Morgunblaðið - 06.07.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JtJLÍ 1982
21
• Hetja Ítalíu, Paolo Rossi, skorar fyrsta mark sitt gegn Brasilíumtfnnuin í gerdag. Rossi átti eftir að bæta tveimur mörkum við og fsra landi sínu
óvæntan sigur. Símamynd AP.
Úrslit sem fáir bjuggust við:
ítalir sendu Brasilíumennina heim
— Rossi skoraði þrennu fyrir ítalfu
ÓHÆTT ER að segja að ítalir hafi
aftur komið á óvart í gær er þeir
slógu Brasilíumenn, sem flestir
höfðu spáð heimsmeistaratitli, út úr
keppninni, með því að sigra þá með
þremur mörkum gegn tveimur, og
tryggja sér þannig sæti í undanúr-
slitum. I*ar með hafa þeir lagt bæði
suður-amerísku stórveldin að velli á
skömmum tíma, því eins og menn
muna sigruðu þeir Argentínu í síð-
ustu viku. Öllum á óvart léku ítalir
sóknarleik strax í byrjun leiksins, en
það er ekki vaninn á þeim bæ. Þeir
urðu að vinna leikinn til að komast í
undanúrslit, en Brasilíu nægði jafn-
tefli. Paolo Rossi, sem nýbyrjaður er
að leika aftur eftir tveggja ára bann
vegna mútumálsins fræga á Ítalíu,
var svo sannarlega hetja Ítalíu-
manna, þvi hann skoraði öll mörkin
þrjú.
Leikurinn þótti einn sá albesti og
skemmtilegasti á HM hingað til.
Fyrsta markið kom á 5. mín. Conti
skipti boltanum yfir á vinstri
vænginn á bakvörðinn sókndjarfa
Cabrini, sem kom á fullri ferð
fram kantinn. Hann sendi góða
sendingu yfir á fjærstöngina þar
sem Rossi skallaði óvaldaður í
netið hjá Peres.
Italir héldu áfram að sækja stíft
og Graziani misnotaði gott færi
eftir níu mínútur. Tveimur mín.
síðar fengu Brassarnir enn betra
færi er Serginho skaut framhjá, er
auðveldara virtist að skora.
Þremur mínútum síðar náðu
Brasilíumenn að jafna. Zico sendi
mjög góða sendingu í gegnum
vörnina, á Socrates sem fékk hana
á vítateigslínunni. Hann óð inn í
teiginn og skoraði af stuttu færi.
Varnarmaðurinn sterki hjá ítöl-
um, Gentile, sem tók Maradona úr
umferð í leiknum við Argentínu,
passaði Zico í leiknum og var hann
bókaður s.trax á 14. mín. fyrir brot
á honum.
Rossi bætir öðru marki við
Um miðjan hálfleikinn komst
Rossi inn í sendingu á miðjunni og
tók á rás í átt að marki. Er hann
kom að vítateignum lét hann vaða
á markið og skoraði með föstum
jarðarboltá.
Eftir markið var Brasilía
sterkara liðið og síðari hluta hálf-
leiksins yfirspiluðu þeir ítalina úti
á vellinum en komust lítt áleiðis
gegn hinni sterku vörn þeirra, sem
sjaldan hefur leikið betur en í
þessum leik. Eitt færi fengu þeir
þó, Socrates skallaði fallega á
markið en Zoff varði glæsilega.
í síðari hálfleiknum voru Brass-
arnir miklu meira með boltann og
léku þeir þá mjög vel. Bæði liðin
fengu ágætis færi áður en næsta
mark var gert. Falcao, Zico, Ton-
inho Cerezo og Serginho voru allir
nálægt því að skora fyrir Brasilíu
og fengu góð færi sem þeir mis-
notuðu.
Roberto Falcao, sem leikur með
Roma á Italíu, jafnaði síðan á 67.
mínútu. Hann fékk sendingu frá
Junior rétt við vítateiginn. Eftir
að hafa leikið á tvo varnarmenn
skoraði hann með föstu vinstri
fótar skoti. En Adam var ekki
lengi í Paradís. Aðeins 8 mín.
seinna skoraði Rossi enn. Conti
tók hornspyrnu sem Bergomi
skallaði áfram. Oriali náði knett-
inum og skaut á markið, og Rossi
stýrði honum í netið af örstuttu
færi.
Antognoni skoraði mark fyrir
ENGLAND og Spinn gerðu marka-
laust jafntefli, 0—0, i Madrid í
gærkvöldi að viðstöddum 92 þúsund
áhorfendum. Það verður því lið
V-Þjóðverja sem leikur í undanúr-
slitum HM-keppninnar. Lið Þjóð-
verja mætir Frökkum i undanúrslit-
unum, en lið ítala mætir Pólverjum.
Þessir leikir fara fram 8. júli. Leikur
Englendinga og Spánverja var oft
mjög spennandi og áttu bæði liðin
góð marktækifæri. Englendingar
lögðu allt í sölurnar til þess að knýja
fram sigur i leiknum og skora og oft
mátti sjá allt enska liðið í sókn, en
undir lok leiksins pressuðu Englend-
ingar mjög stíft á mark Spánverja án
þess þó að þeira tækist að skora.
Mikill hiti og raki var á meðan á
leiknum stóð og háði það enska lið-
inu mjög að sögn fréttaritara. En hit-
inn var 34 stig. England er nú úr
keppninni þrátt fyrir að liðið hefur
ekki tapað leik. En það segir ekki
ítali þremur mínútum fyrir leiks-
lok en það var dæmt af vegna
rangstöðu. Þótti það heldur um-
deildur dómur og er atvikið var
endursýnt í sjónvarpi sýndist
mönnum markið vera fullkomlega
löglega skorað.
Þrátt fyrir að Brassarnir væru
meira með boltann í leiknum gekk
þeim illa að brjótast í gegnum
sterka vörn Itala, og nokkrum
sinnum varði Zoff gamli í markinu
mjög vel. Hann er elsti leikmaður
keppninnar, 40 ára að aldri.
Þjálfararnir, Bearzot hjá Ítalíu
og Santana hjá Brasilíu, voru
sammála um það eftir leikinn að
Brassarnir gætu sjálfum sér um
kennt að hafa ekki komist áfram.
Þeim hefði nægt jafntefli og eftir
að staðan var orðin 2—2 reyndu
þeir allt til að sigra og gleymdu
vörninni. „Við lékum vel í seinni
hálfleiknum, en gekk illa að eiga
við ítölsku vörnina, sem lék eins
alla söguna. Lið verða að geta skor-
að mörk. í siðustu tveimur leikjum
sínum hefur ensku leikmönnunum
ekki tekist að skora. Enska landslið-
ið í knattpyrnu hefur nú leikið ellefu
landsleiki án þess að tapa.
Nokkur harka var í leiknum í
upphafi, og sýnt var að leikmenn
beggja liða ætluðu að selja sig
dýrt. Spánverjar áttu gott mark-
tækifæri á 22. minútu, en skot Al-
onso fór hátt yfir. Robson átti tvo
góða skalla að marki Spánar á 28.
og 30. mínútu. England sótti mjög
stíft siðustu 15 mínútur fyrri hálf-
leiksins og tvívegis þurfti spánski
markvörðurinn að taka á honum
stóra sinum, til að bjarga skotum
frá Trevor Francis og Robson.
Jafnræði var með liðunum framan
af síðari hálfleiknum. Þegar sýnt
var að enska liðið átti í vandræð-
um með að komast i gegnum vörn
Spánverja sendi Ron Greenwood
og hún gerir best. Við misnotuðum
nokkur færi, skoruðum færri
mörk og töpuðum," sagði Santana
eftir leikinn. „Ég hef alltaf sagt að
mínir menn væru ekki ósigrandi. í
dag varð á vegi okkar leikmaður
eins og Rossi. Við leikum ekki
maður gegn manni og hann nýtti
sér það til fullnustu," bætti hann
við.
Gífurlegur fögnuður var á Ítalíu
eftir leikinn en i Brasilíu hafa
menn sjaldan verið sorgmæddari.
Liðin voru þannig skipuð í
leiknum: Ítalía: Zoff, Gentile, Col-
lovati (Bergomi á 34. mín.), Scirea,
Cabrini, Oriali, Tardélli (Marini á
76. mín.), Antognoni, Conti, Rossi,
Graziani. Brasilia: Peres, Leandro,
Oscar, Luizinho, Junior, Falcao,
Cerezo, Socrates, Zico, Serginho,
Eder. Ahorfendur voru 44.000.
tvo leikmenn inná, þá Kevin Keeg-
an og Trevor Brooking. Þeir komu
inn á á 63. mínútu leiksins, fyrir
Graham Rix og Tony Woodcock.
Við þessa skiptingu varð sóknar-
þungi Englendinga meiri og
hættulegri. Strax á 66. mínútu var
Brooking mjög nálægt því að
skora með þrumuskoti, en mark-
vörður Spánverja bjargaði meist-
aralega. Þá átti Keegan góðan
skalla rétt framhjá á 70. mínútu.
Besta tækifæri Spánverja kom á
56. minútu leiksins. Þá fékk Al-
onso boltann í góðu færi þar sem
hann var óvaldaður á vítateig en
skot hans fór langt framhjá mark-
inu.
Lið Englands var þannig skipað:
Peter Shilton, Kenny Sanson, Phil
Thomson, Terry Butcher, Mick
Mills, Bryan Robson, Ray Wilkins,
Graham Rix, (Brooking 63.), Paul
Mariner, Tony Woodcock, (Kevin
Keegan 63.), Trevor Francis.
I.deildin
ótrúlega jöfn
ÚRSLIT í leikjunum í 1. doild
um síðustu helgi urðu þessi:
IA — Víkingur 2—2
ÍBK — ÍBÍ 1—1
KA - l!BK 0—2
Fram — ÍBV 3—0
Valur — KR 0—0
Staðan í 1. deildarkeppninni
er nú þcssi:
Víkingur 9 4 4 1 14—10 12
ÍBV 9 5 13 12—9 II
KR 9 2 6 1 5-4 10
UBK 10 4 2 4 13—14 10
Valur 10 4 2 4 8—10 10
Fram 9 3 3 3 11-9 9
ÍA 10 3 3 4 10—10 9
ÍBK 9 3 3 3 6—8 9
KA 10 2 4 4 8—11 8
ÍBÍ 9 2 2 5 11—13 6
Næstu leikir t 1. deild fara
fram 13. júli, KR — ÍBÍ, og 14.
júlí lcika Valur og ÍA. Hlé cr
gcrt á 1. deildinni vegna lands-
leiks Islands og Finnlands 11.
júlí i Hclsinki.
ÞR.
• ♦
v ^
2. deild:
Þróttur R
hefur ekki
tapað leik
Kftirtaldir lcikir voru leiknir
í 2. deild um helgina:
Þór A. — Þróttur R. 2—2
Reynir — Njarðvík 5—1
FH — Þróttur 3—0
Einverji — Skallagrímur 3—2
Fylkir — Völsungur 0—0
Staðan eftir þessa leiki er
þannig:
Þróttur R 8 6 2 0 15—4 14
FH 7 4 2 1 8—5 10
Þór Ak. 8 2 5 1 11—9 9
RcynirS. 8 3 2 3 13—8 8
Völsungur 8 3 2 3 9—9 8
Fylkir 8 16 1 9—10 8
Njarðvík 8 2 3 3 14—16 7
Einherji 7 2 3 3 9—11 6
Þróttur N. 8 1 3 4 4—10 5
Skallagrímur
8 116 7—16 3
Næstu leikir eru 10. júlí.
t '
HM á Spáni:
Undanúrslitin
á fimmtudag
Undanúrslitaleikirnir í
HM á Spáni verda spil-
aðir á fimmtudaginn.
Pólland og Ítalía mætast
í Barcelona kl. 15.15 og
kl. 19.00 eigast síðan
Vestur-Þjóðverjar og
Frakkar við í Sevilla.
Tapliðin í þessum leikj-
um leika siöan um þriðja
sætið i keppninni, á laug-
ardaginn kl. 18.00 í Alic-
ante, en sigurvegararnir
til úrslita um heims-
meistaratitilinn í Madrid
á sunnudaginn. Hefst sá
leikur kl. 18.00. _
V-Þjóðverjar áfram:
Engl lendingui mti íkst
ekl ki ac ) skora g i Spáni