Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 25 i Marteinn Geirsson: — Þrátt fyrir mikla pressu tókst ekki að jafna leikinn Malta — ísland 2—1 Frá blaðatnanni Mbl., Þórarni Ragnarssyni, Messinu, Sikiley. FALL er fararheill, segir íslenskt máltæki. Vonandi verður sú raunin þegar riðlakeppninni i Evrópukeppni landsliða er lokið. í fyrsta leik sínum í keppninni að þessu sinni tapaði ísland 1—2, fyrir Möltu er liðin léku á Sikiley síðastliðinn laugardag. íslensku landsliðmennirnir í knattspyrnu hafa alla burði til þess að standa sig vel í sínum riðli í keppninni. Það hafa þeir sýnt í undanförnum landsleikjum. Þrátt fyrir að liðið hafi tapað gegn Möltu með einu marki gefur það ekki neina ásUeðu til svartsýni. fslenska liðið var betra liðið á vellinum þegar það loks fór í gang í síðari hálfleiknum. En meðan það náði sér alls ekki á strik var jafnræði með liðunum. Þá fékk liðið a sig tvö mjög ódýr mörk. En þrátt fyrir mörg góð tækifæri í siðari hálfleikn- um og mjög mikla pressu á mark Möltu tókst landanum ekki að skora neraa eitt mark og það úr vítaspyrnu. En það er sjaldgæf sjón í landsleikjum í knattspyrnu hjá íslandi að um algjöra einstefnu sé að ræða á mark mótherj- anna, eins og raunin varð á í siðari hálfleik liðanna á Sikiley. Afspyrnuslakur fyrri hálfleikur Leikmenn beggja liða fóru sér mjög hægt af stað í leiknum. Varla skeði nokkuð markvert fyrstu 10 mínúturnar. Liðin þreif- uðu fyrir sér, en engin hætta skap- aðist. Á 10. mínutu munaði litlu að Lárusi tækist að komast í gegn um vörn Möltu, en einn varnarmann- anna náði boitanum frá honum á síðustu stundu. Lárus var svo bókaður á 15. mínútu, fyrir að mótmæla dómaranum. En ís- lensku leikmönnunum fannst hann full smámunasamur í leikn- um. Lítill kraftur var í leik- mönnum beggja liða. Samleikur slakur og mikið um tilviljunar- kennda knattspyrnu. Teitur átti skot á mark Möltu á 25. mínútu en það var auðveldlega varið. Þegar um 30 mínútur voru liðnar af leiknum sóttu leikmenn Möltu nokkuð og áttu þá tvö ágæt marktækifæri. Á. 30. mínútu varði Guðmundur mjög vel fast skot sem stefndi í bláhorn marksins al- veg niður við stöngina. En á 33. mínútu for þrumuskot rétt fram- hjá stöng. Miðjuspil íslenska landsliðsins var mjög slakt á þess- um tíma og einna helst voru það varnarmenn íslenska liðsins sem reyndu að byggja upp spilið. Marteinn nálægt því að skora mark Á 40. mínútu hálfleiksins mun- aði mjög litlu að fyrirliða íslenska liðsins tækist að ná forystunni fyrir ísland. Marteinn brunaði upp völlinn og með góðri sam- vinnu við Lárus Guðmundsson tókst honum að komast alla leið inn á markteigshorn Möltu þar sem hann náði föstu skoti. Mark- vörður Möltu bjargaði vel með snöggu úthlaupi og varði boltann í horn. Skömmu síðar brunaði örn Óskarsson í gegn og átti þrumu- skot frá vítateig sem sleikti stöng- ina utanverða. Marktækifæri Is- lands voru ekki mikið fleiri í hálf- leiknum. Enda sóknarleikurinn al- veg bitlaus. Fyrsta áfallið kom svo á marka- mínútunni frægu. Á 43. mínútu svaf íslenska vörnin á verðinum, einn leikmanna Möltu, Ganzi, fékk sendingu inn að markteigshorninu og var ekki í vandræðum með að skora með snöggu skoti af stuttu færi. Malta náði því forystunni áð- ur en flautað var til hálfleiks. Það segir nokkuð um gang fyrri hálf- leiksins að lið Möltu fékk átta hornspyrnur en íslenska liðið að- eins eina. Leikmenn vöknuðu upp við vondan draum Það var greinilegt á upphafs- mínútum síðari hálfleiks að leik- menn íslenska liðsins höfðu fengið að heyra það hjá þjálfara sínum. Þeir voru mun ákveðnari í öllum leik sínum. En þrátt fyrir það fékk liðið annað áfall. Á 48. mínutu er dæmd aukaspyrna á íslenska liðið um það bil 12 metrum utan víta- teigs. Skotið fór beint í varnar- vegg íslensku leikmannanna en hrökk svo þaðan út á völlinn. Þar kom einn af varnarmönnum Möltu, Emuel Fabi, náði að hitta boltann mjög vel, og fast skot hans af um 28 metra færi hafnaði í íslenska markinu. Boltinn fór á milli handanna á Guðmundi markverði sem kastaði sér á eftir boltanum. Sorglegt fyrir þennan annars snjalla markvörð að fá á sig svo slysalegt mark. Staðan orðin 2—0 fyrir Möltu Við þetta síðara áfall í leiknum vöknuðu leikmennirnir loks til lífsins, og þá svo um munaði. Nú skall hver sóknarlotan af annari á marki Möltu. íslensku leikmenn- irnir tóku öll völd á vellinum, og voru óþekkjanlegir frá fyrri hálf- leiknum. Lárus Guðmundsson komst í gegn um vörn Möltu á 50. mínútu og var felldur rétt utan markteigs. Dómarinn dæmdi um- svifalaust vítaspyrnu. Marteinn Geirsson skoraði svo úr henni með föstu skoti af miklu öryggi. Svo til allir leikmenn Möltu lögðu nú ofurkapp á að verjast og oft mátti sjá 10 leikmenn þeirra inni í víta- teignum. Vörn þeirra tókst þokka- lega. Janus Guðlaugsson var nærri því að skora á 60. mínútu er hann átti ofsafast skot frá víta- punkti en boltinn fór rétt yfir þverslá. Mínútu síðar náðu leik- menn Möltu góðri sókn. Við hina miklu pressu opnaðist vörn ís- lenska liðsins illa. Einn framherja Möltu komst í gegn á kantinum og brunaði inn í vítateig. En Guð- mundur kom mjög vel út á móti og bjargaði örugglega. Var þetta eina marktækifæri Möltu allan síðari hálfleik. • Landsliö Möltu og íslands hlýöa á þjóðsöngva landa ainna áöur en landsleikurinn í Messina á Sikilay hefst. Lió*m'MbL Þór*rinn R*fln,r**on Lárus á þrumu- skalla í stöng Karl Þórðarson átti mjög gott skot af stuttu færi inn í vítateig en fór of mikið undir boltann og lyfti honum naumlega yfir. Janus og Atli áttu og bðir góð skot sem voru varin. Mikil hætta skapaðist í síð- ari hálfleik við mark Möltu vegna fyrirgjafa. En framherjunum ís- lensku tókst ekki að nýta þær sem skildi. Þegar 10 mínutur voru til leiksloka slapp Malta svo sannar- lega naumlega fyrir horn. Lárus Guðmundsson átti þrumuskalla sem small í stönginni, og síðan út til Marteins sem kastði sér fram og skallaði en markvörður Möltu bjargaði á marklínunni. Inn vildi boltinn ekki. Síðustu mínútur leiksins hugsuðu leikmenn Möltu um það eitt að tefja leikinn og hreinsa frá markinu. I síðari hálf- leiknum fékk íslenska liðið sjö hornspyrnur en lið Möltu enga. Vanmat og þreyta í spjalli við íslensku leikmenn- ina eftir leikinn, voru þeir sam- mála um það að hið erfiða ferða- lag hefði setið í þeim í fyrri hálf- leiknum. Jafnframt að innst inni hefðu þeir hreinlega vanmetið leikmenn Möltu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið ætlunin, og Jó- hannes þjálfari hafi varað við slíku. Varnarmenn liðsins léku vel í þessum leik og voru bestu menn liðsins. Sérstaklega Marteinn Geirsson , örn Oskarsson og Trausti Haraldsson. Þeir sýndu allir mikla yfirferð og ódrepandi baráttuvilja. Karl og Janus áttu góða spretti á miðjunni í síðari hálfleiknum, en náðu sér ekki verulega á strik í fyrri hálfleiknum. Allur leikur íslenska liðsins var mjög slakur í fyrri hálfleiknum, en breyttist mjög til batnaðar í þeim síðari. Þó vantaði að leik- menn íslenska liðsins gætu nýtt sér hin fjölmörgu ágætu mark- tækifæri. Landslið Möltu lék þokkalega framanaf, en allur síðari hálfleik- ur fór í að verjast, og léku leik- menn liðsins þá oft nokkuð gróft. í stuttu máli: Evrópukeppni landsliða. Malta — ísland 2—1 (1—0). Leikið í Messina á Sikiley. Mörk Möltu: Ganzi á 43. mín og Fabi á 48. mín. Mark Islands: Marteinn Geirsson úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Áhorfendur voru tæplega 3000. Gult spjald: Lárus Guðmundsson. Dómaratrío var frá Ítalíu og slapp það ágætlega frá leiknum. Tuttugu og átta stiga hiti var og logn meðan leikurinn fór fram.— ÞR. SÆNSKI kringlukastarinn Ricky Bruch, fvrrum heimsmeistari í þess- ari grein, hefur tilkynnt þátttöku sína i Reykjavíkurleikunum í frjáls- íþróttum, sem haldnir verða i Laug- ardal 17. og 18. júli. Bruch hefur i rúman áratug verid í fremstu röð kringlukastara, og er svo enn. Hann hefur kastað um 63 metra það sem af er keppnistimabilinu, og ætti því að geta orðið skemmtileg keppni milli hans og ÍR-inganna Oskars Jakobssonar og Erlends V'aldimars- sonar, og Vésteins Hafsteinssonar, HSK. Auk Bruchs er að því unnið að fá aðra heimsklassafrjálsíþrótta- menn frá Svíþjóð, svo sem stang- arstökkvarann Miro Zalar, en þau mál eru enn óljós. Hins vegar er nokkuð öruggt að kanadíski kúlu- varparinn Bishop Dologewiscz, sem varpað hefur langleiðina í 22 metra, verður meðal keppenda. Þá er beðið eftir svari frá fremstu sprett- og millivegalengdahlaup- urum Hollands, en margir erlend- ir frjálsíþróttamenn hafa spurzt fyrir um þátttöku í Reykjavíkur- leikunum. landsleikjanna* — Ég er búinn að fara í mörg ferðalög siðan ég hóf feril minn sem knattspyrnumaður. En þaö hefur ekkert ferðalag jafnast á við þetta. Við lékum mjög erfiðan landsleik við England á miðvikudagskvöldi. Þar lögöu menn sig alla fram, og voru dauðþreyttir eftir leikinn. í staö þess að fá að sofa og hvíla sig um nóttina þurfa leikmenn aö fara á fætur um miöja nótt og leggja af stað í ferðalag, sem stendur síðan yfir allan daginn og langt fram á næstu nótt. Það má segja að næt- ursvefn okkar hafi raskast mjög vcrulcga. Ofan á þreytuna eftir landsleikinn við England kom svo ferðaþreytan. Það var því of skamm- ur tími sem leið á milli landsleikja. Aðeins tveir dagar. Ég tel það vera mikil mistök hjá stjórn KSÍ að semja um þessa leiki með svo skömmu millibili, ekki síst þegar á það er litið hversu erfitt var fyrir okkur að komast til Sikileyjar. Landslið Möltu er ekki sterkt og við eigum ekki einu sinni að þurfa góðan dag til þess að vinna liðið. Það tókst okkur ekki. Fyrri hálf- leikur var mjög slakur af okkar hálfu. Og þrátt fyrir að við lékum vel í þeim síðari dugði það ekki til. Sorglegt að við skyldum ekki skora úr dauðafærum okkar. Þá held ég að við höfum vanmetið lið Möltu og þegar svo er getur oft farið illa. En fyrst og fremst var það ferðaþreytan sem kom okkur í koll. Við eigum góð tækifæri á að skora en allt mistókst hjá okkur á sama tíma og allt heppnaðist hjá þeim. Þeir fá tvö heppnismörk. Og fyrst þá þegar staðan er orðinn tvö núll þá förum við í gang, sagði Marteinn Geirsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins. — ÞR. • Martoinn fyrirliöi loiöir loikmonnina Inn á vðdlnn. Hann og Guömundur markvöröur voifa til íslond- inganna som voru á vellinum, og fögnuöu liöi aínu óapart, or þaö gokk inná völlinn. Ljó»m. Þórarinn Ragnarsson. Lárus Guðmundsson: „Áttum að sigra verðskuldað" — Ég ætla mér ekki að reyna að afsaka þetta tap. Mér fannst liö Möltu vera frekar slakt. En það er ýmislegt sem spilar þarna inní. Við leikum mjög erfiðan leik gegn Eng- lendingum á miðvikudag, förum síð- an í ægierfitt feröalag, þar sem við missum mikinn svefn. Komum síðan í mikinn hita og þaö er alls enginn tími til þess að jafna sig. Það tók alla leikmenn heilar 45 mínútur að komast í gang. Við áttum að vinna leikinn verðskuldað ef við lítum á marktækifærin. En boltinn vildi bara ekki i netið. Þetta tap er okkur ölium mikil vonbrigði. Ekki síst eftir að hafa lagt á okkur langt og strangt feröalag alla þessa löngu leið, sagði Lárus Guðmundsson framherji. — ÞR. Guðmundur Baldursson: „Sár vonbrigði að tapa þessum leik“ — Það var slæmt að tapa þessum landsleik. Vonbrigðin urðu mun sár- ari vegna þess að undir eðlilegum kringumstæðum áttum við að sigra. Við áttum góð marktækifæri í leikn- um en tókst ekki að nýta þau. Við fáum á okkur tvö ódýr mörk í leikn- um, sérstaklega síðara markið. Þannig að það var margt sem spilaði inn í tap okkar. Síðast en ekki síst sat í okkur mikil þreyta eftir erfitt ferðalag, og við vanmátum leikmenn Möltu innst inni, sagði Guðmundur Baldursson markvörður íslenska liðsins eftir leikinn. Guðmundur hafði fram að þessum landsleik ekki verið í landsliði sem tapaö hafði leik. —Það var mikil óheppni hvern- ig síðara markið kom. Eg sá bolt- ann allan tímann. Þetta var fast skot af um 28 metra færi. Leik- maðurinn hitti boltann vel. Ég hafði ekki tök á því að hlaupa til í markinu og varð að kasta mér. En ég var ekki kominn niður með lík- amann, þegar boltinn kom. Hann skaust á milli handa mér á óskilj- anlegan hátt. Það var ægilegt að sjá boltann fara í netið, sagði Guðmundur Baldursson. — ÞR. Siglfirðingar á skotskónum Það fór ekki hjá því að mikil bar- átta var í þeim leikjum er leiknir voru í 3. og 4. deild norðan heiða um sl. helgi. Alls voru leiknir 6 leikir, 2 í þriðju deild og 4 í þeirri fjórðu en minna var um mörk en oftast áður. 3. deild, B-riðill: KS — Sindri 9:0 (6:0) Eins og tölurnar bera með sér var hér um mikla yfirburði heima- manna að ræða og eru Siglfirð- ingar ákveðnir í að komast upp en til þessa hafa þeir verið ákaflega nærri því. Mörk þeirra í leiknum gerðu Olafur Agnarsson 4, Hörður Júlíusson og Ivar Geirsson 2 hvor og loks Björn Sveinsson 1 mark. Um lið Sindra er best að hafa sem fæst orð, það var gæðaflokki lak- ara en Siglfirðingar. HSÞ — Tindastóll 1:1 (0:1) Ekki þótti leikur þessi rishár en þó brá fyrir ágætum köflum eins og oft vill verða þegar þokkaleg lið spila. En hér var baráttan númer eitt og Sauðkrækingar töpuðu sínu fyrsta stigi í deildinni. Sigurfinn- ur Sigurjónsson kom Tindastól yf- ír í f.h. en Ari Hallgrímsson svar- aði fyrir heimamenn úr víti í síð- ari hálfleik. Árroðinn — Magni. Leiknum frestað um óákv. tíma vegna lé- legra vallarskilyrða á Laugar- landi, heimavelli Árroðans. 4. deild — C-riðill: Vorboðinn — Reynir Á 0:1 (0:0) Örn Viðar Arnarson gerði út um leikinn í s.h. með ágætu marki í fremur jöfnum leik. Glóöafeykir — Dagsbrún 2:0 (1:0) Skagfirðingar tóku vel á móti Akureyringunum og unnu þá næsta létt en baráttuna vantaði i • Quömundur BaldurMon Reykjavíkurleikarnir verða mikil frjálsíþróttahátíð. Á mótinu verður blandað saman lands- keppni íslands og Wales í karla- greinum, þar sem tveir frá hvoru landi teljast til stiga, og Norður- landabikarkeppni kvenna, þar sem kvennalandslið íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerk- ur í frjálsíþróttum etja kappi, en í þeim hópi eru frjálsíþróttakonur á heimsmælikvarða. Ljóst er að mótið stefnir í að verða hvalreki fyrir íslenzka frjálsíþróttaunn- endur. lið aðkomumanna. Mörk Glóða- feykis gerðu Rúnar Þórðarson og Ólafur Knútsson. D-riðill: Vaskur — Hvöt 1:3 (0:2) Aftur voru það Akureyringar sem lágu og nú fyrir frískum leik- mönnum Blöndósinga. Annars var leikurinn fremur slakur. Guðjón Rúnarsson, Pálmi Þórðarson og Guðmundur Sæmundsson skoruðu mörk Hvatar en Anton Haralds- son svaraði fyrir heimamenn úr víti. Svarfdælir — Leiftur 1:2 (0:1) Leiftur náði verðskuldaðri for- ystu með sjálfsmarki Svarfdæl- inga og Geir Ágústsson bætti við öðru í s.h. Tómas Sigurðsson minnkaði muninn rétt fyrir leiks- lok úr vítaspyrnu og þar við sat. MÞ • Á þaatari mynd má ajá hluta af þaim rúmlaga 100 Útaýnarfarþagum aam maittu til Maaaina til að ajá laikinn. falandingarnir atuddu frábaarlaga val við bakið á landanum, an það dugði akki til. Efat má ajá íalanaka fánann aam var haldið á loft maðan á laiknum atóð. Gunnar aftur í Víking UM HELGINA var gengið frá fé- lagaskiptum Gunnars Gunnarssonar úr Þrótti yfir í íslandsmeistaralið Víkings í handknattleik. Gunnar, sem er rétt liðlega tví- tugur, lék með Víkingi þar til í fyrrahaust, er hann gekk í Þrótt. Hann lék með Þrótti síðasta keppnistímabil. Gunnar er fastamaður í meist- araflokki Víkings í knattspyrnu og hann varð íslandsmeistari með Víkingi bæði í handknattleik og knattspyrnu í fyrra. íslandsmeistarar Víkings fá góðan liðsstyrk með Gunnari og Viggó Sigurðssyni, sem væntan- legur er alkominn til íslands um miðjan júní, eftir dvöl í Þýzka- landi og á Spáni. — SS Ricky Bruch kemur á Reykjavíkurleikana íslenska landsliðið tók ekki við sér fyrr en staðan var 2— „Of stutt á milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.