Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 48
Coe tókst ekki að setja heimsmet BRESKA stórhlauparanum Scbasti- an Coe tókst ekki ætlunarverk sitt á IBA og UBK skildu jöfn Á LAUGAKDAGINN brá öldungalið UBK sér norður yfir heiðar og áttist þar við hið gamla góða ÍBA. Leikur- inn var liður í íslandsmóti öldunga í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn og gerðu bau hvort um sig tvö mörk. Mörk ÍBA gerðu þeir Þormóður Ein- arsson og Árni Gunnarsson en hann skoraði úr vítaspyrnu. Mörk UBK gerðu þeir Sæmundur Sæmundsson og Gísii Sigurðsson. — re laugardag er hann ætlaði sér að setja nýtt heimsmet í 2000 metra hlaupi. Coe hafði aldrei hlaupið þessa vegalengd áður i keppni, en réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann varð að sætta sig við að hlaupa á tíma yfir gildandi heims- og Evrópumeti, þótt svo hann yrði langt á undan keppinautunum í hlaupinu. Coe fékk tímann 4:58,8 mín., en heimsmet Johnnie Walker frá Nýja- Sjálandi, sett fyrir 6 árum, er 4:51,4. Hið 16 ára gamla Evrópumet Frakk- ans Michel Jazy er 4:56,2 mín. Coe er núverandi heimsmethafi í 800 metra hlaupi svo og einnar mílu hlaupi. Hefur hann sett 9 Frjalsiþrottapunktar SOVÉZKI stangarstökkvarinn Aiexander Tjernjajev náði bezta árangri ársins I stang- arstökki á móti i Sotsji við Svartahaf um helgina, stökk 5,70 metra. Bandariski stang- arstökkvarinn Mike Tully stökk 5,60 metra á frjáls- íþróttamóti i Long Beach í Kaliforníu i vikunni, og sömu hæð stukku frönsku stökkvar- arnir Serge Ferreira og Jean- Michel Bellot í Evrópukeppni félagsliða í París um belgina. Þá stökk Finninn Rauli Pudas 5,50 á móti í Oravais i heima- landi sínu. Fyrrum beimsmet- hafi í greininni, Pólverjinn Kozakiewicz, sigraði á móti í Flórens á ítaliu i vikunni, stökk 5,40 metra, og Sviinn Miro Zalar stökk einnig þá hæð. Góður árangur náðist í 10 kílómetra hlaupi á mótinu í Flórens. Bretinn Dave Clark, sem er 24 ára gamall, sigraði á 27:55,77 mínútum, næstur kom ítalinn Alberto Cova á 27:56,37, þriðji varð sænski hlauparinn Mats Erixon á nýju sænsku meti, 27:56,56 mínút- um, kom sannarlega á óvart, bætti sig um beiiar 70 sekúnd- ur á þessari vegalengd. Fjórði varð sjálfúr heimsmethafinn Henry Rono frá Kenýa á 27:59,93. Fimmti I hlaupinu varð finnski hlauparinn Martti Vanio á 28:05,20, Svíinn Hans Segerfelt varð sjöundi á sinum bezta tíma, 28:19,68, og Norð- maðurinn Roy Andersen frá Tönsberg, sem varð áttundi, setti einnig persónulegt met, hljóp á 28:21,00. Níundi í hlaupinu varð| gamla kempan Emil Puttemans á 28:27,22 mln. Hörð og skemmtileg keppni var í hástökki á alþjóðlegu fijálsfþróttamóti f Stuttgart í Vestur-Þýzkalandi í síðustu viku. Náðist góður árangur, fjórír efstu stukku allir 2,30 metra, Roland Dalhauser frá Sviss, Gerd Nagel frá V-Þýzka- landi, Janusz Trazepiur frá Póllandi og ('arlo Tránhardt frá V-Þýzkalandi. Fyrrum Ólympiumeistari, Pólverjinn Jacek Wzola, varð fimmti með 2,26 metra. Portúgalski hlaupagarpurinn Fernando Mamede, Evrópu- methafi í 10 km hlaupi, var ekki langt frá meti sfnu í .Evrópukeppni félagsliða í París um helgina, hljóp á 27:33,37 mínútum og var rúma mínútu á undan næsta manni. Af öðrum athyglisverðum árangri á mót- inu má nefna iangstökk ítalans Evangelisti, sem stökk 8,21 metra. Spánverjinn Gorgoz stökk 7,99 metra og þriðji varð Evrópumetshafinn Stekic frá Júgóslavíu með 7,96 metra. Þá stökk sovézki langstökkvarinn Sergej Lajevskij 8,13 metra á móti í Sotsji við Svartahaf um helgina, en á því móti var börð keppni í 3.000 metra hlaupi kvenna milli sovézku Jtvenn- anna Olgu Dvirna og Tatjönu Kasankinu, heimsmethafa og Ólympíumeistara, á ýmsum vegalengdum. Dvirna hljóp á 8:36,40 og Kasankina á 8:36,54 mín. Gefa bónusgreiöslurnar sínar til mannúðarmála Á SAMA tíma og flest landsliðin eru um það bil að tínast til Spánar til- kynntu leikmenn júgóslavneska landsliðsins, að þeir myndu ekki taka neina þeirra bónusa, sem þeim hafði verið heitið fyrir góðan árang- ur i keppninni, heldur myndu þeir gefa alla peningana til mannúðar- mála. Þær upphæðir, sem hér um ræð- ir, eru ekki nein ósköp en frá 6.000 og upp í 22.000 Bandaríkjadala, allt eftir því hve vel liðinu gengur. Þá hefur náðst samkomulag við leikmenn liðsins um að leika í skóm frá Adidas, framleiddum í Júgóslavíu. Einhver ágreiningur reis út af fótabúnaðinum og höfðu einhverjir leikmanna liðsins í hót- unum um að leika í Puma-skóm. Nýtt undrabarn í tennisíþróttinni: Sautján ára Svíi sigraði í opna franska meistaramótinu „ÞAÐ SKIPTIR mig engu þótt ég hafi verið sá yngsti til að vinna þessa keppni. Þaö, sem öllu máli skiptir, var að vinna hana,“ sagði hinn korn- ungi Mats Wilander eftir að hann hafði unnið sigur í opna franska mcistaramótinu í tennis á sunnudag, aðeins 17 ára og 10 mánaða gamall. Bar hann sigurorð af Guillermo Vil- as í úrslitaleiknum. Wilander sigraði 1—6, 7—6, 6—0 og 6—4. „Ég réði ekkert við langsendingar hans. Þær virtust aldrei ætla að koma niður,“ sagði mótherji hans, Vilas. Landi Wilanders, tennissnill- ingurinn Björn Borg, var áður sá yngsti sem unnið hafði þetta mót. Var hann 18 ára gamall er hann sigraði 1974. Borg hefur ennfrem- ur unnið þetta mót oftar en nokk- ur annar, sex sinnum alls. Vilas sigraði í þessari keppni 1977 og tapaði í úrslitum fyrir Birni Borg árin 1975 og 1978. Fyrr á þessu ári hafði Vilas tekið þátt í fimm stórmótum og unnið þau öll. Árangur Wilanders kom geysi- lega á óvart. Hann var einn fjöl- margra „unseeded„ leikmanna í mótinu, en þeir bestu njóta alltaf nokkurra forréttinda og þurfa ekki að þreyta sig í fyrstu umferð- unum. Svo var þó ekki með þennan unga Svía. Wilander hafði sýnt það á síð- asta ári að vænta mætti stóraf- reka af hans hálfu er fram liðu stundir. Enginn átti þó von á að hann slægi jafn rækilega í gegn og raun varð á í þessu stórmóti. Fyrir sigurinn hlaut hann 66.000 Banda- ríkjadali í verðlaun, en fékk líka að vinna fyrir þeim. Á leið sinni í úrslitin þurfti hann að ryðja úr vegi ekki ómerkari köppum en Ivan Lendl og Vitas Gerulaitis, auk Jose Luis Clerc. Urslitaviðureign Svíans unga og Guillermo Vilas er sú lengsta, sem um getur í þessu móti. Stóð hún í fjórar klukkustundir og 42 mínút- um betur. Aðstæðumar voru ekki beint Svíanum í vil, 37 stiga hiti. Til að auka enn á spennuna mátti heyra þrumur í fjarska. Framan af benti ekkert til þess, að Wilander myndi fara með sigur af hólmi. Leikur þeirra var róleg- ur og allt upp í 50 sendingar fóru þeirra á milli áður en annar hvor skoraði stig. Vilas hafði þó betur í fyrstu lotunni, sem stóð í klukku- stund og sigraði 6—1. Flestum bar saman um, að vendipunkturinn hefði verið í 2. lotunni. Vilas var þá kominn í 6—5, en mistókst þá uppgjöf. Sví- inn ungi nýtti sér það til fullnustu og vann 7—6. Þetta virtist hafa afar slæm áhrif á Vilas og Wil- ander náði undirtökunum. Vann þriðju lotuna örugglega, 6—0, og þá fjórðu, 6—4. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 Miiller með til Spánar VESTUR-þýska knattspyrnu- landsliðið komst heldur betur í feitt um helgina er liðið mætti tveimur andstæðingum af lakara taginu í æf- ingaleikjum. Alls skoraði þýska landsliðið 28 mörk í leikjunum tveimur og fékk aöeins á sig 2. Fyrri leikur liðsins var á föstu- dagskvöld gegn unglingaliði (21 árs og yngri) frá Baden-héraðinu. Lokatölur urðu 19—2, landsliðinu í vil, eftir að staðan hafði verið 11—1 í hálfleik. Rúmlega 5000 manns sáu miðherjann hávaxna Horst Hrubesch skora sex sinnum í leiknum. Rummenigge skoraði þrjú mörk, Felix Magath og Klaus Fischer 2 hvor, Breitner, Muller, Reinders, Hannes, Stielike og Matthaus eitt hver. Alls léku 18 þeirra 19 manna, sem í landsliðs- hópnum eru, í þessum leik. Liðið tók síðan annan léttan æf- ingaleik um helgina. Mætti þá lið- inu Baden úr sama héraði, að viðstöddum 10.000 áhorfendum. Heldur urðu úrslitin skaplegri fyrir heimamenn að þessu sinni, en stórskellur var það engu að síð- ur, 9—0 landsliðinu í vil. „Við vor- um ekki nógu beittir þegar upp að markinu kom,“ sagði Jupp Derw- all, einvaldur þýska liðsins eftir þennan leik. Flestir hefðu þó lík- ast til verið ánægðir með afrakst- urinn. Rummenigge og Fischer skoruðu tvö mörk hvor og þeir Kaltz, Briegel, Hrubesch, Litt- barski og Stielike eitt mark hver. Um helgina var frá því skýrt, að tengiliðurinn snjalli Hansi Muller færi með þýska landsliðinu til Spánar eftir allt. Mjög hafði verið óttast, að hann gæti ekki farið vegna meiðsla í hné og m.a. kvart- aði hann undan eymslum í hné eftir fyrri æfingaleikinn, sem hér er sagt frá að ofan, um helgina. Eftir læknisskoðun var sá úr- skurður kveðinn upp, að hann þyrfti ekki að gangast undir að- gerð eins og svo mjög hafði verið óttast. Flestum ber saman um að Múller komi til með að verða lykil- maður í v-þýska landsliðinu í sumar. Berruti milli heims og helju ÍTALSKI gullverðlaunahafinn í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Róm 1960, Livio Berruti, liggur milli heims og helju í sjúkrahúsi í Novara á Ítalíu eftir harðan árekstur tveggja bifreiða. Berruti var þekktur fyrir að hlaupa alltaf með dökk sólgleraugu, hvort sem sól skein í heiði eða rigndi sem syndaflóð væri. ísland keppir í Dyflinni ÍSLENZKA frjálsíþróttalandsliöið hefur dregist í riðil með Danmörku, Noregi, Hollandi og frlandi í Evr- ópubikarkeppninni í frjálsíþróttum á næsta ári. Keppnin fer fram í Dyfl- inni á írlandi 20. og 21. ágúst 1983. Lasse Viren keppir í Peking FINNSKI hlaupagarpurinn Lasse Viren, fjórfaldi Ólympíumeistarinn, er ekki dauður úr öllum æðum. Hann hefur þekkst boð um að keppa í höfuðborg Kínaveldis, Peking, dag- ana 18. til 20. júní. Keppir hann ann- að hvort í fimm eða tíu kílómetra hlaupi. heimsmet á ferlinum, en er þessar vikurnar að ná sér eftir meiðsl í fæti. Stórhlauparinn Sebastian Coe. • Hansi MUIIer, hinn snjalli v-þýski knattspyrnumaöur, fer meö landsliö- inu til Spánar. Hér er hann að glugga I ítalskt dagblaö. Hann mun leika á ft- alíu næsta keppnistímabil. Þaö veröur Ásgeir Sigurvinsson sem mun taka viö stööu Hansa hjá Stuttgart-liöinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.