Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 140. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líbanon: Búist við brott- för skæruliða Jóhanncs Páll páfi II Hefur látið undan síga eftir að hafa misst 3000 menn Peshawar, Pakislan, 28. júní. AP. SOVÉTMENN hafa hörfað með næstum allt sitt herlið frá Pansjher- dalnum í Norður-Afganistan eftir mikið afhroð og meira mannfall en þeir hafa orðið fyrir frá því þeir réðust inn í landið fyrir hálfu þriðja ári. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir áreiðanlegum heimildum i Pakistan og einnig eftir frönskum lækni, sem starfað hefur meðal skæruliðanna. Átta þúsund sovéskir hermenn, tíundi hluti hernámsliðsins, ásamt þúsundum stjórnarhermanna hafa tekið þátt í herförinni inn Pansjher-dalinn þar sem talið er, að 4000 frelsissveitamenn hafi verið til varnar. Eftir mánaðar- langa bardaga hafa þeir orðið að láta undan síga vegna „gífurlegs mannfalls". Skæruliðar segja, að 3000 rússneskir hermenn hafi fall- ið í valinn og virðist í því bera saman við aðrar heimildir. Haft er eftir afgönskum flug- manni, sem féll í hendur skæru- liða, að sovéskir flugmenn frá landamærahéruðum Sovétríkj- anna hafi verið fluttir til landsins til að taka þátt í þessum hernað- araðgerðum, sem eru þær mestu frá upphafi hernámsins. Vestræn- ir sendimenn telja þetta benda til þess, að Sovétmenn geri ekki betur Lundúnir sem í stálgreipum gíf- urlegs umferðaröngþveitis Járnbrautarstarfsmenn ákveða ad hætta verkfallsaðgerðum li«ndon, 28. júní, AP. LEIÐTOÍJAR breska járnbraut- arstarfsmanna ákváðu í dag að hætta verkfallsaðgerðum og munu lestarferðir aftur hefjast á mið- nætti annað kvöld. Gifurlegt öng- þveiti hefur ríkt í London í dag og hafa milljónir manna átt i erfið- leikum og orðið strandaglópar í borginni og utan hennar. Strax í nótt fylltust allar leiðir til Lundúna af einkabílum og í morgunsárið náðu þær tugi kílómetra út frá borginni. Þetta er í fyrsta sinn frá 1926 að saman fer verkfall hjá járnbrautunum og neðanjarðar- lcstunum. Á ársfundi samtaka járn- brautarstarfsmanna, sem fram fer í Plymouth, var í dag sam- þykkt með 47 atkvæðum gegn 30 að aflýsa verkfallinu en þúsund- ir félagsmanna höfðu virt það að vettugi og haldið uppi lágmarks- þjónustu víða um landið. Þessi ákvörðun kemur mjög á óvart og virðist sem stefnt gegn þeim hótunum herskárra manna í verkalýðsfélögunum að þrengt verði að ríkisstjórn Thatchers með víðtækum verkföllum í breskum ríkisfyrirtækjum. Sid Weighell, formaður samtak- anna, hefur átt undir högg að sækja fyrir ákafa vinstrimanna í félaginu og virðist nú hafa tekið afstöðu gegn þeim eftir að ljóst var, að mikil andstaða var gegn verkfallinu meðal verkamanna. Ekkert var hins vegar ákveðið með verkfallið hjá neðanjarðar- lestunum en starfsmenn þeirra semja sérstaklega um sín kjör. Að sögn Lundúnalögreglunnar var umferðaröngþveitið ólýsan- legt og miklu verra en svartsýn- ustu menn hafði órað fyrir. Áll- ar götur og leiðir voru yfirfullar af bílum, sem hvorki komust aft- ur á bak né áfram, og máttu margir dúsa þar sem þeir voru niðurkomnir klukkustundum saman. Venjulegar umferðar- reglur voru látnar lönd og leið og bílum lagt hvar sem þeim varð fyrir komið. Talsmaður félags bifreiðaeigenda sagði, að borgin væri sem í „stálgreipum" hundr- uð þúsunda bifreiða, sem tepptu allar samgönguleiðir í og að borginni. Þrátt fyrir ástandið er sagt, að sumir hafi grátið það þurrum tárum, t.d. hóteleigend- ur í London, sem sjaldan hafa upplifað aðra eins dýrðardaga. en að ráða helstu borgunum þrátt fyrir að þeir hafi 85.000 manna herlið í landinu. Franskur læknir, Laurence Lemonier, sem unnið hefur hjálp- arstörf meðal skæruliða ásamt fleiri löndum sínum, segir, að skæruliðar hafi aðeins orðið fyrir minniháttar manntjóni þá 40 daga, sem bardagarnir stóðu. „Þeir felast í fjöllunum á daginn en gera síðan árásir í skjóli myrk- ursins,“ sagði Lemonier. Atök 1 Poznan Varsji, 28. júni AP. TIL nokkurra ítaka kom í Poznan í dag þegar óeirðalögreglumenn með kylfur á lofti réðust að um 4000 manns, sem safnast höfðu saman við minnismerki um verkamannaupp- reisnina þar í borg fyrir 26 árum. Að sögn sjónarvotta í Poznan hóf- ust mótmælin með því, að mann- fjöldinn gekk frá Cegielski-verk- smiðjunum, þar sem óeirðirnar hóf- ust 1956, að miklum krossi, sem Samstaða lét á sínum tíma reisa til minningar um atburðinn. Þegar þangað kom umkringdi fjölmennt' lögreglulið, búið vatnsbyssum, fólk- ið og rak það á burt eftir nokkur átök. Þetta eru fyrstu átökin milli lögreglunnar og almennings í tæpan hálfan mánuð en kirkjan hefur skorað á fólk að sýna stillingu því hún óttast að herstjórnin muni nota mótmælin sem átyllu til að koma í veg fyrir heimsókn páfa til Póllands í ágúst nk. Tel Aviv, Beirút, 28. júní. AP. ÍSRAELSKA ÚTVARPIÐ sagði í dag, að Ijóst yrði „innan nokkurra klukku- stunda" hvort skæruliðar Palestínumanna féllust á að fara á brott frá Líbanon og var sagt, að á því væru góðar horfur. Aðeins væri um það rætt hvernig þeir gætu hagað brottfórinni með sem minnstum álitshnekki. Jó- hannes Páll páfi II sagðist i dag fús til að fara til Líbanons án tafar ef það mætti verða til að stuðla að friði í landinu en hann hvatti til þess í gær, sunnudag, að réttindi palestínsku pjóðarinnar yrðu viðurkennd. Útvarpið í ísrael sagði í dag, að nú væri aðeins rætt um hvernig skæruliðar Palestínumanna gætu yfirgefið Líbanon „með sóma“ en þeir gerðu m.a. þær kröfur, að þeir fengju að hafa með sér einföldustu handvopn, að stofnunum þeirra og fyrirtækjum í Líbanon, öðrum en hernaðarlegum, yrði eirt og að nokkur hópur skæruliða yrði gerð- ur að deild í líbanska hernum. Hafði útvarpið eftir ísraelskum embættismanni, að á þetta mundu Israelar þó aldrei fallast. Philip Habib, sendimaður Bandaríkjaforseta, sem staðið hefur í samningaviðræðunum við Palestínumenn ásamt líbönskum embættismönnum, sagði í dag, að nú væri reynt að finna málamiðl- un milli þeirrar hótunar ísraela að uppræta PLO og neitunar sam- takanna við formlegri uppgjöf. Shafik Wazzan, sem nú er að láta af embætti forsætisráðherra í líb- önsku stjórninni, kvaðst í dag hafa fengið svör Arafats, leiðtoga PLO, við úrslitakostum Israela en þeir voru að skæruliðarnir yrðu fluttir vopnlausir með bifreiðum til Sýrlands undir eftirliti Rauða krossins. Wazzan sagði ekkert um svörin en haft er eftir heimildum, að Arafat hafi hafnað kostum ísraela. Þess í stað bauðst hann til að flytja menn sína á brott með skipi þar sem „fáni palestínsku þjóðarinnar blakti við hún“ og að því tilskildu, að Israelar drægju herlið sitt til baka frá Beirút. Jóhannes Páll páfi II kvaðst í dag vilja fara tafarlaust til Líban- on til að biðja þar fyrir friði og að endi yrði bundinn á hörmungar fólksins. í gær, sunnudag, hvatti hann til að réttindi Palestínu- manna yrðu viðurkennd enda væri það forsenda fyrir lausn á vanda- málum Miðausturlanda. M4-hraöbrautin til Lundúna á mánudagsmorgni. Strax á þriöja tímanum í fyrrinótt var umferðin orðin mikil og undir morgun stöðvaðist allt. Þá náðu bílalestirnar tugi kílómetra út frá borginni. ap. Afganistan: Sovéski herinn biður afhroð í Pansjher-dal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.