Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 47 „Yrði til þess að glæða þjóð- hátíðarhöldin auknu inntaki“ Kvennaframboð og Alþýðubandalag hlynnt samkomu herstöðvaandstæðinga 17. júní Á FUNDI borgarráðs þann 1. júní sl. var lagt fram bréf frá Samtökum herstöðvaandstæðinga, þar sem þess var farið á leit við borgaryfirvöld, að heimiluð yrði útisamkoma á vegum samtakanna á þjóöhátíðardaginn, 17. júní. Á fundinum voru kynnt drög að bréfi borgarstjóra til samtakanna og samþykkti borgarráð bréfið með 3 atkvæðum gegn 2. Borgar- ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með, en Sigurjón Pétursson, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir greiddu atkvæði á móti. Á fundinum lagði Sigurjón fram bókun, sem Ingibjörg Sólrún lýsti sig samþykka, en í bókuninni segir að sjálfsagt sé að heimila Samtök- um herstöðvaandstæðinga afnot af einhverju grænu svæði borgar- innar þann 17. júní. „Slíkt yrði til þess að glæða þjóðhátíðarhöldin auknu inntaki að mínu rnati," seg- ir í bókuninni. í bréfi borgarstjóra til samtak- anna kemur m.a. fram að almennt væru ekki gerðar athugasemdir af hálfu borgaryfirvalda við funda- höld undir berum himni. Kunnugt sé að Reykjavíkurborg gangist fyrir umfangsmiklum hátíðar- höldum fyrir alla borgarbúa á þjóðhátíðardaginn. Ekki þyki rétt að leggja bann við útifundarhöld- um annarra aðila á útivistarsvæð- um borgarinnar, en til þess sé mælst að samkomuhald her- stöðvaandstæðinga verði ekki lát- ið bera upp á 17. júní. Rúben trúður kom í fyrsta sinn fram í Norræna húsinu á sunnudaginn var, en á morgun, miðvikudag, hefst sirkusskóli hans. Sirkusskólinn fer þannig fram að börn sem þar taka þátt koma í Norræna húsið kl. 15 og velja sér hlutverk. Ilndirbúningsvinna stendur til kl. 17, en kl. 17.30 hefst sirkussýning fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa á að fylgjast með því sem fram fer. Skólahaldiö verður endurtekið með sama hætti á fimmtudag. A laugardaginn verður svo sirkussýning þar sem Rúben leikur listir sínar fyrir gesti og gangandi. Myndin hér aö ofan var tekin á sýningu Rúbens í Norræna húsinu sl. sunnudag. k«. Helgarskákmót á Hvolsvelli: Jóhann Hjart- arson bar sigur úr býtum FIMMTÁNDA Helgarskák- mót tímaritsins Skákar og Skáksambands Islands fór fram á Hvolsvelli um síðustu helgi og bar Jóhann Hjart- arson sigur úr býtum. Hlaut hann 8 vinninga af 9 mögu- legum. 1 öðru sæti varð Jón L. Árnason með 7,5 vinninga og jafnir í 3.-4. sæti voru Jó- hannes Gísli Jónsson og Karl Uorsteins. Verðlaun voru 5000 krónur fyrir fyrsta sæti, 3000 fyrir annað sæti og 2000 fyrir það þriöja. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Jóhanni Þóri Jónssyni, ritstjóra Skákar, var teflt í nýju bókasafni á Hvolsvelli og sagði hann að allar aðstæður hefðu verið mjög góðar. 35 keppendur tóku þátt í mótinu og sagði Jóhann að þetta væri jafnsterkasta Helgarskákmótið sem haldið hefði verið. Hlutskörpust í kvennaflokki var Sigurlaug Friðþjófsdóttir, skák- meistari Norðurlanda, en í „Old boys“-flokki varð Halldór Karls- son efstur. í unglingaflokki urðu tveir keppendur efstir og jafnir, Tómas Björnsson og Davíð Ólafs- son. Þrír menn voru heiðraðir á mót- inu fyrir vel unnin störf í þágu skáklistar í Rangárvallasýslu, en þeir eru Snorri Þorvaldssoji, Snorri Ólafsson og Stefán Jónas- son. Aukaverðlaun voru veitt fyrir besta árangur á fimm síðustu mótum, en verðlaun þessi eru 15.000 krónur. Helgi Ólafsson vann til þeirra og er þetta í þriðja skiptið sem hann hlýtur aukaverð- laun fyrir árangur sinn á Helg- arskákmótum. Helgi var búinn að vinna til þessara verðlauna áður en mótið á Hvolsvelli fór fram. Tímaritið Skák færði bókasafn- inu, þar sem mótið fór fram, að gjöf allar þær bækur sem Skák hefur gefið út, en þær eru á milli 20 og 30 talsins. Því nú er sumar — sumar Umboðsmenn STÆí um land allt Þórthamar, Stykkiahólmí, Eplið, ÍMtirði, RAM, HÚMvík, Skógar, Egilntöðum, Báran, Grindavík, Bakhútið, Hatnarfirði, Eyjabaar, Veatmannaayjum, ísbjörninn, Borgarneai, LEA, Olatavik, Patróna, Patrekatiröi, Álfhóll, Siglufirði, Palóma, Vopnafirði, Auaturbær, Rayðarfirði, Kauptélag Rangæinga, Hvoltvelli, Alþena, Blönduóti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.