Morgunblaðið - 06.07.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982
Þóra Borg leik-
kona — 75 ára
í dag, hinn 6. júlí, á Þóra Borg
leikkona 75 ára afmæli. Segja má
með sanni, að Þóra sé einn af þess-
um góðu, gömlu Reykvíkingum,
því hún hefur alið allan sinn aldur
í þessari borg. Fædd er hún í
Breiðfjörðshúsi við Aðalstræti, en
fluttist á Laufásveg 5 árið 1913,
aðeins 6 ára að aldri, og í því húsi
mun hún hafa átt heima að mestu
óslitið upp frá því. Þar ólst Þóra
upp í glöðum og fjölmennum
systkinahópi á merku leikhús- og
myndarheimili. Móðir hennar, frú
Stefanía Guðmundsdóttir, verður
jafnan talin ein af mikilhæfustu
leikkonum þessa lands og faðir
Þóru, Borgþór Jósepsson, var
mjög virkur þátttakandi í allri
starfsemi Leikfélags Reykjavíkur
í fjöldamörg ár. Um fátt mun hafa
verið meira rætt á Laufásvegi 5 á
þessum árum en leikhús og leik-
bókmenntir. Það var því engin til-
viljun að þrjár af dætrum frú
Stefaníu gerðust leikkonur, því
mælt er, að sjaldan falli eplið
langt frá eikinni.
Frumraun sína á leiksviðinu
þreytti Þóra hjá Leikfélagi
Reykjavíkur árið 1927 og lék hún
þá hlutverk Wöndu í Gleiðgosan-
um eftir Curt Kraatz og A.
Hoffmann. Það eru því liðin 55 ár
frá því Þóra steig sín fyrstu spor á
fjölunum í gömlu Iðnó.
Ég ætla ekki í þessari stuttu af-
mælisgrein að telja upp nöfn
þeirra mörgu hlutverka sem Þóra
hefur túlkað á löngum leikferli, er
spannar yfir meira en hálfa öld
eins og fyrr segir. í fjölda ára lék
hún veigamikil hlutverk hjá Leik-
félagi Reykjavíkur og einnig kom
hún fram í nokkrum revíum sem
nutu þá mikilla vinsælda. Á þess-
um árum voru Þóru einkum falin
hlutverk hinna ungu hefðarmeyja
því hún varð snemma mjög glæsi-
leg kona og bar með sér sviðsreisn
og persónutöfra.
Þegar Þjóðleikhúsið tók til
starfa árið 1950, var hún í hópi
þeirra leikara, sem voru fastráðn-
ir við þá stofnun og þar starfaði
hún í allmörg ár. Eftir það fór hún
aftur að leika hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og hefur leikið þar
mörg hlutverk hin síðari ár, bæði
stór og smá. Síðast kom Þóra fram
á leiksviði hjá Þjóðleikhúsinu á
liðnum vetri og lék þar hina öldnu
móður í Kisuleik eftir Istvan Örk-
eny á mjög trúverðugan og sann-
færandi hátt. Þá hefur hún leikið í
útvarpsleikritum, sjónvarps-
myndum og komið fram í kvik-
myndum. í því sambandi minnist
ég nærfærinnar túlkunar hennar
á hlutverki gömlu konunnar í
sjónvarpskvikmyndinni, sem gerð
var eftir Paradísarheimt eftir
Halldór Laxness. Að mínu mati
hefur Þóra alltaf verið að þroskast
sem leikkona allt til þessa dags.
Hún hefur vissulega gert marga
minnisverða hluti á leiksviðinu.
Þóra hefur alltaf verið mjög
jákvæð í öllu sínu starfi og góður
vinnufélagi. Hún hefur ætíð kunn-
að að gleðjast með glöðum og tekið
þátt í erfiðleikum og vandamálum
starfsféiaga sinna af miklum
skilningi og samúð og fyrir það
erum við gamlir vinir hennar og
samstarfsmenn þakklátir og
kunnum vel að meta.
Nú munu vera liðin nær 40 ár
frá því fundum okkar Þóru bar
fyrst saman í gömlu Iðnó. Með
okkur myndaðist brátt góður
kunningsskapur sem haldist hefur
allt til þessa dags. Ég minnist
margra ánægjustunda úr okkar
samstarfi, sem ég er þakklátur
fyrir.
Ég sendi Þóru hugheilar afmæl-
iskveðjur á 75 ára afmælinu og
óska henni alls góðs á þeirri ævi-
ferð, sem hún á ófarna.
Klemenz Jónsson
Þóra tekur á móti ættingjum og
vinum að Hallveigarstöðum klukkan
4—7 í dag.
r
Islendingar taka
þátt í hjálpar-
starfi í Eþíópíu
HINN 29. júní sl. undirrituðu Hans
Hoegh, framkvæmdastjóri Alþjóða-
sambands Kauða kross félaga, og
l’oul Hartling, framkvæmdastjóri
Klóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, samkomulag um aðstoð við
landflótta Kþiópíumenn sem hyggjast
snúa aftur heim til sín. Fyrirhugað er
að Klóttamannastofnunin verji jafn-
gildi 220 millj. kr. til þessa hjálpar-
starfs en Alþjóðasamband Kauða
krossins annist framkvæmdir í
Eþíópíu.
Aðstoðin við Eþíópíumenn verður
einkum fólgin í uppbyggingu land-
búnaðar, fiskveiða og baðmullar-
iðnaðar og kennslu á þessum svið-
um.
Rauði kross íslands mun taka
þátt í þessu hjálparstarfi og hyggst
m.a. senda Islendinga til starfa í
Eþíópíu. (KrétUtilkynning)
17
Flestir vegir á
hálendinu eru enn
ófærir vegna snjóa
ENN ERU vegir víða á hálendinu
ófærir vegna snjóa. Ófært er til
dæmis yfir Sprengisand og Kjöl, en
þessir vegir og flestir aðrir vegir á
hálendinu verða væntanlega færir
síðar í þessum mánuði að sögn vega-
eftirlitsins.
Samkvæmt upplýsingum vega-
eftirlitsins er Sprengisandur að-
eins fær frá Sigöldu norður í
Nýjadal. Fært er í Veiðivötn og í
Landmannalaugar, en úr Land-
mannalaugum er ófært í Eldgjá.
Hins vegar er fært í Eldgjá úr
Skaftártungum. Fjallabaksleið
syðri er ófær, en þó er fært úr
Fljótshlíð í Hvannagil. Kjölur er
fær stórum og dugmiklum bílum
og enn er talsvert vatn í óbrúuðum
ám og lækjum. Uxahryggir og
Kaldidalur eru færir.
Á Vestfjörðum er greiðfært um
Laxárdalsheiði og Tröllatungu-
heiði fær jeppum, en Slenjudals-
heiði er ófær. Fært er um Þorska-
fjarðarheiði og Þverárfjall. Ur
Skagafirði er fært suður í Lauga-
fell. Á Norðausturlandi eru Axar-
fjarðarheiði og Hólssandur fær
jeppum og stórum bílum fært að
Öskju og suður í Kverkfjöll. Hell-
isheiði eystri er ófær vegna snjóa.
Verið er að lagfæra veginn í Mjóa-
fjörð og vegurinn um Öxi er fær.
Búizt er við því að lagfæringar á
nyrðri hluta Sprengisandsvegar-
ins verði hafnar í næstu viku.
BÍLTÆKI — SUMARIÐ ’82
Viö kynnum fimm traustar bíltækjasamstæöur frá PIONEER,
sem henta hvaöa bíl sem er
Einföld samstæða sem lítið
fer fyrir og skilar afbragðs
hljómi
KP-272
Hraðspólun í báðar áttir
Sjálfslökkvandi
4,5 W
Fullkomið kassettutæki og
úrvals hátalarar á hreint frá-
bæru verði
KP-575
Hraðspólun í báðar áttir
Spilar beggja megin
6,5 W
Traust kassettutæki með
sambyggðu útvarpi, niður-
felldum hátölurum og fyrir-
ferðalitlu loftneti.
KP-3300
Sambyggt. FM-AM-LW
Hraðspólun í báðar áttir
Sjálfvirk endurspilun
Traust kassettutæki og út-
varp með fimmföldu stöðva-
vali, ásamt ofanáliggjandi
boxum/ hátölurum
KP-5800
FM-AM-DW
Fast stöðvaval á allar bylgjur
Hraðspólun í báðar áttir
Sjálfvirkur slökkvari
6,5 W
TS-160
Niðurfelldir
tónsvið 50—16.000 Hz
20 W
Verð kr. 3.610.-
TS-160
Niðurfelldir
Tónsviö 50—16.000 Hz
C-430
Loftnet 35 cm
Verð kr. 4.480.-
ÍS-X5
Ofanáliggjandi
Tveir hátalarar í boxi
80—20.000 Hq
20 W
C-430
Loftnet 35 cm
Verð kr. 6.156.-
eða útb. kr. 2000,-
og eftirst. á 2 mán.
Þetta eru aðeins fimm möguleikar af mörgum Renndu í hlaðið hjá
okkur og kynntu þér úrvalið. Við bjóðum þér ísetningu samdægurs
TS-15
Ofanáliggjandi
Tónsvið 180—1300 Hz.
8 W
Verð kr. 2.650.-
TS-167
Niðurfelldir
Tvöfaldur (bassi-hátíðni)
30—20.000 HQ Hq
C-430
Loftnet 35 cm
Verð kr. 5.520.-
eða útb. kr. 2000,-
og eftirst. á 2 mán.
Ein vinsælasta samstæðan
okkar sem samanstendur af
traustu útvarpi, fullkomnu
kassettutæki og hljómgóðum
hátölurum
KP-4800
FM-AM-LW
Næmleikastillir á útvarps-
móttöku
Hraðspólun í báðar áttir
„Loudness"
Spilar beggja megin
6.5 W
HLJOMBÆR
HLJOM*HEIMIUSaSKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103
SÍMAR 25999 & 17244