Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 3 Geir Hallgrímsson um efnahagssamninginn við Sovétmenn: Viðskiptin notuð til þrýstings „VIÐ sjálfstæðismenn í utanríkis- málanefnd Alþingis erum andvígir gerð þessa almenna efnahagssamn- ings vid Sovétríkin,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður utanríkis- málanefndar í gær, eftir að fundi nefndarinnar lauk í gær en þar geröu embættismenn grein fyrir þessum samningi. „Nefndin ályktaði ekki um samninginn, en að mati okkar sjálfstæöismanna hefði verið eðlilegt, að greina frá honum á Al- þingi og gefa mönnum færi á að ræða efni hans og aðdraganda þar, áður en rikisstjórnin ákvað að undir- rita samninginn." Geir Hallgrímsson sagði, að gengið væri til þess að rita undir samninginn í þessari viku fyrir þrýsting vegna viðskiptaviðræðna, sem fram fara við Sovétmenn nú í vikunni. Þessi almenni efnahags- samningur væri gerður undir því yfirskyni, að hann stuðli að þróun viðskipta og fjölbreytni þeirra. Þá sagði Geir Hallgrímsson: „í því felst pólitísk stefnubreyting að gera slíkan almennan efnahags- samning. Sovétmenn hafa sett fram óskir eða kröfur um samning um efnahagssamvinnu um nokk- urt árabil, líklega síðan 1975 eða 1976 og hefur þessum kröfum jafnan verið hafnað." „Ég sé engin rök fyrir því, að breytt sé um stefnu að þessu leyti nú,“ sagði Geir Hallgrímsson „hvorki efnahagsleg né viðskipta- leg. Við sjálfstæðismenn teljum, að viðskiptasamningurinn frá 1953 og seinni bókanir á grund- velli hans dugi alfarið um versl- unarviðskipti okkar við Sov- étmenn. Það hefur nú fengist tæplega 30 ára reynsla af þeim samningi og hún bendir síður en svo til þess, að viðskipti milli þjóð- anna hafi strandað á því, að ekki hafi verið í gildi samningur um almenna efnahagssamvinnu. í af- stöðu okkar sjálfstæðismanna í utanríkismálanefnd felst ekki andstaða við eðlileg viðskipti við Sovétmenn." „Þau rök hafa verið færð fram fyrir gerð þessa efnahagssamn- ings,“ sagði Geir Hallgrímsson „að svipaðir samningar hafi verið gerðir við önnur Vestur-Evrópríki. Hvað sem því líður höfum við Is- lendingar til þessa ekki talið það þjóna hagsmunum okkar að gera slíkan samning. Við höfum talið fullnægjandi frá okkar sjónarmiði að hafa áðurgreindan viðskipta- samning frá 1953, menningar- og vísindasamvinnusamning frá 1961 og samning um vísinda- og tækni- samvinnu á sviði sjávarútvegs frá 1977. Þegar því er haldið fram, að nú þurfi að gera sérstakan samning um efnahagssamvinnu, er í raun annað hvort verið að segja, að Sovétmenn hafi ekki staðið við viðskiptasamninginn, eða að þeir hóti að draga úr viðskiptunum við íslendinga nema efnahagssamn- ingur sé gerður. Hvorug rökin skapa viðunandi forsendu fyrir gerð þessa nýja samnings." „Við sjálfstæðismenn teljum fráleitt,“ sagði Geir Hallgrímsson „að verslunarviðskiptin séu notuð til að þrýsta Islendingum til að gera samninga um önnur atriði eins og almenna efnahagssam- vinnu. Umræddur efnahagssamn- ingur hefur verið í undirbúningi í um það bil eitt ár, hins vegar er ekki ljóst hver tók ákvörðun um _ þá stefnubreytingu að hefja gerð samningsins né hvenær sú ákvörð- un var tekin. Svo mikið er víst, að alþingismönnum hefur verið hald- ið þar fyrir utan.“ Þyrla frá varnarliðinu sótti ellefu ára gamla stúlku upp á Akranes á sunnu- dag og flutti hana til Reykjavíkur. Þyrlan lenti á lóð Borgarspítalans um klukkan 17.30. Stúlkan datt af hestbaki og hlaut höfuðmeiðsl. Mynd MbL A-S. Það þarf engan að undra þótt Daihatsu Charmant á 114.800 (með öllu) sé Viö getum þó enn látið þá, sem láta hendur mák standa fram Daihatsu Charmant LC, er frábær fjölskyldubíll í lúxusklassa á sama tíma og sparneytni hans er rómuö, og alhliöa hagnýtni. Tryggið ykkur gæðabíl á ævintýralegu veröi. Viðurkennd gæði, viðurkennd þjónusta og valið er auövelt og öruggt. DAIHATSU UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23. SÍMI 85870—31979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.