Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 Fíladelfía Asberg M. Kristjáns- son ísafirði - Minning Tjaldsamkomu viö Fellaskóla í Breiöholti hefj- ast í kvöld kl. 20.30, síöan hvert kvöld vikunn- ar. Innlendir og erlendir ræöumenn. Fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir. TEKUH ÞÚ AHÆTT ITNA? Þú þarft þess ekki lengur því nú getur þú fengiö eldtraust- an og þjófheldan peninga- og skjalaskáp á otrulega hagstæðu verði. ÚVC/NGCRÚHfN Lykill og talnalas= tvöfalt öryggi. Innbyggt þjöfavidvörunarkerfi. 10 stærdir, einstaklings og fyrirtækjastærdir. Japönsk gædavara (JIS Standard). Viðrádanlegt verd. Eldtraustir og þjofheldir. Japönsk vandvirkni i frágangi og stil. RAFIÐJAN Kirkjustræti 8. - Sími 19294 Ásberg Magnús Kristjánsson, fyrrum skipstjóri á ísafirði, and- aðist á sjúkrahúsi ísafjarðar 28. apríl á sl. vori. Jarðarför hans fór fram frá ísafjarðarkirkju 3. maí sl. Ásberg var borinn og barnfædd- ur Vestfirðingur. Hann ól allan sinn aldur á Vestfjörðum og starf- aði þar á meðan starfsorka entist og þar lifði hann sitt ævikvöld. Hann var fæddur 21. apríl 1906 á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreidrar hans voru hjónin Guð- björg Lovísa Magnúsdóttir, bónda og sjómanns á Suðureyri, Jónsson- ar, en hún var fædd 21. nóvember 1884 og dáin 26. október 1938, og Kristján, skipstjóri í Súgandafirði og síðar í Boiungarvík, Maríasson, bónda í Súgandafirði, Þorkelsson- ar, en hann var fæddur 10. janúar 1880 og dáinn 9. febrúar 1939. Á þeim árum, sem Ásberg var að al- ast upp, var lífsbaráttan hörð í þessu landi og þá ekki síður á Vestfjörðum en annars staðar. Þá voru fá tækifæri til langskóla- göngu. Leiðir flestra ungra manna iágu því beint til starfa á sjónum og við fiskvinnslu og veiðarfæri í landi. Ásberg var aðeins 13 ára að aldri þegar hann hóf sjómennsku, SÍMASKRÁNA íhlííöarkópu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. E Hafið samband við sölumann. Múlalundur Hátuni 10 C. Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík aorar ferðir OKKAR Grikkland — Aþenustrendur, alla Amsterdam — Paría 15. dagar. Franska Rivieran, flesta laugardaga Landiö helga og Egyptaland, ágúat og október Brasilíuferöir, sept., október, nóv. Malta, laugardaga TENERIFE Hin fagra sólskinsparadís Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa þaö. Stórkostleg náttúru- fegurö og blómadýrð. Fjöldi skemmtilegra skoöunarferöa. Lofthiti 23—28 gráður. Hvar annars staóar er svona ódýrt? 22 dagar kr. 8.760. 28 dagar kr. 9.985. 22 dagar á lúxus 4ra stjörnu hóteli með morgunmat, hádeg- ismat og kvöldmat kr. 11.345. 28 dagar kr. 12.890. (jú, jú, flugferöirnar eru líka innifaldar.) Frítt fyrir börn Okkur hefir tekist aö fá alveg frítt fyrir prinsinn eöa prinsess- una að 12 ára aldri í allar ferðirnar i íbúö meö tveimur fullorðnum. Brottför alla þriöjudaga frá 7. júní. Þér veljiö um dvöl í tvær, þrjár eöa fjórar vikur. En pantið snemma, því pláss er takmarkaö á þessum líka kostakjörum. ///A\X\0\iX (Flugferðir) Aóalstræti 9, Mlðbæjarmarkaónum 2. h. Símar 10661 og 15331. eða um leið og kraftar leyfðu. Hann byrjaði sjómennsku sína á bátum frá Súgandafirði og síðar frá Bolungarvík. Hann gerðist stýrimaður á bátum Samvinnufé- lags ísfirðinga um það bil sem það félag hóf starfsemi sína, og hann var skipstjóri á fiskiskipum frá ísafirði frá árinu 1929 til 1951. Af þeim tíma var hann eigandi og skipstjóri mb. Hörpu, sem hann gerði út frá Isafirði á árunum 1932-1942. Það mun hafa verið í kringum 1951 sem Ásberg ræðst sem stýri- maður á gamla Fagranesið, sem annaöist póstferðir, vöru- og far- þegaflutninga um ísafjarðardjúp og til kauptúnanna í Vestur- Isafjarðarsýslu og víðar. Á því skipi var hann allt til ársins 1963, en skipstjóri hafði hann þá verið á skipinu frá andláti Gisla Júlíus- sonar á árinu 1958. Þegar nýja Fagranesið kom seint á árinu 1963, tók Ásberg við skipstjórn á því og var með það á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Ásberg Kristjánsson var dag- farsprúður maður. Hann var harð- duglegur og kappsfullur við öll störf, einkum á yngri árum, sjó- maður góður, vinsæll og virtur af félögum sínum og samstarfs- mönnum. Á meðan hann stundaði fiskveiðar var hann með afla- sælustu mönnum, en þegar líða tók á ævina leyfði heilsa hans ekki að hann væri lengur á fiskiskipum og því breytti hann um og fór til starfa hjá Djúpbátnum hf., ísa- firði. Hann tók smáskipapróf á ísafirði á árinu 1927. Ásberg kvæntist 7. febrúar 1931 Elisabetu Magnúsdóttur, bónda að Svínaskógi á Fellsströnd í Dala sýslu, Hannessonar, og konu hans, Kristínar Jónsdóttur. Börn þeirra eru þessi: Kristín Elsa, fædd 15. janúar 1932, gift Einari Magnús- syni, bifreiðarstjóra í Bolungar- vík, Ása Breiðfjörð, hjúkrunar- fræðingur, fædd 18. febrúar 1935, gift Pétri Helgasyni, vélstjóra, búsett á Akureyri, Olga Maggý, fædd 23. janúar 1937, gift Jóhanni Bjarnasyni, stýrimanni á Suður- eyri, Kristján Ásbergs, símvirki, fæddur 24. júní 1943, giftur Berg- þóru Sigurðardóttur, búsett á ísa- firði, Auður Elísabet, fædd 15. janúar 1948, gift Árna Ólafssyni, sjómanni, búsett á ísafirði. Áuk þess ólu þau hjón upp dótturson þeirra, son Ásu, Ásberg Péturs- son, fæddur 1957, múrari, giftur Brynju Guðmundsdóttur, sjúkra- liða, búsett á Isafirði. Áður en Ásberg kvæntist eign- aðist hann son, Konráð Jakobsson, framkvæmdastjóra, giftur Þór- leifu Skarphéðinsdóttur og eru þau búsett á Isafirði. Við Ásberg vorum samstarfs- menn í tæplega tvo áratugi í störf- um okkar hjá Djúpbátnum hf. á Isafirði. Eg minnist hans sem góðs drengs og góðs samstarfsmanns alla tíð. Hann fór vel með skip sitt, var stundvís og lipur í störf- um. Hann var farsæll í sinni skip- stjórn og óhöpp voru örfá á öllum þessum langa ferli og smávægileg að sama skapi. Með okkur var ávallt góð vinátta, sem aldrei bar skugga á, utan einu sinni, en það var leyst að ég hygg á næsta degi frá því sem þess misskilnings gætti. Ég minnist hans því með hlýhug og þakklæti fyrir sam- vinnu og samstarf allan þennan tíma og í raun löngu áður, því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.