Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 • Jón Gunnar Aðils, kornungur siglingamaður, var fyrir skömmu kjör- inn íþróttamaður Garðabæjar fyrir irið 1981. Það er Bræðrafélag Garða- bæjar sem stendur að kjörinu og gefur verðlaun. Á myndinni hér að ofan má sjá Jón Gunnar taka við veglegum verðlaununum úr hendi Björns Magnússonar formanns Bræðrafélagsins. f atkvæðagreiðslu hlaut Jón 60 atkvæði, Magnús Teitsson handknattleiksmaður hlaut 51 atkvæði og Margrét Jónsdóttir hestakona 43 stig. Vaxtarrækt VEGUR og vinsældir vaxtarræktar á íslandi hefur verið mikill og hraður á undanfórnum árum og þó alveg sérstaklega á síðustu mánuðum. í nóvembermánuði 1982 fengu frum- kvöðlar vaxtarræktar á íslandi heimsmeistarann í vaxtarrækt til ís- lands. Kenndi hann áhugasömustu vaxtarræktarmönnum hér sýningar og keppnisaðferðirnar, kynnti reglur og hafði sýningu fyrir almenning ásamt 15 bestu Islendingum þessar- ar yngstu greinar íþrótta hér á iandi. Sýning sænska heimsmeistar- ans Andrésar Cahling og íslend- inganna í nóvember varð upphaf byltingar í vaxtarrækt hér á landi. Eftir sýninguna kom fjöldi fólks fram í dagsljósið og tók þátt í æf- ingum með áhöldum. Vaxtarræktin virðist eiga vax- andi fylgi að fagna víða um heim og er alþjóðasamband vaxtar- ræktarmanna (International Fed- eration of Body Builders) fimmta stærsta íþróttasamband heimsins. Á íslandi eru nú að minnsta kosti 3000 iðkendur vaxtarræktar, fólk sem á heima fyrir ýmis létt þjálf- unartæki og notar þau eftir sér- stökum æfingarkerfum. Það er einnig fólk sem að staðaldri stundar sérstakar vaxtarrækt- arstöðvar, þar sem æft er undir handleiðslu leiðbeinenda og lærðra kennara og njóta nemend- ur vatns- og sólarbaða á eftir. Vaxtarræktin er þannig að verða almenningsíþrótt hér á landi. Langflestir þeirra, sem íþróttina stunda, eru einungis að hressa upp á líkamann, stæla sig í hófi og reyna að stuðla að betri líðan. En innan vaxtarræktarinnar hefur myndast hópur fólks sem vill ná ákveðnu hámarki, vill og þarfnast skipulegrar keppni í íþróttinni. Þannig eru um 40 keppendur sem tóku þátt í fyrsta Islandsmótinu Hlutfall keppenda í vaxtarrækt erlendis, miðað við allan fjöldann er íþróttina stundar, er víða mun hærra en hér, en mikill meirihluti fólks lítur á vaxtarræktina sem almenningsíþrótt en ekki keppn- isíþrótt. Það sama gildir því um þessa íþrótt og flestar aðrar, þús- undir manna synda t.d. eða fara á skíði, þó fáir láti sér detta í hug að taka þátt í keppni af einhverju tagi. Talsmenn vaxtarræktarinnar segja að skipulagðar æfingar með áhöldum stuðli að auknu þreki, betra úthaldi og fegurri byggingu alls líkamans, sumir ganga jafnvel svo langt að segja að hún sé lykil- orðið að þeim líkamsvexti sem frægir leikarar og fleiri hafa get- að haldið til elliára eða fram á grafarbakkann. En hvað sem hæft er í því, þá virðist mikill áhugi vera á þessari grein íþrótta um þessar mundir, troðfullt var út úr dyrum á fyrsta íslandsmeistara- mótinu í Broadway Það eru eflaust skiptar skoð- anir um það hvort þessi líkams- vöxtur sé eitthvað fyrir augað, en eftirfarandi myndir voru teknar á fyrsta Islandsmeistaramótinu í vaxtarrækt. • Mörgum þykir vaxtarrækt fegra líkamann verulega, einkum ef hún er stunduð í sæmilegu hófí. Sjá má af myndunum hér að ofan, að þessir mörgu hafa lög að mæla, en þær voru teknar á fyrsta íslandsmótinu í vaxtarrækt, en það var haldið eigi alls fyrir löngu í Broadway. '950 Mikii gróska hjá Skotfélaginu Carl Eiríksson, margfaldur meistari í skotfími. Vetrarstarfsemi Skotfélags Reykjavíkur er nýlega lokið og í framhaldi vetraræfínga voru haldin eftirtalin skotmót. Fyrsta keppnin var Christensen- mótið, sem árlega er haldið til minn- ingar um Hans Christensen, einn af áhugasömustu og snjöllustu skot- mönnum félagsins á sínum tíma. Keppt er um verðlaunagrip sem er farandgripur og er keppnin hálfal- þjóðleg þríþraut: skotið 60 skotum í þremur stellingum í stað 120 skota. Mót þetta var haldið 20. apríl og lauk keppninni með sigri Carls Ei- J ríkssonar. Hlaut hann 5444 stig af 6000 mögulegum. Annar varð Vil- hjálmur Sigurjónsson með 495 stig. Þriðji Kristmundur Skarphéðinsson með 491 stig. Vormót félagsins var haldið 13. maí. Keppt var í svonefndri enskri keppnisþraut, sem er ein af al- þjóðlegum keppnisgreinum, og venjulega sú sem þykir mest spennandi, því oft skilja ekki nema örfá stig milli efstu manna og hver mistök eru dýr. Skotið er 60 skotum liggjandi á 50 m færi og mega skotmenn hafa stuðning af ól á rifflinum. Úrslit í þessari keppni urðu að Carl Eiríksson vann með 598 stigum af 600 mögu- legum, er þetta frábær árangur, þótt aðstæður hafi verið betri en gerist á venjulegum alþjóðlegum skotmótum, þar sem hér var keppt innanhúss og notuð sjónaukamið- unartæki, en slík mót fara yfir- leitt fram undir beru lofti og not- uð gatmiðunartæki. En hin gamla skotkempa, sem ekki hefur beðið ósigur á íslenskum skotvelli í meir en áratug, hrósaði að þessu sinni naumlega sigri því næstur varð Kristmundur Skarphéðinsson með 597 stig sem varð Islandsmeistari í fyrra. Þriðji varð Egill Magnús- son með 571 stig. Þess má geta að á erlendum stórmótum verður oftast að beita sérstökum stiga- reglum til að finna út raunveru- legan sigurvegara, því að tölulega eru einatt margir efstu mennirnir jafnir. Staðfest heimsmet í þess- ari grein er 599 stig sett 1972 sem oft hefur verið jafnað síðan. Skammbyssukeppni var haldin 20. maí, innanhúss á 25 m færi. Var það 30 skota keppni. Þátttak- endur voru 5. Keppninni lauk með enn einum sigri Carls Eiríkssonar, hlaut hann 285 stig af 300 mögu- legum. Annar varð Ásgeir Hall- dórsson með 265 stig og þriðji Ei- ríkur Björnsson með 257 stig. Jó- hannes Jóhannesson hlaut einnig 257 stig í þessari keppni og urðu þeir Eiríkur að keppa til úrslita um 3. verðlaun. Sumaræfingar félagsins eru nú að hefjast og eru veittar allar upp- lýsingar þar að lútandi í félags- heimilinu að Dugguvogi 1 á mið- vikudagskvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.