Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 Suðvesturland: Vinna hafin að nýju í fjórum frystihúsanna VINNA er nú hafin að nýju í 4 af 5 frystihúsum, sem stöðvuðust fyrir nokkru vegna verkfalla og vanda út- gerðarinnar. Bru togarar þessara frystihúsa nú á veiðum. Þau frystihús, sem vinna er haf- in í að nýju, eru ísbjörninn, frysti- hús Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar, Sjöstjarnan í Keflavík og Hraðfrystistöðin í Reykjavík. Þórshafnartogarinn kom- inn til heimahafnar l»órshöfn, 28. júní. ÞÓRSHAFNARTOGARINN svokalladi, sem hlotiö hefur nafnið Stakfell, kom til Þórshafnar í gærdag klukkan 14.00, en hann hefur verið liðlega eitt og hálft ár í smíöum í Noregi. Skipstjóri er Ólafur Aðalbjörnsson og yfirvélstjóri Sigurður Vilmundarson. Hið nýja skip er liðlega 473 lest- ir, 50,75 metrar að lengd og 10,30 nietrar á breidd. Skipið er knúið 2.200 hestafla Wickmann vél og ljósavélar eru 300 hestafla af Cat- erpillar-gerð. Kaupverð er liðlega 50 milljónir króna, sem heima- menn telja vera hálfvirði, sé tekið mið af skipum, sem verið er að hleypa af stokkunum hér á landi. Eigendur skipsins eru fimm, Þórshafnarhreppur sem á 23%, Hraðfrystistöðin 23%, Kaupfélag- Látinn eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi MAÐURINN sem varð fyrir gröfu, sem vörubíll dró á eftir sér á Vestur- landsvegi þann 9. júní síðastliðinn, lést á sunnudag. Hann hét Guö- mundur Baldursson, 26 ára gamall til heimilis að Bragagötu 22. Guð- mundur heitinn var á reiðhjóli þegar slysið átti sér stað. ið 12%, Svalbarðshreppur 2% og Jökull á Raufarhöfn 40%. Sam- komulag er um, að skipið muni landa 75% af afla sínum hér á Þórshöfn. Þess má geta, að samþykkt var í hreppsnefnd 1. júní 1979, að at- huga með kaup á skipi og ekkert skeði í málinu fyrr en hið fræga skip Ingvar Ivertsen kom inn í myndina. Það mál gekk síðan allt til baka eins og flestum er eflaust kunnugt um. Síðan var sem sagt samþykkt í apríl á síðasta ári að gera samning um smíði á þessu skipi og hefur smíðin gengið eftir óskum. Reiknað er með að skipið fari fljótlega á veiðar. — FrétUriUri. 'O INNLENT Rangæingur — Hagvirki: Grunnkaupsþátturinn sendur sáttasemjara SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu Verkalýðsfélagsins Rangæings og Hag- virkis, stærsta verktakans við Sultartanga, og Landsvirkjunar fór fram í gærdag, að sögn Sigurðar Oskarssonar, framkvæmdastjóra Rangæings. Hrauneyjafoss í dag og á morgun. Sigurður Óskarsson sagði, að reiknað væri með að 250—300 manns yrðu í starfi í sumar. — Við erum vongóðir um að ná árangri í viðræðum um vaktirnar og launahvetjandi kerfi, en hvað varðar grunnkaupskröfurnar þá er það í mun meiri óvíssu, sagði Sigurður Óskarsson ennfremur. — Á fundinum var ákveðið, að vísa grunnkaupsþáttum samn- ingsins til sáttasemjara, en hins vegar verður haldið áfram að ræða um hluti eins og vaktafyrir- komulag og launahvetjandi kerfi, sagði Sigurður Óskarsson enn- fremur. Reiknað er með, að fundað verði um vaktafyrirkomulag og launa- hvetjandi kerfi á fundum inni við Auglýsendur athugið! Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblaði, þurfa framvegis að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á föstudögum. JttorjrjxmlilaXnfc Yfirvinnubann farmanna: Ævintýri á gönguför Það varð uppi fótur og fit í orðs- ins fyllstu merkingu er þessi myndarlega æðarkolla spásseraði með afkvæmin sín tvö eftir Aðal- stræti í gær. Að sögn þeirra, sem fylgzt höfðu með ferðum hennar, var hún á leið frá höfninni að Tjörninni og hefur líklega talið Tjörnina heppilegri fyrir unga smá en höfnina, enda leynast víða hættur fyrir veikburða unga, sem litnir eru hýru auga af veiðibjöllunni. Að minnsta kosti virtist sem hún teldi miðbæjarumferðina hégóma einn er hún spásseraði um bæinn og taldi það greinilega sjálfsagt að aðrir vegfarendur vikju úr vegi fyrir sér og sínum. Ljósmynd Mbi. rax. Albert Guðmundsson gekk af fundi utanríkismálanefndar: Mótmæli við framkomu ráðuneytisstjóra sem talsmanns þrýstihópa ALBERT Guðmundsson, alþingismaður, gekk út af fundi utanríkismálanefndar alþingis í gærmorgun, en þar var fjall- að um drög að efnahagssamningi við Sovétríkin. Morgun- blaðið hafði samband við Albert og spurði hann um ástæður þess að hann gekk út af fundinum. Svar Alberts fer hér á eftir: „Síðastliðinn föstudag var fundur í utanríkismálanefnd al- þingis um drög að efnahagssamn- ingi við Sovétríkin. Þar lagði ég ýmsar spurningar fyrir utanrík- isráðherra og fleiri, meðal annars hvers vegna hann hefði skipt um skoðun, sem óvenjulegt væri. Hann hefði áður verið á móti þessum samningsdrögum, en væri nú skyndilega fylgjandi þeim. Engin sú breyting hefur verið gerð á þessum drögum, að hún réttlæti slíka stefnubreyt- ingu frá mínu sjónarmiði séð og utanríkisráðherra gaf engar skýringar á því. Vitnaði hann í að slíkir samningar hefðu verið gerðir af Sovétríkjunum við önnnur Norðurlönd og að sjálf- sögðu skiptir það okkur ekki máli, en vegna þess að vitnað var svo sterklega í aðra samninga, sem Norðurlöndin hafa gert, óskaði ég eftir að fá afrit af þeim samningum fyrir fundinn í gær. Þau fékk ég ekki. Það kom fram á fundinum tillaga um að forystu- menn útflutningsaðila, sem hafa verzlað við Rússa, yrðu kvaddir á fund utanríkismálanefndar, en það var fellt, en ákveðið að við- skiptaráðherra og ráðuneytis- Er þegar farið að raska áætlunum skipafélaganna YFIRVINNUBANN farmanna, sem kom til framkvæmda 14. júní sl., er þegar farió aö hafa áhrif á áætlanir skipafélaganna og fyrirsjáanlegt er, aó það mun valda mun meiri vand- ræðum, ef þaó dregst á langinn. — Yfirvinnubannið er þegar farið að raska okkar áætlun. Skip eru farin að landa hér um helgar og koma síðan á röngum dögum til erlendra hafna, sem hefur í för með sér mikinn aukakostnað, þar sem þau þurfa að liggja í höfnum um helgar í stað þess að vera á siglingu, sagði Ragnar Kjartans- son, framkvæmdastjóri Hafskips, í samtali við Mbl. Litlar sem engar viðræður hafa farið fram milli deiluaðila, þ.e. farmanna og útgerðarmanna, undanfarnar vikur. Menn bíða eft- ir útkomunni í samningum ASI og VSI. Það bendir því allt til þess, að yfirvinnubann farmanna verði í gildi enn um sinn. stjóri, Þórhallur Ásgeirsson, kæmu á fundinn í gær og gæfu skýringar á þessum samnings- drögum. Viðskiptaráðherra sá ekki ástæðu til að koma, en ráðuneyt- isstjórinn kom þar hins vegar og hélt þar veika ræðu fyrir þeim rökum að samningana eigi að undirrita og ætlaði svo að leggja fram undirritað plagg frá þeim aðilum, sem utanríkismálanefnd sá ekki ástæðu til að fá á sinn fund. Þegar það skeður, mótmæli ég því að slíkt plagg verði lagt fram, þar sem ráðuneytisstjórinn er með því orðinn talsmaður þrýstihópa. Ég tel það víst, að þeir sem undirskrifuðu umrætt plagg, hafi ekki séð samnings- drögin, vegna þess að þau voru trúnaðarmál fyrir utanríkismála- nefnd. Af framangreindum ástæðum sagðist ég ekki vilja vera á fundi, þar sem slíkt plagg yrði lagt fram, en gat þess um leið og ég stóð upp, að mér þætti ótrúlegt, að samningsdrögin væru trúnaðarmál lengur og áskildi mér fullan rétt til þess að opinbera þau og ræða á opinber- um vettvangi. Mér er ekki nokkur leið að skilja hvernig á því stendur, að ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, Þórhallur Ásgeirsson, leggi svona mikinn þrýsting á að þetta samkomulag verði gert. Samkomulagið er saklaust plagg við fyrstu yfirferð að sjá, en í því felast hættur, sem íslenzka þjóð- in á að sjá, fá að vita um, áður en ríkisstjórnin samþykkir og undir- ritar það án þess að það hafi ver- ið lagt fyrir alþingi. Það er alveg augljóst, eftir þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, og eru stað- festar á fundi utanríkismála- nefndar, að gangur málsins er sá, að utanríkisráðuneytið hefur hafnað undirskrift þessa samn- ingsdraga áður, en nú hefur sendiherra íslands í Moskvu ver- ið kallaður á fund utanríkisráðu- neytisins þar, og eftir því sem ég sé bezt, er þar um þrýsting að ræða og sendiherra Sovétríkj- anna hér á landi hefur gengið á fund Ólafs Jóhannessonar og ef- laust er um einhvern ákveðinn þrýsting þar að ræða líka, en utanríkisráðherra okkar, Ólafur Jóhannesson, vill ekki skýra frá þeim viðræðum. Þess vegna tel ég fulla ástæðu til þess að það verði kannað, hvort hér er verið að beita íslenzka aðila óeðlilegum þrýstingi til að gera samninga, sem fyrst og fremst eru áróð- ursplagg og í öðru lagi fela í sér leyndar hættur, sem ber að var- ast,“ sagði Albert Guðmundsson. Bessastaðahreppur: Konur í stöð- um oddvita og sveitarstjóra Krla Sigurjónsdóttir oddviti. Anna S. Snæbjörns- dóttir sveitarstjóri. NÝKJÖRIN hrcppsncfnd Bcssa- staðahrepps kom saman til fyrsta fundar í Bjarnastaöaskóla 27. júní sl. Hreppsnefndina skipa: Erla Sig- urjónsdóttir, húsmóðir, Smiðs- húsi, Þorgeir Bergsson, véltækni- fræðingur, Norðurtúni 23, Anna S. Snæbjörnsdóttir, skrifstofumað- ur, Melshúsum, Ólafur E. Stef- ánsson, ráðunautur, Tjörn, Þor- geir J. Andrésson, byggingaverk- fræðingur, Gerði. Hreppsnefnd kaus Erlu Sigur- jonsdottur oddvita og Þorgeir Bergsson varaoddvita. Þá var Anna S. Snæbjörnsdóttir ráðin sveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.