Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 19 Shultz enginn nýliði í alþjóðastjórnmálum FORSETI Bandaríkjanna náði til George Pratt Shultz í London um klukkan 3 e.h. á föstudag, en hann langaði að vita, hvort Shultz, for- stjóri eins stærsta verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækis í heimi, myndi taka boði um embætti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Jákvætt svar Shultz kemur ekki á óvart, ef haft er í huga, að eftir að Reagan náði kjöri 1980, bar nafn hans hvað hæst þeirra sem nefnd voru til embættis utanríkisráðherra, en staðan hafnaði þá í höndum Alexander Haigs. Atburðarásin hófst á fimmtu- dag þegar Haig hótaði sem oftar að segja af sér, en munurinn á þessari hótun og þeim fyrri var sá, að hún var samþykkt. Hótan- ir hans voru orðnar einni of margar og stundir hans í emb- ætti voru taldar. Athygli hefur vakið, að Haig hafði ekki hug- mynd um að afsögn hans hafði verið samþykkt fyrr en seint á föstudag, en á sama tíma var Shultz að tjá samstarfsmönnum í fyrirtæki sínu fréttirnar um að hann léti nú af störfum þar um óákveðinn tíma vegna hins nýja starfs. George Pratt Shultz er fæddur í New York-borg þann 13. des- ember 1920 og er því á 62. ald- ursári. Hann gekk í einkaskóla í Windsor til að byrja með, en út- skrifaðist frá Princeton-háskóla 1942, þar sem hann hlaut mjög háar einkunnir í hagfræði. Meðan á síðari heimsstyrjöld- inni stóð var hann landgönguliði í Kyrrahafsátökunum, en að þeim loknum hóf hann kennslu- störf við Tækniháskólann í Massachusetts, þar sem hann varði síðan doktorsritgerð sína um iðnaðarhagfræði 1949. Shultz kenndi við tæknihá- skólann allt til 1957, en hann gerði hlé á störfum sínum við skólann frá 1955 til 1956 þegar hann starfaði sem yfirhagfræð- ingur ráðgjafarnefndar forset- ans um hagfræðileg málefni. Frá 1957 til 1962 var hann deildarforseti við viðskiptahá- skólann í Chicago, en þar starf- aði hann með hinum þekkta hag- fræðingi Milton Friedman sem talið er að hafi haft mikil áhrif á fjármálastefnu Reagans forseta og stjórnar hans. Haft er eftir Friedman um Shultz: „George stendur fast við stafkrókinn og grundvallarreglurnar, en hann er ekki sami hugsjónamaður og ég-“ Shultz tók síðan við starfi vinnumálaráðherra í stjórn Nix- ons 1969, en í júlí 1970 varð hann fjárlagastjóri og fluttist síðan yfir í fjármálaráðuneytið í júní 1972 þar sem hann tók við af John B. Connally. George Shultz er talinn einn af nánustu einkaráðgjöfum Reagans Bandaríkjaforseta og heimur alþjóðastjórnmála er honum vel kunnur. Hann er til að mynda nýkominn úr Evrópu- ferðinni með Reagan þar sem hann þjónaði hlutverki eins að- alráðgjafa hans, sérstaklega varðandi allan undirbúning fyrir leiðtogafundinn í Versölum. Eitt fyrsta verk Shultz í hinu nýja starfi utanríkisráðherra var að sjálfsögðu að halda fund með forsetanum sjálfum og öðr- um í stjórninni, sem, Haig hafði komist í andstöðu við suma hverja. Embættismenn í Washington leggja áherslu á að Shultz sé í raun enginn nýliði í starfi innan ríkisstjórnar, þar sem hann hafi bæði gegnt embættum í atvinnu- og fjármálaráðuneytinu í stjórn- artíð Nixons. Einnig telja þeir að ekki verði um neina stefnubreyt- ingu í utanríkismálum að ræða þrátt fyrir mannaskiptin. Bent er á, að Shultz sé þekktur fyrir annað en láta skapið hlaupa með sig í gönur, en þess- ari ábendingu er greinilega beint til Haigs, sem oft stóð í miklum deilum opinberlega. George P. Shultz, hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á gangi ásamt Ronald Reagan, forseta, á laugardag sl. Walter Mondale Edward Kennedy Fátt um ný svör á fundi demókrata Washington, 28. júní. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. FLOKKITR demókrata í Bandaríkj- unum kom saman til millikosninga landsfundar í Filadelfiu nú um helg- ina. Flokkurinn hefur ekki átt of sæla daga undanfarin ár, Vietnam- stríðið kom illa við hann og hörð keppni Jimmy Carters og Edward Kennedys um forsetaframbjóðenda- útnefninguna 1980, kom flokknum illa. Flokkurinn tapaði ekki eingöngu forsetakosningunni það ár heldur missti hann einnig meirihluta í öld- ungadeild bandaríska þingsins, sem var út af fyrir sig meira áfall því hann hafði ráðið þar ríkjum síðan 1954. Mikil samheldni réði ríkjum nú um helgina. Demókratar voru á einu máli um að Ronald Reagan stæði sig illa í embætti og efnahagsstefna hans næði ekki nokkurri átt. Þeir lýstu yfir stuðn- ingi við stefnu friðarhreyfingarinnar sem krefst þess að kjarnorkuvopna- framleiðsla verði stöðvuð þegar í stað, bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um, og eftirlit verði haft með framfylgi þeirrar samþykktar í báðum ríkjum. Þeir lokuðu augunum fyrir blóðbaðinu í Líbanon og sögðu að innrás ísraela hefði opnað leið til að koma á friði í Líbanon og endurreisa sjálfstæði þjóð- arinnar auk þess sem hún hefði þjarm- að að „Alþjóðahryðjuverkahreyfingu PLO“ og minnkað áhrif Sovétríkjanna í Miðausturlöndum. Hugsanlegir forsetaframbjóðendur flokksins í forsetakosningunum 1984 voru stjörnur fundarins. Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, vakti mesta athygli. Hann var síðastur til að halda ræðu, hinir sáu til þess að þeir þyrftu ekki að tala strax á eftir honum. Kennedy er þekktur fyrir að flytja mjög áhrifa- miklar ræður á landsfundum demó- krata. Hann talaði á sunnudag og byrj- aði á því að lýsa yfir stuðningi við jafn- réttisbaráttu bandarískra kvenna, en tilraun þeirra til að fá jafnréttisgrein inn í stjórnarskrána er nýfarin út um þúfur og nú hefur baráttan rétt hafist að nýju. Hann gagnrýndi Reagan harð- lega og benti á að síðan Reagan tók við embætti hafi 3 milljónir manna misst atvinnu. Hann sagðist hafa haft margt við stefnu Carters að athuga en stefna hans í mannréttindamálum hafi verið góð. Fundarmenn fögnuðu þessu en nafn Carters bar ekki oft á góma um helgina. Walter Mondale, fv. varaforseti Carters, nýtur mikilla vinsælda meðal demókrata og vakti mikla athygli á fundinum. Talið er að baráttan um for- setaframbjóðendaútnefningu flokksins verði hörðust milli hans og Kennedys. John Glenn, Garzhart, Ernest Hollings og Alan Cranston, öldungadeildar- þingmenn frá Ohio, Colorado, Suður- Karólínu og Kaliforníu, létu einnig ljós sitt skína á fundinum. Þeir héldu allir ræður við mismiklar undirtektir fund- armanna. Samstaða og friður ríkti á fundinum en það hefur ekki tekist á fundum demókrata í mörg ár. Nýjar hugmyndir um viðreisn efnahagslífsins komu ekki fram en þeir eru þó vonglaðir um að þeir náði aftur meirihluta í öldunga- deild þingsins í kosningunum í haust. Persónulegar vinsældir Reagans eru enn miklar þrátt fyrir allt. Hann kann að ákveða að bjóða sig fram til endur- kjörs eftir tvö ár. Ef einhver vonar- neisti um batnandi efnahagslíf lifir þá enn í brjósti þjóðarinnar getur barátta hinna vongóðu demókrata gegn honum reynst erfið. OÐRUM TIL FYRIRMYNDAR Kjörinn bíll ársins í hinu virta japanska bílablaði „Motor Magazine”. 46 sérfræðingar frá 16 þjóð- löndum stóðu að valinu. Þeirra samdóma álit var að Opel Ascona hefði allt það til að bera sem einn bíl getur prýtt: Frábæra aksturseiginleika og gott innanrými jafnt fyrir fólk sem farangur. Ascona væri þægilegur og öryggisbúnaður allur fyrsta flokks. Ennfremur væri Ascona aflmikill en jafn- framt spameytinn svo af bæri. Síðast en ekki síst væri verð Ascona vel samkeppnisfært. Vekur Opel áhuga þinn? Reiðubúinn í reynsluakstur? Hringdu og pantaðu tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.