Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982 23 • Norður-frinn William Hamilton (no. 11) skorar hér fyrra mark sitt í leiknum við Austurríki á dögunum. Leikurinn endaði 2—2. Koncilia í marki Austurríkis á ekki möguleika á að verja góðan skalla Hamiltons. Pólverjar í undanúrslit — Boniek í leikbann, því ekki meö „VIÐ VINNUM þá auðveldlega," sagði Antoni Piechnniczeck, þjálfari Pólverja, fyrir leikinn við Sovét- menn í fyrradag. Pólverjum nægði jafntefli og léku þeir ekki mikinn sóknarleik. Það gerðu Rússarnir reyndar ekki heldur og náði hvorugt liðið að skora mark. Pólverjar kom- ust því áfram og fögnuðu áhorfendur mjög í leikslok, en þeir voru flestir á handi Póllands. Áhorfendur voru þó ekki eins ánægðir með leikinn sjálfan, því hann þótti slakur, og bauluðu á liðin. Mikið var um hnoð á miðj- unni og færi sköpuðust sjaldan. Færi Pólverjanna voru öllu hættu- legri og varði Dasaev tvisvar ágætlega frá Matysik og Boniek um miðbik síðari hálfleiks. Bæði lið skiptu um einn leik- mann í upphafi seinni hálfleiksins til að hressa upp á sóknirnar en það bar ekki tilætlaðan árangur. Leikurinn var nokkuð grófur og voru fimm leikmenn bókaðir, þ.á m. Pólverjinn Boniek. Var það önnur bókun hans í keppninni og fer hann því í eins leiks bann og leikur ekki í undanúrslitunum. Er það mikill missir því hann hefur verið frábær í síðustu leikjum. Liðin voru þannig skipuð í leiknum: PÓLLAND: Mlynarczyk, Dzi- uba, Zmuda, Janas, Majewski, Kupcewicz (Ciolek á 52. mínútu), Buncol, Matysik, Lato, Boniek, vmnl q »*n 1/ SOVÉTRÍKIN: Dasayev, Bor- ovski, Chivadse, Baltacha, Demy- anenko, Shengelia (Andreyev á 58. mínútu), Bessonov, Sulkvelidze, Oganesyan, Gavrilov (Daraselia á 79. mínútu), Blokhin. • Jimmy Connors • John McEnroe Frábær úrslitaleikur: Connors marði John McEnroe Bandaríkjamaðurinn Jimmy Connors sigraði landa sinn John McKnroe í frábærum úrslitalcik Wimbledon-keppninnar i tennis á sunnudaginn. Kapparnir léku i fjóra og hálfa klukkustund og sigraði Connors 3—2 (3—6, 6—3, 6—7, 7-6, 6-4). McEnroe tapaði því titli sínum aðeins ári eftir að hann náði hon- um af Björn Borg. Connors sigraði síðast á Wimbledon fyrir átta ár- um og var honum fagnað mjög í leikslok. Venja er að gera sigurvegara Wimbledon-mótsins að heiðursfé- laga All-England-tennisklúbbsins, en er McEnroe sigraði í fyrsta skipti fyrir ári var ákveðið að gera það ekki, vegna slæmrar fram- komu hans. Eftir að fagnaðarlát- unum linnti fyrir Connors á sunnudaginn var það tilkynnt á vellinum, að McEnroe hefði verið tekinn í sátt og ákveðið að gera hann að heiðursfélaga eins og aðra er sigrað hafa. •mamammmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmammmmmmmmammmamammmmai Auðveldur sigur Frakka á Norður-írum: Rochetau 09 Giresse skoruðu tvö hvor FRAKKAR sigruöu Norður-íra mjög auöveldlega meö fjórum mörkum gegn einu í síðasta leik D-milliriðils á HM á sunnudaginn. Þeir voru mun ákveönari allan leikinn og heföi sigurinn getaö oröiö stærri þar sem Frakkarnir fengu mörg ágæt færi sem þeir misnotuöu. Frakkar sigruðu því örugglega í riðlinum og komust þar meö í undanúrslit HM i fyrsta skipti síöan 1958. Frakkar byrjuðu af krafti og náðu þeir strax tökum á miðjunni. Þeir fengu fyrsta færi leiksins er Platini reyndi að vippa yfir Jenn- ings, en gamli maðurinn varði ör- ugglega. Platini lék að nýju með Frökkum eftir meiðsli, og átti hann frábæran leik. Frakkarnir miklu betri Um miðjan hálfleikinn gerðu Frakkar harða hríð að írska markinu og tvisvar á sömu mínút- unni komst það í mikla hættu. Fyrst náði Jimmy Nicholl að stöðva skot Rochetau og síðan varði Jennings hreint frábærlega frá Platini. Fyrsta mark leiksins skoraði Giresse fyrir Frakka af stuttu færi eftir góðan undirbúning Plat- ini og strax á 2. mín. seinni hálf- leiks bætti Dominique Rochetau öðru marki við. Hann skoraði með góðu skoti neðst í markhornið eft- ir að hafa brotist framhjá McCreery. Frakkar héldu áfram að sækja og fengu góð færi en höfðu heppn- ina ekki með sér. Genghini skaut rétt framhjá og Rochetau skallaði glæsilega, örfáa sentimetra fram- hjá, eftir fyrirgjöf Bossis. Þriðja mark Frakka lá í loftinu og kom það á 67. mín. Rochetau skoraði aftur, nú eftir mikið einstaklings- framtak. Þrír varnarmenn reyndu að stöðva hann en allt kom fyrir ekki. Nokkrum mínútum síðar minnkaði Gerry Armstrong mun- inn fyrir írana er hann skoraði sitt þriðja mark í keppninni. Ett- ori, markverði Frakka, mistókst að ná fyrirgjöf Norman Whiteside og Armstrong skallaði auðveld- lega í markið. Rochetau fékk gott færi til að bæta þriðja marki sínu við er hann lét Jennings verja frá sér á 79. mín. Aðeins mínútu síðar skoraði Giresse sitt annað mark í leiknum, og 4. mark Frakka, með þrumuskalla eftir fyrirgjöf frá Jean Tigana. Hinn ungi Norman Whiteside fékk gott færi til að minnka mun- inn 5 mín. fyrir leikslok, en Ettori varði mjög vel frá honum. Öruggur sigur var því í höfn hjá Frökkum. Þeim hefði nægt jafn- tefli í leiknum til að komast áfram en þeir léku greinilega til sigurs. Þeir hafa miklu betra liði á að skipa en Irar og sigurinn var aldr- ei i hættu. írarnir börðust hetju- lega en voru einfaldlega ekki nógu góðir til að ógna Frökkunum veru- lega. Lið þeirra var mjög jafnt en hjá Frökkum voru Platini og Tig- ana bestir. Liðin voru þannig skipuð í leiknum: FRAKKLAND: Ettori, amoros, Janvion, Tresor, Bossis, Giresse, Tigana, Genghini, Rochetau (Couriol á 84. mínútu), Platini, Soler (Six á 63. mínútu). NORÐUR-ÍRLAND: Jennings, Jimmy Nicholl, Chris Nicholl, McClelland, Donaghy, McCreery (John O’Neill á 86. mínútu), Mart- in O’Neill, Mcllroy, Armstrong, Hamilton, Whiteside. DÓMARI: Alojzy Jarguz frá Póllandi. Víkingur í efsta sæti er íslandsmótið er hálfnað „ÞAÐ var gott aö ná stigi á Akra- nesi. Vörnin geröi sig seka um mis- tök, sem kostuðu okkur mörk. Þetta var ekki okkar besti leikur í sumar en nokkuö góöur engu að síður,“ sagöi Youri Sedov, þjálfari Víkings, eftir jafntefli fslandsmeistara Vík- ings og Akurnesinga á Akranesi á laugardag, 2—2. Víkingar tróna í efsta sæti 1. deildar þegar íslands- mótiö er hálfnað; hafa hlotið 12 stig úr 9 leikjum. Skagamenn urðu aö sigra til þess að blanda sér af alvöru í toppbaráttu 1. deildar. Þaö tókst ekki og Skagamenn eru um miöja deild meö 9 stig úr 10 leikjum. „Þetta var að mörgu leyti góöur leikur. Viö áttum góöa kafla, en spil- iö datt niður á milli. Möguleikar okkar eru alls ekki úr sögunni. Síö- astliðið sumar vorum við í svipaðri aöstöðu eftir fyrri hluta mótsins, en fengum áður en upp var s'aðið þrjá til fjóra sjensa til þess að komast á toppinn. Viö höfum ekki sagt okkar síðasta orð; lið okkar á eftir að vaxa og eflast þegar líður á mótið,“ sagöi Árni Sveinsson, besti maður Skaga- manna í viðureigninni viö Víking. Leikur Skagamanna og Víkinga bauð oft upp á góð tilþrif beggja liða. Víkingar voru atkvæðameiri lengst af í fyrri hálfleik. Eins og viðureignin við Eyjamenn á fimmtudag hafi setið í Skaga- mönnum. Þó náðu Víkingar ekki að skapa sér afgerandi færi; fengu þó þrjú þokkaleg tækifæri. Aðal- steinn Aðalsteinsson lék skemmti- lega á Sigurð Halldórsson út á vinstri og brunaði inn í vítateig Skagamanna, lék þar á annan leikmenn og markið blasti við honum, en skotið geigaði. Heimir Karlsson lék upp vinstri kantinn að endamörkum og gaf út í teiginn á Sverri Herbertsson, en skot hans fór framhjá og á 37. mínútu var Ómar Torfason óvaldaður í teign- um eftir fyrirgjöf Þórðar en Davíð Kristjánsson, markvörður Skaga- manna, varði skot hans. Skagamenn áttu eitt gott færi; Sigurður Lárusson skallaði yfir eftir hornspyrnu Guðjóns Þórð- — Víkingur 2—2 arsonar. En Víkingar náðu forustu á 41. mínútu. Stefán Halldórsson tók aukaspyrnu og sendi háa sendingu að marki Skagamanna. Davíð Kristjánsson hugðist grípa knöttinn en missti hann og Gunn- ar Gunnarsson fylgdi vel á eftir og skoraði af suttu færi, 0—1. Skagamenn náðu að jafna metin á 45. mínútu. Sigurður Halldórs- son skoraði með sannkölluðum þrumuskalla úr teignum eftir hornspyrnu Guðjóns Þórðarsonar og Vikingar náðu ekki að hefja leikinn aftur þegar dómarinn flautaði til leikhlés, 1—1. Það var greinilegt í upphafi síð- ari hálfleiks, að Skagamenn ætl- uðu sér sigur og ekkert annað. Þeir byrjuðu af miklum krafti og sóttu stíft að marki Víkinga. Og þeir uppskáru mark á 8. mínútu; Árni Sveinsson stal knettinum af Stefáni Halldórssyni, lék upp að endamörkum vinstra megin og gaf snilldarsendingu á Guðbjörn Tryggvason, sem kastaði sér fram og skallaði knöttinn glæsilega í netið framhjá Ögmundi Kristins- syni, markverði Víkings. Glæsi- legt mark, 2—1. Það var greinilegt, að Víkingar ætluðu ekki að gefa eftir. Þeir hófu að sækja af eldmóði og að- eins tveimur mínútum síðar upp- skáru þeir mark. Stefán Hall- dórsson tók hornspyrnu frá hægri, sendi vel fyrir mark Skagamanna. Davíð sló knöttinn frá, hann féll fyrir fætur Heimis Karlssonar og Heimir þakkaði fyrir sig með því, að skora með föstu skoti úr teign- um, 2—2. Eftir markið sóttu bæði lið á víxl, en Skagamenn voru þó hættulegri. Árni Sveinsson átti hörkuskot framhjá á 23. mínútu og Sveinbjörn Hákonarson skaut framhjá frá vítateig eftir horn- spyrnu. Víkingar áttu þó sín færi. Sverrir Herbertsson lék laglega á varnarmenn Skagamanna og komst upp að endamörkum, og sendi út á Heimi Karlsson en skot hans fór í varnarmann. Eftir því sem á síðari hálfleik leið fjaraði kraftur beggja liða; leikmönnum tókst ekki að skapa sér afgerandi færi og jafntefli því staðreynd. Árni Sveinsson var yfirburða- maður í liði Skagamanna, send- ingar hans frábærar. Sigurður Lárusson var sterkur fyrir og Kristján Olgeirsson átti góða spretti. Lið Víkings var mjög jafnt og fast fyrir. Gunnar Gunnarsson var besti maður liðsins, vex með hverjum leik. Þá gerði Áðalsteinn Aðalsteinsson góða hluti, en datt þess á milli úr leiknum. Heimir Karlsson og Sverrir Herbertsson voru frískir framherjar. Dómari var Villi Þór. I stuttu máli: Akranes — Víkingur 2—2. Gul spjöld: Ragnar Gíslason og Gunnar Gunnarsson, Víkingi og Árni Sveinsson, Akranesi. Lið Akraness: Davíö Kristjánsson 5 Guðjón Þóröarson 7 Sigurður Halldórsson 7 Sigurður Lórusson 7 Árni Sveinsson 8 Guðbjörn Tryggvason 7 Júlíus Ingólfsson 6 Sveinbjörn Hákonarson 7 Jón Áskelsson 7 Björn Björnsson 6 Kristján Olgeirsson 7 Sigþór Ómarsson (vm) 6 Lið Víkings: Ögmundur Kristinsson 7 Ragnar Gíslason 6 Stetán Halldórsson 6 Jóhannes Báröarson 7 Magnús Þorvaldsson 6 Gunnar Gunnarsson 8 Aðalsteinn Aöalsteinsson 7 Þórður Marelsson 7 Ómar Torfason 6 Heimir Karlsson 7 Sverrir Herbertsson 6 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.