Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 17 Afmælisrit dr. Sigurðar Þórarinssonar: Eldur í Norðri í tilefni af sjötugsafmæli dr. Sig- urðar Þórarinssonar jaröfræðings hinn 8. janúar sl. gengust ýmis fé- lög fyrir útgáfu afmælisrits honum til heiöurs. Sögufélag sá um útgáf- una, en hin aöildarfélögin eru Hið íslenzka náttúrufræöifélag, Jarö- fræöafélag íslands, Landfræðifé- lagið, Hið íslenzka fornleifafélag, Jöklarannsóknafélag íslands, Norræna félagiö og Vísindafélag íslendinga, en dr. Sigurður hefur tekiö þátt í starfsemi þeirra allra. Bókin hlaut í endanlegri mynd nafnið „Eldur er í norðri" og vís- ar þar til erindis úr kvæði Jónas- ar Hallgrímssonar, Kveðju til Uppsalafundarins 1843: Eldur er í norðri, ei hefur reista móðir yfir mar, beltað bláfjöllum, blómgað grasdölum, faldað hvítri fönn. „Eldur er í norðri" er 520 bls. í stóru broti og hefur að geyma 47 ritgerðir um aðskiljanleg efni sem tengjast ævistarfi dr. Sig- urðar, en hann hefur komið við, auk jarðfræðinnar og landa- fræðinnar, bókmenntir og sögu, fornleifafræði og jöklafræði, fé- lagsfræði og náttúruverndarmál. Auk ritgerðanna 47 hefur bókin að geyma ritaskrá Sigurðar frá 1931 til 1980 og myndir úr ævi hans og starfi; auk þess grein Þorleifs Einarssonar um Sigurð og tvö kort sem Gylfi Már Guð- bergsson hefur útbúið og sýna annars vegar þá staði á Islandi sem Sigurður hefur rannsakað og ritað um og hins vegar þá há- skóla og borgir út um heim þar sem hann hefur flutt fyrirlestra. Loks er að finna í bókinni lengstu „Tabúlu gratúlatoríu" á íslandi til þessa, 1900 nöfn áskrifenda, sem heiðra vildu Sig- urð á sjötugsafmælinu. Siguröi afhent bókin. Ljótim. Mbl. KÖK. Leyniskjölum NATO stolið Maag, Hollandi, 25. júní. AF. ÞRÍR hollenskir hermenn sem eru í haldi hernaöaryfirvalda fyrir þær sakir aö hafa stofnaö öryggi landsins í hættu, voru i dag sagðir hafa haft undir höndum teikningar af mjög mikilvægri Nato-stöö í Suöur-Hol- landi. Varnarmálaráðuneytið neitaði að staðfesta þessa skýrslu í dag en blaðið Volkskrant, hollenskt dagblað, segir að teikningarnar hafi verið að sprengjuheldum herbergjum og baðherbergjum í stöðinni, sem eru byggð inn í hæð nálægt landamærum Belgíu. NATO-stöðin er staðsett um fjóra kílómetra suð-austur af Maastricht, sem er allra syðst í Hollandi. Hún hefur sitt eigið raf- magns- og vatnskerfi, en liðsmenn stöðvarinnar eru nokkur hundruð. Frá því hún var tekin í notkun, fyrir u.þ.b. einum áratug, hafa embættismenn í hollenska varn- armálaráðuneytinu staðfastlega neitað að gefa upp tilgang stöðv- arinnar, en talið er um sé að ræða aðalstöð NATO á mögulegum stríðstíma fyrir Mið-Evrópu eða norðlægari svæði hennar. Því hefur einnig verið neitað staðfastlega að um væri að ræða stöð sem hefði að geyma kjarn- orkuvopn. Yfirheyrslur yfir hermönnunum þremur hefjast í næstu viku, og réttarhöld yfir þeim munu fara fram innan þriggja mánaða. Skákmótið í Júgóslavíu: Hörð barátta um efstu sætin HORÐ barátta er nú um efstu sætin á alþjóðlega skákmótinu i Júgóslav- íu, en þeir Margier Pétursson og Sævar Bjarnason eru þar meðal efstu manna. Báöir unnu þeir í 5. umferð, Margeir vann alþjóölega meistarann Waisman frá Rúmeniu í 22 leikjum og Sævar Frakkann And- ruet. í 6. umferð gerði Margeir jafn- tefli við Júgóslavann Simic, sem er alþjóðlegur meistari, en Sævar tapaði fyrir stórmeistaranum Popovic. Fyrir 6. umferð var Abr- amovic, sem varð annar á Reykja- vikurskákmótinu, með 5 vinninga en á lakari biðskák við Vokic. Þeir Sævar og Margeir voru í 2.-6. sæti ásamt Vukic, Popovic og Sim- ic með 4V6 vinning. fer frá Keflavík á föstudögum í allt sumar! Breska bílalestin er nafn á sérstöku ferðatil- boði breska ferðamálaráðsins BTA og Flug- leiða. Flogið er til Glasgow eða London og síðan ferðast hver og einn um Bretland eins og hann lystir með bílaleigubíl eða lest og gistir á góðum hótelum víðsvegar um landið, sem eru þátttakendur í samstarfinu. Breska bílalestin er ferðamáti sem allir geta notfærtséren þóekkisíst fjölskyldur, þvíbörn og unglingarfá verulegan afslátt í flestum tilfellum. Það verður flogið frá Keflavík á föstudögum í allt sumar og stefna tekin á Glasgow eða London. Flug, bílaleigubílar, lestarferðir og gisting eru á frábæru verði. T.d, kostar flug- far, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aðeins frá 5.133 krónum sé flogið til London og flugfar, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aðeins frá 4.659 krónum sé flogið til Glasgow. Austin Mini er hægt að leigja fyrir minna en 60£ á viku með ótakmörkuðum akstri og ýmsa stærri bíla fyrir álíka hlægilegt verð. Ef þér hentar ekki að hefja ferðina á föstu- degi, getur þú tengt tilboðsverðið á bílaleigu- bílunum, lestarferðunum og gistingunni þeim sérfargjöldum, sem í boði eru hverju sinni. Leitið upplýsinga og fáið bækl- ing hjá söluskrifstofum Flug- leiða, næsta umboðs- manni eða ferðaskrif- stofunum. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.