Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 33 Eftir ráðherrafund EFTA í Helsingfors: EFTA-ríkin verði á varðbergi gegn tilhneigingu ríkisstjórna til að vernda atvinnugreinar — segir Tómas Árnason viðskiptaráðherra HelsingforH, 4. júní. Frá Freysteini Jóhannssyni fréttastjóra Mbl. „í ÞVÍ mikla atvinnuleysi sem nú hrjáir V-Evrópu hefur gaett vaxandi tilhney- ingar ríkisstjórna til að vernda atvinnugreinar í hverju landi, til þess að þær gangi betur með því að þurfa ekki aö keppa við innflutning. Þetta er þróun sem öll EFTA-ríkin verða mjög að vera á varðbergi gegn,“ sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið, eftir að ráðherrafundi fríverslun- arsamtaka Evrópu, EFTA, lauk í Helsingfors í dag. Tómas sagði að á ráðherrafund- inum hefði ekki verið til umræðu nein þau mál sem snerta ísland, eitt EFTA-ríkja, sérstaklega. Hann sagðist í ræðu sinni hafa lagt til að efnt yrði til sérstakrar kynningarh- erferðar í EFTA-löndunum á þýð- ingu EFTA og viðskiptafrelsis. Morgunblaðið spurði Tómas þá hvort að hann teldi að eftir þennan EFTA-fund í Helsingfors, að viðsk- iptafrelsi ætti undir högg að sækja. „Því er ekki að neita að menn eru ákaflega hræddir við vaxandi þrýsting á stjórnmálamenn og rík- isstjórnir til verndaraðgerða, sér- staklega þegar litið er til atvinnu- ástandsins, en nú er talið að nær tíundi hver maður í V-Evrópu gagni atyinnulaus," sagði Tómas. í gær sátu ráðherrarnir fund ráðgjafanefndar EFTA. Einn full- trúi íslands í þeirri nefnd er Davíð Sch. Thorsteinsson. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að eitt meginefni fundarins hefði verið álit um ríkisstyrki og frjálsa verslun og hefði í fundarlok verið samþykkt samhljóða tilmæli til ráðherr- anefndarinnar, sem m.a. kveða á um að ríkisstyrkir alls konar séu nú þegar komnir út í öfgar og brýn nauðsyn sé til þess að þar verði breyting á. „Það er mikið vatn til sjávar runnið síðan ég hóf máls á ríkis- styrkjunum og afleiðingum þeirra 1977 eða 1978,“ sagði Davíð. „Þá tóku engir undir mín orð nema Svisslendingar. Aðrir sögðu þau bara bull og vitleysu. Nú er þetta hins vegar eitt aðal umræðuefnið hér og menn viðurkenna ekki aðeins að ríkisstyrkir séu til, heldur hitt að með versanandi efnahagsþróun og atvinnuleysi séu þeir komnir út í öfgar og hafi verulega hindrandi áhrif á frjáls viðskipti. í leiðara síð- asta heftis EFTA-tímaritsins segir, að ríkÍ8stjórnir hafi gripið til styrkja í meira magni og fjöl- breytni en nokkurntíman hafi áður þekkst og í umræðum hér kom fram að Svíar eyða um 2% þjóðartekna sinna í styrki til iðnaðarins." Davíð sagði að á síðastliðnu ha- usti hefði ráðgjafanefndin falið tveimur mönnum, einum úr hópi at- vinnurekenda og öðrum úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, að ganga Tómas Árnason frá áliti um ríkisstyrki ogáhrif þeirra á frjálsa verslun. Það álit var svo lagt fyrir ráðgjafanefndina í mars sl. í Sviss, en Davíð sagði að mönnum hefði þótt það heldur veikt og of mikil vörn fyrir ríkisstyrkina og hefðu fulltrúar íslands haft frumkvæði af því að álitinu var hafnað, og undirnefnd sett á fót til að semja nýtt álit fyrir fundinn hér í Helsingfors. Davíð átti sæti í þeirri nefnd af íslands hálfu. I nefndarálitinu sem samþykkt var í gær er m.a. skorað á ríkis- stjórnir að hætta að niðurgreiða vexti af útflutningslánum. Þetta at- riði, sagði Davíð að væri reyndar í EFTA-samningnum, en það væri Davíð Sch. Thorsteinsson brotið af öllum aðildarríkjum nema Sviss. Nefndi Davíð niðurgreidda vexti í afurðalánakerfinu sem dæmi um brot af íslands hálfu. í fram- haldi af þessu skoraði ráðgjaf- anefndin á ráðherrana að sjá til þess að EFTA-samningurinn væri raunverulega haldinn! Þá sam- þykkti nefndin tilmæli til ráðherr- anna um að fram fari ítarleg ran- nsókn á kostnaðinum af því styrkj- akerfi sem þegar er komið á og hvaða þýðingu það hafi haft á viðskipti þjóða í millum. Ráðgjaf- anefndin útilokaði ekki að grípa þurfi til aðstoðar í vissum tilvikum, en lagði áherslu á að slíkar aðgerðir væru jafnan tímabundnar og menn gerðu sér glögga grein fyrir kostn- aðinum af þeim og þeim áhrifum sem þau hafa. Þá sagði Davíð að nefndin hefði hvatt ráðherrana til að grípa til al- mennra aðgerða til að bæta starfsskilyrði atvinnuvegnna og auka hagnað fyrirtækja og sagði Davíð það merkilegan áfanga að fulltrúar atvinnurekenda og verka- lýðshreyfingar hefðu getað orðið sammála um slík tilmæli til stjórn- málamannanna. Á blaðamannfundi sem haldinn var að loknum ráðherrafundinum í dag var m.a. spurt um viðbrögð ráðherranna við þessum tilmælum ráðgjafanefdarinar. Þá var bent á - að í tilkynningu þeirri sem gefin var út að ráðherrafundinum lokn- um væri lögð áhersla á nauðsyn þess að haldnar séu reglur um frjáls alþjóðaviðskipti og að svok- allaðar verndarráðstafanir hefðu í för með sér minnkandi atvinnu og lægri tekjur í þeim löndum sem eru jafn háð utanríkisviðskiptum og EFTA-löndin eru. Per Kleppe, framkvæmdastjóri EFTA, sagði að hann teldi víst að ríkisstjórnir EFTA-landanna myndu taka til- mæli og áskoranir ráðgjafanefnd- arinnar til vandlegrar athugunar og finnski viðskiptaráðherrann, Esko Ollila, sem var í forsæti á ráðherrafundinum gat þess að hann teldi pólitískan vilja til þess að minnsta kosti að auka ekki ríkis- styrkjakerfið og alls ekki að nota það til að hindra fríverslun. Frá 1. júlí nk. er Tómas Árason formaður EFTA-ráðsins og mun hann stýra fundi þess í Genf 8. nóvember nk. og einnig fundum ráðgjafanefndar- innar 5. og 6. október, en þeir verða einnig haldnir í Genf. I íslensku sendinefndinni hér í Helsingfors voru auk þeirra Davíðs og Tómasar, Þórhallur Ásgeirssonn ráðuneytisstjóri, Hannes Jónsson sendiherra, Valgeir Ársælsson, Björn Líndal, deildarstjóri í viðsk- iptaráðuneytinu, Hjalti Gair Kristjánsson og Árni Árnason frá Verslunarráði og Agnar Tryggvas- on frá SÍS. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar í til sölu j J^þjónust^; Víxlar og skuldabréf i umboössölu. Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu 17, simi 16223, Þorleifur Guö-~ mundsson, heima 12469. Steypum heimkeyrslur, bilastæöi og göngubrautir. Uppl. í síma 81081 og 74203. Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824. TV''"- tilkynníngar' Tjaldsvæöin á Laugarvatni veröa opnuö fimmtudaginn 10. júni meö afgreiöslu í Tjaldmiö- stööinni, er hefur til sölu fjöl- breytt vöruúrval. Tjaldmiöstööin Laugarvatni. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. RaBÖumaöur Einar J. Gíslason. Miðvikudagur 9. júní Kl. 20.00. Esjuhlíöar. Skraut- steinaleit og létt kvöldganga. Verö 60 kr. Frítt f. börn meö full- orönum. Farið frá BSi, vestan- veröu. Sjáumst Útivist. ■ WÐŒO HREYSn-ALLAA Hl, ■ ■ OEOVERNCMRFtUIO ISLANOSB raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar fundir — mannfagnaðir Byggung Kópavogi Aðalfundur BSF Byggung Kópavogi veröur haldinn þriðjudaginn 8. júní kl. 20.30 að Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga stjórnar um framhaldsaöalfund. 3. Stofnfundur 7. byggingaráfanga. 4. Önnur mál. Stjórnin. bátar — skip ................. ■ Fiskiskip til sölu 176 lesta byggður í Noregi 1964 (yfirbyggður) 29 lesta stálbátur, byggður 1979, 17 lesta eikarbátur byggður 1976 Fiskiskip Austurstræti 6 2. hæö sími 22475, heimasími sölumanns 13742 Jóhann Steinason H.R.L. Rækju- og frystitogari til sölu Stærð 146x31x13 fet DNV. 1165 hestafla ALFA aöalvél. 400 rúmmetra lestarrrými, ca. 205 ts. frosnar rækjur. Frystigeta ca. 15 ts. á 24 klst. Upplýsingar veitir Aalesund Shipping As., O.A. Devoldsgt. 13 6000 Aalesund Noregi, sími 071-25022, telex 43206. Dúddi og Matti hafa opnað nýja glæsilega hárgreiðslustofu í hinum nýuppgerðu húsakynnum að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sími 83055 hjcíDúdcldOgVldttd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.