Morgunblaðið - 06.07.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982
Rally-Cross:
Þórður Valdimarsson fór
létt með andstæðingana
Þórður Valdimarsson sigraði auð-
veldlega í rally-crossinu um helgina.
Var þetta jafnframt þriðji sigur hans
i röð í þessari keppnisgrein á þessu
ári. Ljósm. (>unnlaugur.
IKIRÐIIR Valdimarsson sigraði
auðveldlega í rally-cross-keppni
KIKK, sem fram fór á sunnudaginn.
()k hann að venju VW og átti eng-
inn keppandi möguleika á að halda í
við Þórð. I öðru sæti varð Njáll Sig-
urðsson á Skoda og í því þriðja
Kristinn Svansson á Datsun 160.
Heldur var dauft yfir rally-
cross-keppninni að þessu sinni.
Vantaði nokkra helstu ökumenn,
meðal þeirra Birgi Bragason, sem
undirbýr sig fyrir Húsavíkurrall-
ið af fullum krafti. Þórður Valdi-
marsson náði með þessum sigri
sínum öryggri forystu í keppninni
um Islandsmeistaratitilinn og má
telja öryggt að hann hirði titilinn.
Er vonandi að Þórður fari erlend-
is til keppni í haust, en það hefur
komið til tals að nokkrir Islend-
ingar taki þátt í rally-cross á er-
lendum vettvangi.
Hér skella þeir Rafn Guðjónsson á Vauxhall og Magnús Baldvinsson
komast framúr i krappri beygju.
á
LjÓNm. GunnUurur.
BMW saman, eftir að Magnús reyndi að
SpetuHtndf
förunattfur fferbttfagitttt
»vor
Woður
i UpP'óbQki
s
WAWICO
á fL
Brunabininn
sem týndist
Bókaflokkurinn,,Skáldsaga um glæp” eftir
Maj Sjöwall og Per Wahlöö nýtur víða um
heim virðingar fyrir vandaða framsetningu
og æsispennandi en raunverulegan söguþráð.
Allar eldri bækur lögreglusagnaflokksins eru
nú fáanlegar. Sögurnar eru sjálfstæðar hver
um sig en ávallt eru Martin Beck og félagar
hans í rannsóknarlögreglu Stokkhólms-
borgar í sviðsljósinu.
Góðar bækur
í útileguna og útlöndin.
Mál IMI og menning
Bæklingur um félagslegt
öryggi á Norðurlöndum
í upphafi þessa árs tók gildi
nýr Norðurlandasamningur um
félagslegt öryggi. Samningur
þessi miðar að því að veita Norð-
urlandabúum aukið félagslegt
öryggi við dvöl í öðru norrænu
landi og auðvelda þeim flutning
milli Norðurlandanna. Er með
samningnum reynt að tryggja
cinstaklinginn gegn missi rétt-
inda, sem völ um stundarsakir
eða flutningur milli landa gæti
haft í for með sér.
Félagsmála- og upplýsinga-
deild Tryggingastofnunar
ríkisins hefur að þessu tilefni
gefið út bækling, sem veitir
fólki upplýsingar um innihald
samningsins og hver réttindi
hann veitir. Bæklingurinn
nefnist „Félagslegt öryggi á
Norðurlöndum" og mun hann
liggja frammi í Trygginga-
stofnun ríkisins og hjá um-
boðsmönnum hennar um land
allt — að því er segir í
fréttatilkynningu frá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Búnaðarfélag
Suðurlands:
Félagslegt öryggi
á Norðurlöndum
Upplýíiingar um nýjan Nor?Jurlandasamning
urn félagslegt öryggi.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐENU
Framsókn-
armenn í
meirihluta
UM SÍÐUSTU helgi fóru fram kosn-
ingar í Búnaðarsambandi Suður-
lands. Þrir listar voru í kjöri og hlaut
B-listi þrjá menn kjörna, D-listi tvo
og V-listi engan.
Atkvæði skiptust þannig að
1303 kusu, eða 81,8%. B-listinn
hlaut 706 atkvæði (55%), D-listinn
451 (35%) og V-listinn 126 (10%).
B-listinn var borinn fram af fram-
sóknarmönnum, D-listinn af
sjálfstæðismönnum og V-listinn
af vinstri mönnum og var þetta í
fyrsta sinn, sem vinstri menn
bjóða fram til Búnaðarsam-
bandskosninga. Áður voru B-listi
og D-listi með sömu fulltrúatölu
en þátttaka í síðustu kosningum
var 92%.
Kosið í hafn-
arstjórn
KOSIÐ var í stjórn Reykjavíkur-
hafnar á fundi borgarstjórnar á
fimmtudagskvöld. í hafnarstjórn
voru kosnir Ingibjörg Rafnar, Guö-
mundur Hallvardsson og Jónas Elí-
asson af D-lista, Jónas Guðmunds-
son af V-lista og GuAmundur Þ.
Jónsson af G-lista.
Varamenn voru kosnir Davíð
Oddsson, Gústaf B. Einarsson og
Ragnar Júlíusson af D-lista,
Pálmi Pálmason af V-lista og Erl-
ingur Viggósson af G-lista.
Formaður stjórnar Reykjavík-
urhafnar var kosin Ingibjörg
Rafnar.