Morgunblaðið - 06.07.1982, Side 26
26
• Guðmundur !>orbjörnsson á fullri ferð með boltann í baráttu við KR-vörn-
ina.
Rússarnir koma á
Reykjavíkurleikina
Keykjavíkurleikirnir í frjálsíþrótt-
um nálgast óðfluga, verða helgina
17. og 18. júlí, og Ijóst að margir
útlendingar verða þar meðal kepp-
enda. Fjórir rússneskir frjálsíþrótta-
menn verða þeirra á meðal, og kom
það í Ijós um helgina, eftir mikla
eftirgangssemi, hverjir þeir verða.
Hingað senda Rússar tvær kon-
ur og tvö karla. Konurnar eru
Ludmila Belova, sem keppir í 200
og 400 metra hlaupum, og Irina
Podialovskay, sem keppir í 400 og
800 metrum. Karlarnir eru sprett-
hiauparinn Nikolai Sidorov, sem
keppir í 100 og 200 metrum, og
kúluvarparinn Sergei Gavriskin.
Þótt ekki hafi borizt upplýs-
ingar um afreksgetu þessara
frjálsíþróttamanna er ekki við
öðru að búast en þeir séu af betra
taginu, því Rússar hafa oftast sent
ýmsa af sínum frambærilegustu
frjálsíþróttamönnum á Reykja-
víkurleikina.
Lilja sigrar í Vesterás
Lilja Guðmundsdóttir, frjáls-
íþróttakona úr ÍR, sigraði keppnis-
laust i 1500 metra hlaupi á alþjóð-
legu móti í Vesterás í Svíþjóð í sið-
ustu viku. Hljóp Lilja á 4:28 mínút-
um, sem er hennar næstbezti árang-
ur hennar í ár, hefur bezt náð 4:26,6
mín. Skýfall var þegar mótið fór
fram og vindar, þannig að óhagstætt
var að hlaupa. Seinni dag mótsins
sigraði Lilja jafn auðveldlega i 800
metrum á 2:10,555, sem er hennar
bezta í ár.
Einar P. Guðmundsson, frjáls-
íþróttamaður úr FH, keppti á seinni
degi mótsins og hljóp 400 metra á
50,70 sekúndum. Voru aöstæður hin-
ar erfiðustu og því má búast við að
Kinar sé í formi til að hlaupa undir
50 sekúndum.
Hilmar hljóp
800 á 1:56
Hilmar Hilmarsson heitir tvítugur
íslenzkur frjálsíþróttamaður, sem
um langt árabil hefur verið búsettur
í Sviþjóð, og náð þar góðum árangri
í millivegalengdahlaupum, en af
honum hafa ekki borizt fréttir þar til
nú, að Mbl. hafði upp á honum í
Svíþjóð eftir krókaleiðum.
Helga góö í
grindahlaupi
HELGA Halldórsdóttir KK náði
ágætum tíma í 100 metra grinda-
hlaupi á frjálsíþróttamóti í Laugar-
dal á föstudagskvöid, hljóp á 14,1
sekúndu.
Þórdís Gisladóttir hástökkvari úr
ÍK varð í öðru sæti á 14,4 sekúndum
og þriðja Sigurborg Guðmundsdóttir
Á á 15,1 sek.
Hilmar hefur í ár hlaupið 800
metra á 1:56 mínútum, sem er
hans langbezti árangur, átti rúma
1:58 í fyrra. Þá hljóp hann 1500
metra á 3:56,74 mínútum í fyrra,
sem einnig er hans bezta, en í
samtali við Mbl. sagði Hilmar sér
ekki hafa gengið vel í 1500 það
sem af væri sumari.
Hilmar Hilmarsson keppir ytra
með félaginu Hasselby SK í
Stokkhólmi, en allar líkur eru á að
hann keppi fyrir íslands hönd í
unglingalandskeppninni í Osló í
næstu viku, sagðist hann hafa
áhuga á að fá að spreyta sig þar
fyrir hönd fósturjarðarinnar.
Friáisar Ibrðttlr
^ ... ........... ^
Marktækifærið í leiknum
kom eftir 41 mínútu!
ÞAÐ VAR mikið kallað og hlaupið,
en minna spilað, er Valur og KR
gerðu markalaust jafntefli í ein-
hverjum þeim tíðindaminnsta 1.
deildar-leik sem undirritaður hefur
orðið vitni að, á Laugardalsvelli á
sunnudagskvöldið. Var þetta fyrsti
leikurinn í deildinni á aðalvellinum i
sumar en upp á þaö var ekki haldið
með neinni glæsiknattspyrnu.
í fyrri hálfleik gerðist bókstaf-
lega ekki neitt lengst af. Knöttur-
inn gekk mest mótherja á milli og
er hann gekk á milli samherja var
það aldrei milli margra manna.
Blm. var orðinn vondaufur um að
þurfa að brúka penna sinn í fyrri
hálfleiknum, er Valsmenn fengu
allt í einu dauðafæri. Var þá liðin
41 mín. af hálfleiknum.
Fyrsta færi í 1. deildar-leik kom
eftir 41 mín.! Já, sóknarleikur lið-
anna var ekki með besta móti.
Hvað um það, Ingi Björn Alberts-
son fékk umrætt færi. Eftir fyrir-
gjöf Hilmars Sighvatssonar frá
vinstri fékk hann boltann við
fjærstöngina og skallaði á markið
en Stefán varði vel en hélt ekki
boltanum. Ingi náði honum aftur
en skaut í hliðarnetið utanvert af
stuttu færi.
Er þar með lýst eina marktæki-
færi hálfleiksins, og reyndar leiks-
Valur n n
—KR U—II
'ins alls eins og síðar kom í ljós.
Penninn góði var aðeins einu sinni
notaður aftur fyrir hlé. Var það er
Sigurður Pétursson hvarf meiddur
af leikvelli fyrir Sigurð Indriðason
á 44. mín.
Allir viðstaddir hafa væntan-
lega óskað þess að síðari hálfleik-
ur yrði skemmtilegri en sá fyrri og
rættust þær óskir að sumu leyti.
Skárra spil sást á köflum og þá
sérstaklega hjá KR-ingum en ekki
voru leikmenn iðnir við að skapa
marktækifæri.
Á 80. mín. átti Magni Pétursson
þrumuskot á KR-markið, Ingi
Björn breytti stefnu knattarins
með því að skalla hann en Stefán
varði meistaralega. En það kom
upp úr dúrnum að Ingi Björn hafði
1 Knattspyrna
verið rangstæður og komust
mörkin aldrei í verulega hættu
allan hálfieikinn utan þetta
„rangstöðufæri" Inga.
Liðin:
KR-ingar voru ákveðnari úti á
vellinum í leiknum en ekki fengu
þeir marktækifæri og eins og gef-
ur að skilja vinnast leikir ekki
nema skoruð séu mörk. í liðinu
eru mjög efnilegir leikmenn eins
og Sæbjörn Guðmundsson, sem
tók nokkra góða spretti í leiknum,
Ágúst Már Jónsson og Stefán Jó-
hannsson markvörður, en í heild
virkar liðið ekki sterkt.
Valsliðið virðist vera mjög mis-
jafnt. Þeir spiluðu prýðilega á
köflum í síðasta leik gegn Breiða-
bliki en nú sást lítið sem ekkert
slíkt. Framlínan var óhemju dauf,
og miðjumennirnir voru heldur
ekki sannfærandi. Aðeins einn
leikmaður stóð sig vel, Dýri Guð-
mundsson, sem var mjög sterkur í
vörninni, og helst að hresstist upp
á sóknina ef hann kom fram.
í stuttu máli:
Laugardalsvöllur 1. deild. Val-
ur—KR 0—0.
Gult spjald: Magni Pétursson
Val.
Dómari var Arnþór óskarsson.
Áhorfendur voru 979.
— sh.
Margar hendur voru á lofti og áhugi sýnilega mikill þegar verið var að greiða atkvæði um ný lög, fyrstu stjórn o.fl.
Nýjasta íþróttafélagið
hlaut nafnið Gáski
FIMMTUDADGINN 10. júní sl. var
stofnað iþróttafélag við vistheimilið
að Skálatúni, Mosfellssveit, og hlaut
það nafnið Gáski. Bæði vistmenn,
starfsfólk og aðilar úr Foreldra- og
vinafélagi Skálatúns sátu stofnfund-
inn auk gesta, eða alls um 60—70
manns.
Samkvæmt 2. gr. laga hins nýja
félags, er tilgangur og markmið þess
að efla íþróttaiðkanir fyrir þroska-
hefta með æfingum, námskeiðum og
keppni.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Sigrún Kristjánsdóttir,
þroskaþjálfi að Skálatúni. Fundar-
stjóri stofnfundarins var Sigurður
Magnússon, form. íþróttasambands
fatlaðra og fundarritari Páll Aðal-
steinsson, fyrrv. formaður Ung-
mennasambands Kjalarnesþings, en
hið nýstofnaða félag mun verða aðili
að UMSK.
Að loknum stofnfundinum var við-
stöddum sýnd kvikmynd frá vetrar-
Ólympíuleikum fatlaðra, sem háðir
voru í Geilo, Noregi, árið 1980.
Þessar fjórar stúlkur voru meðal þeirra sem kjörnar
voru í stjórn, talið f.v.: Sigrún Þórarinsdóttir sem kjörin
var fyrsti formaður og heldur hún á oddfánum UMSK
og íþróttasambands fatlaðra, sem félaginu voru færðir
að gjöf, Guðný Guðmundsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir
og Sigríður Kristinsdóttir. F.v.: Sigrún Kristjánsdóttir,
þroskaþjálfi, sem var aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins, Páll Aðalsteinsson, fundarritari, Sigurður
Magnússon, form. íþr.samb. fatlaðra og Ólafur Ólafs-
son og Ólafur Þ. Jónsson úr stjórn sambandsins.