Morgunblaðið - 06.07.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.07.1982, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 Svefnherbergishúsgögn þessi eru í litaðri eik og framleidd hjá Ingvari og Gylfa. Settið nefnist VENUS. Guðný Bergsdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn íslenskum húsgögn- um afar vel tekið Svona geta einföld skilrúm gjörbreytt dagstofunni, framleiðandi er Árfell hf. íslenskur húsgagnaiðnaður er i mikilli framför og á síðustu árum hafa hönnuðir á þessu sviði, æ meira einbeitt sér að erlendum mörkuðum. Húsgagnahönnuöir frá fjölmörgum löndum, koma mörg- um sinnum saman á ári hverju til sýninga, til að sjá hvað aðrir eru að gera, svo og auðvitað sýna eigin framleiðslu. Menn læra hver af öðrum, fá nýjar hugmyndir og vikka sjóndeildarhringinn, með þvi aö skoða framleiösluna hver hjá öðrum. íslenskir húsgagnahönnuðir eru fyllilega samkeppnisfærir við er- lenda starfsbræður sina, bæði hvað snertir gæði og verðlag. Það kom fyllilega í Ijós á stórri húsgagnasýningu er nýlega var haldin í Kaupmannahöfn. Um fimm hundruð aðilar frá Norðurlöndunum og um eitt hundrað frá öðrum löndum, Reimar Charlesson, forstjóri hjá Víði, tjáði blaðamanni, að síðan þessi nýja taekni og fram- leiðslulína komst í gagnið, hafi orðið um 40% framleiðniaukn- ing og geri aðrir betur! Samhliða þessari nýju stefnu, beitir Víðir sér nú í fyrsta skipti fyrir út- flutningi á framleiðslu sinni. Og á þessari fyrstu erlendu sýningu sem Víðir tekur þátt í virðist sem menn hafi komið hér inn á rétta braut. „Það er í fyrsta skipti, sem við sýnum húsgögn okkar hér og ég verð að segja að viðtökurnar hafi farið fram, já langt fram úr okkar björtustu vonum. Meira að segja dómharðar þjóðir á þessu sviði, svo sem Finnar og Þjóð- verjar, hafa lokið lofsorði á gæð- in hjá okkur og hvað verðlag snertir, erum við fyllilega sam- keppnishæfir," sagði Reimar Charlesson á siðasta degi sýn- ingarinnar. Hann bætti við, að Víðir væri kominn með við- skiptasambönd við sextíu aðila frá 18 löndum, bara á þessari einu sýningu. Árfell hf. sýndi í bás sínum vörur, sem voru einstakar á þessari sýningu, en fyrirtækið einbeitir sér að ýmsum skilrúm- um og veggsettum, sem ýmist eru notað til að skipta herbergj- um og stofum, eða í forstofur og ganga. Skilrúm þessi eru úr þeim viði sem viðskiptavinurinn óskar, og í þeim eru hillur, skáp- ar og annað, sem viðskiptavinur- inn óskar. Það fór ekki mikið fyrir bás Árfells hf. á sýningunni, en hins vegar voru þeir fjölmargir inn- kaupendurnir, sem sýndu fram- leiðslunni áhuga, fengu upplýs- ingabæklinga og spurðu um verð. Forstjóri Árfells hf., Árni B. Guðjónsson, sagðist vera kominn með viðskiptasambönd við tæplega tuttugu aðila, hvað honum þótti vel gert, þar sem það var svo að segja á síðustu stundu að hann ákvað að taka þátt í sýningunni. „Margir hönnuðir hafa sýnt veggsettum okkar og skilrúmum mikinn áhuga, allra helst eru það Svíar og Norðmenn, en einn- ig hafa komið fyrirspurnir frá mörgum öðrum löndum, t.d. allt frá Jórdaníu!," sagði Árni. Hann bætir við, að Árfell sé að reyna nýjar hugmyndir og að það sé ótrúlega mikils virði að mæta á svona sýningu með framleiðslu sína, svo og að fylgjast með því nýjasta hjá öðrum hönnuðum. „Það koma fram margar sér- óskir á þessu sviði og það verður að aðlagast óskum viðskiptavin- anna. Það er líka mikils virði að fá góða aðstoð heiman að og satt að segja mætti hún bæði vera meiri og betri," segir hann. Þetta var í annað skipti sem fyritækið Ingvar & Gylfi sf. sýn- ir framleiðslu sína á húsgagna- sýningu í Kaupmannahöfn, en samt segir Einar Gylfason, sem varð fyrir svörum blaðamanns, að erfitt hefði verið að gera sér grein fyrir hverju mætti búast við. „í heild erum við ánægðir með útkomuna á sýningunni, við höf- um fengið fjölmargar fyrir- spurnir. Ánægðastir erum við með að verðið hjá okkur er sam- keppnisfært við aðrar þjóðir, sem hér sýndu og við þykjumst vera búnir að sanna að þetta er hægt, þ.e.a.s. reyna nýjan mark- Á húsgagnasýningu, sem var í Kaupmannahöfn sýndu nýjustu framleiðslu sína í Kaupmannahöfn, og fjölmargir innkaupendur frá flestum lönd- um heims, þar á meðal margir íslenskir, heimsóttu sýninguna og keyptu mikið. Eftirtaldir islenskir aðilar voru með sýningarbása á sýning- unni: Trésmiðjan Víðir hf., Ingv- ar & Gylfi sf. og Árfell hf. og auk þess var Útflutningsmiðstöð Iðnaðarins með upplýsingabás, þar sem Hulda Kristinsdóttir veitti fúslega allar umbeðnar upplýsingar um íslenskan hús- gagnaiðnað. Eins og mönnum mun kunn- ugt, var fyrir tæpum tveim árum gerð hin svokallaða „tveggja ára markaðsáætlun húsgagnaiðnað- arins" og segja má, að árangur þessarar áætlunar sé meðal ann- ars sú framleiðsla, sem sýnd var í íslensku sýningarbásunum fjórum. í þessu sambandi er t.d. hægt að nefna Trésmiðjuna Víði, sem er þekkt fyrirtæki hérlendis, en hefur svo til eingöngu framleitt fyrir innlendan markað. Fyrir tæpum tveim árum var gjör- samlega skipt um framleiðslínu, ný vinnutækni með hinum full- komnustu vélum tekin í notkun og fvrirtækið réði til sín kunnan finnskan húsgagnahönnuð, Ahti Taskinen, en hann hefur einmitt hannað þau húsgögn, sem voru sýnd á margnefndri sýningu. Létt, formfóst og þægileg eru húsgögnin frá Víði. Áklæðið er íslenskt og tekstilhönnuður er Guðrún Guðmunds- dóttir, sem einnig hefir hannað gluggatjöldin, sem eiga vel við. að erlendis. Það verður líka spennandi að sjá hvernig það kemur til með að ganga,“ segir hann. Það er hins vegar ekki hægt að neita því, að innflutningur á er- lendum húsgögnum eykst sífellt, ekki síst vegna þess að erlend fyrirtæki eru fljót að afgreiða pantanir. Þeir íslensku aðilar, sem sýndu á nefndri sýningu í Kaupmannahöfn, eru sammála um, að vörur þeirra séu full- komlega samkeppnishæfar við erlendar vörur. En að heima fyrir skorti áhuga á að styðja við bak íslenskra húsgagnahönnuða, og þá sérstaklega þeirra er leita fyrir sér á erlendum mörkuðum. Hér er stærri iðnaður á ferð en menn gera sér grein fyrir og er þess svo sannarlega verður að meira sé gert til að koma honum á framfæri. Stefnt er að því, að útflutningur íslenskra húsgagna verði kominn á nokkuð gott stig og verði farinn að gefa vel af sér árið 1984. Samkeppnin er geyishörð og til þess að geta staðið sig verða útflytjendur húsgagna að fá verulegan stuðning yfirvalda. Þessi margnefnda sýning sann- aði svo ekki verður um villst, að það eru góðir möguleikar fyrir íslensk húsgögn á erlendum markaði, þau eru jú fyllilega samkeppnishæf hvað gæði og verðlag snertir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.