Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 6+JU*, % MIÐBÆJARMARKAÐNUM BfJwi ^ Htfx/wi SlMI 27620 BbJwi % Ht+Jwi Um fimmtíu eyjaskeggjar fangar á Vestur-Falkiandi Á SAMA tíma og brezkt herlið þrengir hringinn um Port Stanley hafa borizt fréttir um að 40—50 eyja-skeggjar, um 30 konur og börn og karlar sem Argentínumenn geta ekki notað til starfa, hafi verið fang- ar argentinskra hermanna í Fox Bay á Vestur-Falklandi í einn mánuð. Um 1,600 Falklendingar munu vera á Vestur-Falklandi og enginn þeirra mun hafa iátizt, þótt ekkert hafi spurzt til tveggja manna í bænum Chartres síðan þeir fóru upp á hæð til að skoða flak argent- ínskrar þotu sem var skotin niður að sögn Kim Sabido, fréttamanns Independent Radio News. Hann telur að Argentínumenn hafi um 1,000 hermenn á Vestur-Falklandi og þejr séu m.a. búnir flugvélum. Brezkir varðflokkar lentu í átökum hjá argentínskum útvirkj- um umhverfis Port Stanley á sunnudag, og staðfest var að 5. fótgönguliðs-stórdeildin, sem fór með farþegaskipinu „Queen Eliza- beth II“, hefði komið með árás- arskipunum „Intrepid" og „Fear- less“ til San Carlos „fyrir einni viku“ — þannig að Bretar tefldu fram um 8.000 mönnum gegn um 7.000 manna setuliði Argentínu- manna í Stanley — og sækti til Stanley. Skipið er á heimleið til Bret- lands með 700 menn af herskipum sem var sökkt og Peter Jackson skipstjóri segir að ekki ein einasta argentínsk flugvél hafi sézt frá skipinu í ferðinni. Veðrið hafi Tugir napalmsprengna fundust á flugvellinum í Goose Green og auk þess napalmverksmiðja. Hér skoðar brezkur flugliðsforingi sprengjurnar, sem voru reiðubúnar til notkunar gegn brezkum hermönnum. hjálpað, því að þoka hefði verið allan tímann. „QE2“ verður skilað Cunard-skipafélaginu við heim- komuna um 11. júní. Press Association sagði að stór- sóknar væri að vænta „innan nokkurra klukkustunda" og fréttaritarinn Michael Nicholson sagði að „geysilega djarfar að- gerðir“ væru hafnar, þótt ekki væri hægt að segja frá þeim vegna ritskoðunar. Argentínski yfirmað- urinn, Mario Menendez hershöfð- ingi, virðist hafa komið mönnum sínum fyrir í varnarlínu um 1,6 km frá Stanley, en á föstudaginn TÖLVUSKDLINN Tölvunámskeið Notendanámskeið Námskeiðin standa yfir í 2 vikur. Kennt er 3 tíma á dag virka daga. Kl. 9.00—12.00 f.h. Viö kennsluna eru notaöar viöskiptatölvur af algengustu gerö. Námskeiöiö er ætlað hverjum þeim sem vill kynna sér notkunarmöguleika míkrótölva viö rekstur fyrirtækja. Á námskeiöum er tek'ö fyrir eftirfarandi m.a.: Aö stjórna tölvu, diskettustöö og prentara. Aö nota tölvur viö: Fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald, lagerbókhald, iaunabókhald, rit- vinnslu, gagnageymslu og áætlanagerö. Forrit þessi spanna öll helstu notkunarsviö míkrótölva í viöskiptalífinu um þessar mundir. Aö loknu námskeiöi fá nemendur viöurkenningarskjal. Innritun í síma 25400 var sagt. að varnarlínan væri 4,8 km frá bænum. Sagt er að Bretar þurfi litlar áhyggjur að hafa af stórskotahríð Argentínumanna. Brezki yfirmaðurinnn, Jeremy Moore hershöfðingi, sagði í viðtali að Argentínumenn væru með bak- ið að veggnum og dálítið meira þyrfti að þjarma að þeim áður en þeir yrðu yfirbugaðir. Hann kvaðst mjög ánægður með hvernig herferðin hefði gengið og sagði að brezka herliðið væri viðbúið að mæta argentínskri gagnárás, m.a. fallhlífahermanna, þótt Argent- ínumenn ættu lítið eftir af flug- vélum, skotfærum og búnaði. Hann sagði að ekkert lægi á að gera árásina, aðalatriðið væri að allt yrði gert á réttan og skynsam- an, hernaðarlegan hátt, en neitaði að ræða tímasetningar og sagði að argentínski yfirmaðurinn hefði gott af ágizkunum. Ef árásin yrði gerð áður en allur liðsauki og búnaður bærist mundi það aðeins kosta óþarfa mannfall, sem allir vildu forðast. Ekki var sagt hven- ær viðtalið var tekið. Veður er enn slæmt á Falk- landseyjum, þoka og kuldi, rigning og stundum snjókoma, en sagt er að það eigi ekki að koma í veg fyrir árás. Þyrlumenn hafa verið í stöðugum ferðum með birgðir, þrátt fyrir þoku og slæmt skyggni, og fréttaritari „Daily Mirror" seg- ir að þeir séu orðnir hetjur brezka herliðsins. Fréttaritari BBC, Robert Fox, neitar því að Herbert Jones undir- ofursti, sem féll þegar hann stjórnaði árásinni á Port Darwin og Goose Green, hafi hótað að fara í mál við BBC fyrir manndráp þar sem útvarpið sagði að árásir á þessa staði væru yfirvofandi. BBC segist aldrei hafa útvarpað öðrum fréttum en þeim sem hefði verið hægt að afla í London. Fox, sem kveðst hafa litið á Jones sem ná- inn vin, segir að hann hafi aldrei hótað aðgerðum gegn BBC. Fréttaritari „Observer" segir að brezkur varðflokkur hafi rekizt á um fimm argentínska hermenn á hæð skammt frá Stanley. Argent- ínumennirnir virtust sitja að snæðingi, en Bretarnir vildu reka þá burtu svo að stöðvum þeirra stæði ekki ógn frá þeim og skutu á þá. Argentínumennirnir, sem voru í fimm metra fjarlægð, svöruðu í sömu mynt en hörfuðu síðan og skutu á undanhaldinu. A.m.k. þrír Argentínumenn féllu. Samkvæmt skoðanakönnun í Bretlandi eru 57% Breta fylgjandi árás á Stanley, þótt það kosti mik- ið mannfall, og aðeins 3% vilja að Bretar afsali sér yfirráðum. Útan- ríkisráðherra Argentínu segir að baráttunni verði haldið áfram og Bretum verði komið á óvart. Ráðstefna óháðra ríkja lýsti yfir stuðningi við Argentínu í Havana og Fidel Castro bauð Argentínu- mönnum vopn. Spítalaskipið „Hydra“ kom með 51 særðan Breta til Montevideo. Argentína hefur keypt vopn frá minnst fimm löndum síðan átökin hófust — aðallega ísrael og Líbýu en einnig Brazilíu, Perú og Ven- ezúela — að sögn „New York Tim- es“. Keyptar hafa verið 24 ísra- elskar Dagger-þotur, nokkrar Mirage-þotur, eldflaugar til að- gerða í lofti og nokkrar gagn- skipaflaugar, m.a. Exocet. Vill auka umsvif norsks sjávarútvegs að mun <)sló, frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. NEFND, SKIPUÐ af norska ríkinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að auka megi umsvif norska sjávarútvegsins að miklum mun. Nefnir nefndin m.a. fjölda staðreynda máli sínu til stuðnings. Nú starfa um 50.000 manns við sjávarútveg í Noregi. Tegundir á borð við skötusel Nú fer 75% fiskafla Nörð- og steinbít ásamt nokkrum öðr- manna í mjöl og lýsi. Nefndin er um sjaldgæfari má nýta á mun betri hátt en gert hefur verið. Þá má einnig auka vinnslu á þangi, skelfiski, auk þess sem auka má vinnslu á alls kyns hliðarfram- leiðslu. Þá leggur nefndin til að fiskúrgangur verði betur nýttur en verið hefur. þeirrar skoðunar að auka megi þann hluta, sem fer til manneld- is, að miklum mun. Þá er enn- fremur lögð áhersla á aukna fiskirækt, en nú þegar rækta Norðmenn mikið af laxi og ur- riða. EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.