Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 • Úr landsieik íslendinga og Englendinga sem fram fór á Laugardalsvellinum á dögunum. En þar náði landinn fram góóum úrslitum. Goddard sækir aö marki en Sævar er til varnar. Örn, Marteinn og Guðmundur eru við öllu búnir. Það besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt islandsmótlð 2. delld Fylkismenn heppnir að halda jöfnu I>að er gaman þegar vel gengur Mikið var gaman að vera íslend- ingur á Laugardalsvellinum sl. mið- vikudag, þegar strákarnir okkar velgdu ensku landsliðsmönnunum undir uggum. Og víst er að áhorf- endur kunnu að meta það, að ís- lensku leikmennirnir stóðu lengst af fyllilega jafnfætis þessum frægu köppum, sem margir hverj- ir eru eins og gamlir kunningjar eftir ófáar „samverustundirnar" á laugardögum í umsjón Bjarna Fel. Það er kannski að bera i bakka- fullan lækinn, að hlaða ofan á lof það sem íslenska liðið hefur hlotið fyrir frammistöðuna, en ég stenst ekki mátið. Til hamingju strákar — til hamingju Jóhannes og co. Leikurinn gegn Englendingum var án nokkurs vafa það besta sem íslenskt landslið hefur sýnt fyrr og síðar. Það var heldur ekki verra að ná þessum stórleik gegn liði sem virkilega lagði sig fram, því mikið var í húfi eins og menn vita. Hitt er svo annað mál að ég átti von á mun betri frammistöðu hjá enska liðinu. Hafa ber þó í huga að enginn leikur fer betur en and- stæðingurinn leyfir. Og það var greinilegt að ísl. leikmennirnir voru á þeim buxunum að leyfa Bretum hvorki eitt né neitt. Af gestunum var það aðeins Glenn Hoddle, sá stórkostlegi leikmaður, sem sýndi einhvern „klassa", og var reyndar besti maðurinn á vell- inum að minni hyggju. Flestar hinar stjörnurnar ollu vonbrigð- um, nema Goddard sem var góður, og þeir Osman, Corrigan, Neal og Withe, sem allir stóðu fyrir sínu. En það var ekki ætlun mín að „kryfja" enska liðið heldur það ís- lenska. Stórgóður leikur mióvallarspilaranna gaf tóninn Það er erfitt og á vissan hátt ósanngjarnt að taka nokkra leikmenn út úr, og hrósa þeim sér- staklega, þegar heilt lið nær góð- um árangri. Ef hægt er að tala um jafntefli sem sigur, þá var þetta sigur liðsheildarinnar. Allir leikmenn íslenska liðsins eiga hrós skilið, en þó mismikið eins og gengur. Að venju mæddi töluvert á vörninni undir lok leiksins, en hún stóð sig mjög vel þegar á heildina er litið, með Guðmund markvörð sem besta mann. Tengi- liðirnir fjórir áttu prýðis leik og áttu að öðrum ólöstuðum stærsta þáttinn í því að lyfta leik liðsins upp á áður óþekkt „plan“. Arnór átti stórleik, sívinnandi og stór- hættulegur, en að mínu viti var Janus bestur íslendinganna þótt mjótt væri á mununum. Ég hef ekki séð Janus leika betur í annan tíma, baráttan á sínum stað og yf- irvegunin slík að það var unun á að horfa. Það var alveg eins og maðurinn væri að leika við ein- hverja gutta á planinu við gamla Lækjarskólann í Hafnarfirðinum, en ekki við þrautþjálfaða enska landsliðsmenn. Karl og Atli áttu báðir skemmtilega spretti, sem yljuðu áhorfendum, og þáttur Atla í marki íslenska liðsins var stór. Framherjarnir unnu geysivel og voru mjög ógnandi, einkum Lárus. í sambandi við framlínuna þykir mér það sýna ljóslega hversu gíf- urlega marga góða miðju- og framlínumenn við eigum, að Sig- urður Grétarsson skuli ekki vera í byrjunaruppstillingu íslenska landsliðsins. Og úr því að ég er kominn út í þessa sálma er rétt að minna á það að Pétur Pétursson var ekki með, og reyndar ekki heldur okkar besti knattspyrnu- maður, Asgeir Sigurvinsson. Hann var þarna illa fjarri góðu gamni, að vísu ekki mjög langt frá, því hann fylgdist með félögunum úr stúkunni og hefur væntanlega kitlað í tærnar meðan á leiknum stóð. Það eru ekki alltaf jólin Þrátt fyrir, eða öllu heldur vegna hins góða árangurs íslenska landsliðsins að undanförnu, er fyllsta ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni. Við höfum vissu- lega góðu liði á að skipa, sem hef- ur náð athyglisverðum úrslitum sl. ár. En á sama tíma og ekkert evrópskt landslið getur bókað sig- ur á því íslenska í Reykjavík, eru þau lið fá í Evrópu sem við getum talið okkar menn nokkuð örugga með sigur gegn. Það er gamla sag- an með að eiga góðan dag eða slæman, og auk þess er knatt- spyrnan óútreiknanleg og það ger- ir hana jafn heillandi og raun ber vitni. Þessar línur eru ritaðar fyrir viðureign Islendinga og Möltubúa á Sikiley, og þótt ég voni það besta er ég ekki nema hóflega bjartsýnn á árangur okkar manna. Aðstæður þær sem leikurinn fer fram við henta okkar ágæta lands- liði verr, en gjólan í Reykjavík þegar leikið var við Breta á óslétt- um Laugardalsvellinum. Og svo vantar þann mikla stuðning sem 10000 áhugasamir íslendingar veita liðinu er það leikur á heima- velli. Höldum okkur við jörðina og gerum sanngjarnar kröfur til landsliðsins, en ætlum okkur ekki að gleypa sólina — hún hefur staðið í mörgum. íþróttafréttamenn fjölmiðlanna gegna þarna stóru hlutverki. Þeir verða að passa sig á því að nota ekki of stór orð í lýsingum sínum á afrekum íslenskra liða, þannig að fólk búist við of miklu og verði þ.a.l. mjög vonsvikið þegar illa gengur. En nú erum við komin að öðru aðalmáli pistilsins í dag, sem er: Krítik á krítik Það eru gerðar miklar kröfur til leikmanna og dómara þeirra sem eru í eldlínunni í knattspyrnunni hjá okkur. Á sama hátt finnst mér að gera megi töluverðar kröfur til þeirra aðila sem fjalla um frammistöðu þessara manna í fjölmiðlum, þ.e. íþróttafréttarit- aranna. Þeir verða að gera sér grein fyrir áhrifum sínum á skoðanir al- mennings og haga skrifum í sam- ræmi við það. Áhugi fyrir 1. deildarknatt- spyrnunni er mikili úti á landi, og þar sem fólk getur ekki fylgst með leikjunum sjálft fær það upplýs- ingar um hvernig leikirnir hafa verið, hverjir hafi verið bestir o.s.frv., nær eingöngu úr dagblöð- unum. Skoðanir blm. verða því skoðanir fólksins, sem í fæstum tilfellum gerir sér grein fyrir að það hefði e.t.v. dæmt leikinn, sem um er að ræða, allt öðruvísi, þ.e. að aðeins sé um að ræða skoðun viðkomandi blm., en ekki einhvern stóra-sannleik. Ég fæ það oft á til- finninguna við lestur greinar um einhvern knattspyrnuleik, sem ég hef sjálfur séð, að blm. hljóti að hafa horft á einhvern allt annan leik. Því er það svo að ég treysti aldrei 100% umfjöllun blaðanna um þá leiki sem ég kemst ekki til að sjá. Það er alls ekki víst að leikirnir hafi verið jafn góðir eða slæmir og blöðin gefa í skyn. Hún er rík sú tilhneiging sumra frétta- manna að mála allt í sterkum lit- um, þannig að góðir leikir eru sagðir frábærir, stórkostlegir o.s.frv. meðan miðlungi góðir leik- ir verða hrein hörmung eða fyrir neðan allar hellur. Dæmi þessa hefur mátt lesa á íþróttasíðum dagblaðanna nú að undanförnu, þegar flestir leikj- anna í yfirstandandi 1. deildar- keppni í knattspyrnu hafa verið sagðir mjög slakir. Satt er það að í þó nokkrum leikjum hefur lítið verið um skemmtileg tilþrif, en sumir sæmilegir leikir hafa einnig fengið afar neikvæða umfjöllun. Það er líka allt of lítið gert af því að „kafa“ ofan í sjálfa leikina, finna út hvað verið sé að reyna að gera og þá ef ekkert gengur, hver sé ástæðan. Ég vil að lokum brýna það fyrir þeim fréttamönnum, sem við íþróttaskrif fást, að varast for- dóma svo og hlutdrægni og vanda þannig til skrifa sinna að þeir fjöl- mörgu, sem hreinlega gleypa í sig íþróttasíður dagblaðanna, fái þar sanngjarna lýsingu og jákvæða gagnrýni á því íþróttastarfi sem fram fer í landinu. Ég veit að kunningjar mínir íþróttafréttaritararnir taka þessi ábendingarorð mín ekki illa upp. Það væri miður ef þeir, sem hafa atvinnu af því að gagnrýna aðra, þyldu ekki gagnrýni sjálfir. Með bestu kveðjum. Hörður Ililmarsson í RAUN má segja, að Fylkismenn hafi í sömu andránni verið klaufar að vinna ekki Njarðvík i 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og heppnir að tapa ekki viðureigninni undir lokin. Fylkir komst nefnilega í 2—0 í leiknum, en Njarðvíkingum tókst að jafna metin áður en yfir lauk og fengu meira að segja tæki- færi til að tryggja sér sigur. Árbæingarnir voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum og höfðu þá tögl og hagldir. Tókst þeím tvívegis að skora og var sami maður, Jón Bjarni Guömundsson, að verki í bæði skipt- in. Fylkismenn voru áfram sterkari aðilinn i upphafi síðari hálfleiks, en þá skipuðust veður í lofti. Njarðvíkingar tóku að sækja veru- lega í sig veðrið og þegar 15 mín. voru til leiksioka tókst Þórði Karls- syni að minnka muninn. Suðurnesja- mennirnir létu ekki þar við sitja heldur jöfnuöu metin þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af leiknum. Var það Jón Halldórsson, sem sendi knöttinn í netið. Sókn Njarðvíkinganna var þung síðasta stundarfjórðunginn og máttu Moskvu, 4. júní. AP. SOVÉZKI frjálsíþróttamaðurinn Sergei Litvinov stórbætti heimsmet- ið í sleggjukasti á meistaramóti sov- ézka hersins á íþróttavelli hersins í Moskvu, kastaði 83,98 metra og bætti met Yuri Sedykh um 2,18 metra. Heimsmet Sedykhs var 81,80 metrar, sett á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980, en þá varð Litvinov í öðru sæti. Sighvatur SIGHVATUR Dýri Guðmundsson HVÍ stórbætti árangur sinn í 3000 metra hlaupi á innanfélagsmóti ÍR á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld, hljóp á 9:11,2 minútum, en hann átti bezt 9:21,8 frá þvi í Kaldalshlaupinu á Vormóti ÍR. Sighvatur hefur æft vel í vetur og er í mikilli framför. Sigurvegari í hlaupinu á ÍR-mót- VÍÐAVANGSHLAUP VIA var á Fá- skrúðsfirði annan í hvítasunnu í rigningarsudda, svo miklum að keppendur og áhorfendur voru orðn- ir allvotir er keppninni lauk. Þá voru allir drifnir inn í grunnskólann en þar biðu aldeilis frábærar veitingar sem fólk gæddi sér á meðan að verð- launaafhending fór fram. Sigurveg- ararnir í hverjum flokki fengu far- andbikara til varðveislu i eitt ár og 3 efstu fengu medalíur. Gefendur verðlauna voru frá Fáskrúðsfirði. Þrír efstu í hverjum flokki voru þessir: Stelpur 12 ára og yngri (1000) 1. Valborg Jónsd., Súlunni, 4,01. 2. Auður Sólmundsd., Súlunni. 3. Linda Benediktsd., Súlunni. Telpur 13—14 ára (1500) 1. Lillý Viðarsd., Súlunni, 6,20. 2. Halldóra Hafþórsd., Súlunni. 3. Jóna Magnúsd., Súlunni. Sv. og dr. 15—18 ára (2000) 1. Stefán Magnúss., Leikni, 7,11. Fylkismenn hrósa happi að halda öðru stiginu eftir aö hafa haft ieik- inn i höndum sér lengi vel framan af. SSv. Staðaní 2. deild ÚRSLIT leikja í 4. umferð 2. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina urðu, sem hér segir: Fylkir — Njarðvík 2—2 Reynir — Einherji 4—1 Völsungur — Þróttur R. 0—2 Þróttur Nk. — Skallagrímur 0—1 FH — Þór Ak. frestað Staðan i 2. deildinni er nú þessi: Þróttur R. 4 4 0 0 10—1 8 Þór Ak. 3 2 10 5-2 5 Fylkir 4 13 0 6—5 5 Völsungur 4 2 11 3—3 5 Reynir 4 112 5—4 3 FH 2 110 2—1 3 Skallagrímur 4 112 3—7 3 Njarðvík 4 0 2 2 5—8 2 Einherji 2 0 0 2 2—6 0 Þróttur Nk. 3 0 0 3 1—5 0 Litvinov er 24 ára gamall atvinnu- hermaður, fæddur í borginni Krasn- odar í nágrenni Svartahafs. Hann er lágvaxinn af sleggjukastara að vera, aðeins 1,80 á hæð, en 95 kíló að þyngd, og mjög öflugur. Hann hefur sérhæft sig í sleggjukasti frá 1974, sigraði í heimsbikarkeppninni í frjálsíþróttum 1979, setti þá heims- met, 81,06 metra, sem stóð þar til Sedykh bætti um betur á Ólympiu- leikunum. bætir sig inu var Sigfús Jónsson ÍR, hljóp á 9:09,9 mínútum. Sigfús getur eflaust gert talsvert betur, er að ná sér á strik eftir að hafa verið meira og minna frá vegna meiðsla í þrjú ár. Þriðji í hlaupinu varð sundkappinn Guðmundur Gíslason Ármanni, á 10:19,1 mínútum, örlítið frá sínu bezta. 2. Arnar Jónsson, Huginn S. 3. Kristinn Bjarnason, Súlunni. Strákar 12 ára og yngri (1000) 1. Frosti Magnúss., Leikni, 3,44. 2. Björn Bjarnason, Leikni. 3. Jónatan Vilhjálmss., Hetti. Piltar 13—14 ára (1500) 1. Sigurður Einarss., Leikni, 5.34. 2. Jóhann Jóhannss., Súlunni. 3. Tjörvi Hrafnkelss., Austra. Kvennaflokkur (1500) 1. Margrét Guðmundsd., Hetti, 6,08. 2. Þórdís Hrafnkelsd., Hetti. 3. Vigdís Hrafnkelsd., Hetti. Karlaflokkur (5000) 1. Bóas Jónsson, Huginn S., 20,41. 2. Aðalsteinn Aðalsteinss., Austra. 3. Jón Ben. Sveinsson, Súlunni. 86 keppendur voru skráðir til keppni og 47 af þeim luku henni. Verður þetta að teljast góð þátt- taka ef litið er til síðustu ára en mikið vantar á að hlaupið nái þeirri reisn sem það þyrfti. Heimsmet í sleggjukasti Hart barist á víðavangshlaupi UÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.