Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 26
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI1982 Vegna rangtúlkana á I brottvísun úr FÍF I — eftir Sigurð Hauksson flug- umferðarstjóra Vegna umfjöllunar fjölmiðla und- anfarið um brottvísun Olafs Har- aldssonar úr FÍF, ætla ég að til- greina nokkur atriði er gætu hafa haft áhrif á hvernig menn vörðu at- kvæði sínu. En fyrst vil ég þó hug- leiða úrslit atkvæðagreiðslunnar og áróður stjórnvalda i þessu máli. Níutíu prósent þeirra er afstöðu tóku vildu vísa Olafi úr félaginu. Af hálfu stjórnvalda hefur verið gefið í skyn að stjórn FÍF hafi með áróðri náð þessu fram vegna þess að Ólafur hafi aðra skoðun í tilteknu máli en stjórnin. Eg vil benda á, að á starfsmannafundi í Keflavík var samþykkt tillaga um að fara þess á leit við stjórn FIF, að hún efndi til atkvæðagreiðslu um veru Ólafs í félaginu. Tillagan var samþykkt af öllum nema ein- um, hann sat hjá. Þetta var áður en stjórn félagsins kom nokkuð við sögu. Níutíuprósent er stór tala en ég held að Óiafur sé valdur að þess- um úrslitum einn og eigi stjórn félagsins þar lítinn eða engan hlut að máli. Stjórnvöld hafa í máli þessu beitt því áróðursbragði að gera málstað flugumferðarstjóra vond- an með því að blása upp laun þeirra í dagblöðum og gefa í skyn að nú vilji þeir enn meira. I einu blaðanna um daginn var haft eftir Helga Agústssyni í utanríkisráðu- neytinu að flugumferðarstjórar hefðu 45—54 þús. krónur í laun á mánuði og vilji nú ennþá meira. Eg vil koma því á framfæri að ég, sem hef full réttindi flugumferð- arstjóra tek laun samkfæmt 17 lfl. BSRB kr. 11.089 og auk þess koma álagsgreiðslur vegna vaktavinnu. Vildi ég óska þess að yfirvöld láti af þeirri iðju að þrefalda laun mín í blöðunum nema þau séu tilbúin að þrefalda þau á launaseðlinum líka. Hér á eftir fara þau atriði, sem ég vék að í upphafi. Atriðin eru talin upp í þeirri röð sem þau komu upp í huga mér, en ekki rað- að upp eftir vægi þeirra. 1. I vor ákváðu flugmálayfir- völd á Keflavíkurflugvelli einhliða að fækka mönnum á næturvakt. Flugumferðarstjórar í Keflavík, að Ólafi undanskildum, töldu að með þessu væri vegið að öryggi flugsins. Auk þess hlýtur það að vera samningsatriði, að auka vinnuálag manna. Má í því sam- bandi benda á, að samið er um fjölda manna á togurum í kjara- samningum. Starfsmannafundur í Flugturn- inum á Keflavíkurflugvelli úr- skurðaði þessa einhliða fækkun ólöglega. Flugumferðarstjórar ákváðu þá allir nema einn að hætta að vinna aukavaktir vegna óánægju með ákvörðun yfirvalda. Ólafur Haraldsson var í orlofi á þessum tíma. Hann mætti einn manna á aukavaktir til þess að vinna gegn sínum félögum. Það hefur enginn í FÍF bannað Ólafi að hafa skoðanir, enda væri slíkt til lítils í frjálsu landi. En er það eðlilegt að þegar flugmálayfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveða að ganga til samninga við starfs- menn, þá mæti Ólafur Haraldsson félagsmaður í FIF sem fulltrúi yf- irvalda? Yfirflugumferðarstjóri á Kefla- víkurflugvelli er enn hærra settur en Ólafur. Hann hefur þó aldrei séð ástæðu til að semja gegn sín- um félögum. 2. Ólafur fór til radarnáms til Bandaríkjanna, ásamt öðrum úr Keflavíkurturni. Þegar heim kom fékk Ólafur sín radarréttindi við- urkennd. Hann átti síðan að út- skrifa aðra sem varðstjóri þjálf- unar. Nokkrir fengu sín réttindi uppáskrifuð fljótlega. Siðan leit út fyrir að aðrir myndu fá sín rétt- indi ef og þegar Ólafi þóknaðist. Óskuðu menn þá eftir að fá að taka próf til að ná réttindum sín- um. Þeir sem komnir voru með réttindi höfðu ekki þurft að taka próf hér á landi en allir luku próf- um í Bandaríkjunum. Ólafur féllst á það eftir nokkurt þóf og íhlutun þáverandi stjórnar félagsins að menn færu í próf. Dag einn kallaði Ólafur einn flugumferðarstjóranna fyrir sig, tilkynnti honum að stofnunin teldi hann ekki valda radarréttindum og ekki væri ástæða til að hann færi í próf. Þetta hlýtur að vera ákvörðun Óiafs þar sem hann er æðsti maður á staðnum með kunn- áttu á radar. Starfsmaður þessi var í stjórn félagsins fyrir ári síð- an og átti nokkur samskipti við Ólaf fyrir hönd stjórnar. Frá mín- um bæjardyrum séð er Ólafur að ná sér niðri á manninum. Eða hvað var að því að senda manninn I ■ Sigurður Hauksson. í próf? Falla þeir ekki sem ekki valda verkefnunum? En með því að koma í veg fyrir að menn fari í próf er komið í veg fyrir mögu- leika á að þeir nái prófi. Þess má geta að Ólafur og umræddur mað- ur stunduðu nám í Bandarikjun- um á sama tírrla og sama stað og fengu nákvæmlega sömu umsögn og einkunn að námi loknu. 3. Mannekla er mikil í flug: turninum á Keflavikurflugvelli. í fyrra voru þar ráðnir sex menn til starfa. Stjórn FÍF spurðist fyrir um hvað þeir störfuðu. Henni var sagt að þeir væru ófaglærðir að- stoðarmenn og ættu ekki að fara í nám í flugumferðarstjórn. Stjórn félagsins spurðist fyrir um þetta vegna þess, að í gildi var samning- ur milli félagsins og stjórnvalda um nám í flugumferðarstjórn. í honum var kveðið á um að auglýsa skuli eftir umsækjendum, þeir skyldu sækja grunnnámskeið í flugumferðarstjórn og síðan þeir hæfustu valdir til starfa. Síðastliðið haust var haldið grunnnámskeið í flugumferðar- stjórn. Atti þá að ráða sex menn til starfa í Keflavík og fjóra í Reykjavík. Stöðurnar í Reykjavík voru auglýstar. Aðstoðarmennirn- ir sex frá Keflavík sóttu þetta námskeið. Þessir sex úr Keflavík sóttu námskeiðið á launum en að- rir fengu ekki borgað fyrir veru sína þar. Og nú kom í ljós að þeir sex sem verið höfðu aðstoðarmenn í flugturninum í Keflavík yrðu ráðnir til náms í flugumferðar- stjórn svo framarlega sem þeir uppfylltu lágmarkskröfur. Til náms í flugturninum í Reykjavík skyldu valdir menn eftir hæfni (útkomu úr prófum að námskeiði loknu). Ólafur var spurður af hverju samningar væru ekki haldnir og auglýst eftir mönnum til starfa í Keflavík. Hann mun hafa svarað því til að allt of margir myndu sækja um! Hann var þá spurður hvernig þessir sex hefðu verið valdir. Sagði hann þá vera valda „vísindalega!" Þetta er beint brot á samningum félagsins og yfir- valda. Enn meiri óþefur finnst mér að máli þessu þar sem einn af þessum vísindalegu völdu mönnum er sonur Ólafs Haralds- sonar. 4. Margoft hafa stjórn félagsins borist kvartanir og kærur í gegn- um árin útaf yfirgangi Ólafs og vegna þess að hann hefur sjaldn- ast séð ástæðu til að virða sam- ninga. Þessar kærur hafa flestar átt það sameiginlegt að þeir sem kærðu, óskuðu jafnframt nafn- leyndar af ótta við hefndaraðgerð- ir. I^æt ég upptalningu hér lokið en vil geta þess að ég þyrfti ekki að hugsa mig lengi um til að muna eftir fleiri atriðum. Norrænir skólasafnverðir. Frá vinstri: Ragnhildur Helgadóttir, Bent Jespesen frá Svíþjóð, Turid Gregersen frá Noregi, Fríða Haraldsdóttir, Björg Matras frá Færeyjum, Axel Wisbom frá Danmörku og Fleming Sörenssen frá Danmörku, formaður félags norrænna skólasafnvarða. Fyrsta ráðstefna nor- rænna skólasafnvarða haldin á Laugarvatni RÁÐSTEFNA norrænna skólasafn- varða var haldin á Laugarvatni dag- ana 21. til 26. júní. Félag norrænna skólasafnvarða var stofnað fyrir einu ári og var þetta fyrsta ráðstefn- an sem félagið hélt. Félagið er deild innan Kennarasamhandsins. Ráðstefnan var í tveimur hlut- um. I fyrri hluta hennar fjallaði Ólafur Jónsson um íslenskar barnabókmenntir, Sigurborg Hilmarsdóttir fjallaði um Stefán Jónsson og Guðrún Helgadóttir um rithöfundarferil sinn. Þá fjöll- uðu Guðrún Bjartmarsdóttir og Jakob Gormssen um þjóðsögur. I öðrum hluta ráðstefnunnar var eingöngu rætt um skólamál. Bent Jespesen frá Svíþjóð talaði um „Kennslufræðilegt hlutverk skóla- safnsins". Sagði hann að hlutverk skólasafnsins vær ekki aðeins að lána út bækur, heldur meira að þjálfa í að lesa bækur og þjálfa í að upplifa bókmenntir. Auk þess töluðu Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambandsins, Elín Ólafsdóttir og Ásgeir Guðmunds- son frá Námsgagnastofnun. Skiptar skoðanir eru um hvort skólasöfn eigi aðv era hluti af skólakerfinu eða hvort þau eigi að falla inn í bókasafnskerfi lands- ins. í flestum nágrannalöndunum eru starfsmenn skólasafnanna fyrst og fremst kennarar með viðbótarmenntun í skólasafns- fræðum. Þessi skoðanaágreining- ur kom fram í umræðunum á ráðstefnunni en danska fyrir- myndin, þar sem einvörðungu kennarar með viðbótarmenntun í bókasafnsfræðum störfuðu á bókasöfnum, átti greinilega hljómgrunn meðal ráðstefnugesta enda hafa margir íslenskir kenn- arar sem starfa á bókasöfnum sótt menntun sína og hugmyndir til Danmerkur. Axel Wisbon frá Danmörku, sem er fulltrúi Félags norrænna bókasafnsvarða í al- þjóðasamtökum skólasafnsvarða, International Association of Schoollibrarianship, sagði á blaðamannafundi að skólasöfn væru fyrst og fremst kennslu- fræðilegar stofnanir. Markmið skólasafna væri það sama og skól- anna en aftur á móti væri mark- mið almenningsbókasafna og markmið skólabókasafna ekki það sama. Mikil kennsla fer fram á skólasöfnum og þarf kennara- menntun til að sjá um hana. VEIÐIN í Vatnsdalsá gengur treg- lega og hafa aöeins 20 laxar veiðst þar frá því áin var opnuð þann 17. júní síðastliðinn, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk í veiðihúsinu við ána í gær. Stærsti laxinn sem veiðst hefur vó 16 pund. Flestir laxanna hafa tekið maðk, en einnig hana nokkr- ir veiðst á spún. Einn fiskur hefur fengist á flugu. Telja veiðimenn að lítið sé af fiski í ánni enn sem komið er. I gær var gott veiðiveður við ána, skýjað en milt. Svipaða sögu er að segja frá Víðidalsá, en þar höfðu í fyrra- kvöld aðeins veiðst 29 laxar. Stærsti fiskurinn var 16 pund. Flestir laxanna hafa veiðst á maðk og spún. Gotneskar hvelfing- ar steyptar í sumar llallgrím.skirkja er búin að vera í smíðum í 37 ár í desember næ.stkom- andi en i febrúar síöastliönum stöðv- aðist svo smíðin en hélt svo áfram þar sem frá var horfið í byrjun þessa mán- aðar. Hermann Þorsteinsson, formaður byggingarnefndar Hallgrímskirkju, sagði að verið væri að byggja gotn- eskar hvelfingar undir þakinu yfir kirkjuskipinu og hefði þessi töf staf- að af því að verkfræðingarnir hefðu ekki verið að fullu búnir að afráða hvaða aðferð skyldi notuð við gerð þessara hvelfinga. Nú væri búið að komast að niðurstöðu í því máli og hann vonaðist eftir að hægt væri að steypa fyrstu hvelfinguna í lok mán- aðarins. Hvað snerti fjárhagsstöðu kirkjubyggingarinnar sagði Her- mann að gotnesku hvelfingarnar og klæðningin á þakinu kostuðu um fjórar til fimm milljónir en að hann væri bjartsýnn á góðan stuðning. Hermann sagði að alþingi hefði þre- faldað stuðning sinn við kirkjubygg- inguna frá fyrra ári, hann væri 750 þúsund krónur í ár. Sagði hann líka að kirkjunni bærist mikið af gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Sagðist Hermann að lokum vonast til að hægt væri að taka alla kirkj- una í notkun haustiö 1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.