Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 41 fclk í fréttum Vill ekki taka peningana sína meö sér yfir í næsta iíf + Haustið 1974 byrjaði milljóna- mæringurinn Douglas McMinn að gefa milljónirnar sínar. Hann seldi fjögurra milljóna punda fyrirtæki sitt og deildi stórum hluta peninganna milli starfs- fólksins. Einnig byggði hann miðstöð fyrir gamalt fólk og blinda og styrkti spítala sem átti að fara að loka. „Ég hefði getað keypt mér skemmtisnekkju áður fyrr, en ég er ekki sú manngerð. Peningar eru mér ekki mikilvægir. Ég kom alls- laus í þennan heim, og ég ætla út úr honum allslaus," segir Douglas McMinn. „Enn þann dag í dag set- ur það mig úr jafnvægi að hugsa um hve ég var alltaf hungraður sem krakki. Ég átti ekkert." Douglas McMinn vill fara út úr heiminum eins og hann kom í hann. Douglas McMinn og hundurinn hans. + Jóhannes Páll páfi II talar við þrjú börn klædd í pólska þjóðbúninga á sunnudaginn var, í Krist- alshöllinni í London, þar sem hann messaði yfir u.þ.b. 20 þúsund Pólverjum sem búa í Bretlandi. Nýr formaður Amerísk- skandinavíska félagsins + Dr. Patricia McFate, fræðikona og fyrrverandi stjórnarmeðlimur í National Endowment for the Humanities (NEH) tók við stöðu formanns Amer- ísk-skandinavíska-félagsins (ASF), þann 13. maí síð- astliðinn, og er hún fyrsta konan sem innir þetta starf af hendi. Dr. Patricia lauk BA-prófi í leikhús- og sjón- varpsfræðum, og meistaragráðu og doktorsgráðu í enskum og irskum bókmenntum. Að auki liggja eftir hana nokkrar bækur. COSPER Eigum viö að kaupa nokkra mjólk í dag? + Bill Fawcett, einn af þeim sem fann upp Falklandseyja- stríðsleikinn hvílir sig milli ten- ingskasta í Chicago. Fawcett seg- ist hafa fundið leikinn upp þegar hann sat í rólegheitum yfir vín- giasi. Falklandseyjastríðsleikur- inn cr leikinn á hemaðarkorti af Suður-Atlantshafinu. BENIDORM BEINT LEIGUFLUG GÓDIR GISTLSTAÐIR BROTTFARARDAGAR: 23/6, 14/7, 4/8, 25/8, 15/9 ATH.: OKKAR VERÐ FLYMOGLE-S Fljúgandi furðuhlutur eða hvað? 1. Flymo GLE-S er lauflétt loftpúðasláttuvél búin 1400w rafmótor (fæst einnig með bensínmótor). 2. Flymo GLE-S slær í aUar áttir undir þinni stjóm, jafnt hóvaxið gras sem lácrvaxið, blautt eða þurrt. 3. Flymo GLE-S slær kanta og toppa milli garðheUnanna eins og ekkert sé og smýgur undir runna og tré án þess að skilja eftir sig sár. 4. Flymo GLE-S er jafn auðveld í garðinum eins og ryksuga innan dyra því hún er með rafmagnstengingu sem hægt er að fram- lengja. 5. Flymo GLE-S er öflugasta rafmagnssláttuvéhn á markaðnum. 6. Flymo GLE-S tekur sama og ekkert pláss í geymslunni þvíþú leggur handfangið alveg saman. 7. Flymo GLE-S hefur marga fleiri kosti. Líttu inn á næsta útsölu- stað og kynntu þér þá. 8. Flymo GLE-S kostar aðeins kr. 2.750. - (gengi 1.5.82). FLYMO - Er það nokkur spurning? B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.