Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 13 Laugarásbíó sýnir í strætinu LAUGARÁSBÍÓ hefur nú hafið sýningar á „On the Nickel“ eða í strætinu, eins og kvikmyndin nefnist á íslensku. Þar segir af Sam, en hann er miðaldra óreglumaður í Los Angeles sem elur manninn í strætinu vegna drykkjuskapar og leti. Eina markmiðið í líf- inu er að berjast fyrir næstu flösku. Höfundur handrits, fram- leiðandi og leikstjóri er Ralph Waite. Með aðalhlutverk fara Ralph Waite, Donald Moffat og Hal Williams. Kór Öldutúnsskóla og Listahátíð: Örnólfur bað Egil afsökun- ar á sunnudag MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá framkvæmdastjórn Listahátíðar: Frá framkvæmdastjórn Lista- hátíðar. Vegna fréttar í Morgunblaðinu sl. sunnudag um að Listahátíð hafi svikið og hundsað Kór öldu- túnsskóla, vill framkvæmdastjórn Listahátíðar taka fram eftirfar- andi: Listahátíð óskaði eftir því við Egil Friðleifsson, að Kór Öldu- túnsskóla syngi úti meðan á hátíð- inni stæði. Samkvæmt upplýsing- um Örnólfs Árnasonar fram- kvæmdastjóra, sem nú dvelst er- lendis, hafði Egill Friðleifsson hins vegar ekki viljað að kórinn kæmi fram einn, heldur í tengsl- um við einhver önnur útiatriði. Af öðrum útiatriðum varð þó ekki af ýmsum ástæðum. Hins vegar hefur skort á að fram- kvæmdastjóri Listahátíðar hefði nægilegt samband við stjórnanda kórsins, svo að hann fengi að fylgjast með framvindu mála. Sl. sunnudag hringdi fram- kvæmdastjórinn til Egils Frið- leifssonar erlendis frá og bað hann afsökunar á þessu. Með þökk fyrir birtinguna. Framkvæmdastjórn Listahátíðar. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Golfklúbbur stofn- aður í Bolungarvík Rolungarvík, 25. júní. Á SL. SUMRI var hafinn undirbún- ingur að stofnun golfklúbbs hér í Bolungarvík, þá var kosin undirbún- ingsnefnd sem tók þegar til við gerð bráðabirgðavallar, en í skipulagi bæjarins er gert ráð fyrir golfað- stöðu á svokölluðum söndum sem eru í mynni Syðridals. Þar telja sér- fræðingar ákjósanlegan stað fyrir golfvöll. Þessi bráðabirgðavöllur er sex holur, en nú er unnið að gerð níu hola vallar sem gengið verður frá samkvæmt ströngustu kröfum. Um síðustu helgi fengu klúbbfé- lagar Þorvald Ásgeirsson kylfing úr Reykjavík, til að leiðbeina golf- áhugafólki bæjarins. AIls tóku um 50 manns þátt í þessu námskeiði, konur og karlar á öllum aldri. I vor var stofnfundur Golf- klúbbs Bolungarvíkur haldinn og kosin þriggja manna stjórn, en hana skipa: Pálmi Guðmundsson, Jón Björn Sigtryggsson og Óskar Þorsteinsson. Klúbbfélagar stefna að því að halda 3 til 4 golfmót í sumar, og verður hið fyrsta haldið innan skamms, það verður sérstakt opnunarmót vallarins og þar verð- ur kylfingum úr nágrannabyggð- um boðin þátttaka. Gunnar H. Jón Björn púttar, Þorvaldur Ásgeirsson leiðbeinandi fylgist með. ÞURNNUR AUdNHBMMN IHOUáNDI Það er nánast sama hvers þú leitar - þú finnur allar útgáfurnar í Amsterdam! Fólk,verslun, tíska, menning, listir, veitingahús, skemmtistaðir, kaffihús, - Amsterdam á þetta allt - alls staðar að úr heiminum. Arnarflug flýgur til Amsterdam alla sunnudaga og miðvikudaga. Hafðu samband við söluskrifstofuna - Amsterdamflugið opnar þér ótal leiðir til styttri eða lengri ferða um Amsterdam, Holland eða Evrópu - sprengfullum af spennandi dægradvöl fyrir þig og þína. Amsterdam áœtlunin - frábœr ferdamöguleiki Hafið samband við Söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofurnar. Flugfélag með ferskan blæ 3fARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 it

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.