Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 Litli leikklúbburinn á Listahátíð: Sýna nýtt verk eftir Böðvar Guðmundsson Meðal dagskráratriAa á Listahá- tíð að þessu sinni er leiksýning Litla leikklúbhsins á ísafirði, sem sýnir nýtt leikrit eftir Böðvar Guð- mundsson, sérstaklega samið fvrir leikklúhbinn. Starfsemi Litla leikklúbbsins hefur verið mikil að undanfornu og er óhætt að segja að lcikklúbburinn sé með virkustu áhugamannaleikhúsum á landinu. Litli leikklúbburinn var í síð- ustu viku í leikferð í Danmörku, með tvær sýningar á leikriti Böð- vars „Úr aldaannál" og voru við- tökur þar mjög góðar. Við hittum tvo forsvarsmenn leikklúbbsins, þá Hafstein Vilhjálmsson og Trausta Hermannsson, og spurð- um þá um tildrög þessarar ferð- ar. „Það má rekja upphafið til þess að við fengum boð um að taka þátt í Leiklistarhátíð í Hró- arskeldu vorið 1982,“ segir Haf- steinn. Við ákváðum að taka þátt í því og um leið var augljóst að við þyrftum að gera eitthvað stórt, fengum því Böðvar til liðs við okkur og hann skrifaði fyrir okkur leikrit. Það varð svo ekkert úr því en í staðinn fékk Bandalag íslenskra leikfélaga boð um að senda áhugaleikfélag á Norræna listahátíð í Næstved í Danmörku. Þessi listahátíð er árviss atburð- ur, þar eru sýndar kvikmyndir, haldnir hljómleikar, og ýmsar sýningar frá flestum Norður- löndunum." — Nú hefur leikklúbburinn starfað i 18 leikár. Hefur klúbbur- inn farið áður í leikferðir til ann- arra landa? „Trausti: Þetta er í fjórða sinn sem leikklúbburinn fer utan. Fyrst var farið á leikhúshátíð í Gautaborg með leikritið Koppa- logn eftir Jónas Árnason, síðan fórum við til Færeyja með Pilt og stúlku og til Bergen fórum við með söngleikinn Sabínu eftir Vestfirðinginn Hafliða Magnús- son.“ — Hvenær var leikritið frum- sýnt á ísafirði? „Hafsteinn: Leikritið var frum- sýnt annan í páskum og hefur verið sýnt fyrir vestan níu sinn- um við mjög góðar viðtökur. Þetta hefur verið þrotlaus vinna, það var æft á hverju kvöldi og allar helgar í um átta vikur fyrir frumsýningu. Leikstjóri er Kári Halldór, tónlistina samdi Jónas Tómasson, og Hilde Helgason kom og æfði með okkur radd- þjálfun.“ Á æfingu á hinu nýja leikriti Böðv- ars Guðmundssonar, sem hann samdi sérstaklega fyrir Litla leikklúbbinn á ísafirði, en það hef- ur verið sýnt á Listahátíð í Næstved i Danmörku og verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík. — Um hvað fjallar svo leikritið? „Trausti: Leikritið byggir á sannsögulegum atburði sem gerðist á tímabilinu 1784—1786. Nú, þarna er á ferðinni glæpamál og gefin er innsýn í hvernig það kemur við líf fólksins. Ég held við förum ekkert út í að lýsa því nánar, hvetjum frekar alla brottflutta Isfirðinga og aðra til að fjölmenna á þessa einu sýn- ingu hér í Reykjavík sem verður í kvöld. Að auki hefur Litli leikklúbburinn gefið leikritið út í leikritsformi og fæst það í flest- um bókabúðum." VJ „Skorum á alla brottflutta ísfirðinga og aðra að sjá sýningu Litla leik- klúbbsins," sögðu þeir Trausti Hermannsson og Hafsteinn Vilhjálmsson. Samkeppn- istillögur ^ sýndar í As- mundarsal SÝNING á samkeppnistil- lögum um bóknámshús Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki verður opnuð í Ásmundarsal, húsi Arkitektafélags íslands, Freyjugötu 41 í dag, þriðju- daginn 8. júní og verður opin fram til fimmtudags 10. júní, frá kl. 13—17. Urslit samkeppninnar voru birt á Sauðárkróki á uppstign- ingardag og var sýning á til- lögunum á Sauðárkróki fram til síðustu mánaðamóta. Fyrstu verðlaun hlaut Guð- finna Thordarson arkitekt. Önnur verðlaun hlutu arki- tektarnir Árni Friðriksson og Páll Gunnlaugsson. Þriðju verðlaun fengu arki- tektarnir Börkur Bergmann, Gunnar Friðbjörnsson, Sigríð- ur Sigþórsdóttir og Sigurður Björgúlfsson ásamt aðstoð- armanni Önnu Laxdal. Þá voru keyptar inn 2 tillög- ur, reyndust höfundar annarr- ar tillögunnar vera Magnús H. Ólafsson arkitekt og Jóhannes Ingibjartsson ásamt sam- starfsmanni Jóni Runólfssyni. Höfundar hinnar, innkeyptu tillögunnar, eru Ingimar H. Ingimarsson arkitekt, Ársæll Vignisson, arkitekt, Þorsteinn Magnússon, Gerard Delavault, Henry Val Skowronski og Svava Popovic. Asakanir á hendur Cargolux um vopnaflug: „Gáfum rádherra skýring ar og þetta mál er leyst“ — segir Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux Oðinn dró Dagrúnu til hafnar STJÓRN Luxemborgar hefur farið fram á skýringar flugfélagsins Cargolux vegna flugs DC-8 flutn- ingaþotu félagins frá S-Afríku til Argentínu. í brezka blaðinu News of the World var fyrir skömmu skýrt frá því, að ásakanir hefðu komið fram um, að i farmi vélarinnar hefðu verið vopn; hugsanlega Exocet- eldflaugar, sem m.a. grönduðu tund- urspillinum Sheffield. Flogið var á BÍÓHÖLLIN frumsýnir um þessar mundir þrjár bandarískar kvik- myndir sem heita „Allt í lagi vinur“, „Kldribekkingar" og „Texas De- tour“. vegum dótturfyrirtækis Cargolux, Air Uruguay. Að sögn blaðsins, þá skýrði brezkur þegn, Neale Millet, yfir- völdum frá' fluginu. Hann hefur verið rekinn frá Cargolux, að sögn blaðsins. „Flugvél Air Uruguay flaug milli Cape Town og Argent- ínu í byrjun maí. Ég veit ekki hver farmurinn var og hef engan áhuga á að vita það. Við höfum rætt Bud Spencer leikur aðalhlut- verkið í „AHt í lagi vinur" og er þar um að ræða grín- og slags- málamynd í Trinity-stíl. Segir í frétt bíósins að Bud Spencer sé í essinu sínu í þessari mynd. í „Eldribekkingum" eru Pris- cilia Barnes og Jeffrey Byron í að- alhlutverkum. Myndin fjallar um fjóra háskólastúdenta, sem hafa komið sér svo vel fyrir í skólanum að þeir vilja ekki útskrifast. Fjór- menningarnir eru með ráðagerð á prjónunum og fara atburðirnir nú að gerast hratt og blandast kyn- ferðismál hér mjög inní, að því er segir í frétt bíósins. I myndinni „Texas Detour" er einnig fjallað um ungt fólk en þar er söguþráðurinn nokkuð annar, ungt fólk á ferðalagi og atburðir sem henda það. I þessari mynd leikur Priscilla Barnes einnig að- alhlutverk ásamt Patrick Wayne. þetta mál við utanríkisráðherra Luxemborgar vegna þess, að þotan er skrásett hér í Luxemborg og vegna eignaraðiidar Cargolux að Air Uruguay. Við gáfum ráð- herranum skýringar og þetta mál er leyst; þetta er búið mál,“ sagði Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux í samtali við Mbl. — Hvaða skýringar voru gefn- ar? „Það er á milli okkar og stjórn- valda í Luxemborg. Það var flogið með samþykki yfirvalda í S-Afr- íku og Argentínu og löglega að öllu staðið. Hver farmurinn var veit ég ekkert um, en það er yfir- lýst stefna Cargolux og Air Uru- guay að fljúga ekki með vopn og skotfæri. En að við fljúgum með hluti sem kunna að passa í vítis- tæki, er ekki okkar að sanna og við höfum ekki leyfi til að opna kassa og kanna það. Það er yfirvalda sem gera útflutningsskýrslur og tollayfirvalda að ganga úr skugga um það. Þegar að er gáð, þá er hægt að nota alla hluti til hernað- ar. En þessir hlutir voru ekki skráðir sem hernaðartæki," sagði Einar Ólafsson. „Að beiðni brezku stjórnarinnar hefur rannsókn farið fram á þessu máli, en hvað út úr þessari rann- sókn hefur komið get ég ekki sagt. Mér er kunnugt um ásakanir á hendur Cargolux. Við höfum náið samstarf við brezk stjórnvöld um þetta mál og höfum heitið Bretum fullum stuðningi í deilunni um Falklandseyjar," sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins í Luxem- borg í samtali við Mbl. Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagði að íslenzk yfirvöld hefðu engin afskipti haft af þessu máli. Á hvítasunnudag fór dró varðskip- ið Oðinn togarann Dagrúnu frá Bol- ungarvík til hafnar. Sveifarás í vél togarans brotnaði þar sem skipið var að veiðum á Látragrunni. Á svæðinu voru um 30 islenzkir togarar að veið- um. Fremur slæmt veður var þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa myndað meirihluta i hreppsnefnd. Á hrcppsnefndarfundi laugardaginn 5. júní var Hjörleifur Guðmundsson Alþýðuflokki kjörinn oddviti og varaoddviti Hilmar Jóns- son sparisjóösstjóri, Sjálfstæðis- flokki. Sveitarstjóri verður áfram Úlfar Thoroddsen. Óðinn tók Dagrúnu í tog. Á leið- inni til lands bað skipstjórinn á Gylli frá Flateyri varðskipsmenn að taka skipverja, sem hafði feng- ið „gor“ úr maga þorsks í augað, í land. Skipverjinn var fluttur til lands. Einmuna veðurblíða er hér í dag, 20. stiga hiti kl. 11 í morgun. Sjó- mannadagurinn var haldinn hátíð- legur í gær af miklum myndar- skap, samfelld dagskrá allan dag- inn. Skemmtu menn sér hið bezta í veðurblíðunni. Stjórnandi hátíðar- haldanna var sem fyrr Birgir Pét- ursson. Páll Bíóhöllin frumsýn- ir þrjár kvikmyndir Patreksfjörður: Alþýðuflokkur og Sjálfstæð- isflokkur mynda meirihluta Patreksfírði. 7. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.