Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 45 Mátm, » SVARAR I SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ir „Vil fá hvíld fyrir augu og eyru“ Kona úr austurbænum hringdi. „Vegna þess, að stöðugt er verið að lengja dagskrá útvarpsins og um- tal og áróður er fyrir lengingu dagskrár sjónvarpsins, t.d. með því að hætta að hafa mánaðarhlé á sjónvarpsútsendingu á sumrin, vil ég gjarnan Iáta álit mitt í ljós, þar sem ég er öldruð kona og talið er að unnið sé í þágu aldraðra, með lengingu útsendingar fjöl- miðla. Bæði ég og fleira gamalt fólk, sem ég þekki, hefur látið í Ijós óánægju með hversu löng dagskráin er orðin og hve óþægi- Ekki laust við, að það setji að manni hroll Velvakandi! Vinsamlegast komið á fram- færi þakklæti til Björns Bjarnasonar fyrir skrif um utanríkismál og fyrir að vekja athygli á bókinni: Þeir lifa á svikum, „Their Trade is Treachery" eftir Chapman Pincher. Það er ekki lausLvið, að það setji að manni hroll við lestur þessarar bókar, þegar lýst er öllum þeim aðferðum, sem KGB hefur notað til að grafa undan bresku þjóðlífi. Þessa bók þyrfti svo sannar- lega að þýða, og gefa út á ís- lensku, svo að hún nái til fleiri en þeirra, sem lesa ensku. Bókin á erindi til allra, en ekki síst til þeirra manna, sem keppast við að semja við Rússa um viðskipti, svo og samskipti á sviðum lista, menningar og íþrótta. Það er löngu orðið (ímabært að staldra við og athuga sinn gang, þeir sem lesa þessa bók verða áreiðanlega enn sann- færðari en áður um, að öll sam- skipti við Rússa eiga að vera í algjöru lágmarki. Með kveðju. Kona í Kleppsholtinu — (1034-1698) legt er að fá fulla hvíld fyrir augu og eyru, fyrir eilífu gelti fjölmiðl- anna. Eg persónulega óska þess, að dagskráin verði vandaðri yfir veturinn, en fyrir alla muni haldið þið sjónvarpslausum fimmtudög- um, sem hingað til, svo það gefist tími til heimilisviðræðna. „Hann heilsar manni svo vel.“ Ragnheiður hringdi vegna um- mæla sem fallið hafa í garð Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, út af orðum hans í veðurfréttum sjónvarpsins. „Mér finnst hann svo elskulegur maður, það finnst allri minni fjölskyldu og mörgum fleirum. Hann heilsar manni svo vel og hann er svo hlýr og góður. Það eru einhver læti út af honum núna. Eg segi nú ekki annað en það, að það væri nær að tuska aðra til.“ „Sem minna skal þig á gamalt land“ 5241—3834 hringdi. „Er Ingiríður fyrrum Dana- drottning var hér í heimsókn á dögunum, kom upp í huga mér heimsókn Alexandrínu drottn- ingar árið 1923. Af tilefni hingað- komu hennar færði íslenska þjóð- in henni skautbúning. Vegna þess- arar gjafar voru ort lofkvæði eða drápur, eins og þá voru nefndar. Með skautbúningnum fylgdi að sjálfsögðu forláta belti, sem var mikil dvergasmíð, þ.e. allt mjög vandað. Mig langar til þess að láta hér fylgja með hluta úr einni drápunni. Ég er ekki viss um hvort ég fari r étt með, en gaman væri að heyra frá einhverjum sem kynni drápuna. „I>aö kvad nú gert úr góðu efni, þau Kvðin helstu hér ég nefni. Af innstu þrá hins unga manns, af fyrstu ást hins fremsta svanna, af fegurstu hugsjón bestu manna, af móðurást og módur tryggð. I’annig var myndad mittisband, sem minna skal þig á gamalt land.“ Hefur þetta „allavega- tal“ alltaf verið til? Kg má til með að þakka manni, sem vill ekki láta nafn síns getið, en hann lætur stundum frá sér fara i Morgunblaðinu örstuttar og hnit- miðaðar leiðbeiningar um rétt mál og rangt. Yfirskriftin hjá honum er: Gætum tungunnar. Miðvikudaginn 23. júní bendir hann (bls. 28) á ranga og rétta notk- un orðsins allavega. Oftar en einu sinni hef ég spurt „Daglegt mál“ í útvarpinu um þetta „allavega", sem nú veður uppi í ræðu og riti, en ég hef lítil eða engin svör feng- ið. Aður vandist ég því að sagt var t.d.: Hann kemur ekki, að minnsta kosti ekki í dag. (Oft skammstafað a.m.k.) Nú segja þetta fáir svona, en í stað þess er sagt eða ritað: Hann kemur ekki, allavega ekki í dag. Ég leyfi mér að nota hér sama dæmið og höfundur Gætum tungunnar tekur. Og hann bætir við: „Allavega merkir: á allan hátt, með ýmsu móti.“ Ég er sammála, tel það rétta merkingu, t.d.: Hlut- irnir eru allavega í laginu. Blómin eru allavega að lit og lögun, (með ýmsu móti). En aftur á móti: „Þú færð að minnsta kosti helminginn," þ.e. ekki minna en helminginn. Ég vil nú spyrja íslenskumenn: Er rétt að rugla svona saman merkingum orða, eins og fjöldinn er farinn að gera? Eða hefur þetta „allavega-tal“ alltaf verið til, þótt ég kannist ekki við það fyrr en nú síðustu árin? íslenskuunnandi GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Fundi var frestað, þegar málinu hafði verið gerð skil. Rétt væri: Fundi var frestað, þegar málinu höfðu verið gerð skil. (Ath.: skil höfðu verið gerð.) Til sölu 4,6 lesta fiskibátur úr trefjaplasti Báturinn er í smíðum. Vél 52 ha Status Marine (peugeot based) diesei fylgir bátnum eða selst ein sér. Upplýsingar á Lögfræðistofu Gunnars Sólnes sími 96-21820 kl. 13.00 til 17.00. V 'ir Heimsborgin, sem er kunn fyrir fjölbreytt menningar- líf. Kynnist þar málverkasöfnum hollensku meistar- anna. Njótiö tónlistar og blómadýrðar. Ferðist 14. júlí, 4. ágúst, eða 1. sept. Vikudvöl á Museum-hóteli meö flugi kostar aðeins frá kr. 5000. Útvegum bíla- leigubíla. A Ferðash.rifsto{an Ifaiandi Lækjargotu 6a. Simi 17445.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.