Morgunblaðið - 06.07.1982, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982
ískyggilegar horfur
í sovéskri kornrækt
Sameining fjölskyldu Viktor Korchnoi:
Gleðifiindur eftir
sex ára aðskilnað
Glarus, Svísn, 5. júlí, Al*
VIKTOH Korchnoi hitti
konu sína, son og stjúpmóð-
ur í Olarus í Sviss síðdegis í
gær, en þau komu frá Sov-
étrikjunum til Vínar á laug-
ardag.
I»að voru gleðitár sem
runnu niður vanga þeirra er
fjölskyldan hittist nú í
fyrsta sinn í sex ár, en
Korchnoi flúði frá Sovét-
ríkjunum 1976 er hann var
að tefla á skákmóti í Hol-
landi.
Þau föKnuðu sameiningunni
með hófi fram undir morgun
og haft er eftir Bellu konu
skákmeistarans: „Ég varð
mállaus af hamingju er ég leit
bónda minn nú augum að
nýju.“ Sonurinn Igor, sem er
nýlega laus úr vinnubúðum í
Síberíu eftir að hafa verið þar í
tvö og hálft ár í hegningar-
vinnu sagði: „Ég er ánægður
núna, en ég var svo örmagna
þegar við komum hingað að ég
hafði ekki þrek til að láta til-
finningar mínar í ljós.“
Viktor Korchnoi gat ekki
tekið á móti þeim í Glarus er
þangað kom vegna skákmóts
sem hann tók þátt í Colmar í
Frakklandi, en hann hitti þau
nokkrum stundum eftir kom-
una, þar sem þau voru á setri
lögfræðings hans.
Við komuna til Vínar sagði
Bella Korchnoi að trúlega hefði
almenningsálit vestrænna
þjóða vegið þungt þegar farið
var að meta að nýju umsókn
fjölskyldunnar um að fá að
flytja úr landi, en haft er eftir
Viktor Korchnoi að hann sé
orðinn gjörsamlega örmagna
eftir hið langa þref sem að baki
liggur sameiningu fjölskyld-
unnar, en hann bætti við:
„Kúgað fólk hefur alltaf unnið
baráttuna við Sovétríkin að
lokum."
Séra Sun Myung Moon og kona hans standa hér frammi fyrir 2.200 hjóna-
leysum nokkru áður en hann gaf þau saman í Madison Square Garden í New
York-borg. Kjólar brúðanna voru allir úr bláu satíni og fot brúðgumanna blá
en bindið rautt. Um þriöjungur brúðhjónanna var af ólíkum kynþætti, þ.e.
blönduð hjónabönd, en það er aðferð moonista við að uppræta kynþáttafor-
dóma. AH
Flugræninginn
tekinn fastur
Kóm, 5. júlí. Al*.
MATV/ELA- og landbúnaóarstofnun
Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag,
að hún hefði endurmetið fyrri spár
sínar um kornframleiðslu í heimin-
um á þessu ári og lækkað þær vegna
Sprengingar
Tegurigalpa, llonduras, 5. júlí. Al*.
HKYÐJIJVERKAMENN sprengdu í
gærkvöldi í loft upp tvö orkuver og
þvi er höfðuborgin algjörlega raf-
magnslaus, er haft eftir lögreglunni í
dag.
Talsmaður lögreglunnar segir að
u.þ.b. 10 menn klæddir í samfest-
Luxemborg:
l.uxrmhorg, 5. júlí. Al*.
RÍKISSTJÓRNIN í Luxemborg rið-
aði til falls í fyrri viku, en hélt þó
velli, þegar til umræðu kom í þing-
inu mikió hneykslismál innan lögr-
cglunnar, mál, sem landsmcnn kalla
sín á milli „hneyksli aldarinnar".
Stuðningsmenn stjórnarinnar höfðu
ekki verið á eitt sáttir i þessu máli
Aþenu, 5. júlí. Al*.
FORSÆTISRÁÐH ERRA Grikk
lands, Andreas Papandreou, stokk-
aði upp hina níu mánða gömlu stjórn
sósíalista nú um helgina og var hin
nýja stjórn sett i embætti af erki-
biskup Grikklands, séra Phim, að
viöstöddum ('onstandine ('araman-
lis forseta landsins.
Hin nýja 22 manna stjórn mun
leggja aðaláherslu á að bæta efna-
hagsástand í landinu sem hefur
farið stöðugt versnandi vegna
hinnar 25% árlegu verðbólgu í
landinu, en einnig fer atvinnuleysi
í vöxt og fjárfestingar fara
minnkandi.
Papandreou, sem er fyrrum
prófessor í hagfræði við Kali-
forníuháskóla í Berkely kallaði til
liðs við sig þrjá bankastjóra, sem
eru menntaðir í Bandaríkjunum
mjög ískyggilegra horfa i sovéskum
landbúnbaði.
„Uppskeruhorfur í Sovétríkjun-
um hafa versnað mjög frá útgáfu
síðustu skýrslu okkar,“ segir í nýj-
ustu skýrslu frá FAO. „Það er ekki
í Honduras
inga hafi gengið inn í orkuverin,
sem eru staðsett rétt fyrir utan
höfðuborgina, og skömmu síðar
hafi þau bæði sprungið í loft upp.
Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir
sprengingunum, en tjónið er metið
á um 20 milljón Bandaríkjadollara.
en þegar gcngið var til atkvæða um
traustsyfirlýsingu á stjórnina guldu
þeir henni allir jáyrði sitt.
Hneykslismálið snýst um
vændi, mútuburð á embættis-
menn, vopnasmygl og fleira og er
höfuðpaurinn lögreglustjórinn í
Luxemborg, þ.e. höfuðborginni
og stofnaði nýtt fjármálaráðu-
neyti til að auðvelda ákvarðana-
tökur í fjármálum.
Breytingar Papandreou á stjórn-
inni nú eru þær, að hann tilnefndi
16 nýja ráðherra og aðstoðarráð-
herra, flutti 11 ráðherra úr stað og
sagði átta ráðherrum upp stöðum
sínum.
aðeins að vetrarkornið hafi orðið
illa úti í þurrkum í maí og önd-
verðum júní heldur virðist vorsán-
ingin vera minni en á undanförn-
um árum.“
FAO gerir nú ráð fyrir, að
kornframleiðsla í heiminum verði
um 1470—1590 milljónir tonna en
hún var 1528 milljónir tonna á síð-
asta ári. Búist hafði verið við, að
framleiðslan í ár gæti orðið 1605
milljónir tonna. I skýrslunni segir,
að ástandið í Afríku fari enn
versnandi og er búist við að korn-
rækt dragist þar víða mjög saman.
Valda því miklir þurrkar.
sjálfri, Georges Rauchs að nafni.
Málið komst í hámæli árið 1979 og
þótt Rauchs hafi verið rekinn úr
embætti og jafnvel setið í fangelsi
stuttan tíma hefur það aldrei ver-
ið rannsakað til hlítar. Er ástæð-
an sögð sú, að ákærurnar voru
reistar á símahlerunum, sem eru
bannaðar í Luxemborg.
Klofningur varð meðal stjórnar-
flokkanna fyrir hálfum mánuði
þegar innanríkisráðherrann,
Emile Krieps, skipaði Rauchs aft-
ur í embætti gegn háværum mót-
mælum forsætisráðherrans,
Pierre Werner, og ekki bætti úr
skák þegar einn þingmaður
kommúnista, Rene Urbany, skýrði
frá innihaldi símahlerananna. Af
þeim mátti ráða, að nokkrir þing-
menn íhaldsflokksins, stærsta
stjórnarflokksins, væru viðriðnir
málið.
Núverandi ríkisstjórn í Lux-
emborg, sem er samstjórn mið- og
hægriflokka, hefur setið í þrjú ár
og enn eru tvö ár í kosningar.
('olombo, Sri Lanka, 5. júlí. Al*.
Flugræninginn frá Sri
Lanka var handtekinn á
laugardag eftir að hafa lifað
hátt í heimalandi sínu fyrir
hluta hins 300.000 dollara
lausnargjalds sem hann
hlaut fyrir 263 gísla og áhöfn
ítalskrar flugvélar í Thai-
landi í síöustu viku.
Yfirmaður rannsóknarlög-
reglunnar á staönum þar sem
flugræninginn Ekamaya var
handtekinn sagði aö hann
yrði kærður fyrir fjárkúgun
og stjórnvöld væru nú að
íhuga beiðni ítalskra yfir-
valda um framsal hans.
Þannig hlaut skjótan endi hinn
undarlegi ferill flugræningjans
sem var tekið sem þjóðhetju í
heimalandi sínu, en mikla hrifn-
ingu vakti þar hvernig honum
tókst að „leika“ á stjornvöld og
yfirvöld flugmála utan heima-
lands síns.
Flugræninginn yfirgaf Colombo
á laugardagsmorgun eftir að hafa
staðið þar í stappi, þar sem hann
ætlaði að neita að greiða fyrir
veitta þjónustu þar. I fylgd með
honum voru þá hinir ýmsu ætt-
ingjar og vinir og var förinni
heitið til heimabæjar þeirra.
Þangað komst hann hins vegar
ekki þar sem hann var handtekinn
á miðri leið, en syninum fjögurra
ára og eiginkonunni itölsku var
leift að fara ferða sinna.
Greinilegt er að sú alþjóðlega
umræða sem málið hefur vakið
hefur hrært upp í stjórnvöldum á
Sri Lanka varðandi aðgerðir í
málinu, en jafnt stjórnvöld Ítalíu
sem Thailands hafa beitt miklum
þrýstingi.
Pólverjar
ræða efna-
hagsmálin
V arsjá, 5. júlí. AP.
POLSKA þingið stofnaói í dag til
tveggja daga ráðsiefnu um efnahags-
ástand í landinu sem hefur farið
hríðversnandi síðan herlögin tóku
gildi.
Framleiðsla í landinu hefur
minnkað um 14% á sex fyrstu
mánuðum þessa árs, ef miðað er
við sama tímabil á árinu 1979, en
því er spáð á ráðstefnunni að brátt
muni yfirvöldum takast að stöðva
þessa neikvæðu þróun, samkvæmt
heimildum frá hinni pólsku frétta-
stofu PAP.
Pólsk hjón flýja til Austurríkis
Vín, 5. júlí. AP.
POLSK hjón, ásamt þriggja ára
dóttur þeirra, flýðu í þyrlu frá Pól-
landi yfir Tékkóslóvakíu og lentu
nálægt Vín á sunnudag, þar sem
þau hafa síðan beðið um pólitískt
hæli.
Hjónin flugu eins lágt og þau
þorðu til að komast hjá því að
sjást á tékkneskum radar, er
haft eftir lögreglunni í Vín, en
þau lögðu upp frá bænum Nysa
sem er á landamærum Póllands
og Tékkóslóvakíu á þyrlunni,
sem notuð hefur verið til land-
búnaðarstarfa.
Samkvæmt heimildum lög-
reglunnar mun eiginmaðurinn
vera löggiltur leiðbeinandi á
þyrlur sem framleiddar eru í
Póllandi og hafði hann því tæki-
færi til að fljúga án þess að eftir
því væri frekar tekið.
Stjórnin stóð af sér
„hneyksli aldarinnar“
Gríska stjórnin
endurskipulögð