Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.1982, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 JHvrgauiblabib flfottttiiilifafeifr AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |H*r0anitUbib ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 Englendingur beið bana á Hólssandi 31 ÁRS gamall Knglendingur beið bana í bílveltu á Hólssandi fyrir austan Jökulsá á Fjölhim laust fyrir klukkan 14 í gær. Slysið átti sér stað skammt fyrir austan brúna yfir Hólssels- kíl, skammt frá bænum Hólsseli. Fimm Englendingar voru í Range Rover-jeppabifreið og mun öku- maður bifreiðarinnar hafa misst stjórn á henni í lausamöl með Austlæga átt- in kólnandi — Þessum hlýindum valda leifar af hitabylgju, sem gengið hefur yfir Evrópu, en hins vegar er þetU ekkert óvenjulegt veð- urlag, kannski óvenju hlýtt, en viðbrigðin eru auðviUð mikil, sagði Trausti Jónsson veður- fræðingur er Mbl. ræddi við hann á Veðurstofu íslands í gær. Trausti Jónsson sagði að hiti um helgina hefði víða ver- ið í um 20 stigum á Norðaust- urlandi, en svalt hefði verið með ströndum. í gær var víða þokuloft og svalt Norðanlands og vestan, en hlýrra í inn- sveitum. Þannig var hiti um 3 stig á Hornbjargsvita og 4 á Raufarhöfn, komst í 15 stig í Reykjavík í hádeginu, en féll skömmu síðar niður í 12 stig, hiti var 19 stig á Eyvindará, 17 á Grímsstöðum og 18 á Síðumúla. Ekki er gert ráð fyrir örum breytingum í dag, en hæð yfir Grænlandi er vaxandi og helst má vænta kólnandi veðurs norðanlands og lítilsháttar úrkomu suðaustanlands, en austlæga áttin verður áfram ríkjandi. þeim afleiðingum, að hún valt eina veltu. Hinn látni, sem var farþegi í aftursæti, kastaðist út úr bifreið- inni og lenti undir henni. Hinir fjórir voru fluttir í sjúkrahúsið á Húsavík, en enginn þeirra slasað- ist aivarlega. Mennirnir voru á leið úr Mývatnssveit í Ásbyrgi. Þeir komu hingað til lands fyrir nokkrum dögum. Range Roverinn er gjörónýtur eftir veltuna. Mínútan í 9.900 kr. GJALDSKRÁ auglýsinga útvarps og sjónvarps hækkuðu um mánaða- mótin um sem svarar 20%. Hvert orð í útvarpi kostar nú frá 13 kr. upp í 52 kr. eftir flokk- um. 7 sek. í sjónvarpi kosta eftir hækkunina 1.800 kr. og 60 sek. 9.900 kr. Flokkur 1 í auglýsingatíma út- varps hækkaði úr 11 kr. í 13 kr. hvert orð, flokkur 2 úr 18 kr. í 21 kr., flokkur 3 úr 22 kr. í 26 kr. og flokkur 4 úr 44 kr. í 52 kr. I sjónvarpi er verðskráin miðuð við sekúndufjölda í útsendingu og er gjaldskráin miðuð við 7 sek. og upp í 60. 7 sek. kostuðu áður 1.500 kr. en kosta nú 1.800 kr. 60 sek. hækkuðu úr 8.250 kr. í 9.900 kr. Einstök veðurblíða setti svip á hátíðahöld sjómannadagsins um allt land. Margt var sér til gamans gert og brugðu ungir jafnt sem eldri á leik. Meðfylgjandi mynd tók Ragnar Axelsson í Nauthólsvík á sjómannadaginn. Sjá nánar á miöopnu. „Þú aftur“ Lenti í árekstri við lögreglubifhjól í gær og á sunnudag við sjúkrabifreið Lögreglumaður á bifhjóli var fluttur í slysadeild eftir árekstur viö Lada-jeppa á gatnamótum Suðurlands- brautar og Vegmúla um klukkan níu í gærmorgun. Meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Tildrög slyssins voru þau, að ökumaður Lada-jeppans ók norður Vegmúla og beygði inn á Suðurlandsbraut til vesturs. Hann hugðist aka að húsagöt- unni við Suðurlandsbraut og var á öfugum vegarhelmingi þegar slysið átti ser stað. „Þú aftur,“ varð lögreglu- manni að orði þegar hann kom á slysstað, því daginn áður hafði ökumaður Lada-jeppans lent í árekstri við sjúkrabíl. Sá árekstur varð á Kringlu- mýrarbraut og mun ökumaður Lada-bifreiðarinnar hafa ekið fyrir sjúkrabifreiðina, þegar hún var að fara framúr. Allt steíhir 1 verkföll á fimmtudag og föstudag Deilan hefur harðnað undir þaö síðasta, en samn- inganefndir ASÍ og VSÍ eru boðaðar til fundar í dag ALLAR líkur benda nú til þess, að til tveggja daga verkfalls flestra verka- lýðsfélaga innan ASÍ komi 10.—11. júní n.k., en innan ASÍ eru liðlega 60 þúsund félagar. — Það hefur ekkert þokazt í samkomulagsátt á fundum aðila síðustu daga og má segja, að málið sé í hnút, sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, í samtali við Mbl. Samninganefndir ASÍ og VSÍ hafa verið boðaðar til fundar í dag klukkan 14.00, en litlar líkur eru taldar á neinni hreyfingu. Vinnuveitendamsambandið lýsti sig reiðubúið fyrir helgina, að ræða um ákveðna heildarlausn mála, en skilyrði fyrir slíkri Iausn var sú, að öll aðildarsambönd Alþýðusam- bandsins væru inni í myndinni. Það var hins vegar ljóst, að Rafiðnaðar- samband Islands og byggingar- menn voru ekki tilbúnir, að gang- ast inn á þá lausn mála, en full- trúar þeirra voru boðaðir til fundar hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi til að ræða málin. Forystumenn Alþýðusambands- ins komu því á framfæri við vinnu-, veitendur á óformlegum fundum aðila fyrir helgina, að þeir væru til viðræðu um lausn málsins, sem gerði ráð fyrir 4% grunnkaups- hækkun á alla línu, auk ýmiskonar leiðréttinga. Vinnuveitendur lýstu því hins vegar yfir, að þessar hugmyndir ASÍ-manna væru mun hærri, en þeir gætu fallizt á. Alla helgina þokaðist því ekkert í samkomulagsátt með aöilum og að „Þorskkropp á Halanum“ Talstödvarrabb við Guðjón Kristjánsson, skipstjóra á Páli Pálssyni frá Hnífsdal „ÞAÐ er eitthvað af þorski að koma á miðin; það hefur verið þorskkropp á Halanum og vestur úr — þetta 3—4 tonn í hali og um 15 tonn af þorski á dag. En það er ekkert nýtt að þorskur sé ekki á miðunum í maí. Þorskur hefur komið í byrjun júní og sú held ég sé raunin nú,“ sagði Guðjón Kristjánsson, skipstjóri á togaran- um Páli Pálssyni frá Hnífsdal í talstöðvarrabbi við Mbl., en þá var togarinn á útleið eftir að hafa farið inn um helgina. Strekkingsvindur var af norðaustan en ekki mikill sjór. „Þorskurinn hefur verið óvenju horaður; afleiðing þess að lítið hefur verið um æti í haust og vetur og hrygningin hefur gengið nærri fiskinum; — hefur komið eins og þvengur til baka. Við getum ekki sótt fisk annað yfir veturna og svo kveina menn þegar afli kemur ekki í land. Þorskurinn hagar sér ekki eftír einhverri pöntun; þó hann hafi verið á miðunum hér í fyrra, þá þarf svo ekki að vera í ár. Togur- unum er bannað að sækja hann þar sem hann er. Húnaflói hefur verið lokaður togurum síðan 1976. Við tókum um 700 tonn á ári þar fyrir lokun. Gátum hafið veiðar þar snemma vors. En svæðunum var lokað og þrátt fyrir að fiskifræðingar og aðrir hafi mælt með opnun hefur báknið í Reykjavík ekki séð ástæðu til þess að opna það,“ sagði Guðjón. Hann sagði að Páll Pálsson hefði veitt um 2200 tonn frá áramótum; um 900 tonn af grálúðu, um 200 tonn af karfa og um 900 tonn af þorski en minna af öðrum tegundum. sögn verkalýðsforingja, sem Mbl. ræddi við í gærdag hefur deilan heldur harðnað undir það allra síð- asta. — Málið er í einum allsherj- ar hnút og það er alveg ljóst, að mikil breyting verður að verða á afstöðu manna, ef á að takast að afstýra fyrirhuguðu tveggja daga verkfalli flestra aðildarfélaga ASÍ 10.—11. júní nk., sagði einn af for- ystumönnum Alþýðusambandsins í samtali við Mbl. Annar forystu- maður í verkalýðshreyfingunni, sagði alveg ljóst, að hugmynd Vinnuveitendasambandsins um allsherjarlausn mála, væri alveg út úr myndinni, í því formi, sem hún var kynnt. Hún væri háð slíkum skilyrðum, að vonlaust væri að fall- ast á þau, en m.a. væri gert ráð fyrir því, að öll verkalýðsfélög með lausa samninga yrðu með í mynd- inni. Vinnuveitendur benda aftur á móti á, að þeir geti alls ekki litið á það sem neina lausn, ef aðeins hluti verkalýðsfélaga verður inni í myndinni. Áhrif fyrirhugaðra verkfalla 10.—11. júní n.k. eru nokkuð mis- munandi. Má nefna, að allt innan- landsflug flugfélaganna mun stöðvast, en hins vegar verður millilandaflug væntanlega með eðlilegum hætti, þar sem verka- Iýðsfélögin á Suðurnesjum taka ekki þátt í væntanlegu tveggja daga verkfalli, en hafa hins vegar boðað allsherjarverkfall frá og með 21. júní n.k. hafi samningar ekki tekizt. Þá fengust þær upplýsingar hjá skipafélögunum, að verkfall myndi ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. Áætlun skipanna yrði hagað í samræmi við aðstæð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.