Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 40
 ftorjpwMíifoiifo Gt'tdandaf’inn! Masölubladá hnvrjum degi! ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 Þórhallur Ásgeirsson á fundi utanríkismálanefndar: Las yfirlýsingu til stuðn- V;;;zkw ings samningi við Sovét Sovétmenn ÞÓKHALLUK ÁSGEIRSSON, ráðu ni*ytisNtjóri í viðskiptaráðuncytinu, og llaraldur Kröyer, sendiherra íslands í Moskvu, sátu fund utanríkismála- nefndar Alþingis i gærmorgun, þar sem rætt var um þau áform ríkis- stjórnarinnar, að nú í vikunni verði undirritaður samningur um efnahags- samvinnu við Sovétríkin. Ráðuneytis- stjórinn las á fundinum yfirlýsingu til stuðnings samningnum um efnahags- samvinnu og stóðu undir henni nöfn 10 manna og fyrirtækja eða stofnana, en að vísu höfðu ekki allir viðkom- andi ritað nöfn sín á skjalið. Á fundi utanríkismálanefndar á föstudag var ákveðið að kalla við- skiptaráðherra og ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins á nefndar- fund til að gera grein fyrir samn- ingnum og aðdraganda hans. Tóm- as Árnason, viðskiptaráðherra, var utanbæjar í gær og gat því ekki sótt fundinn. Skjalið, sem Þórhallur Ásgeirs- son las upp, er á þessa leið: „Við undirritaðir, sem setið höf- um fundi, þar sem uppkast að samningi um efnahagssamvinnu við Sovétríkin var til umræðu, telj- um að í uppkastinu sé ekki að finna skuldbindingar, sem íþyngjandi séu fyrir Islendinga. Við teljum, að samningsuppkast- ið sé mjög í samræmi við þá samn- inga um efnahagssamvinnu, sem hinar Norðurlandaþjóðirnar og flest Vestur-Evrópuríki hafa gert við Sovétríkin og engum áhyggjum hafa valdið. Þá teljum við, að samkvæmt upp- kastinu sé það á valdi íslendinga sjálfra, hversu langt þeir vilja ganga í samningum við Sovétríkin innan þessa efnahagssamvinnu- samnings. Það er mat okkar, að fyrirhugað- ur samningur muni auðvelda og treysta viðskipti okkar við Sovét- ríkin, og mælum því eindregið með því, að hann verði samþykktur eins og hann nú liggur fyrir. Reykjavík, 27. júní, 1982.“ Undir þessari yfirlýsingu standa síðan eftirtalin nöfn og er orðið sign. sett í sviga aftan við nafn þeirra, sem höfðu undirritað yfir- lýsinguna, þegar hún var lesin upp í utanríkismálanefnd í gærmorgun. Á skjalinu standa einnig þau fyrir- tækja- eða stofnanaheiti, sem hér eru birt með nöfnunum: Árni Finn- björnsson (sign.), framkvæmda- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Gunnar Flóvenz (sign.), framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar SIS. Rafn A. Sigurðsson (sign.), framkvæmdastjóri Norður- stjörnunnar hf. Þórhallur Ásgeirs- son (sign.), ráðuneytisstjóri. Hjört- ur Eiríksson (sign.), framkvæmda- stjóri iðnaðardeildar SÍS. Jón Júl- íusson (sign.), deildarstjóri í við- skiptaráðuneytinu. Pétur Eiríks- son, forstjóri Álafoss hf. Sig. Örn Einarsson (sign.), skrifstofustj. Seðlab. íslands. Haraidur Kröyer, sendiherra. Engin ályktun var gerð á fundi utanríkismálanefndar um málið. Sjá ummæli Geirs Hallgrímsson- ar á bls. 3: „Viðskiptin notuð til þrýstings" og ummæli Alberts Guð- mundssonar á bls. 2: „Mótmæli við framkomu ráðuneytisstjóra sem talsmanns þrýstihóps". ASÍ og VSÍ: * Oformlegar viðræður OFORMLEGAR viðræður fóru fram í gærdag milli fulltrúa Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambands fs- lands um hugsanlegar leiðir til að halda áfram samningaviöræðum, en þær sigldu í strand á dögunum eins og skýrt hefur verið frá vegna þess, að Vinnuveitendasambandið vildi að hugsanlegur aflabrestur á seinnihluta ársins kæmi sem skerðing við vísitölu- útreikning I. desember og 1. marz. Fulltrúar aðilar munu síðan hittast að nýju árdegis í dag, samkvæmt upplýs- ingum Mbl. Þegar slitnaði upp úr viðræðum ASÍ og VSÍ fóru af stað samninga- viðræður milli ASI og Vinnumála- sambands samvinnufélaga, VMSS, og hafa þær staðið yfir undanfarna daga án þess að drægi verulega til tíðinda, nema hvað fulltrúar VMSS lýstu því strax yfir, að þeir sæju ekki ástæðu til að setja fyrirvara vegna hugsanlegs aflabrests eins og Vinnu- veitendasambandið setti fyrir áframhaldandi samningum. Aðilar hittust í gærdag hjá sáttasemjara og áformaður er fundur klukkan 10.00 árdegis í dag. Þegar Álþýðusambandið sam- þykkti að fresta boðuðu allsherjar- verkfalli frá og með 18. júní sl. var gert samkomulag um það, að ASÍ gæti boðað verkfall að nýju 2. júlí nk. með 5 vinnudaga fyrirvara, sem þýðir, að það kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr enn í fyrsta lagi 9. júlí nk. Það var hins vegar samdóma álit þeirra, sem Mbl. ræddi við úr röðum verkalýðsforystunnar og meðal vinnuveitenda, að ekki sé líklegt, að til allsherjarv.erkfalls komi. Menn myndu væntanlega leita annarra leiða, ef samningar hefðu ekki tekizt fyrir 2. júlí nk. Verð á papriku og tómöt- um lækkar um 42,2% í GÆR lækkaði heildsöluyerð á papriku og tómötum frá Sölufélagi garðyrkjumanna um 42,2%. Áður kostaði hvert kg af tómötum og papriku 45 kr. en lækkar nú niður í 26 kr. hvert kg til verslana, en í verslunum er frjáls smásöluálagning á þessum vörum. Að sögn Þorvaldar Þorsteins- sonar hjá Sölufélagi garðyrkju- manna er þessi lækkun tilkomin vegna þess að mikið magn væri nú á markaðnum af þessari vöru enda stæði nú yfir háuppskeru- tími bæði á tómötum og papriku. Hann sagði ennfremur að papr- ikuuppskeran hefði aukist mjög mikið miðað við sl. sumar en svipað magn væri á markaðnum af tómötum í ár eins og í fyrra. Að lokum sagði Þorvaldur að þetta væri kynningarverð enda væri nauðsynlegt að lækka verð- ið og reyna þannig að ná til nýrra neytenda fremur en að henda þessari vöru. VIÐSKIPTAVIÐRÆÐUR fara nú fram í Reykjavík milli fulltrúa Sovétmanna og íslendinga. Þá er í vikunni von á Manzuhlo, aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Sovétrikjanna, til Reykjavíkur. í gær voru fjögur sovésk rannsóknaskip í Reykjavík. Þrjú lágu við Faxagarð: Persey-III, 2.200 lestir, með 80 manna áhöfn, Akhill, 600 lestir, með 30 manna áhöfn og A-Vilkitskiy, 3.000 lestir, með 53 manna áhöfn. Við Ægisgarð var Akademician Kurcharow, 6.800 lestir, með 140 manna áhöfn. Eru þetta fyrstu sovésku rannsóknaskipin, sem koma til Reykjavíkur í ár fyrir utan ísbrjótinn Otto Schmidt, sem sigldi úr Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun. Alls eru því 303 sovéskir sjómenn í Reykjavík þessa daga um borð i fjórum skipum. í febrúar 1981 voru þrjú sovésk rannsóknaskip á sama tima í Reykjavíkurhön með 301 mann um borð. Þá lét Benedikt Gröndal, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú nýskipaður sendiherra íslands í Svíþjóð, orð falla á þann veg, að ferðir rannsóknaskipanna og svo mikið fjölmenni frá Sovétríkjunum í Keykjavík þjónaði pólitískum tilgangi. Tölvumálið sent ríkissaksóknara: Gögn renna stoðum und- ir kæru Hagstofunnar RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins sendi í gær til ríkissaksóknara gögn um rannsókn í tölvumálinu svokallaða, það er beiðni Klemenzar Jónssonar, hag- stofustjóra, um rannsókn á því með hvaða hætti Samtök áhugafólks um áfeng- isvandamálið, SÁÁ, komust yfír nöfn og heimilisföng um 70 þúsund kvenna um allt land. Hvort um ólögmætan verknað hafí verið að ræóa, þar sem Hagstofan veitti SÁÁ ekki heimild til hagnýtingar þjóðskrár, hvorki til áritunar gíróseðla eða annarra nota. Hagstofustjóri taldi sig hafa ástæðu til að ætla, að unnið hefði verið eftir véltækum miðli án sam- þykkis og vitundar Hagstofu ís- lands. SÁÁ fékk tölvuvinnslufyrir- tæki í bænum til þess að vinna list- ann fyrir sig og beindist rannsókn RLR fyrst og fremst að hlut þessa fyrirtækis í málinu. „Eftir að kæra hagstofustjóra kom fram fór fram rækileg rann- sókn af hálfu RLR og niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa verið send- ar ríkissaksóknara til ákvörðunar. Við rannsókn málsins komu fram veigamikil gögn sem telja verður að renni mjög styrkum stoðum undir kæruefni Hagstofu íslands í þessu máli, enda þótt kærðu neiti að hafa átt saknæma aðild að málinu," sagði Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri, þegar Mbl. sneri sér til hans, en hann vildi ekki tjá sig frek- ar um málið. Það var þann 12. mars síðastlið- inn, að RLR barst bréf frá Hagstofu íslands, þar sem Klemenz Jónsson, hagstofustjóri, gerði grein fyrir málavöxtum. Að mati Hagstofunnar var ekki vafamál, að heimilisföng kvennanna 70 þúsund hefðu verið tekin eftir segulbandi þjóðskrár og sennilega eftir svokallaðri nafna- skrá til almennra nota, sem hefur m.a. að geyma nöfn og heimilisföng allra íslendinga 12 ára og eldri. Hag- nýting segulbanda og annarra miðla með efni úr þjóðskrá getur ekki átt sér stað með löglegum hætti öðru vísi en fyrir liggi skriflegt leyfi Hag- stofu Islands. Forráðamenn tölvuvinnslufyrir- tækisins hafa stöðugt haldið því fram, að nafnalistinn hafi verið handunninn upp úr þjóðskrá og hafi stúlkur verið ráðnar til verksins. Hafi svo verið gert, telst það ekki saknæmt. Eggjatökumálið: Gefinn kostur á dómssátt RÍKISSAKSÓKNARI hefur sam- þykkt, að mál tveggja bænda í Mývatnssveit verði lokið með dómssátt, enda fallist þeir á að greiða sekt og sakarkostnað. Mál- ið er nú í höndum sýslumannsins í Þingeyjarsýslum. Tildrög málsins eru þau, að tveir Belgar voru handteknir um miðjan mánuðinn með 162 egg og kváðust þeir hafa fengið eggin ýmist seld eða gefin af bændum í Mývatnssveit. Af þeim voru 127 húsandaregg og 3 straumandaregg, en hún er al- gjörlega friðuð og ólöglegt að taka egg hennar. Belgarnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli þegar þeir hugðust koma eggjunum úr landi. Þeir voru kyrrsettir hér á landi og féll dómur í máli þeirra 16. júní síðastliðinn. Þeir voru hvor um sig dæmdir í 20 þúsund króna sekt og gert að greiða all- an sakarkostnað. Eggin voru gerð upptæk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.