Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 25 LAXVEIÐIHORFUR — II. GREIN: EftirJakob V. Hafstein, lögfrœðing Nýlega eða hinn 6. júní sl. hef- ur einum fyrrgreindra nefnd- armanna, dr. phil. Birni Jóhann- essyni, borist mjög athyglisverð álitsgerð frá Ted Needham þar sem m.a. segir: Atlantshafslaxinn virðist vera að hverfa í Skotlandi. Á öðrum stað í álitsgerð sinni kemst Needham að eftirfarandi niðurstöðu: Að annarsstaðar, t.d. í hlutum af írlandi, virðist hann vera að deyja út. Stangalaxveiði í sumum laxveiðiám á íslandi minnkadi um 85% á sl. ári. Atl- antshafslaxins biða nú sömu örlög og bandaríska visundsins á sinum tima. Það er of auðvelt að veiða laxinn og hann er frábær verzlun- arvara fyrir of marga aðila. Og ein- mitt þessvegna voru vísundarnir stráfelldir á sínum tíma og hurfu næstum úr dýrarikinu. Eftir þessar hugleiðingar mín- ar og ágiskanir um sambandið á milli hvarfsins á loðnunni, þorskinum og laxinum, tel ég rétt að birta eftirfarandi úr hinu opinbera nefndaráiiti könnunar- nefndar úthafsveiða á laxi á veg- um landbúnaðarráðherra, sem ekkert leyndarmál er lengur og ef- laust allir geta fengið að kynna sér, sem áhuga og vilja hafa á en þar er m.a. þetta að finna: Einstakar ár 1981 ElliAaár 79% lakkar um 21'. Laii í Kjós 81% hekkar um 19'i Laii í Leirirsveit 41% la-kkar um 59% Þverí í BorgarrirAi 45% la-kkar um 55% Norourá í BorgarfirAi 62% la-kkar um 38% Langi á Myrurn 35% lakkar um 65% llitará á Mýrum 59% lækkar um 41% MiAfj á i Húnav.sýslu 52% lækkar um 48% ViAidalsá 75% la-kkar um 25% Laii i AAaldal 55% lakkar um 45% Myrarkvisl (rennur í Laxi hji Laiamýri) 125% hækkar um 25%. Hofsi i VopnafirAi 14% hekkar um 86% Hinar miklu úthafsveiðar koma óhjákvæmilega fram í minnkandi laxafla í hinum einstöku löndum, og í þeim mun ríkari mæli sem „normal" veiðiálag er meira eða veiðistuðull hærri. Því eru fram- angreindar tölur ekki sambæri- legar varðandi þá heildarminnkun á göngum á heimaslóðir (veiddur lax + óveiddur) sem um ræðir. Ef veiðiálag í tiltekinni á er t.d. 35%, verður heildarlaxa- ganga að minnka um 100 fiska til þess að veiðin minnki um 35 fiska. Árið 1978 veiddust 80.578 laxar hérlendis. Síðan þá hefur veiðin dregist saman ár frá ári. 1979 veiddust 64.228 laxar en 1980 að- eins 52.137. Síðastliðið sumar er veiðin komin niður í 45.000 laxa eða 56% af aflanum 1978. Á sama tima hafa laxveiðar á Færeyjamið- um og í Noregshafí vaxið úr 175 tonnum árið 1978 upp í 1.065 tonn árið 1980—1981. Ted Needham lét nefndinni í té eftirfarandi skoðun: Mjög margt bendir til þess að úthafsveiðar þessar orsaki að veru- legu leyti laxaþurrðina hér. (Sjá síðar). Vitað er þó að Færey- ingar sjálfir telja ósannað, að þeir veiði laxa af íslenskum stofni á miðum sínum. Sú kenn- ing ýmissa íslenskra fískifræðinga, að óhagstætt tíðarfar (og þá eink- um vorkuldarnir 1979) eigi mestan þátt í aflarýrnuninni spillir mjög aðstöðu íslenskra stjórnvalda til þess að fá Færeyinga til að draga úr laxveiðum sínum. Meðan mál- um er svo háttað verður að ætlast til þess að íslenskir fískifræðingar geri ekki meira úr þessari vorkuldakenningu en efni standa til, og slái þar engu föstu. Þess má og geta að sérfræðingar eru ósam- mála um sannleiksgildi „vorkulda- krnningarinnar". Því til stuðnings nægir að benda á grein Ingimars Jóhannssonar, vatnalíffræðings, i IVforgunblaðinu hinn 4. nóvember 1981. Samkvæmt bráðabirgðaveiði- skýrslum má áætla að heildar lax- veiðar í heimalðndum Atlantshafs- laxins verði nálægt 6.500 tonnum árið 1981. Á sama tíma er líklegt að samanlögð laxveiði Grænlend- ínga, Færeyinga og Dana muni nema um 2.300 tonnum. Þessa tölu má, samkvæmt áætlun eða mati Alþjóða hafrannsóknaráðsins, margfalda með stuðlinum 1,5 þar sem langmestur hluti þess lax, sem hér um ræðir, er ekki fullþroska. Um 25% af Færeyjalaxinum er t.d. svo smár að honum er fleygt fyrir borð. Hvert tonn í umræddum út- hafsveiðum myndi þannig skila sér sem 1,5 tonn, fengi þessi fískur að ni fullum þroska og snúa á heima- slóðir. Því jafngilda nefnd 2.300 tonn 3.450 tonnum, eða rösklega 50% af heimaveiðum allra landa við norðanvert Atlantshaf. Græn- land, Færeyjar og Danmörk leggja ekkert til af laxaseiðum, og því byggjast úthafsveiðar þessara þjóða einvörðungu á fiski, sem ella myndi snúa heim til annarra landa. Á meðan ekki er vitað meira um skerðingaráhrif úthafs- veiðanna á laxagengd í einstökum löndum, er ekki óeðlilegt að ganga út frá þvi, að þau séu hlutfallslega hin sömu fyrir óll löndin. Um könnun úthafs- veiða á laxi Nefndin hefur reiknað út hlutfallslegan samdrátt í lax- veiði síðastliðins sumars 1980, miðað við meðaltal áranna 1977, 1978 og 1979, en það eru þrjú síð- ustu árin áður en Færeyjaveiðanna fer að gæta að ráði. Veiðimála- stofnunin hefur útvegað nefnd- inni heildartölur um laxveiði Skota og íra á sumrinu 1981, ásamt upplýsingum um stanga- veiði í mörgum hérlendum ám á sama tíma. Þess ber að geta, að fyrir árið 1981 er um bráða- birgðatölur að ræða. birgðatölur að ræða. aááá^aááMMamW*..* ..m^mmmBmmm^timmesmmmmmmwt^mmu Útlit og horfur í Skot- loTvrlí g\ct Tflonrlí ann Ullll ug UUUUl 1 landi og Irlandi, enn alvarlegri en á íslandi Neðangreindar tölur tákna Allar nmrsoHHar ár Paludan, mjög hvassa og h Neðangreindar tölur tákna hundraðshluta laxveiðinnar 1981 miðað við meðaltal áranna 1977, 1978 og 1979: N8fn afli 1981 rýrnun frí 77—79 Skolland 62% (rnæll í In.) 38%+ Irland 19'i (ma-ll i In.) 51 %. + ísland (meAalUI f. 59 laiveiAiir) 59% (laiaUla) 56%+ Nokkur afmórkuð svæöi á íslandi: SVÆÐl FRÁ: KlliAaim aA Laii í Kjós 72% 28%+ Andakilsi aA Langá 42% 58% + HíUri að Krossi i SkarAsslr. 83% 17%+ llrútafjá aA SvarU, Húnav.s. 73% 27%+ Húseyjarkvísl aA Lalí i AAald. 46% 54%+ MiAfjarAari i llakkaf. aA KrriAd.á 15% 85%+ Ákaflega alvarlegir atburðir eru að gerast varðandi Atlantshafslax- inn, segir Ted Needham. Alltof auðvelt hefur reynst að veiða hann í stórum stíl á úthafinu af Færey- ingum og Grænlendingum og hann er frábær verslunarvara, sem gefur mikið fé í aðra hönd einnig varð- andi laxveiðiárnar, sem — því mið- ur fjöldi sportveiðimanna metur meir eftir viðmiðun um það hve margir fískast úr ánum á laxaver- tíð en meta hinsvegar minna þá fegurð, sem árnar og umhverfi þeirra veita mönnum í hvíld og friði. Og ætli mörgum hóndanum bregði ekki við þegar áin í dalnum hans er orðin „dauð af laxi", út- lendingarnir hættir að spyrja um veiðileyfi og hvað það kosti, og efnahagsástandið inrinlands orð- ið þannig að örfiir áhugamenn um laxveiði á stöng sjá sér fært að greiða 150.000 til 600.000 gkrónur fyrir dags veiðileyfí í „toppánum". En allt þetta blasir nú við, og þar að auki fer nú minnkandi efna- hagslegur möguleiki stangaveiðifé- laganna til að taka jafn myndar- „Allar umræddar ár hafa á undanförnum árum verið sneisafullar af laxi og vaxandi stangaveiði stöðug í þeim síðustu 10 árin. En sameigin.egt með þeim öllum er að veiði- fortapið byrjar þegar Færeyingar stórjuku línuveiðar sínar á laxi fyrir 3 árum á úthaf- inu." legan þátt í ræktun ánna svo sem verið hefur undanfarna áratugi. í janúar mánuði s.l. var haldin ráðstefna í Reykjavík þeirra þjóða sem mestra hagsmuna eiga að gæta varðandi Atlants- hafslaxinn og samkomulag und- irritað sem gengur undir nafn- inu Reykjavíkur-samkomulagið á vegum Alþjóða hafrannsóknar- ráðsins. í byrjun ráðstefnunnar flutti sendiherra Dana í Reykjavík, hr. Paludan, mjög hvassa og harð- orða varnarræðu út af línuveið- um Færeyinga á Atlantshafs- laxinum á úthafinu og netaveið- um Grænlendinga á Atlants- hafsjaxinum, dyggilega studdur af Árna Ólafssyni skrifstofu- stjóra í Þórshöfn í Færeyjum en frá þessum sömu aðilum kom svo í lok ráðstefnunnar yfírlýsing um friðun laxins og takmörkun á úthafsveiðum Færeyinga á línu. En þeir voru varla komnir heim til sín og sestir í stóla sína þegar Landhelgisgæsla íslands stóð Fær- eyinga að laxveiðum með 50 km langa línu rétt við 200 mílna fisk- veiðilandhelgislínuna fyrir norð- austurlandi. Þetta voru ákaflega alvarlegir atburðir, sem fyrrgreind- ir aðilar sluppu létt frá vegna kyrrstöðu í þróun þessara niála hjá okkur sjálfum fslendingum. í álits- gerð Ted Needham, sem áður er að vikið, segir ennfremur: Ef fram- hald verður á þverrandi laxveiði á stöng í hinni margfrægu laxveiðiá Dee í Skotlandi þrátt fyrir ákaf- lega jákvæðar og góðar aðstæður, bæði hvað veður og vatn varðar, á þessu vori, þá má telja að saga þessarar frægu laxveiðiár sé að fullu sögð. En hvað um okkar eig- in frægu laxveiðiár? Nefnum Laxá í Aðaldal, Þverá í Borgar- firði, Hofsá í Vopnafirði, Norð- urá í Borgarfirði og Elliðaárnar við Reykjavík. Byrjunin á laxveiðivertíðinni 1982 bendir til nákvæmlega þess sama og Ted Needham segir okkur um hina frægu laxveiðiá Dee í Skotlandi og ástand laxastofnanna þar í landi. Allar umræddar ár hafa á und- anförnum árum verið sneisafullar af laxi og vaxandi stangaveiði stöð- ug í þeim síðustu 10 árin. En sam- eiginlegt með þeim öllum er að veiðitapið byrjar þegar Færeyingar stórjuku línuveiðar sinar á laxi fyrir 3 árum á úthafínu. Fréttir hafa borist frá Færey- ingum um að þeir séu síðan í október búnir að veiða aðeins 750 tonn af laxi eða búnir að ná því magni sem þeir sömdu um veiðar á við EBE-löndin að fslandi þó undanskildu. Úr öðrum áttum hafa þó borist fregnir um það að þessi tala sé nú orðin rúm 1100 tonn. Árið 1981 varð hún 1065 tonn svo að samkvæmt þessu hef- ur nú ekki verið staðið við yfirlýs- ingarnar og loforðin um aukna friðun á Atlantshafslaxinum og minnkandi veiði frá í fyrra um 3—400 tonn á úthafinu. Allt sam- an tómur leikaraskapur og upp- spuni meðan verið er hér á fslandi að auka um tugi milljóna nýkróna laxeldisstöðvar og hafbeitarað- stöðu. Mönnum finnst ægilegt áfall að loðnan og þorskurinn séu að ganga til þurrðar og þjóðarhag- ur að rýrna og minnka eftir því en enginn minnist á laxinn í þessu sambandi. Hvað hafa fiskiræktaryfirvöld gert í málum þessum? Þaðan heyrist ekki orð nema þá helst til varnar hinum alvarlega fiski- ræktarlega ránsfeng Færeyinga með línuveiði á laxi i næstu nánd yið nokkrar mestu laxveiðiár á íslandi. Það er kominn tími til að spyrja: 1. Hafa íslendingar aukið eftirlit- ið með færeysku laxveiðibátunum út af ströndum landsins? 2. Hafa íslendingar fengið sannar og ábyggilegar upplýsingar um hvað veiðimagn Færeyinga á laxi á úthafínu sé orðið síðan í október og fylgst með þvi samkvæmt áður gerðu samkomulagi við færeysk yf- irvöld? 3. Hafa íslenskir veiðiréttareig- endur vítt og breitt um landið ráð á þvi að laxinn hverfí úr fískaríki íslands? Það er eins gott að gera sér Ijósa grein fyrir þvi að íslensku laxastofnarnir hafa mætt ofveiði í úthafínu af völdum Færeyinga fyrst og fremst, löngu áður en sá árlegi tími nálgast, að laxinn leiti til baka úr úthafínu til uppruna- ánna sinna á nákvæmlega sama hátt hér og Ted Needham segir í álitsgerð sinni um skosku laxa- stofnana. 4. Ef svo heldur fram nú sem horf- ir, verður erfítt fyrir bændur og eigendur islenskra laxveiðiáa að nýta þessi miklu hlunnindi sin á svipaðan hátt og verið hefur og rikistekjur tapast af sömu ástæð- um í stórum stíl, í krónutölu minna en af veiðitapi þorsksins og loðn- unnar en hlutfallslega sennilega ekki minna og siðferðilega á ná- kvæmlega sama hátt. En enginn virðist veita þessu svo mjög alvarlega ástandi at- hygli. Menn halda að sér höndum og þegja þangað til laxinn er horf- inn og drepinn að fullu rétt við bæjardyrnar okkar. Væri nú ekki skynsamlegt að viðkomandi yfir- völd tækju til höndum og hæfu harðvítuga og aukna baráttu fyrir friðun laxastofnanna i norðaustan- verðu Atlantshafi? Það fer saman við baráttuna fyrir þorskinum og loðnunni. Þráðurinn milli þessara þriggja fisktegunda verður ekki slitinn með neinum vorkulda- kenningum. Það fer sem sagt varla lengur á milli mála, að í lífkerfí úthafsins er loðnan geysi þýð- ingarmikill þáttur og áhrifaríkur á þorskafla og þroska og lífsaf- komu Atlantshafslaxins og með- an við sjálfir íslendingar höfum leyft okkur að ofveiða loðnuna á undanförnum árum og súpum nú seyðið af því á mjög alvarlegan hátt er látið næstum óátalið að Færeyingar vinni svipað ódæði á Atlantshafslaxinum rétt við land- helgismórkin. Þetta verður að stöðva með öllum hugsanlegum ráðum og baráttu. — Þegar í stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.