaráð- herra, Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri fyrir hönd útgerð- armanna, og Guðjón Ármann Eyj- ólfsson skólastjóri Sjómannaskól- ans fyrir hönd sjómanna. Pétur Sig- urðsson formaður Sjómannadags- ráðs heiðraði aldraða sjómenn með heiðursmerki sjómannadagsins. Þeir sem voru heiðraðir að þessu sinni fyrir langan sjómannsferil og mikið starf í þágu sjómanna voru Einar Bjarnason loftskeytamaður, Sigurlaugur Sigurðsson vélstjóri, Jónas Böðvarsson skipstjóri og Stefanía Jakobsdóttir skipsþerna, en Stefanía hefur verið yfir 7000 daga á sjó á 25 ára tímabili. I róðri landsveita sigraði Sendi- bílastöðin hf., en áhöfnin á Ásbirni RE 50 í hópi skipshafna og hlaut því Fiskimann Morgunblaðsins, sem Morgunblaðið gaf sem farandgrip 1929. í róðri kvenna vann sveit ísbjarn- arins, en sveit BÚR, sem hefur sigr- að undanfarin 3 ár, varð í öðru sæti. í stakkasundi kepptu 6 menn, þar á meðal 3 bræður, og skipuðu þeir sér í þrjú efstu sætin. Jón Sigurðsson sigraði, en Einar og Pétur Sigurðs- synir urðu í öðru og þriðja sæti. Einnig var keppt i koddaslag og tveim flokkum í siglingu seglbáta, Fireball-flokki þar sem tveir menn eru á, og opnum flokki með forgjöf, þar sem einn maður er á, en þetta atriði var á vegum Siglinga- sambandsins og siglingaklúbbanna í Reykjavík og nágrenni. Þorlákshöfn: Gott veður Gott veður setti svip sinn á há- tíðahöld sjómannadagsins í Þor- lákshöfn. Þau voru annars með hefðbundnum hætti. Fjöldi fólks tók þátt í hátíðahöldunum og átti veðrið þar eflaust stóran hlut að máli. Ólafsvík: Tveir starfandi sjómenn heiðraðir Sjómannadagshátíðahöldin á Olafsvík fóru fram með hefðbundnum hætti, að sögn tíðindamanns Morgun- blaðsins þar, Helga Kristjánssonar. Ýmislegt var til skemmtunar, ræður fluttar, guðsþjónusta þar sem minnst var látinna sjómanna og aldraðir sjómenn heiðraðir, svo helstu dagskráratriðin við hátíða- höldin séu nefnd. Aðalræðu dagsins flutti Eiður Guðnason alþingismaður. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, Guðlaugur Guðmundsson og Tryggvi Jónsson, sem báðir starfa að sjómennsku, annar tæplega og hinn rúmlega sjötugur. Til marks um það, að þeir hafi ekki lagt sjó- mennskuna alveg á hilluna, má geta þess, að Guðlaugur Guðmundsson gat ekki verið viðstaddur heiðrun- ina í eigin persónu, vegna þess að hann var ásamt sonum sínum að taka á móti nýjum bát á ísafirði, sem skipasmíðastöð Marcellíusar Bernharðssonar var að skila honum. Logn var og hiti við hátíðahöldin, þó ekki sæi til sólar, og þátttaka almennings mikil. Hátíðahöldunum lauk með dansleik um kvöldið. Dalvík: Logn og blíða Dalvík, 7. júní. SJÓMANNADAGURINN á Dalvík var haldinn hátíðlegur í hinu besta veðri, logni og blíðu með 18—20 stiga hita. Á laugardaginn var farið í hóp- siglingu og um kvöldið var dansleikur í Víkurröst, sem fór hið besta fram. Fánar blöktu víðast hvar við hún á sunnudagsmorgun og skip sem í höfn- inni lágu voru fánum skrýdd. Klukkan 10 fyrir hádegi hófst sjó- mannamessa í Dalvíkurkirkju þar sem séra Stefán Snævarr messaði. Að því loknu var öldruð sjómanns- kona, Sigríður Sölvadóttir, heiðruð og veitt heiðursmerki sjómanna- dagsins. Sigríður, sem er 75 ára að aldri, er gift Stefáni Gunnlaugssyni, fyrrum formanni hér á Dalvík. Það var einkennileg tilviljun, að einmitt þennan sama dag, 6. júní fyrir 36 árum, flutti Sigríður Sölvadóttir frá Siglufirði til Dalvíkur, þar sem hún hefur verið búsett síðan. Athöfn þessi fór fram í kirkjunni. Því næst var gengið úr kirkju að minnisvarða um drukknaða sjó- menn, og var blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Klukkan 14 hóf- ust við höfnina hin hefðbundnu há- tíðarhöld. Ávarp dagsins flutti Guð- laugur Arason, rithöfundur. Síðan fór fram kappróður og tóku 18 sveit- ir þátt í honum. Sveit ms. Oturs sigraði eins og svo oft áður, en í reiptogi sigraði karlasveit Frysti- húss KEA. Veitingar voru fram- reiddar í Víkurröst af Slysavarnafé- lagskonum og merki og blað dagsins voru seld á götum bæjarins. Fréttaritarar Akureyri: Mjög gott veður Á AKUREYRI fóru hátíðahöld sjó- mannadagsins vel fram, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins þar, Sverris Pálssonar. Veður var fádæma gott og fallegt og áhorfendur afar margir, bæði við sundlaugina og við Akureyrarpoll, þar sem kappróðurinn fór fram og lauk með sigri áhafnarinnar á Kaldbak. Stefán Einarsson hlaut Atlastöngina, fyrir flest samanlögð stig í íþróttagreinum dagsins, þar á meðal í björgunarsundi og stakka- sundi. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, Brynjólfur Kristinsson og Snælaugur Stefánsson. Húsavík: Kona heiðruð llúsavík, 7. júni. AÐ ÞESSU sinni var 40. sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur á Húsa- vík í besta veðri. Á laugardaginn fóru fram margvíslegar íþróttir, bæði til sjós og lands, og dansaö var i félags- heimilinu lengi nætur. Á sunnudaginn hófust hátiða- höldin með messu og stólræðu flutti að þessu sinni Hörður Þórhallsson skipstjóri, en svo vildi til, að hann var til skírnar borinn á sama stað, sjómannadaginn fyrir 40 árum. Kaffisala var í félagsheimilinu á vegum slysavarnarfélagsins, afhent voru verðlaun unnin í íþróttakeppn- um og aldraðir sjómenn heiðraðir, sem núna voru Guðmundur Finn- bogason og Hrefna Bjarnadóttir. Hrefna var á sínum yngri árum þerna á strandferðaskipunum og hefur öll hennar fjölskylda haft sitt lifibrauð af sjó, synirnir starfandi skipstjórar og dóttirin um áratuga- skeið siglt um heimsins höf, nú síð- ast sem loftskeytamaður á norskum skipum. Hrefna var frumkvöðull þess að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Húsavík. Á Húsavík er aflakóngur ekki sá sem mestan afla dregur úr sjó, held- ur sá sem hæstu meðalverði skilar fyrir innveginn fisk. Landsbanka- bátinn hreppti að þessu sinni ms. Geiri Péturs, skipstjóri Sigurður Olgeirsson, en næstur honum kom Sigþór. í sams konar keppni smærri báta, sigraði Ársæll, formaður Við- ar Þórðarson. Fréttaritari. Neskaupstaður: Bærinn skreyttur fánum og veifum „Sjómannadagurinn rann upp bjart- ur og fagur, með besta veðrinu á þessu ári,“ sagði tíðindamaður Morgun- blaðsins á Neskaupstað, Ásgeir Lár- usson. Annars hófst sjómannadagur- inn hjá okkur á laugardagskvöldið kl. 8 með róðrarkeppni. Bærinn er þá all- ur skreyttur fánum og yeifum, sem sjómenn hafa sjálfir séð um að koma upp. Núna kepptu 16 sveitir, en róðr- Áhorfendur og stúlkur sem þátt tólni i kappróðrinum við sjómannadagshátíðar- höldin á Akranesi. Mynd Árni S. Árnanon. Það var líf og fjör á bryggjunni í Garðinum á sjómannadaginn. Myndin var tekin þegar Gunnjón lagðist að bryggju eftir að hafa siglt út á flóann með um 250 manns. Ljósm. Arnór. arsveit Barkar NK 120 bar sigur úr býtum.“ Á sunnudaginn hófust svo hátíða- höldin með hópsiglingu fyrir börnin og einnig var sýnd björgun í björg- unarstól. Eftir hádegið var sjó- mannamessa kl. 2 og kl. 4 hófust hátíðahöld við sundlaugina, þar sem meðal annars fór fram stakkasund, koddaslagur og reiptog. í reiptoginu sigraði skipshöfnin á Barða. Aðalræðumaður sjómannadags- ins á Neskaupstað var Þórður Jó- hannsson kennari. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, Halldór Einarsson og Kristinn Marteinsson. Vestmannaeyjar: Tveggja daga hátíðahöld Sjómannadagshátiðahöldin í Vest- mannaeyjum fóru vel fram í alla staði, að sögn Sigurgeirs Jónassonar, en þau stóðu í 2 daga og fóru fram í þokka- legu veðri. Á laugardaginn voru skemmtiatriði í Friðarhöfn, kappróður meðal margs annars, sem var til skemmtunar, og má nefna að 11 kvennasveitir tóku þátt í kappróðrin- um. Á sunnudaginn var sjómanna- messa og lagður var krans að fót- stalli minnismerkis þeirra sem far- ist hafa af slysförum. Minnismerki um Oddgeir Kristjánsson tónskáld var afhjúpað, pallur sem ætlaður er undir tónlistarflutning. Síðan voru veitingar í Alþýðuhúsinu. Um kvöldið var skemmtun, þar sem fór fram afhending hefðbundinna verð- launa, svo sem til nemenda Vélskól- ans og Stýrimannaskólans. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðahöldun- um í Vestmannaeyjum. Garðurinn: 5—700 manns tóku þátt! hátíðahöldunum (■arói, 6. júní. Gifurlegur fjöldi fólks tók þátt í há- tíðahöldum sjómannadagsins og þegar mest var í Gerðavörinni var áætlað að milli 500 og 700 manns hefðu verið þar. Að sjálfsögðu var það veðrið sem gerði útslagið með þessa miklu þátt- töku en svona veður hefir ekki verið á sjómannadaginn í mörg ár. Hátíðahöld dagsins hófust með því að mikill fjöldi manna mætti niður á bryggju kl. 10 um morgun- inn til að fara í siglingu með börnin. Kom þá í ljós að ferðinni hafði verið frestað til kvölds. Eftir hádegi var messa í Útskála- kirkju og kl. 15 hófst kaffisala Slysavarnafélagskvenna. Þá hófust skemmtiatriði að nýju í Gerðavör þar sem björgunarsveitarmenn sýndu meðferð fluglínutækja og björgunarstóls. Þá stjórnaði sveitin koddaslag og kenndi knattspyrnufé- lagsmönnum hvernig taka skal á í reiptogi. Tókst þetta mjög vel í alla staði. Seinni hluti hátíðahaldanna fór fram uppi á knattspyrnuvelli. Var þar ýmislegt til skemmtunar. Má þar nefna fótboltaleik milli hreppsnefndar og starfsmanna ann- ars vegar gegn meistaraflokki Víðis hins vegar. Hreppsnefndarmenn leyfðu Víði að vinna leikinn enda höfðu þeir tapað fyrir Snæfelli dag- inn áður 2—1 en fengu að vinna leikinn gegn hreppsnefnd með sama mun. Yfir 200 manns fóru í bátsferðina með Gunnjóni sem fyrirhuguð hafði verið um morguninn en farin um kvöldmatarleytið. Lokapunkturinn var svo unglingadansleikur um kvöldið en almennur dansleikur var á laugardagskvöld. Arnór Kristján Thorlacius á 32. þingi BSRB: „Biölundin er þrotin « Almenn óánægja meðal opinberra starfsmanna vegna rýrnandi kjara 32. ÞING Bandalags starfs- manna ríkis og bæja var sett sl. föstudag og verður slitið siðdegis í dag. 193 fulltrúar frá 33 aðildarfélögum hafa setið þing BSRB um helgina. Fjöl- margar tillögur og álit bíða af- greiöslu þingsins, en þegar Mbl. fór í prentun hafði aðeins hluti þeirra verið afgreiddur og umræður stóðu þá yfir um kjaramálaályktun, en í drög- um að henni er krafíst 8.000 króna lágmarkslauna. AII- margar lagabreytingar voru samþykktar, m.a. ný grein sem kveður á um að allsherjarat- kvæðagreiösla um úrsögn úr BSRB skuli fara fram ef a.m.k. Vi fundarmanna óski þess í viðkomandi aðildarfé- lagi. I áliti um efnahagsmál sem þingið samþykkti segir m.a.: „Þingið leggur áherslu á að helsta orsök verðbólgunnar, þegar til lengri tíma er litið, eru fjárfest- ingar umfram sparnað, fjármagn- aðar með lánum, og enn frekar ráðstöfun þessa fjármagns, þar sem stefnuleysi og skortur á sam- hæfingu hefur ráðið ferðinni." Þá er í efnahagsáliti þingsins minnt á þá skoðun BSRB að leggja beri áherslu á rannsóknir fiski- fræðinga og gera þurfi rækilega úttekt á hagkvæmustu flotastærð og samsetningu til nýtingar áætl- aðs aflamagns til lengri tíma. Síð- an segir að ástand fiskistofnanna nú megi rekja til þess að tillit hafi ekki verið tekið til framan- greindra ábendinga. í ályktun starfskjaranefndar um kjaramál kemur fram að kaupmáttur launa opinberra starfsmanna hefur minnkað á sl. 3 árum. Segir að á þessum tíma hafi framfærsluvísitala hækkað 28% meira en verðbótavísitala og að grunnkaupshækkanir opinberra starfsmanna hafi aðeins orðið 14,3 eða 5—6% minni en hjá öðrum launþegum. Ennfremur er á það bent að þorri annarra launþega séu ýmist yfirborgaðir eða njóti tekjuauka vegna bónus- og ákvæð- isvinnu. Mbl. spurði formann BSRB, Kristján Thorlacius, hvað honum fyndist einkenna þetta þing öðru fremur: „Það er tvímælalaust hin mikla samstaða og baráttuhugur sem verið hefur ríkjandi í kjaramálun- um. Hér hefur komið fram að opinberir starfsmenn hafa dregist mjög aftur úr öðrum í þjóðfélag- inu. Auk þess sem menn byggja þetta á kjararannsóknum, finna þeir þetta sjálfir á buddunni sinni.“ 77 Hvað veldur? „I fyrsta lagi sú kjararýrnun sem orðið hefur á undanförnum 2 árum og stafar af skerðingu verð- bóta sem önnur stéttafélög hafa unnið upp með grunnkaupshækk- unum. Það hefur verið greinilegt frá 1980 að okkar félagsmenn hafa viljað sína biðlund og ekki verið tilbúnir í þau hörðu átök sem þarf til að rétta við kjörin. Nú er það mjög almennt, að þetta viðhorf er breytt. Biðlundin er þrotin. Ég á von á að ályktunin um kjaramál verði í samræmi við þann baráttu- hug sem er í félagsmönnum." Kristján sagði að staða BSRB hefði farið sífellt versnandi síðan á árinu 1977 þegar bandalagið náði nokkuð góðum samningum. Sem dæmi nefndi hann að kjara- rýrnunin frá 1979 næmi 12—13%. Varðandi hugsanlega verkfalls- boðun sagði Kristján: „Það verður ekki boðað verkfall fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. ágúst. Ég vona að samningaviðræðurnar í sumar verði til þess að til verk- falls þurfi ekki að koma.“ - O - Guðjón B. Jónsson, formaður samningsréttarnefndar þingsins, sagði að einkum væri rætt um tvær hugmyndir í átt til breytts samningsréttar. Annarsvegar væri um að ræða þá hugmynd að aðildarfélögin fái verkfallsrétt varðandi sérkjarasamning og hins vegar að þau fái verkfalls- og samningsrétt varðandi hvort tveggja sérkjarasamning og aðalkjarasamning. - O - Ragna Ólafsdóttir, formaður starfskjaranefndar, sagði að inn- an nefndarinnar virtist sem menn vildu nú taka harðari afstöðu en áður og vera tilbúnir til að leggja nokkuð í sölurnar ef nauðsyn bæri til. Ragna sagði tregðu ríkisvalds- ins síst minni nú en áður til raunhæfra samninga eða, eins og hún nefndi það, til að leiðrétta kjörin með tilliti til þeirrar kjara- skerðingar sem viðgengist hefði á undanförnum árum. Viðfangsefni starfskjaranefnd- ar og samningsréttarnefndar voru ofar í hugum þingfulltrúa en flest annað. Tillögur þessara nefnda höfðu ekki fengið afgreiðslu þegar þetta var skrifað. - O - Valgeir Gestsson, formaður Kenn- arasambands íslands, kvað mikla óánægju vera meðal kennara í launamálum. Aðspurður um hugs- anlega úrsögn kennara úr BSRB, sagði Valgeir: „Það hafa engar beinar hugmyndir komið fram um úrsögn úr BSRB, enda er fullur vilji fyrir samstöðu. Hins vegar er það almenn skoðun að halda beri þessum möguleika opnum. Sú launastefna sem BSRB hefur rek- ið hefur ekki skilað nægilega miklum árangri, og við opinberir starfsmenn erum nú langt undir þeim kjörum sem almennt við- gangast." - O - Ágúst Geirsson, formaður Félags íslenskra símamanna, sagði að í vetur hefðu verið uppi raddir sem mæltust til þess að félagið segði sig úr BSRB vegna frammistöðu bandalagsins í undanfarandi 2 að- alkjarasamningum. Viðvíkjandi samningsréttar- málum sagði Ágúst: „Félagið okkar hefur alltaf verið fylgjandi frjálsum samningsrétti. Við álít- um að hann eigi að vera allur á hendi félaganna eins og hjá ASÍ. Síðan geta félögin komið sér sam- an um samflot ef þau kjósa svo. „BSRB þarf ekki að vera veikt," sagði Ágúst, „en ég er þeirrar skoðunar að bandalagið hafi ekki synt eins mikinn baráttuhug síð- ustu árin og á árunuir. 1975 til 1978, þegar það hafði mikinn áróð- ur í frammi fyrir bættum kjörum og gegn kjaraskerðingunni 1978“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.