Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 29

Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 29 ur um velgengni fyrirtækisins og tillögugóður félagsmálamaður, þegar ráða þurfti fram úr málum. Oddur var virkur í starfi og fylgd- ist vel með þróun og starfsemi þeirra fyrirtækja og félaga, sem hann hafði verið kjörinn til trún- aðarstarfa í og gaf sér oft tíma til að líta inn hjá okkur þegar hann átti leið í bæinn, svona rétt til að líta framan í mannskapinn og kynnast stöðu mála. Á góðum stundum var Oddur hrókur alls fagnaðar og átti létt með að fá fólk til að gleyma áhyggjum og amstri hins daglega strits og var sjálfkjörinn söng- stjóri þegar menn komu saman til að fagna og gleðjast, enda þaul- vanur sem slíkur og áhugasamur um söngmál. Oddur var þátttak- andi í fjölmörgum félögum öðrum og var m.a. um árabil varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, í stjórn Mjólkursamsölunnar, stjórn Skógræktarfélags íslands, þátt- takandi í safnaðarstarfi sem söng- stjóri við sína kirkju og svo mætti áfram telja. Ég vil með þessum fáu línum þakka Oddi samfylgdina og ánægjulegt samstarf, jafnframt því sem ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Óskar H. Gunnarsson í þeirri mjög svo fróðlegu ævi- sögu, sem Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmaður í Vísi, ritaði, segir hann frá fjölmörgum minnisstæð- um atburðum, sem gerðust í sveit- inni hans, „Kjósinni", á fyrri hluta þessarar aldar. Þar segir hann m.a. frá því, er vinir hans, hjónin á Bæ í Kjós, Andrés Ólafsson og Ólöf Gests- dóttir, leita aðstoðar hans árið 1922 til þess að fá á leigu jörðina Neðri-Háls og því hversu Ólafur Thors, þá orðinn þingmaður, brá skjótt við til þess að þeir gætu tryggt Andrési eignarhald á jörð- inni, þegar tækifærið gafst 1930. Ástæða þessara ráðgerða Andr- ésar og Ólafar var sú, að jörðin þeirra, Bær, var orðin of lítil og kostarýr til þess að framfleyta fjölskyldu þeirra, en barnahópur þeirra fór þá stækkandi. Úr Kjós- inni vildu þau ekki fara. Þar höfðu forfeður þeirra búið mann fram af manni og vegnað vel og þau voru sannfærð um að þeim liði hvergi betur. Ástæða þess að ég rifja þessa frásögn Sigurbjörns upp er, að í dag er til moldar borinn einn úr þeim hópi, er þau Ólöf og Andrés fluttu með sér að Neðra-Hálsi árið 1922, vinur minn Oddur Andrés- son, bóndi, en hann lézt 21. júni sl. Oddur var fæddur að Bæ 24. nóv. 1912 og því á tíunda ári, er hann flyzt að Neðra-Hálsi með foreldrum sinum. Þar ólst hann upp í hópi 13 systkina, en eitt hafði látizt i æsku. Hann mótaðist í æsku mjög af þvi menningarheimili, sem for- eldrar hans bjuggu börnum sín- um. Hann fór heldur ekki varhluta af þeim mikla félagsmálaáhuga, sem faðir hans hafði og leiddi til þeirrar tiltrúar, sem Neðra-Háls- heimilið og húsbændurnir þar hafa haft hjá sveitungum sínum. Skólaganga Odds var lítil um- fram barnaskólagöngu. Ekki bar hann þess merki í lifsstarfinu nema síður væri, svo mjög sem sótzt var eftir starfskröftum hans á fjölmörgum sviðum og ,honum falin hin þýðingarmestu trúnað- arstörf af sveitungum hans, starfsbræðrum og samstarfsfólki á sviði félagsmála. Sönglistin var í hávegum höfð að Neðra-Hálsi. Andrés var organleikari, m.a. í kirkju sinni, og öll voru börn hans söngelsk og þá Oddur ekki sízt. Hann fékk til- sögn í organleik hjá séra Halldóri Jónssyni á Reynivöllum og Páli ís- ólfssyni, tónskáldi. Sá lærdómur reyndist Oddi vel, því segja má að hann hafi um áratuga skeið verið forystumaður um allt sönglíf í sveitinni og nágrannabyggðum. Um langt skeið hefur Oddur verið organisti Reynivallakirkju, eins og faðir hans forðum. Eftir lát Andrésar Ólafssonar 1931 unnu börn hans á búi móður þeirra og um tíma bjó á nýbýlinu Hálsi Gestur Andrésson, en árið 1947 taka svo við búskap á Neðra- Hálsi þeir bræður Oddur og Gísli og hafa búið þar síðan. Frú Ólöf Gestsdóttir andaðist 1966. Búskap og myndarskap á Neðra-Hálsi er ástæðulaust að lýsa. það hafa ótal ferðalangar, sem fram hjá hafa farið, séð með eigin augum. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með og sjá, því framfarir allar í landbúnaði hafa þeir á Neðra-Hálsi tileinkað sér. Trúnaðarstörfin hlóðust á þá Neðra-Háls-bræður. Oddur varð forystumaður á sviði skólamála, skógræktarmála og mjólkurfé- lagsmála. Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi kusu hann formann sinn og völdu hann til framboðs til Alþingis 1963 og ’67. Sat hann sem varaþingmaður fjöl- mörg þing. Leiðir okkar Odds Andréssonar lágu fyrst saman á sviði stjórn- málanna. Þegar við hittumst í fyrsta skipti var eins og við hefð- um þekkzt lengi. Vitaskuld gætti þar tengsla minna við fólkið úr Kjósinni, sem ég hefi notið svo ríkulega. Hið nána samstarf leiddi til vináttu okkar, sem ég mat mik- ils. Reyndust tillögur hans mér þýðingarmiklar, enda þær ævin- lega grundaðar af hyggindum hans og velvilja til þess fólks, sem hann starfaði með og fyrir. Oddur Andrésson kvæntist 1. nóv. 1947 Elínu Jónsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði og eignuð- ust þau sex börn, sem öll lifa. I sextíu ár hafa tvær kynslóðir búið á Neðra-Hálsi, svo til mikill- ar fyrirmyndar hefur verið að þriðja kynslóðin hefur nú tekið þar við búsforráðum. Það sýnist því hafa verið skynsamlegur ráða- hagur þeirra Ólafar og Andrésar forðum, er þau fluttust að Neðra- Hálsi. Vonandi eiga afkomendur þeirra eftir að njóta þess um lang- an aldur og byggja þá jörð af myndarskap, eins og vinur minn Oddur Andrésson gerði í sam- starfi við bróður sinn. Að leiðarlokum þakka ég Oddi vináttu og samstarf, bið honum blessunar á landi lifenda. Fjölskyldu hans sendum við samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen Kveðja frá Skógræktarfélagi Islands Oddur Andresson, bóndi að Neðra-Hálsi í Kjós, lét snemma til sín taka í skógræktarmálum, bæði heima í héraði og á vettvangi Skógræktarfélags íslands. Hann var einn af fáum úr bændastétt, sem sæti hafa átt í stjórn Skógræktarfélags Islands. Varamaður í stjórn félagsins var hann kjörinn árið 1964, í aðal- stjórn 1968 en varaformennsku gegndi hann árin 1972 til 1981. Allan þann tíma, sem Oddur var í stjórn pg varastjórn Skógrækt- arfélags íslands starfaði hann að skógræktarhugsjóninni af einlæg- um áhuga. í honum bjó hin sterka menningararfleifð bændaþjóðfé- lagsins íslenska. Réttsýni og já- kvæð viðhorf einkenndu öll hans störf, sem hlutu að vekja traust og virðingu samferðafólks hans. Þótt skarð sé fyrir skildi við fráfall Odds Andressonar mun minningin um góðan dreng lifa lengi í huga skógræktarfólks í landinu. Stjórn Skógræktarfélags ís- lands flytur hugheilar þakkir fyrir fórnfúst starf Odds Andressonar í þágu skógræktar á íslandi og sendir aðstandendum samúðar- kveðjur. F.h. stjórnar Skógræktar- félags íslands Hulda Valtýsdóttir, formaður, Snorri Sigurðsson, framkvstj. Það hefur verið mér mikill ávinningur að kynnast og starfa með Oddi Andréssyni, bónda að Neðra Hálsi í Kjós, sem nú er kvaddur hinztu kveðju í dag. Ég átti þess kost að starfa með hon- um bæði á stjórnmálasviðinu og að málefnum á samstarfsvett- vangi sveitarfélaganna. Félagsstörf í Mosfellshreppi hafa alla tíð verið meira og minna tengd nágrannasveitarfélögunum, Kjalarnes- og Kjósarhreppum, hvort sem um er að ræða störf hinna frjálsu félaga, sem svo eru nefnd, eða í tengslum við sveitar- stjórnirnar. Þannig hafa oft myndazt vináttutengsl við menn úr nágrannabyggðunum. Aldrei hef ég heyrt annað en að sam- starfið hafi verið gott og ánægju- legt, enda svokallaður hrepparíg- ur óþekkt fyrirbæri milli þessara þriggja hreppa. Það eru liðlega 16 ár síðan ég kynntist fyrst í reynd slíku sam- starfi. Þá var sett á stofn sam- starfsnefnd Álafosslæknisfaðs (Mosfells-, Kjalarnes-, Kjósar- og Þingvallahrepps) til að vinna að því að skipan heilbrigðismála í héraðinu yrði breytt á þá lund að Reykjalundur yrði miðstöð heil- brigðismála læknishéraðsins og að héraðslæknirinn fengi þar að- stöðu. Eitt af mörgum trúnaðarstörf- um, sem Oddi voru falin af sveit- ungum hans, var að taka sæti í samstarfsnefndinni fyrir hönd Kjósarhrepps. Frá upphafi hefur honum verið falin formennska nefndarinnar. Það er ekki sízt fyrir góða forystuhæfileika Odds og dugnað, hve farsællega þessi mál hafa þróazt. Samstarfið innan nefndarinnar hefur frá upphafi verið sérstaklega gott og aldrei komið upp ágreiningur, þó að í henni starfi fulltrúar fimm hags- munaaðila, þ.e. hreppanna fjög- urra og forsvarsmanna Reykja- lundar. Heilsugæzlustöðin að Reykja- lundi var Oddi mikið hjartans mál. Það er vissulega gott til þess að vita að hann sá árangur þessa starfs síns rætast. Oddur Andrésson var miklum mannkostum búinn. Héimilið að Hálsi, þar sem hann ólst upp í myndarlegum systkinahópi, var mikið menningarheimili þar sem tónlistin var í hávegum höfð. Oddur var alla tíð forystumaður í tónlistarmálum Kjósverja, sem og öðrum menningarmálum enda voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf á þeim vettvangi. Hann lét sig einnig landsmálin miklu skipta og starfaði ötullega innan Sjálfstæðisflokksins, átti t.d. sæti á Alþingi sem varaþing- maður flokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Jafnframt sinnti hann ýms- um trúnaðarstörfum á vegum flokksins innan kjördæmisins. Við áttum langt samstarf á þeim vettvangi, m.a. í stjórn Sjálfstæðisfélagsins Þorsteins Ingólfssonar og í stjórn fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Kjósarsýslu. Það var mikill styrkur fyrir ný- liða í félagsstörfum, á sínum tíma, að njóta hollráða Odds. Hann var góður félagi, hreinskiptinn og drenglyndur, rökfastur og góður ræðumaður. Fráfall Odds Andréssonar kom óvænt, þrátt fyrir að hann gengist undir uppskurð fyrir tæpu ári, þá voru vonir bundnar við að hann hefði 'fengið bót meina sinna. Svo reyndist því miður ekki. Hann lézt eftir stutta legu á Landspítalan- um hinn 21. júní sl. Að leiðarlokum þakka ég Oddi góð kynni og sérstaklega gott samstarf í gegnum árin. Hans verður saknað en gott er að eiga minningu um góðan félaga og drengskaparmann. Ég votta fjöl- skyldu hans samúð. Blessuð sé minning Odds Andréssonar. Salome Þorkelsdóttir Oddur Andrésson, Neðra Hálsi, Kjós., verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í dag, laugardag- inn 3. júlí. Langar okkur ung- mennafélagana að minnast hans HtiIIega og þakka að leiðarlokum framlag hans til ræktunar lýðs og lands. Oddur var fæddur árið 1912 að Bæ í Kjós; sonur hjónanna Andr- ésar Ólafssonar, bónda og hrepp- stjóra, og Ólafar Gestsdóttur. Ungur fluttist hann með foreldr- um sínum að Neðra Hálsi og bjó þar síðan. Oddur gekk ungur í Ungmenna- félagið Dreng, eins og títt var um unga menn á þeim tíma. Gerðist hann fljótt góður liðsmaður og var meðal annars formaður þess í tvö ár. Var hann og í nefnd þeirri sem sá um undirbúning að byggingu félagsheimilisins Félagsgarðs sem Umf. Drengur byggði á árunum 1945—1946. Eftir að Oddur minnkaði af- skipti sín í ungmennafélaginu og yngri menn tóku við, hélt hann áfram störfum í þágu menning- armála. Hann var áhugamaður um skógrækt og sat í stjórn Skógræktarfélags íslands um tíma. Hann var formaður Bræðra- félags Kjósarhrepps, sem sá um rekstur bókasafns sveitarinnar. Oddur lærði orgelspil og söng- stjórn ungur að árum, og hefur hann haldið uppi góðu sönglífi í sveitinni og víðar, bæði á gleði- og sorgarstundum. Við skrifum þessi stuttu og ónákvæmu ævibrot um Odd á Neðra Hálsi með þakklæti í huga og vottum fjölskyldu hans samúð. Ungmennafélagið Drengur „Kn gæt þesN bezt er göfgast hjá þér finnst, og f'laödu vel þann neistann sem liggur innst" I dag er til moldar borinn Oddur Andrésson, bóndi á Hálsi í Kjós. Hann treður nú þann veg er við öll skulum ganga eitt sinn, en alltaf kemur okkur einfeldningunum á óvænt, svo óumflýjanleg sem sú ferð þó er. Lífið er aðeins að láni og hollt er okkur að hafa það hug- fast. Oddur var einn hinna grand- vöru manna er æfinlega hafa allt sitt á hreinu og ekkert virðist koma í opna skjöldu. Með einurð og karlmennsku var snúist við hverjum vanda er að höndum bar. Með glaðværð og hlýju var vikist við mönnum og málefnum þegar einhvers þurfti við, Við áttum því láni að fagna að kynnast honum á svo mörgum sviðum, því hugur hans var stór og á hann hlóðust margháttuð störf í þágu samferðarmannanna, — til hans leituðu menn gjarnan er velja þurfti mann til að leysa hin ólíklegustu verkefni, en hann var alinn upp í stórum, glaðværum systkinahópi, þar sem hugsjónir ungmennafélaganna settu svip sinn á og mótuðu menn og mál- efni. Vel er þegar menn varðveita svo vel æskuhugsjónir sínar og ná að vinna þeim gagn í önnum hins daglega lífs, langa æfi. Þau eru orðin mörg störfin, sem hann sinnti, svo sem í þágu kirkj- unnar, skógræktar, ungmennafé- laganna, samvinnufélaganna, en hann var til dæmis í stjórn Osta- og smjörsölunnar frá 1977, og í stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík frá 1973, sat á þingi öðru hvoru sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi frá 1963—1971. Ennfremur vann hann mjög að skólamálum og heilsugæslumálum að ógleymdum söngmálunum, en þar var hann mjög veitull hvar sem menn komu saman til að gleðjast eða kveðjast. Hann kenndi mönnum að stilla saman raddir sínar, og það, hvað söngur- inn sameinar hugi manna til átaka, en eyðir sundrungu og sundurlyndi — fær menn til að vinna saman af einhug. Það er árangurinn af starfi slíkra manna, sem gerir okkur ríka og fyllir okkur bjartsýni á framtíðina. Til marks um hug hans og ósérhlífni, vil ég minnast þess, er hann í vetur kom gagngert af sínum sjúkrabeði til að sinna stjórnarstörfum í Mjólkursamsöl- unni og taka þátt í þeirri uppbygg- ingu, sem þar fer nú fram. Þar var ekki verið að hlífa sér eða vor- kenna og er nokkuð sönn lýsing á manninum. Við erum í mikilli þakkarskuld við þá menn sem þannig vinna verk sín. Oddi skulu hér þakkir færðar fyrir svo ótal margt er hann var og vann í okkar þágu, samferðar- mannanna. Ástvinum hans votta ég samúð mína, missir þeirra er mikill, en þó er vert að huga að því að dauð- inn er ekki endir lífs — aðeins bústaðaskipti. Vífill FARPANTANIRog FARGJÖLD innanlandsflug millilandaflug FLUGLEIDIR Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. Gott fólk hjá traustu félagi 26622 25100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.