Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 37 um, er hann gaf ekki kost á sér, til ársins 1964, er hann féll frá. í hans formannstíð var stefnan mörkuð og fyrirtækið mótað með þeim hætti að við búum enn að þeirri gerð. Oft var stormasamt á þeim tíma um menn og málefni, en Elías stýrði málum í örugga höfn og vegna þess var róðurinn léttari fyrir okkur sem við tókum. Fyrir það ber að þakka. Ég tel að það hafi verið aðals- merki SH í gegnum árin, að hafa ekki haft í frammi hávaða eða yf- irlæti í fjölmiðlum eða á manna- mótum. Aðalatriðið hefur verið að Gunnar GuAjónsson flytur ræðu sína á aðalfundi SH. Ljósm. Mbl.: Kristján Kinarsson vinna að yfirlýstum tilgangi sam- takanna og leitast við að þjóna fé- lagsmönnum sem best. Það tel ég að vel hafi tekist. Fátítt er að heyra gagnrýni á SH fyrir það að fyrirtækið skili ekki árangri. Það eru aðrar kringumstæður, sem hafa valdið því, að frystihúsin hafa átt svo að segja í stöðugum erfiðleikum í gegnum árin og þarf þar ekki að líta lengra en til heimatilbúinnar efnahagslegrar upplausnar í þjóðfélaginu. I þau 17 ár, sem ég hefi verið stjórnarformaður þessara sam- taka, hefi ég öðlast þá bjargföstu trú, að Sölumiðstöðin hafi í fyllsta máta sannað tilverurétt sinn og ég á enga heitari ósk henni til handa en að eigendur hennar, frystihúsa- menn, muni hér eftir sem hingað til halda áfram að slá skjaldborg um hana, efla hana og henni tengd fyrirtæki, svo og að stofna önnur ný, eftir því sem þarfir og kröfur timans leiða í ljós að sé nauðsyn- •egt. Ég sagði áðan, að á þessum að- alfundi væru 17 ár síðan ég tókst á hendur stjórnarformennska sam- takanna. Þetta hafa verið mér mjög verðmæt og spennandi ár. Af stofnendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir 40 árum var aðeins einn sem var á aðalfundin- um. Var það gamla kempan Einar Guðfinnsson frá Bolungarvík, sem hér situr við hlið Guðfinns, sonar síns, en Guðfinnur er nú ritari stjórnar SH og stjórnarformaður Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Ljósm. Mbl.: Kristján Kinarsson Ferðamálaráð: Ferðaþjónustan öll í hættu komi til verkfalla og verkbanna „MINNUGIR þess að verkfall og vcrkbann nú er ekki eingöngu mál dagsins í dag, verkföll eða verkbönn eru keðjuverkandi og um langa framtíð geta verkföll og verkbönn nú heft ferðamannaþjónustu, en hún byggir tilvist sína að verulegu leyti á þeim árstíma sem nú fer í hönd, en stendur um skamma hríð,“ segir m.a. í frétt frá Ferðamálaráði Is- lands. Þá segir í frétt Ferðamálaráðs að lagður hafi verið grundvöllur að nýrri atvinnugrein í landinu, ferðamannaþjónustu, sem sé lík- leg til að skapa ný atvinnutæki- færi og myndu hugsanleg skæru- verkföll, allsherjarverkföll og verkbönn geta haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Skorar Ferðamálaráð á alla er hlut eiga að máli að þeir geri allt sem í mannlegu valdi stendur til að firra land og þjóð þeim voða sem nú virðist steðja að. i KOMDU SKOÐAÐU OGREYNDU nýju 4ra gíra etíavélina Husqvarna Gunnar Ásgeirsson hf. G\ Suöurlandsbraut 16 Simi 9135200 Akurvík, Akureyri SMITWELD seturgæöin áoddinn Rafsuðuvír- Rafsuðuvélar Rafsuðumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. (yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu er frá SMITWELD. Sannar það eitt gæði hans. SINDRA Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vír fyrir sérstök verkefni. Seljum.einnig: SMITWELD RAFSUÐUVÉLAR OG ÁHÖLD SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI ÞVÍ EKKI AÐ REYNA? STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684 F Hann Dúddi er fluttur i Xj\ Dúddi hárgreiðslumeistari er fluttur frá Suðurlandsbraut 10 að Hótel Esju. ^ ^ Idttcl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.