Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 29 JMtfgttiiIilafrtíÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunnl 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasöiu 8 kr. eintakiö. Þrýstingur á fram- sóknarráðherra Eins og fram hefur komið í fréttum voru þeir framsóknarráðherrarnir Tómas Árnason í viðskipta- ráðuneytinu og Olafur Jóhannesson í utanríkisráðuneytinu háðir upphaflefía andvígir því, að gengið yrði til samnings við Sovétmenn um almenna efnahagssamvinnu. Fylgdu ráðherrarnir í andstöðu sinni þeirri afstöðu, sem íslenskar ríkisstjórnir hafa tekið undanfarin ár til óska Sovétmanna um slíkan samning. Svo fór þó, að framsóknarráðherrarnir skiptu um skoðun og hafa nú samþykkt samninginn um efnahagssamvinnu fyrir sitt leyti. Ríkisstjórnin hefur farið að tillögu framsóknarráðherranna. Ekkert bendir til, að Olafur Jóhannesson ætli að verða við eðlilegri ósk sjálf- stæðismanna í utanríkismálanefnd Alþingis um það, að rætt verði um þennan efnahagssamning og aðdraganda hans á Alþingi og undirritun hans látin bíða, þar til eftir slíkar umræður. Samningurinn verður að öllu óbreyttu undirritaður síðar í þessari viku, en nú fara fram við- skiptaviðræður við Sovétmenn í Reykjavík og hingað er væntanlegur einn af aðstoðarráðherrunum í sovéska utan- ríkisviðskiptaráðuneytinu. Framsóknarráðherrarnir tveir hafa ekki skýrt opinber- lega frá því, hvað valdið hafi stefnubreytingunni hjá þeim. Þeim er að sjálfsögðu ljóst eins og öllum öðrum, að versl- unarviðskipti Sovétmanna og íslendinga geta ekki verið hér í húfi, nema Sovétmenn séu teknir til við að beita íslenska samninganefndarmenn óeðlilegum þrýstingi, farnir að rugla saman reitum, og fulltrúar íslands láti undan ásókninni. Furðulegt skjal var kynnt í utanríkismálanefnd í gær- morgun, sem sýnir í hverju þessi þrýstingur á framsóknar- ráðherrana er fólginn. Undir yfirlýsingu um að samningur- inn um efnahagssamvinnu muni „auðvelda og treysta viðskipti okkar við Sovétríkin" og þess vegna skuli hann „samþykktur eins og hann nú liggur fyrir“ standa þessi nöfn og titlar: Árni Finnbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS, Rafn A. Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Norðurstjörnunnar hf., Hjört- ur Eiríksson, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS, Jón Júlíusson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, Pétur Ei- ríksson, forstjóri Álafoss hf., Sig. Orn Einarsson, skrifstofustjóri Seðlabanka Islands, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, og Haraldur Kröyer, sendiherra. Það kemur ekki fram hvort þessi þrýstihópur sendir bænar- skjalið með samþykki þeirra samtaka og stofnana, sem við nöfnin standa. Hins vegar mun það einsdæmi, að þannig sé staðið að samningsgerð Islands við önnur ríki, sem hér hefur verið lýst. Er ekki að undra þótt Sovétmönnum detti ýmsar kröfur í hug í viðskiptaviðræðum, þegar jafn áhrifa- miklir menn eru reiðubúnir að ganga fram fyrir skjöldu og vferja hinar sovésku óskir, enda voru framsóknarráð- herrarnir ekki lengi að gugna. Flugstöðvarmálið Ekki færri en þrír utanríkisráðherrar, tveir framsókn- armenn og einn krati, hafa sagst ætla að byggja nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli og hefur verið samið við B;.ndaríkjamenn um, að þeir leggi fram fé í bygginguna. Oftar en einu sinni hefur komið fram, að á Alþingi er meirihluti fyrir því, að í framkvæmdirnar verði ráðist. Flugstöðin er hins vegar strand í ríkisstjórninni. Ólafur Jóhannesson treystir sér ekki til að fylgja fram vilja Al- þingis og fá neitunarvaldi kommúnista í málinu aflétt. Hvernig væri, að áhrifamennirnir, sem mæla „eindregið með því“ að efnahagssamvinnusamningurinn sé gerður við Sovétmenn, rituðu næst undir bænarskjal til framsóknar ráðherranna um flugstöðvarmálið? PresUstefnan stendur nú yfir að Hólum í Hjaltadal og er aðalumræðuefni hennar Friður á jörð. Biskup fiutti í gær yfirlitserindi um störf kirkjunnar. Ljósm. Pétur Porsteiiuwon. Prestastefnan sett aö Hólum í gær: Skýrsla biskups og erindi um frið á jörð aðalefnið llólum, lljaltadal, 28. júní. Frá Pélri ÞorstciiMHyni. PRESTASTEFNAN HÓFST í dag meö athöfn í Hóladóm- kirkju kl. 13:30. Flutti þar herra Pétur Sigurgeirsson biskup yfirlitserindi um hag og störf kirkjunnar frá síðustu presta- stefnu. Ræddi hr. Pétur Sigurgeirs- son biskup hvað hafi helst á daga kirkjunnar drifið og greindi frá hvaða prestar hefðu látið af störfum, hverjir hefðu látist á árinu, hverjir vígst og hverjir flust á milli prestakalla. Sagði hann fyrrihluta síðasta árs hafa einkennst af kristni- boðshátíðum sem haldnar voru heima í héraði í hverju pró- fastsdæmi fyrir sig og með þátt- töku kirkjukóra á hverjum stað. Þá minntist biskup einnig á hina nýju helgisiðabók sem kom út kringum síðustu presta- stefnu. Hefur hún verið í notkun í eitt ár í mörgum söfnuðum landsins og bætt úr brýnni þörf og margt gott hefur komið fram í reynslu safnaðanna í notkun hennar. Eftir kaffidrykkju í Hólaskóla var gengið í íþróttasal skólans þar sem skólastjóri bændaskól- ans á Hólum, Jón Bjarnason, ávarpaði prestastefnuna og minnti á að um næstu helgi verður minnst 100 ára afmælis skólans. Minnti hann jafnframt á að Hóladómkirkja ætti ekki að vera ekkja í túni, minnismerki eða dauð kirkja, heldur kirkja sem hugaði að öldnum og mun- aðarlausum og væri kraftur hverjum er þangað leitaði og Hólar væru ævinlega heimili kirkjunnar hér í Skagafirði. Þakkaði hann gott samstarf við kirkjunnar menn þann stutta tíma sem hann hefði verið að Hólum. Síðan var á dagskrá aðalvið- fangsefni prestastefnunnar: Friður á jörðu. Fluttu þá inn- gangserindi þeir dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor úr Reykja- vík, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólstað og dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum. Að þeim loknum voru almennar umræður um efnið. Prestastefnu verður fram- haldið í dag. Þá verður skipt í umræðuhópa um efnið Friður á jörðu, síðan greina hóparnir frá áliti sínu. Umræður fara fram yfir hádegi, en eftir hádegi er aðalfundur Prestafélags íslands og jafnframt aðalfundur Prests- kvennafélagsins sem fram fer á Sauðárkróki. Um kvöldið er síð- an kvöldvaka í Varmahlíð. Sr. Sigurður Guð- mundsson vígður vígslubiskup llólum, lljaltadal, 28. júní. Krá Pélri l»orstt*ins.syni. í GÆR var sr. Sigurður Guðmundsson á Grenjað- arstað vígður sem biskup hins forna Hólastiftis af biskup íslands, hr. Pétri Sigurgeirssyni. Hófst at- höfnin kl. 14 í Hólakirkju í aðgerðarlitlu veðri og sól- skini. Þar sem þessi sunnu- dagur var trimmdagurinn, trimmuðu prestar og pró- fastar frá Hólaskóla til kirkju ásamt biskupum, ný- vígðir prestar fyrst og síðan eftir aldri vigsluþega, þá vígsluvottar og loks biskup- ar. I kirkju leiddi kirkjukór Grenjaðarstaðarkirkju safnað- arsöng við undirleik Friðriks Jónssonar, Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri lék inn- og útgönguspil og stjórnaði jafn- framt kór Grenjaðarstaðar- kirkju. Pétur biskup vígði sr. Sigurð að viðstöddum þeim biskupum tveimur, Sigurbirni Einarssyni og Sigurði Pálssyni, vígslubiskupi Skálholtsstiftis. Vígsluvottar voru prófastar í Hólastifti, sr. Róbert Jack á Tjörn, sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, sr. Stefán Snævarr á Dalvík ásamt sr. Pétri Ingj- aldssyni fyrrum prófasti á Skagaströnd. Eftir vígslu pred- ikaði sr. Sigurður Guðmunds- son og síðan var altarisganga og loks þjóðsöngurinn sunginn. Þá héldu menn aftur til skólahúss Hólastaðar, biskupar í brjósti fylkingar, þá vígsluvottar og loks prestar, þeir elstu fyrst og yngstu síðast. Voru það því þrír biskupar sem komu til kirkju í öndverðri athöfninni en fjórir gengu þeir út úr Hólakirkju að lokinni athöfn. Eftir vígsluathöfnina var öll- um boðið til kaffisamsætis í skólahúsnæði Bændaskólans að Hólum. Þar sem um 600 manns mættu á Hólastað, en Hóla- kirkja rúmar aðeins um 300 manns, var myndvarpað úr kirkju yfir í íþróttasal Hóla- skóla og skólastofur, jafnframt var hátalarkerfi leitt út úr kirkju. Gátu menn setið úti í garði umhverfis kirkju og heyrt hvað fram fór inni fyrir. Og kl. 17 voru tónleikar í Hólakirkju þar sem Svava Stefánsdóttir söng við undirleik Stefáns Yat- es. Um kvöldið bauð kirkju- málaráðherra prestum í Hóla- stifti til málsverðar á Sauð- árkróki ásamt konum og fáein- um gestum. Sr. Sigurður Guömundsson og hr. Pétur Sigurgeirsson í Hóladómkirkju. Að vígsluathöfninni lokinni söfnuðust biskupar og prestar saman utan við skólann. Fyrir miðri mynd er hinn nývígði vígslubiskup, sr. Sigurður Guðmundsson og kona hans, Aðalbjörg Halldórsdóttir. Þeim tii hægri handar er sr. Sigurður Pálsson, vígslubiskup og frú Stefanía Gissurardóttir, og til vinstri handar er dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup og frú Magnea Þorkelsdóttir og biskupshjónin, frú Sólveig Ásgeirsdóttir og hr. Pétur Sigurgeirsson. Ljósm. Pétur ÞonleiaMa. Hljómleikar Pólýfónkórsins í Háskólabíói í kvöld: Flytur verk ís- lenskra og er- lendra tónskálda í KVÖLD KL. 21:30 verða í Háskólabíói tónlcikar Pólýfónkórsins ásamt einsöngvurum, einleikurum og hljómsveit undir stjórn Ing- ólfs Guöbrandssonar. Á tónleikunum verður flutt efnisskrá sú sem tónlistarfólkið er að leggja upp með í ferð um Spán, en hún er farin í tilefni 25 ára afmælis Pólýfónkórsins. Efnisskráin hefur að geyma tón- list fyrri alda sem og verk tónskálda þessarar aldar. Byrjað er á Vatna- músík eftir Hándel og síðan er flutt kantatan „Befiel dem Engel dass Er Komm“ fyrir kór eftir Buxtehude. Þá eru tveir fiðlukonsertar á dagskrá, sá fyrri eftir Bach og þar leikur Unnur María Ingólfsdóttir einleik og sá síðari er eftir Tartini og er þar Þórhallur Birgisson ein- leikari. Síðast fyrir hlé eru aríur úr Messíasi eftir Hándel, „The trumpet shall sound" og „Halleluja" og syng- ur þar Kristinn Sigmundsson bassi einsöng. Á síðari hluta efnisskrárinnar eru yngri tónverk. Hið fyrra eru kaflar úr verki Jóns Leifs, Eddu oratorium, Ár var alda, Sær og Jörð og syngja þar einsöng Jón Þor- steinsson tenór, sem nú starfar í Amsterdam og var sérstaklega fenginn til að taka þátt í þessari söngför, og Kristinn Sigmundsson. Síðara verkið er eftir franska tón- skáldið Poulenc, Gloria. Syngur þar einsöng Nancy Argenta sópran- söngkona frá Kanada, en nú búsett í Englandi og var fengin til að taka þátt í þessum flutningi. Konsert- meistari er Rut Ingólfsdóttir. Ljóam. RAX. Vfir 150 manns taka þátt í hljómleikaferð Pólýfónkórsins til Spánar sem Ingólfur Guðbrandsson stjórnar, en með í för eru einleikarar, einsöngvarar og hljómsveit. Myndin er tekin á æfingu í Háskólabíói um helgina en í kvöld er efnisskrá Spánarferðarinnar fiutt í Háskólabíói. Pólýfónkórinn og tónlistarfólkið allt heldur af stað nk. fimmtudag og verður sungið í 5 borgum á Spáni, en þessi hópur tónlistarfólks frá ís- landi er einn af fleiri atriðum sem Spánverjar hafa lagt áherslu á að fá í heimsókn nú meðan heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu stendur þar yfir og mikið er um ferðamenn. I hljómleikaskrá, sem prentuð var sérstaklega fyrir tónleikaferðina og hefur að geyma efnisskrá og kynn- ingu á tónlistarfólkinu, litmyndir frá íslandi og svipmyndir af starfi Pólýfónkórsins, ritar forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, nokk- ur orð og segir m.a.: „Það er mikil ánægja að fá að endurgjalda þá fá- gætu gestrisni og hlýju sem við ís- lendingar verðum aðnjótandi á Spáni með því að senda svo virðu- lega boðbera íslenzkrar menningar sem Pólýfónkórinn er með vináttu og þakklætiskveðjur." Tónleikarnir í kvöld verða sem fyrr segir í Há- skólabíói og hefjast þeir kl. 21:30. Gengur vel að hjóla kringum landið HJÓLREIÐAFERÐ sú sem Ungmennafélag íslands og Félag islenskra Iðn- rekenda standa fyrir til kynningar á íslenskum iðnaði undir kjörorðinu „Eflum íslenskt" hefur að sögn Finns Ingólfssonar hjá UMFÍ gengið mjög vel. Síðdegis í gær er Finnur hafði samband við blaðið var búið að hjóla til Hafnar í Hornafirði. Átti að hjóla þaðan áfram til Djúpa- vogs, og var áætlað að þangað yrði komið um kl. 04.00. Þegar lagt verður af stað frá Djúpavogi hafa verið lagðir að baki tæpir 730 km af þeim 3.200 sem áætlað er að hjóla umhverfis landið. Finnur sagði að milli 700 og 800 manns hefðu hjólað á þessum þremur hjólum. Nefndi Finnur að á Vog- um á Vatnsleysuströnd, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri hefði þátttakan verið mjög góð. Ennfremur sagði hann að for- ráðamenn fyrirtækja á þeim þéttbýlisstöðum, sem hjólað hefði verið í gegnum, hefðu opnað fyrir- tæki sín til sýnis almenningi og áróður hefði verið rekinn með auglýsingaspjöldum. Að lokum sagði Finnur að hjólin hefðu reynst mjög vel; aðeins tvisvar hefði sprungið og menn væru bjartsýnir með framhald ferðarinnar, þar sem nú hefði ver- ið lögð að baki lengsta dagleiðin. I dag verður hjólaður 5. hluti ferðarinnar; frá Djúpavogi til Norðfjarðar og er það 210 km leið. Þióðverjinn fékk 30 þús. Kr. sekt V-ÞÝZKI lífræðingurinn Norman Bretz, sem handtekinn var á Seyðisfirði um miðjan mánuðinn með 126 fuglaegg, sem hann hugðist smygla úr landi, var í gær dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Sakadómi Reykjavíkur. Níutíu og sex egg, sem maðurinn hafði tekið, voru gerð upptæk og honum gert að greiða málskostnað. Eggin fundust í bifreið líffræð- regla ríkisins tók við rannsókn ingsins við leit á Seyðisfirði eftir málsinsog Þjóðverjinn var sendur ábendingu. Hann var úrskurðaður til Reykjavíkur. í gæzluvarðhald. Rannsóknarlög-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.