Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 38
46 Stjórnmálaályktun Heimdallar: Sjálfstæðis- stefnan ein er fær um að tryggja endur- uppbyggingu EFTIRFARANDI stjórn- málaályktun var samþykkt á aðalfundi Heimdallar: Aðalfundur Heimdallar, hald- inn 6. júní 1982, bendir á að sigur Sjálfstæðisflokksins í sveitar- stjórnarkosningunum 22. maí sl. sýnir hvers hann er megnugur, standi sjálfstæðismenn saman um sjálfstæðisstefnuna, sem ein er fær um að tryggja kröftuga enduruppbyggingu islensks þjóð- félags. Sigur Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum ítrekar enn frekar mikilvægi þess að þingmenn flokksins standi á ný sameinaðir á Alþingi íslendinga. Aðeins með þeim hætti getur unn- ist sá sigur í alþingiskosningum er sjálfstæðisfólk væntir og þjóðin þarfnast. Oðaverðbólga og vinnudeilur hafa einkennt íslenskt þjóðfélag síðustu ár. Úrræðalausar ríkis- stjórnir hafa rekið vandann á undan sér, og nú er svo komið að fyrirtæki í iðnaði og við sjávarút- veg telja hvern dag sinn síðasta, og stór hópur launþega á í erfið- leikum með að sjá sér og sínum farborða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótað ítarlega stefnu til lausnar verðbólguvandanum og til uppbyggingar í íslensku atvinnu- lífi. Sjálfstæðisfólk biður nú að- eins um umboð til þess að sýna hvernig leysa megi íslenskt efna- hags- og atvinnulíf út úr víta- hringnum. Alþingiskosningar geta orðið fyrr en varir. Óvissa um langlífi ríkisstjórna og um aðgerðir gegn aðsteðjandi vanda, hefur jafnan einkennt samsteypustjórnir vinstri manna. Skattar hækka og framtak einstaklinganna er drepið í dróma, sem að lokum leiðir til þess að stjórnmálaáhugi almenn- ings minnkar, stöðnum og sjálf- virkar bráðabirgðaúrlausnir skrif- finskubáknsins taka við. Eina leiðin út úr ógöngunum er aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokk- inn, flokk mannúðarstefnu, ein- staklingsfreisis og markvissrar atvinnuuppbyggingar. Heimdaliur ítrekar mikilvægi þess að íslendingar tryggi áfram öryggi sitt með varnasamstarfi við aðrar vestrænar þjóðir. Allir landsmenn hljóta að vilja stuðla að friði í heiminum. Slíkt verður best gert með sterku varnar- bandalagi vestrænna þjóða á með- an kommúnistaríki hafa þá yfir- lýstu stefnu að ná heimsyfirráðum með einum eða öðru hætti og á meðan þau sýna hvergi tilslökun í vígbúnaðaruppbyggingu. Því ber frjálsum einstaklingum að and- mæla og berjast gegn gerræðis- stefnu þessara ríkja. Frelsi ein- staklinganna til orðs og æðis, hvar sem þeir búa í heiminum, er und- irstaða þess að varanlegur friður komist á. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 Ljósm. RAX. Hér er allur hópurinn ásamt tveim fyrrverandi fegurðardrottningum, tem sáu um krýninguna. Frá vinatri: Unnur Steinson, sem kosin var Fulltrúi ungu kynslóðarinnar fyrir tveimur árum sfðan. Þá María Björk Sverrisdóttir, Guðrún Margrét Sólónsdóttir, Hildigunnur Hilmars- dóttir, Kolbrún Anna Jónsdóttir, Fanndís Steinsdóttir og Elísabet Traustadóttir. Fyrir framan þ»r situr svo Guörún Möller. Þar féllu mörg gleðitár Sagt frá úrslitum í fegurðarsamkeppni íslands og rætt við fegurðardrottningu ísland 1982, Guðrúnu Möller „Dómnefndin hefur lokiö störfum sínum, og viö munum nú kynna úrslit í Fegurðarsamkeppni íslands, tilkynnti Heiöar Jónsson, sem var kynnir á Broadway á sunnudagskvöldiö, þegar valdir voru fulltrúar íslands til aö taka þátt í hinum ýmsu feguröarsamkeppnum vítt og breitt um heiminn. Klukkan var 12 á miðnætti, þegar úrslit- in voru kynnt og mikil spenna var í loftinu, en gestirnir höfðu tekiö þátt í atkvæðagreiðslunni. Sex stúlkur tóku þátt i keppninni og hver af annarri voru þær kallaðar fram þang- aö til sú hlutskarpasta var orö- in ein eftir, en það varð Guð- rún Möller, 18 ára gömul reykvísk stúlka. Hlaut hún titil- inn fegurðardrottning íslands fyrir árið 1982 og réttinn til að keppa um titilinn Miss Uni- verse, en sú keppni mun fara fram í Perú. Einnig mun hún taka þátt í keppni um titilinn Ungfrú Skandinavía. Guðrún var jafnframt kjörin Ijósmynda- fyrirsæta ársins, en aö því vali stóðu Ijósmyndarar dag- blaðanna. Fegurðardrottning Fleykja- víkur var kjörin Fanndís Steinsdóttir, hlaut hún réttinn til aö keppa um titilinn Miss World en sú keppni fer fram í London. Kolbrúri Anna Jónsdóttir var svo kosin fulltrúi ungu kyn- slóðarlnnar og mun taka þátt í keppnl um titilinn Miss Young International, sem fram fer í Manilla á Filippseyjum. Fleiri fulltrúar íslands munu keppa erlendis. María Björk Sverrisdóttir mun fara til Jap- ans og keppa um titilinn Miss International. Hildigunnur Hilmarsdóttir fer á keppnina um titilinn Ungfrú Skandinavía. Guðrún Sólonsdóttir verður fulltrúi íslands I Miss Nations keppninni, sem mun fara fram í Marokkó. Guðrún var einnig kosin vinsælasta stúlkan í hópnum af stallsystrum sínum í keppninni og hlaut því titilinn Ungfrú Vinátta. Það var margt um manninn á Broadway þetta sunnu- dagskvöld og stúlkunum var vel fagnað. Við ræddum við Guðrúnu Möller, en eins og sönnum fegurðardrottningum sæmir, þá felldi hún gleðitár um leið og úrslitin voru kynnt. Spurðum við hana fyrst hvort þetta hefði komið henni mjög á óvart. „Ég ætlaði varla að trúa þessu, en auðvitaö finnst mér þessi úrslit ósköp ánægjuleg og var ég hrærð yfir undirtekt- um fólksins í salnum." Hvers vegna ákvaöst þú aö fara í fegurðarsamkeppnina? 18 ára gömul reykviak stulka, Guórún Möller var kosin Feg- uröardrottning fslands. „Ég var beðin um það og töluvert ýtt á eftir mér. Einnig hef ég gaman af fyrirsætu- störfum. Ég hef veriö í Módel- samtökunum undanfarin 4 ár, en keppni á erlendri grund getur veitt ýmis tækifæri í þeim efnurn." Fannst þér ekkert erfitt að taka þátt í keppni sem þess- ari? „Nei, ekki svo mjög, loka- stundin og spennan, sem fylgdi henni, var einna erfiöust. Það hjálpaði mér mikið að ég er vön að koma fram og því laus viö sviösskrekk, sem háir mörgum.“ Hvaða ávinning finnst þér þú hafa af því aö taka þátt í keppni sem þessari? „Þetta býður upp á skemmtilega hluti eins og ferðalög og kynni við ágætt fólk.“ Finnst þér feguröarsam- keppni í því formi, sem tíðkast, ekki stinga í stúf viö þá um- ræðu, sem hefur átt sér stað um stöðu konunnar á undan- förnum árum? „Nei, alls ekki. Hér er um að ræða gott tækifæri fyrir stúlk- ur sem hafa áhuga á Ijós- myndafyrirsætustörfum og vit- um viö að margar íslenskar stúlkur, sem tekið hafa þátt í fegurðarsamkeppni erlendis, hafa öðlast tækifæri, sem þær hefðu annars aldrei fengið.“ Guörún Möller er dóttir hjónanna Berta (söngvara) Möller, lögregluþjóns, og Erlu Möller. Hún lauk verslunar- skólaprófi í vor og hefur því tækifæri til aö gera hlé á nám- inu og halda því áfram seinna, eins og hún orðar þaö sjálf. En hvað er framundan? „Ég mun taka þátt í keppn- inni Miss Universe í Perú, lík- lega í lok þessa mánaöar. Annars fer ég í viðræöur við forstöðumenn keppninnar á morgun og þá skýrast málin betur," sagði hin nýkrýnda fegurðardrottning íslands, Guörún Möller. Elísabet Traustadóttir aam boriö hafur titilinn Faguröardrottning íalanda undanfarin tvö ór, krýndi Guórúnu Möllar og hér fagna þær stöllur aigri. Hjé þaim stendur Kolbrún Anna Jónsdóttir, sam kosin var Fulltrúi ungu kynslóöarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.