Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 Heimir Barðason tekur flugió. Ljósm. Mbi. as. Motocross-keppni Vélhjólaklúbbsins Á sunnudaginn fór fram moto- cross-keppni á brautinni sunnan við Grindavíkurafleggjarann. Keppnin var haldin á vegum Vél- hjólaíþróttaklúbbsins (VÍK). Fjór- tán hjól hófu keppni í 125—500 cc flokki. Sigurvegari í keppninni varð Heimir Barðason á Maico 490 cc og hlaut hann 30 stig. Öll hjólin kepptu tvisvar, hálf- tíma í senn. Brautin var að sögn kunnugra mjög erfið, u.þ.b. 2.000 metra löng með mörgum beygj- um, hæðum og lautum. Þeir sem lengst komust fóru um 12 hringi í hvorri umferð, meðalhraði var tæplega 50 km á klst. Sigurvegari var eins og áður segir Heimir Barðason. I öðru sæti varð Þorkell Ágústsson á Kawasaki 250 cc. Hann hlaut 24 stig. í þriðja sæti Októ Einars- son á Husqvarna 430 cc, en hann hlaut 18 stig, og í fjórða sæti Guðbergur Guðbergsson Suzuki 490. Guðbergur hlaut einnig 18 stig, en þar sem Októ hafði fleiri stig í síðari umferð bar hann sig- urorð af Guðbergi. ________________________5_ Tónleikar á Egilsstöðum Kgilsstöðum, 27. júní. KÓR Kgilsstaðakirkju hélt tónleika á fimmtudaginn undir stjórn Jóns Olafs Sigurðssonar. Á efnisskrá voru verk eftir Hans Puls, Botniansky, Vilhjálm Ein- arsson, Inga T. Lárusson, Jón Nordal, Sigfús Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Pál ísólfsson, Bach, Hándel, Grieg, Bruckner, Franck, Þórarin Guðmundsson og Björgvin Guðmundsson. Tónleikarnir voru fjölsóttir. Á tónleikunum söng Laufey Egils- dóttir einsöng — en hún hefur að undanförnu stundað söngnám við Söngskólann í Reykjavik. Undir- leikari auk söngstjóra var Sigur- björg Helgadóttir. Jón Ólafur Sig- urðsson lék auk þess á orgel kirkj- unnar Toccata og fuga í F-dúr eftir Buxtehude og Prelúdía og fuga í c-moll eftir Bach — og söng ein- söng í verki C. Franck. Formaður stjórnar Kórs Egils- staðakirkju er Hermann Eiríksson. — Ólafur. ViimuMamir frá 4 mismunandi gerðir af Mazdabíl- um, sem eru tilvalin lausn á flutningaþörfum flestra fyrirtækja og einstaklinga. B 1800 PICK UP Léttur og lipur skúffubQl, sem ber 1 tonn. 5 gíra kassi og 1800 cc vél, sem er í senn aflmikil og sparneytin, þægileg still- anleg sæti fyrir 2 farþega auk ökumanns. Margar gerðir af létt- um lausum húsum eru fáanlegar. ^ Verð kr: 98.500 W 323 SENDIBILL Þetta er lokuð útgáfa af hinum geysivinsæla Mazda 323 stadion. Frá því að þessi bíll kom á markaðinn snemma á þessu ári, þá höfum við aldrei annað eftirspurn. Sparneyt- in 1300 cc vél. Þetta er tilvalinn bíll fyrir sölumenn, við- gerðar og þjónustumenn og aðra sem þurfa hpran og þæg- ilegan bíl, sem samt ber ótrúlega mikið. Verð kr: 86.000 Sérlega rúmgóður og þægilegur frambyggður sendibíll með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Rúmar óvenju vel, þar sem gólf hleðslurýmis er alveg slétt og án hjólaskála, hleðsludyr eru á báðum hhðum og gafh. 1600 cc vél og 5 gíra kassi. Verðkr: 114.000 Pallbílsútgáfa af E1600 van hér að ofan. Sléttur pallur með hleðsluhæð em er aðeins 73 cm með skjólborð felld niður. Verð kr: 108.500 BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.