Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1982 mmim , 'Sec&'A ^Onom .eins oo) er) Oc*r cx. undqn, e.\<k:» Sc<tt r*" ... að hugga hana. TM R*g U.S. Pat On.-aN rlghts rnarvad •1982 Loa AngalM TknM Syndlcata svararti auglýsingu um leiðir til að klippa aftan af skattahalanum! Með morgunkaffinu Hreinu nærfötin cru í skúffunni undir handklæðunum! HÖGNI HREKKVÍSI r-4 1982 McNaught Synd.. Inc L J „ AmmA (6JÁPU//" Þessir hringdu . . . „Tilheyrir grárri fortíðu Guðrún Ragnars Guðjohnsen hringdi vegna skrifa Skúla Hall- dórssonar prentara um elt- ingarleik lögreglunnar við hund. „Kæri Velvakandi. Sá tónn sem kemur fram hjá Skúla Hall- dórssyni prentara í þætti þínum þann þriðja júní, tilheyrir að mestu grárri fortíð sem betur fer. í fullri vinsemd vil ég benda S.H. að kynna sér lög um hunda- hald. Þarna var lögreglan að fara að landslögum. Ég fagna því aö dýraspítali Watsons tekur að sér hunda og önnur dýr sem af einhverjum ástæðum villast að heiman, til þess geta legið aðrar ástæður en trassaskapur eigenda. Lögreglu og öðrum, sem leggja lykkju á leið sína til að liðsinna öðrum sem villast af leið, hvort sem það eru dýr eða menn, væri nær að sýna þakk- læti og aðdáun. Þær eru furðu- legar þessar hjáróma raddir, sem í skjóli dýraverndunar og umhyggju telja sig knúha út á ritvöllinn. Þar liggja aðrar hvat- ir að baki. Léleg afgreiðsla lögreglu Kona úr Breiðholti hringdi. „Svo er mál með vexti, að stol- ið var talstöð úr bíl okkar hjóna við Hjaltabakka. Maðurinn minn er hjartasjúklingur og þarf því að hafa talstöð í bílnum. Er við urðum þessa vör, hringdum við í lögregluna og sagðist hún ætla að taka mál þetta að sér. Þeir segja að svona mál leysist annað hvort innan viku eða þá jafnvel aldrei. Maður nokkur í nágrenn- inu varð var við þjófana og sagð- ist hann treysta sér til þess að þekkja þá af mynd. Við létum Rannsóknarlögregluna vita og kváðust þeir ætla að hafa sam- band við manninn. En þegar leið og beið án þess að samband væri haft við hann, hringdum við í RLR og vildum athuga ástæðu þessa dráttar. Mér var tjáð að ekki væri búið að úthluta mál- inu. Ég spurði hvort úthlutun færi eftir punktakerfi eða ein- hverju slíku, því það hlýtur að vera svo, að sjónmynni manna daprast með tímanum og eðli- legast hefði verið af RLR að hafa samband við manninn strax. Ég fékk þau svör, að vera ekki með neitt þras, því mikið af málum væri á dagskrá. Ég spyr hvaða metnað leggur Rannsóknarlög- regla ríkisins í að leysa slík mál fljótt og vel.“ „Þakklát verk- falli tækni- manna útvarps“ Húsmóðir í vesturbænum hringdi og hafði þetta að segja. „Ég er mjög þakklát verkfalli tæknimanna útvarps á dögun- um, þegar hljóðvarpið allt í einu þagnaði. Hvílíkur friður og um- hverfið varð allt miklu mann- eskjulegra, og söngur blessaðra fuglanna barst inn um gluggana. Nú loksins gat maður verið einn með sjálfum sér án þess að vera heilaþvegin með gargi útvarps með þessum útþynntu óskalaga- og poppþáttum sem að dynur yf- ir seint og snemma ásamt frétta- flutningi um stríð, morð og skæruhernað þrýstihópa, sem allir heimta meira af þjóðarkök- unni, sem alltaf minnkar stöð- ugt. Þá má segja sem svo, já skrúfaðu bara fyrir útvarpið hjá þér. Það er hægar sagt en gert þar sem fleiri eru í heimili og alltaf einhver sem að opnar tæk- ið. í fjölbýlishúsum, almenn- ingsvögnum, á strætum úti o.fl. Maður getur ekki forðast þessa hávaðamengun nema þá að ein- angra sig uppi á Vatnajökli. Ég tala hér fyrir marga, sem fannst þögn útvarpsins vera ágætt sumarfrí. Nú gátu menn talað saman án þess að hækka röddina til þess að láta heyra í sér og nota þannig betur tjáningar- frelsi síns eigin talfæris. Ég er að vona að þessi þögn, svo indæl sem hún var, verði til þess að draga úr hávaðamengun og verði til þess að ráðamenn fari að íhuga að stytta dagskrána um helming. Kýrnar myndu ekki geldast eða konur missa brjósta- mjólk, nema síður væri. Það er hægt að spara heyrn og huga hlustenda sem ekki verður metið til fjár og fjárhag ríkisútvarps- ins. „Fjarlægjum tökuorðin“ Heiðraði Velvakandi! Hér áður fyrr voru það svonefndar „dönskuslettur" sem svo mjög settu svip sinn á málfar okkar Islendinga. Þær „slettur" voru komnar frá Dönum, sem þá réðu hér lögum og lofum. En nú eru það „enskusletturnar", sem eru helsta tungumálaplága okkar. Sletturnar koma aðallega með kvikmyndum og dægurlagatext- um, og börn og jafnvel fullorðið fólk er ekki lengi að taka þær upp. „Enskusletturnar“ eru málfræð- ingum erfiðari óvinur en „dönsku- sletturnar" gömlu, því margar þeirra er erfitt og nánast ómögu- legt að fella inn í islenskuna svo vel fari. En „dönskusletturnar" eru nú margar fallnar inn í ís- lenskuna og ber lítið á þeim. „Enskusletturnar“ eru svo sann- arlega erfiðari viðfangs, dæmi má nefna tökuorðið „okay“, sem mað- ur heyrir allstaðar. Þetta og raun- ar miklu fleiri leið tökuorð ætti að fjarlægja og það sem fyrst. Mál- fræðingar berjast nú við að finna íslenskt orð yfir enska orðið „ster- eo“ og hafa margar tillögur komið. Er þolinmæði manna ekki á þrot- um? Hvernig mái verður talað á íslandi eftir 100 ár? Ég skora á alla að kveða niður þennan „mála- draug“, og það sem fyrst. Gunnólfur Ketúelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.