Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982
Heilsugæzlustöð
vígð á Patreksfirði
fyrrv. heilbrigðismálaráðherra,
Sighvatur Björgvinsson alþm,
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri,
fulltrúi landlæknis og margt
heimamanna.
Athöfnin hófst á því, að
formaður sjúkrahússtjórnar
Jóhannes Árnason sýslumað-
ur, flutti ræðu. Þá flutti heil-
brigðismálaráðherra ræðu og
lýsti stofnunina formlega
tekna til starfa. Olafur Guð-
bjartsson, starfsmaður Inn-
kaupastofnunar ríkisins og
eftirlitsmaður með bygging-
unni, flutti ræðu og gerði
grein fyrir ýmsum þáttum
byggingarstigs. Jón Haralds-
son, arkitekt, að byggingunni
flutti einnig ræðu. Áð endingu
talaði svo Úlfar Thoroddsen,
Sl. fóstudag var ný
heilsugæslustöð vígð hér á Pat-
reksfirði. A heilsugæslustöðin
að þjóna öllum íbúum Vestur-
Barðastrandarsýslu. Viðstaddir
athöfnina voru heilbrigðismála-
ráðherra, Svavar Gestsson og
frú hans, Matthías Bjarnason
Heilsguæslustöðin nýja á Patreksfirði.
Jóhannes Árnason, sýslumaður, fiytur ræðu.
Svavar Gestsson, ráðherra, flytur ræðu.
sveitarstjóri Patrekshrepps,
og loks var gestum boðið að
skoða bygginguna undir leið-
sögn lækna, hjúkrunarfólks og
byggingamann.
Að endingu þáðu svo allir
kaffiveitingar í húsakynnum
stofnunarinnar. Allir
samkomugestir lofuðu einum
rómi þessa glæsilegu byggingu
og þann búnað, sem þegar er
kominn.
Með tilkomu þessarar
heilsugæslustöðvar er mikil-
vægum áfanga náð í heilbrigð-
ismálum á sunnanverðum
Vestfjörðum og er það mál
manna, að þetta styrki búsetu-
skilyrði fjórðungsins og jafni
stórum þann mismun sem ver-
ið hefur í heilbrigðisþjónust-
unni.
Heildarkostnaður við bygg-
ingu og búnað til þessa er um 6
millj. 961 þús kr. Þar af hefur
hluti ríkisins verið kr. 5 millj.
917 þús kr., en heimamenn
lagt til kr. 1 millj. 44 þús.
— Páll
Þjófnaðir af bílasölum:
„Ástandið ekki
eins dökkt og dregið
er upp í Mbl
— segir Reynir Þorbjörnsson, bílasali
„ÞETTA mál er ákaflega erfitt við-
ureignar, en engan veginn eins
dökkt og dregiö er upp i Mbl. Það
sem af er árinu hefur 62 bifreiðum
verið stolið í Keykjavík og þar af 5
við bilasölur. Á bílasölunum eru
hundruð bíla hafðir til geymslu
hverju sinni, þannig að til þess að
gera er fáum bílum stolið af bíla-
sölunum," sagði Keynir Þorbjörns-
son, bílasali, í samtali við Mbl.
vegna fréttar blaðsins um að í vax-
andi mæli bæri á, að bílum væri
stolið frá bílasölum.
— Er hugsanlegt, að bílasölur
geti haft samvinnu um nætur-
vörzlu?
„Ef menn vilja greiða fyrir
gæzlu, þáer það sjálfsagt, en svo
hefur bara alls ekki verið. Menn
koma á bílasölurnar með bíla
sína og skilja eftir. Við leggjum
til bílastæði og aðstoð við að
sýna bíla og gætum þeirra mest-
an part sólarhringsins án nokk-
urrar greiðslu. Ég kem hingað
ávallt tvisvar á kvöldi til þess að
líta eftir bílunum og síðast um
miðnætti.
Tryggingafélög vilja ekki
tryggja gegn þjófnaði fyrir bíla-
sölur, en gera það hins vegar
fyrir einstaklinga og þannig geta
bílaeigendur verndað sig,“ sagði
Reynir Þorbjörnsson.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍMIN'N ER:
22480