Morgunblaðið - 06.07.1982, Qupperneq 3
Iðnaðar ráðu neytið:
Þrír ráðnir
til að vinna
að álmálinu
Iönaðarráðuneytid hefur ráðið
þrjá menn til starfa til þess að vinna
að könnunum í sambandi við álmál-
ið. I>orgeir Örlygsson hefur verið
ráðinn til þess að skrifa um þjóðrétt-
arlega hlið álmálsins, Gísli Gunn-
arsson til þess aö taka saman sögu-
legt yfirlit álmálsins og Birgir Björn
Sigurjónsson mun skrifa um efna-
hagslega hlið málsins, samkvæmt
heimildum Mbl. í samtali við Mbl.
vildi Hjörleifur Guttormsson, iðnað-
arráðherra, lítið tjá sig um verksvið
þessara manna.
„Lausráðnir menn hafa áður
komið til starfa og þetta er ekkert
fréttnæmt. Við erum að vinna að
álmálinu, fara ofan í saumana. Þú
nefnir tiltekin nöfn, en það eru
fleiri aðilar sem við kveðjum til.
Ég vii ekki staðfesta neitt um
verksvið einstakra manna, enda
ekki ástæða til að mínum dómi.
Við erum ekki aðeins að vinna að
athugun á samskiptum við AIu-
suisse, heldur álvinnslu almennt
hér á landi, forsendum hennar og
hagkvæmni," sagði Hjörleifur í
samtali við Mbl.
„Almennt séð get ég staðfest, að
unnið er af krafti við að fara yfir
lögfræðilega stöðu okkar í sam-
skiptum við Alusuisse og þróun al-
þjóðaréttar á undanförnum árum
og áratugum. Islenskir lögfræð-
ingar koma ekki bara við sögu
heldur erlendir líka. Það er mitt
mat, að við hefðum aldrei getað
lagt þau gögn á borðið, sem gert
var, nema vegna þess við fengum
aðstoð færustu manna."
—Hefur bandaríski lögfræðing-
urinn Charles Lipton skilað
áfangaskýrslu?
„Hann hefur skilað vinnuplaggi,
en það er ekki til dreifingar eða
birtingar," sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson.
Innbrot á Akureyri:
Ók með þýfið
á stolnum bíl
í gegnum
bllskúrshurð
BROTIST var inn í hljómtækjaverzl-
unina Hljómver, Glerárgötu 32 á Ak-
ureyri, aðfaranótt laugardagsins.
Nokkrum sambyggðum segulbands-
og útvarpstækjum af gerðinni Beltek
var stoliö, svo og fleiri hljómflutn-
ingstækjum. Verðmæti þýfisins nem-
ur um 40 þúsund krónum.
Þjófurinn hafði tækin á brott
með sér með því að stela sendi-
bifreið sem var í bílskúr sam-
byggðum verzlunarhúsinu. Hann
ók bílnum í gegn um bílskúrshurð-
ina, og er bíllinn ófundinn. Hann
er af gerðinni Simca og ber ein-
kennisstafina A-7575 og er greini-
lega merktur verzluninni.
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri biður alla þá, sem urðu varir
við grunsamlegar mannaferðir
umrædda nótt og þá, sem séð hafa
til bílsins, vinsamlega að snúa sér
til hennar.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982
FRA DAIHATSU-UMBOÐINU:
r
Argerðir 1982 nær uppseldar
Tryggið ykkur síðustu bílana
á frábæru verði
Daihatsu Charmant 114.800.- m/öllu
-v-;: §
Daihatsu Taft 4x4
Orfáum bílum oraðstafað á verði frá
158.670.
Daihatsu Charade — Uppseldur
Næsta sending árgerð 1983, væntanleg ág.-sept.
Viðurkennd gæði — Viðurkennd þjónusta.
Valið er auðvelt og öruggt.
Oaihatsu-umboðió, Ármúla 32. Símar 85870 - 39179.