Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982
Sölustofnun lagmetis:
Rækjuútflutningurmn
tvö- til þrefaldast
„YMIST er búið að gera eða verið að
l'ani'a frá samningum, sem þýða, að á
þessu ári verður um að ra-ða algjört
metár í útflutningi á niðursoðinni
rækju. Miðað við útflutning á síðasta
ári er um tvij- til þrefiildun að ræða og
miðað við fyrri ár er um margföldun
að ræða. I magni er þetta á milli 5 og
6 milljónir dósa að andvirði um 70
Verkamannabústaðir:
308 íbúðum
úthlutað
— 1200 sóttu um
HTJOKN verkamannabústaða í
Keykjavík hefur á þessu ári úthlutað
rúmlega 300 íbúðum í verkamanna-
bústiiðum, ýmist ^nýjum eða endur-
söluíbúðum. IJmsækjendur um þessar
íhúðir voru alls 1.200.
Að sö|;n Ríkharðs Steinbergsson-
ar, framkvæmdastjóra verka-
mannabústaða, er hér um að ræða
176 nýjar ibúðir við Eiðsgranda og
verða þær afhentar á árinu 1983 og
fyrri hluta ársins 1984. Hinar íbúð-
irnar eru endursöluíbúðir, flestar í
Breiðholti, en verkamannabústaðir
hafa forkaupsrétt á um 2.300 íbúð-
um í borginni.
Þá sagði Ríkharður, að næst á
dagskrá væri að hefja byggingu 90
ibúða í Ártúnsholti og 110 íbúða í
Selási.
millónir króna," sagði Heimir Hann-
esson, framkvæmdastjóri Sölu-
stofnunar lagmetis, er Mbl. innti
hann eftir söluhorfum á niðursoðinni
rækju.
„Helztu samningarnir hafa verið
gerðir við stórar verzlanasamsteyp-
ur í Vestur-Þýzkalandi, meðal ann-
ars eina, sem heitir Aldi, en eins og
er fer öll rækjan til Vestur-Þýzka-
lands," sagði Heimir. „Við erum
ánægðir með þessa samninga og
teljum það nánast kraftaverk hve
vel okkur hefur gengið að komast
inn á þennan markað. Við erum
einnig að kanna markaðshorfur í
Bandaríkjunum og Bretlandi og
vonumst til að geta haldið sam-
bærilegri eða betri samningagerð
áfram. Þegar er búið að gera samn-
inga, sem ná fram á næsta ár, en
það er ekki inni í tölunni, sem ég
nefndi áðan, ef svo væri myndi and-
virðið hækka um að minnsta kosti
10 milljónir."
Er til nægilegt hráefni til að
framleiða upp í þessa samninga?
„Það er náttúrulega Ijóst að það
þarf feykilegt hráefni í þetta. í 5
milljónir dósa þarf um 3.300 lestir
af ópillaðri rækju og við teljum
okkur vera búna að tryggja okkur
nægilegt hráefni. Meðal annars hef-
ur verið veittur viðbótarkvóti á
rækjumiðunum og nokkuð magn
keypt af Rússum. Þessir samningar
geta skapað verkefni fyrir 3 til 4
verksmiðjur langt fram eftir árinu
og eru okkur því mjög mikilvægir
hvað snertir atvinnu," sagði Heim-
ir.
Pólýfónkórinn á Spáni:
Aðsókn og móttaka
framar björtustu vonum
— segir Ingólfur Guðbrandsson
Frá Arnaldi Indriúasyni
í (iranada, 5. júlí.
Á ÞKItlJA þúsund manns hlýddu á
tónleika l'ólýfónkórsins í gríðarstórri
16. aldar dómkirkju Cranada borgar
á Spáni í kvöld að viðstöddum borgar-
stjóranum. Tónleikarnir vöktu mikla
hrifningu meðal áheyrenda, sem
stóðu upp og klöppuðu lengi að tón-
leikunum loknum. Þessir tónleikar
eru hinir fjórðu sem Þólýfónkórinn
hefur haldið á söngferðalagi um Spán.
„Ég held það sé skoðun flestra
hér, að aðsókn og móttaka hafi far-
ið fram úr björtustu vonum,“ sagði
Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandi
kórsins í samtali við Mbl. að tón-
leikunum loknum.
Pólýfónkórinn hefur haldið tón-
leika í borgunum Malaga, Marbella,
Nerja og nú síðast í Granada. Þar
stendur yfir 31. tónlistarhátíð borg-
arinnar. Fimmtu ogsíðustu tónleik-
ar kórsins verða í borginni Sevilla
annað kvöld. Tónleikarnir hafa vak-
ið mikla athygli og mjöggóð aðsókn
hefur verið að þeim. Segja má, að
ætíð hafi verið húsfyllir. í Malaga
hlýddu um 600—800 manns á tón-
leika kórsins, í Marbella voru um
600 áheyrendur, og í Nerja hlýddu
um 900 manns á tónleika kórsins. í
Granada i kvöld mættu eins og áður
sagði um tvö þúsund manns.
„Ég fann streyma um mig kulda
og fegurð norðursins þegar kórinn
fiutti verk Jón Leifs, Éddu-óratorí-
una. Það var stórkostlegt að heyra
það, eins og reyndar allt annað á
efnisskránni." Þetta sagði einn af
áheyrendum Pólýfónkórsins í borg-
inni Nerja í samtali við blaðamann
Mbl. eftir tónleika kórsins þar.
Þessi sami áheyrandi hafði hlýtt á
tónleika kórsins í Malaga og síðan
ekið liðlega 50 kílómetra leið til
Nerja daginn eftir til að hlýða á
tónleikana þar.
Spánverji að nafnf Rafael
Rodriquez sagöi í samtali við
blaðamann Mbl. eftir að hafa
hlýtt á tónleika Pólýfónkórsins: „í
þrjátíu og eitt ár hef ég sótt tón-
leika á hátíðinni hér í Granada, en
ég hef aldrei verið á stórkostlegri
tónleikum og efast um að verða á
öðrum slíkum."
Fundur í Valhöll kl. 20.30 í kvöld:
„Hvers er að vænta
í afvopnunarmáliim?“
Frummælandi verður Birgir ísl. Gunnarsson
Utanríkismálanefnd SUS, Sam-
bands ungra sjálfslæðismanna,
j'engst í kvöld fyrir fundi í Valhöll,
Háaleilisbraut I, og hefsl fundurinn
kl. 20.30. Hann er haldinn í kjallara-
sal. Yfirskrift fundarins er: „Hvers er
að vænta í afvopnunarmálum?" og
mun Birgir ísl. Gunnarsson alþingis-
maður halda framsöguerindi, en hann
er nýkominn af afvopnunarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Mun Birgir í erindi sínu fjalla m.a.
um störf ráðstefnunnar og horfurnar
framundan. Að ræðu Birgis lokinni
varða almennar umræður.
„Tilefni fundarins er það að Birg-
ir ísl. Gunnarsson sat afvopnunar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
New York, og ekki síst í ljósi þeirr-
ar miklu umræðu sem fram hefur
farið um afvopnunarmál að undan-
förnu," sagði Éinar K. Guðfinnsson,
formaður utanríkismálanefndar
SUS í samtali við Morgunblaðið.
„Nú eru framundan veigamiklar
viðræður stórveldanna um afvopn-
unarmál og því þótti okkur eðlilegt
að fá Birgi Isl. Gunnarsson til þess
að mæta á fund og ræða gang þess-
ara mála, ekki síst með tilliti til
ráðstefnunnar í New York,“ sagði
Einar K. Guðfinnsson.
Vegfarendur fylgdust af áhuga með skákmótinu, sem fram fór í blíðskaparveðri á Lækjartorgi. Mynd Mhl. Kmilíi.
Skákmótið á Lækjartorgi;
Helgi Ólafsson lagði
alla andstæðinga sína
SKÁKMÓT til styrktar þátttöku
íslenzka skáklandsliðsins í
Kvrópukeppninni gegn Englend-
ingum var haldið á Lækjartorgi i
blíðskaparveðri í gær að viðstödd-
um fjölmörgum áhorfendum.
Helgi Olafsson, sem tefldi fyrir
Þjóðviljann, sigraði örugglega,
vann alla sína andstæðinga. Tím-
inn gaf farandbikar og vann Þjóð-
viljinn Tímabikarinn.
Helgi var í miklu stuði og sigr-
aði alla andstæðinga sína, sjö að
tölu. Alls styrktu 30 fyrirtæki
Skáksambandið og því tefldu 30
skákmenn í mótinu. Jóhann
Hjartarson, sem tefldi fyrir
Búnaðarbankann, hafnaði í öðru
sæti með 5Vfe vinning. í 3.-4.
sæti höfnuðu þeir Friðrik
Ólafsson, sem tefldi fyrir Morg-
unblaðið, og Björn Þorsteinsson,
sem tefldi fyrir Útvegsbankann.
Helgi Ólafsson lagði alla andstæð-
inga sína að velli.
Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, í viðureign við Óttar Felix Hauksson, en
Friðrik tefldi fyrir Morgunblaðið og hafnaði í 3.—4. sæti.
Hreinsun stallanna
má ekki dragast lengur
— þaö sýna atburðir síðustu daga bezt
„ÞAÐ ER búið að tala mikið um að
hreinsa þessa stalla, sem voru gerðir
fyrir mörgum árum fyrir ofan veg-
arstæðið. Á síðasta ári var borið við
peningaleysi, en hins vegar tel ég að
þetta sé hið brýnasta sem nú liggur
íyrir í viðhaldi vega og að mínum
dómi á að taka kostnaðinn af við-
haldsfé. Það er ekki hægt að mæla
því bót að þetta sé ekki gert árum
saman og atburðir síðustu daga hafa
sannað að þetta má ekki dragast
lengur," sagði Matthías Bjarnason
alþingismaður Vestfirðinga, er Mbl.
spurði hann álits á ástandi Óshlíð-
arvegar.
Þá sagði Matthías einnig að-
spurður um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við veginn, sem sam-
kvæmt upplýsingum vegagerð-
armanna eiga að hefjast í haust:
„Hitt er svo annað mál að þær
framkvæmdir sem á að ráðast í á
Óshlíðarvegi og byrjunarframlag
er til á þessu ári hafa auðvitað
mikil áhrif á umferðina. Það verð-
ur erfitt að halda umferð með eðli-
legum hætti um veginn á meðan
og auðvitað ekkert við því að segja
að það verði ekki hafist handa fyrr
en í haust."
Þá sagði Matthías einnig: „Þetta
er þó aðeins byrjunin á því sem
gera á, því þessi áætlun er til
nokkurra ára og meginþorrinn af
því fjármagni sem nú fer til svo-
kallaðra Ö-vega, þ.e. Ólafsvík-
urennis, Ólafsfjarðarmúla og
Óshlíðar, fer nú í Ólafsvíkurenni
og síðan Óshlíð á næsta ári. Engar
framkvæmdir verða aftur á móti
við Ólafsfjarðarmúla. Hér er að-
eins, eins og fyrri daginn, spurn-
ing um peninga. En undir kröfur
þeirra sem um þennan veg fara
tek ég hvað varðar hreinsun á
stöllunum og það þó fyrr hefði
verið. Það er margbúið að þrýsta á
þetta, án árangurs," sagði Matthí-
as að lokum.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblaði, þurfa
framvegis að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á
föstudögum.