Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 21 Mikil gleði var í herbúðum Möltu eftir sigurinn gegn íslandi I>að ríkti mikil glcði í búningsklef- anum hjá leikmönnum Möltu eftir sigurleikinn gegn íslandi i Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu. „Við erum í sjöunda himni yfir því að hafa unnið sigur í leiknum. Það var meira en við áttum von á,“ sagði fyrirliði Möltu eftir leikinn. „Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum, en i þeim síðari urðum við að leika mjög stifan varnarleik til þess að halda fengnum hlut. Síð- ara markið sem við skoruðum var mikið heppnismark. Það var eigin- lega gjöf okkar liði til handa. Við vissum fyrir þennan leik úrslitin í leik íslands gegn Englandi og þau hræddu okkur. Það verður að leika vel til þcss að ná jafntefli gegn jafn sterkri þjóð. Island á marga góða knattspyrnumenn og við vitum að þeir verða erfiðir heim að sækja á næsta ári.“ — ÞR. Jafntefli hjá Fortuna og IBV ÍBV og Fortuna Dusseldorf gerðu jafntefli 1—1, í gærkvöldi er liðin léku á Hásteinsvelli í Vestmannaeyj- um. Lið ÍBV náði forystunni i leikn- um strax á fjórðu mínútu. Þá skoraði Ómar Jóhannsson eftir glæsilega sendingu frá Sigurlási. Fortuna tókst ekki aö jafna metin fyrr en á 76. mínútu leiksins. Þá loks tókst Gunter Kurzinski að skora fallegt mark eftir góðan samleik. Bæði liðin léku létta, hraða og fallega knatt- spyrnu. Lið ÍBV átti mun hættulegri og fleiri marktækifæri í leiknum, og verðskuldaði sigur í leiknum. Páll Pálmason lék með í marki ÍBV á nýjan leik og átti góðan leik eins og reyndar allir í liði ÍBV sem lék sem ein sterk heild. Næsti leikur Duss- eldorf er á miðvikudagskvöldið á Laugardalsvcllinum. Þá leikur liðið gegn Fram. HKJ. Hrönn stórbætir sig í 800 m hlaupi Hrönn Guðmundsdóttir, Garða- bæjarstúlkan efnilega, sem keppir fyrir UBK, stórbætti sig í 800 metra hlaupi á innanfélagsmmóti ÍR í Laugardal á sunnudag, hljóp á 2:09,6 mínútum, sem er rúmum fimm sekúndu betri tími en hún átti áður. Hrönn er í mikilli fram- för, og aðeins á 17. aldursári, þannig að framtíðin er hennar. Árangur Hrannar er fjórði bezti árangur íslenzkra kvenna frá upp- hafi, aðeins Lilja Guðmundsdóttir ÍR (2:06,2), Ragnheiður Ólafsdótt- ir FH (2:06,22) og Rut Ólafsdóttir FH (2:06,7) hafa gert betur. Tæpl- ega er við öðru að búast en Hrönn bæti þennan árangur sinn í sumar, þetta var hennar fyrsta hlaup. Á IR-mótinu kepptu nokkrir FH-ingar í 800 metra hlaupi. At- hyglisverðum árangri náði hinn ungi hlaupari Viggó Þ. Þórisson, hljóp á 2:03,8 mínútum, sem er mikil bæting frá í fyrra. Bræðurn- ir Sigurður og Magnús Haraldss- ynir voru skammt á undan Viggó, Sigurður hlaut 2:02,0 og Magnús 2:02,5 mínútur. Greiða 20 millj. dala fyrir sjónvarpsréttindi NÚ ER Ijóst, að a.m.k. 120 sjón- varpsstöðvar, og líkast til 150 stöð- var í sjálfum úrslitaleiknum, muni sýna leiki beint frá HM í knatt- spyrnu. Fyrir þau réttindi eru greiddar í allt um 20 milijónir Bandaríkjadala. Þar af er vitað að brasilískar sjónvarpsstöðvar greiða 2 milljónir og BBC hin breska hálfa milljón. Spænsk knattspyrnuyfirvöld standa nú frammi fyrir þeim vanda, að starfsmenn á tveimur leikvöngum i Madrid hafa farið fram á kauphækkun fyrir tvo leiki, sem fram eiga að fara í 2. umferð keppninnar. Vilja starfs- mennirnir fá 40 dala kauphækkun, auk aðgöngumiða á viðkomandi leiki og greiddrar líftryggingar. Brasilíumenn eru eftir sem áður taldir sigurstranglegastir í keppn- inni, en flestir hallast að því að V-Þjóðverjar, Spánverjar, Árgent ínumenn og jafnvel Sovétmenn muni verða í baráttusætunum. Marteinn Geirsson fyrirliði íslenska landsliðsins i knattspyrnu heilsar fyrirliða Möltu áður en leikur liðanna í Evrópukeppninni hófst á Sikiley á laugardag. Á railli þeirra má sjá ítalska dómaratríóið sem dæmdi leikinn. Sjá frásögn af leiknum á bls. 24, 25. Mbl. Þórarinn Ragnarsson. Jóhannes Atlason: „Ferðaþreytan og vanmat á liði Möltu varð leikmönnum okkar að falli“ — Það er fyrst og fremst ferða- þreytan og vanmat á leikmönnum Möltu sem varð okkur að falli í þess- um leik. Leikmenn fóru ekki i gang fyrr en í síðari hálfleik, en í þeim fyrri léku þeir mjög illa. Erfiður leik- ur gegn Englandi, langt ferðalag og lítill svefn spila mikið inni þetta. Ég er alls ekki að afsaka þetta tap. Ég var hræddur fyrir leikinn. Á fundi með leikmönnum sagði ég við þá að það væri vel hugsanlegt að við myndum vakna upp við vondan draum með 1—0 á bakinu. En þess í stað vöknum við ekki upp fyrr en við erum búnir að fá á okkur tvö mörk. Bæði ódýr. Malta er með grútmátt- laust knattspyrnuliö. Við sjáum fyrst heima á íslandi næsta sumar þegar liðið leikur þar hversu stór þessi skellur var fyrir okkur. Malta hefur náð góðum úrslit- um á móti sterkum þjóðum á knattspyrnusviðinu þrátt fyrir að þeir séu slakir og því ægilegt til þess að vita ef leikmenn vanmeti þá. Við höfum sko alls ekki neitt efni á því, síður en svo. Nú, heilla- dísirnar voru ekki með okkur í leiknum. Við eigum góð marktæki- færi sem renna öll út í sandinn. Góð skallafæri, þar á meðal skalla í stöngina. Og nokkur önnur dauðafæri. En það er svo oft og iðulega sem við fáum skell eftir góð úrslit. Strákarnir léku vel gegn Englandi, og nú átti að sýna glansknattspyrnu gegn Möltu en dæmið gekk ekki upp. Þeir spiluðu göngubolta í fyrri hálfleiknum, sem var slakur af þeirra hálfu og ekkert gekk. Þegar þeir svo loks vakna upp þá pressum við látlaust en það dugði ekki til. Það var ægi- legt að tapa þessum leik í Evrópu- riðlinum. En hann ætti að geta orðið okkur góð lexía, sagði Jó- hannes Atlason landsliðsþjálfari. - ÞR. Þórdís setti íslandsmet og varð bandarískur meistari WJRDÍS Gísladóttir frjálsíþrótta- kona úr ÍR vann óvænt og gott afrek í hástökki á handaríska háskóla- raeistaramótinu í frjálsum íþróttum. sem lauk í Provo í Utah á laugardag. Sigraði hún i þessari miklu keppni á nýju íslandsmeti, stökk 1,86 metra. Sjálf átti hún gamla metið, sem var 1,85, sett í Memphis í fyrra. Þessi frammistaða Þórdisar kem- ur þægilega á óvart, því ekki hafði gengið alltof vel hjá henni undan- farnar vikur, algengast að hún stykki 1,75 til 1,80, þótt hún stykki 1,83 innanhúss og svo aftur á fyrsta utanhússmótinu. Hins vegar hefur það aðeins þótt tímaspursmál hven- ær hún hækkaði flugiö, og þetta „flugtak'* hennar í Provo er bæði ánægjulegt og lofar góðu með fram- haldið. Keppnin í hástökkinu á banda- ríska háskólamótinu var mjög hörð, fjórar efstu stúlkurnar stukku allar sömu hæð, en Þórdis sigraði þar sem hún hafði notað fæstar tilraunir. f þessum hópi var sænski methafinn Susanne Lorentzen, sem keppir á Reykjavíkurleikunum 17. og 18. júlí næstkomandi. Hið sama var uppi á teningnum á þessu móti i fyrra, þeg- ar Þórdís hafnaði í fimmta sæti með sömu stökkhæð og silfurverðlauna- hafinn. Þórdís Gísladóttir setti met og vann stóran sigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.